Tvöföldun Reykjanesbrautar tekur fimm til sex ár Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 10. júlí 2016 21:45 Við segjum hingað og ekki lengra. Þetta segir talsmaður átaks um tvöföldun Reykjanesbrautar en tæplega 15 þúsund manns hafa skráð sig til þátttöku í átakinu á Facebook á tæpum tveimur sólarhringum. Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að ráðast þurfi í framkvæmdina án tafar. Vegamálastjóri segir að hægt sé að tvöfalda Reykjanesbraut frá Hafnarfirði að flugstöð Leifs Eiríkssonar á fimm til sex árum. Banaslys varð á Reykjanesbraut á fimmtudag þegar vörubíll tók vinstri beygju inn á Reykjanesbraut frá Hafnavegi. Daginn eftir var stofnaður hópur á Facebook undir yfirskriftinni „Stopp hingað og ekki lengra“ en á um tveimur sólahringum hafa tæplega 15 þúsund manns skráð sig í hópinn.Við viljum þetta ekki „Ég get ímyndað mér að kröfurnar verði í fyrsta lagi að og til að byrja með að fara í bráðabirgðaaðgerðir. Aðgerðir sem kosta ekki mikla peninga en auka umferðaröryggi. En svo ætti væntanlega stærsta krafan og lokamarkmiðið að vera tvöföldun Reykjanesbrautar frá Hafnarfirði að flugstöð Leifs Eiríkssonar,” segir Ísak Ernir Kristinsson, talsmaður hópsins. Ísak vísar til þess að eftir að Reykjanesbrautin var tvöfölduð frá Fitjum og að Hvassahrauni hefur ekkert banaslys orðið á þeim vegakafla. Á þeim köflum sem eru einbreiðir hafa hins vegar orðið tvö banaslys á síðastliðnu ári. Það sé ólíðandi að bjóða ekki upp á sama umferðaröryggi alls staðar á Reykjanesbrautinni. Krafa samfélagsins á suðurnesjum sé skýr – hraða þurfi framkvæmdum til að koma í veg fyrir fleiri alvarleg umferðarslys. „Hver einasta fjölskylda á suðurnesjum hefur upplifað það á eigin beini, eigin skinni, að einhver þeim tengdur hefur orðið fyrir barðinu á mjög alvarlegu umferðarslysi. Og við segjum – við viljum þetta ekki. Við segjum hingað og ekki lengra. Stopp, ekki meira,” segir Ísak.Þingmaður vill tvöföldun Reykjanesbrautar án tafar Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks í suðurkjördæmi, segir að þjóðin þurfi að sameinast um að forgangsraða fjármunum í að byggja öruggari samgöngur. Ráðast þurfi í tvöföldun Reykjanesbrautar án tafar. „Þetta er einn fjölfarnasti vegur landsins, plús það, hvað er að gerast þarna í kring. Fjölbreytt uppbygging. Bæði koma allir ferðamenn sem koma til og frá landinu þarna um,“ segir Vilhjálmur. Þá sé ferðaþjónusta á svæðinu að aukast, mikil uppbygging fyrirhuguð í stóriðju og miklir fiskflutningar. Allt kalli þetta á aukna umferð um Reykjanesbraut. Hann voni að þessi umræða um samgöngumál sé komin til að vera. „Og samgöngumálin sem að öll gögn sýna, öll gögn sýna það að er stærsta velferðarmál þjóðarinnar, að nú verði þau sett í forgrunn og fá sömu athygli eins og til að mynda heilbrigðismálin, sem ég tel bara lífsnauðsynlegt fyrir þjóðina,” segir Vilhjálmur.Tekur fimm til sex á Á Reykjanesbraut er í dag tvöfaldur vegur frá Straumsvík og að Njarðvík. Sitt hvoru megin við þennan tvöfalda veg er hins vegar einbreiður vegur. Annars vegar hafnarfjarðarmegin en fyrsti hluti tvöföldunar þessa kafla er á samgönguáætlun en hraði framkvæmda fer eftir hversu mikið fjármagn er veitt í þær. Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri, segir að sá kafli sem er nær Hafnarfirði hafi hingað verið í forgangi. Umferð hafi hingað til verið meiri þar og sé að hluta innan þéttbýlisumferðar í Hafnarfirði. „Hins vegar hefur þessi gífurlega aukning ferðamanna mikil áhrif á hinn endann nær flugstöðinni. Umferðin margfaldast á tiltölulega stuttum tíma. Þannig að það þarf að endurskoða hreinlega hvenær þarf að ráðast í framkvæmdir þar,“ segir Hreinn.En hvenær er von á að öll Reykjanesbrautin verði orðin tvöföld? „Það tekur nú, ef það er ekki skortur á fjármagni, þá er þetta verk upp á fimm til sex ár í framkvæmdum að klára þetta allt. En það er alfarið háð því hvaða fjármagn verður veitt til þessara framkvæmda,“ segir Hreinn. Ferðamennska á Íslandi X16 Suður Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Við segjum hingað og ekki lengra. Þetta segir talsmaður átaks um tvöföldun Reykjanesbrautar en tæplega 15 þúsund manns hafa skráð sig til þátttöku í átakinu á Facebook á tæpum tveimur sólarhringum. Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að ráðast þurfi í framkvæmdina án tafar. Vegamálastjóri segir að hægt sé að tvöfalda Reykjanesbraut frá Hafnarfirði að flugstöð Leifs Eiríkssonar á fimm til sex árum. Banaslys varð á Reykjanesbraut á fimmtudag þegar vörubíll tók vinstri beygju inn á Reykjanesbraut frá Hafnavegi. Daginn eftir var stofnaður hópur á Facebook undir yfirskriftinni „Stopp hingað og ekki lengra“ en á um tveimur sólahringum hafa tæplega 15 þúsund manns skráð sig í hópinn.Við viljum þetta ekki „Ég get ímyndað mér að kröfurnar verði í fyrsta lagi að og til að byrja með að fara í bráðabirgðaaðgerðir. Aðgerðir sem kosta ekki mikla peninga en auka umferðaröryggi. En svo ætti væntanlega stærsta krafan og lokamarkmiðið að vera tvöföldun Reykjanesbrautar frá Hafnarfirði að flugstöð Leifs Eiríkssonar,” segir Ísak Ernir Kristinsson, talsmaður hópsins. Ísak vísar til þess að eftir að Reykjanesbrautin var tvöfölduð frá Fitjum og að Hvassahrauni hefur ekkert banaslys orðið á þeim vegakafla. Á þeim köflum sem eru einbreiðir hafa hins vegar orðið tvö banaslys á síðastliðnu ári. Það sé ólíðandi að bjóða ekki upp á sama umferðaröryggi alls staðar á Reykjanesbrautinni. Krafa samfélagsins á suðurnesjum sé skýr – hraða þurfi framkvæmdum til að koma í veg fyrir fleiri alvarleg umferðarslys. „Hver einasta fjölskylda á suðurnesjum hefur upplifað það á eigin beini, eigin skinni, að einhver þeim tengdur hefur orðið fyrir barðinu á mjög alvarlegu umferðarslysi. Og við segjum – við viljum þetta ekki. Við segjum hingað og ekki lengra. Stopp, ekki meira,” segir Ísak.Þingmaður vill tvöföldun Reykjanesbrautar án tafar Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks í suðurkjördæmi, segir að þjóðin þurfi að sameinast um að forgangsraða fjármunum í að byggja öruggari samgöngur. Ráðast þurfi í tvöföldun Reykjanesbrautar án tafar. „Þetta er einn fjölfarnasti vegur landsins, plús það, hvað er að gerast þarna í kring. Fjölbreytt uppbygging. Bæði koma allir ferðamenn sem koma til og frá landinu þarna um,“ segir Vilhjálmur. Þá sé ferðaþjónusta á svæðinu að aukast, mikil uppbygging fyrirhuguð í stóriðju og miklir fiskflutningar. Allt kalli þetta á aukna umferð um Reykjanesbraut. Hann voni að þessi umræða um samgöngumál sé komin til að vera. „Og samgöngumálin sem að öll gögn sýna, öll gögn sýna það að er stærsta velferðarmál þjóðarinnar, að nú verði þau sett í forgrunn og fá sömu athygli eins og til að mynda heilbrigðismálin, sem ég tel bara lífsnauðsynlegt fyrir þjóðina,” segir Vilhjálmur.Tekur fimm til sex á Á Reykjanesbraut er í dag tvöfaldur vegur frá Straumsvík og að Njarðvík. Sitt hvoru megin við þennan tvöfalda veg er hins vegar einbreiður vegur. Annars vegar hafnarfjarðarmegin en fyrsti hluti tvöföldunar þessa kafla er á samgönguáætlun en hraði framkvæmda fer eftir hversu mikið fjármagn er veitt í þær. Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri, segir að sá kafli sem er nær Hafnarfirði hafi hingað verið í forgangi. Umferð hafi hingað til verið meiri þar og sé að hluta innan þéttbýlisumferðar í Hafnarfirði. „Hins vegar hefur þessi gífurlega aukning ferðamanna mikil áhrif á hinn endann nær flugstöðinni. Umferðin margfaldast á tiltölulega stuttum tíma. Þannig að það þarf að endurskoða hreinlega hvenær þarf að ráðast í framkvæmdir þar,“ segir Hreinn.En hvenær er von á að öll Reykjanesbrautin verði orðin tvöföld? „Það tekur nú, ef það er ekki skortur á fjármagni, þá er þetta verk upp á fimm til sex ár í framkvæmdum að klára þetta allt. En það er alfarið háð því hvaða fjármagn verður veitt til þessara framkvæmda,“ segir Hreinn.
Ferðamennska á Íslandi X16 Suður Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira