Eldgos og jarðhræringar

Fréttamynd

Skjálfti af stærð 4,8 í Bárðar­bungu

Jarðskjálfti af stærð 4,8 mældist í Bárðarbungu klukkan 8:41 í morgun. Nokkrir eftirskjálfatar hafa mælst síðan þá. Undanfarin ár hafa mælst nokkrir skjálftar af svipaðri stærðargráðu á svæðinu. 

Innlent
Fréttamynd

Engin skýr merki um vendingar í Öskju

Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að engin skýr merki séu um vendingar í Öskju. Hægt sé að útskýra bráðnun á ísnum á Öskjuvatni með vindum.

Innlent
Fréttamynd

„Engin spurning um það að þetta endar í eld­gosi“

Stór hluti Öskjuvatns er nú íslaus en líkleg skýring er jarðhitaaukning. Dósent í jarðvísindum segir þetta gerast hraðar og fyrr en áður sem sé óvenjulegt. Eldfjallafræðingur telur ljóst að þetta endi með að Askja muni gjósa en mögulega verði um að ræða kröftugt sprengigos líkt og varð fyrir tæpum 150 árum. Mælingar sýni að mikið magn kviku sé undir fjallinu. 

Innlent
Fréttamynd

Flugu yfir íslitla Öskju

Nýjar myndir af Öskju sýna að helmingur Öskjuvatns er íslaus, sem er afar óvenjulegt miðað við árstíma. Flogið var yfir eldstöðina í dag til að meta stöðuna, myndir teknar og baujur með hitamælum settar út í.

Innlent
Fréttamynd

Sýr­­lendingar ör­væntingar­fullir og enn berst lítil að­stoð

Sýrlendingar sem lifðu tvo stóra jarðskjálfta, sem riðu yfir norðurhluta Sýrlands og suðurhluta Tyrklands í síðustu viku, af eru örvæntingarfullir. Lítil aðstoð hefur borist, enda landsvæði þeirra undir stjórn uppreisnarmanna, en þeir sem lifðu hryllinginn af glíma nú við sult og kulda.

Erlent
Fréttamynd

Vestmannaeyjar héldu höfninni ólíkt blómlegasta bæ Tenerife

Hálf öld er liðin þessa dagana frá því menn hófu hraunkælingu í Heimaeyjargosinu en hún er talin hafa stuðlað að því að Vestmannaeyjahöfn varð jafnvel betri á eftir. Íbúar eins blómlegasta bæjar Tenerife voru ekki jafn heppnir í eldgosi þremur öldum fyrr. Hraunið sem þar rann í höfnina kippti fótunum undan lífsafkomu bæjarbúa.

Innlent
Fréttamynd

Bandaríkjamenn óskuðu eftir frekari aðstoð íslenska hópsins

Stjórnstöð íslenska hópsins sem sinnir björgunarstarfi á jarðskjálftasvæðum í Tyrklandi var í dag flutt að ósk Bandaríkjamanna, frá borginni Antakya til Adiyaman. Óskað var eftir því að Íslendingar myndu fylgja með til að tryggja áfram samfellu í störfum alþjóðlegra björgunarsveita. Fjórir aðgerðarstjórnendur voru því sóttir af þyrlu bandaríska hópsins en hinn hluti hópsins hefur lagt af stað heim til Íslands. 

Erlent
Fréttamynd

Ís­lenski hópurinn í Tyrk­landi: „Þetta er mjög slæmt á­stand“

Erlendur Birgisson verkfræðingur, meðlimur íslenska hópsins í Antayka í Tyrklandi, aðstoðaði svissnesku björgunarsveitina fyrir helgi við leit að einstakling í rústum í borginni. Fregnir höfðu borist af því að heyrst hefði í manni í rústunum en leit bar ekki árangur. Sjúkraflutningamaður segir ástandið mjög slæmt.

Erlent
Fréttamynd

„Við náttúrulega skoðum allt“

Jarðskjálftahrina hófst á Reykjaneshrygg skömmu fyrir klukkan sjö í gærkvöldi. Stærsti skjálftinn mældist 3,8 að stærð og um níutíu skjálftar hafa mælst síðan hrinan hófst. Hrinan er talin vera í rénun.

Innlent
Fréttamynd

Fylgjast vel með Öskju

Vakir í ís Öskjuvatns eru afbrigðilega stórar. Rannsóknarstofa í eldfjallafræði og náttúruvá segir vert að fylgjast vel með.

Innlent
Fréttamynd

Gildi TF-SIF seint metið til fulls

Ísland er harðbýlt og þjóðin hefur þurft að takast á við margþættar áskoranir tengdar náttúruvá. Slíkt umhverfi kallar á sterka innviði til þess að tryggja almannaöryggi og að efnahagsstarfsemi verði ekki fyrir skakkaföllum. Náttúruhamfarir, svo sem eldgos, ofanflóð og óveður, geta valdið miklu tjóni með litlum fyrirvara og reynt verulega á þanþol innviða.

Skoðun
Fréttamynd

Stjórn­völd harð­lega gagn­rýnd fyrir hæg við­brögð

Tyrknesk stjórnvöld hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir að bregðast of hægt við afleiðingum jarðskjálftanna á mánudag. Nú er talið að yfir ellefu þúsund hafi farist í skjálftunum. Íslenskt björgunarfólk er komið á hamfarasvæðið í Tyrklandi. Við vörum við myndefni í þessari frétt. 

Erlent
Fréttamynd

„Hvað á ég að gera? Hvert á ég að fara?“

Heildarfjöldi látinna í jarðskjálftanum í Tyrklandi og Sýrlandi stendur nú í 8.400 en raunverulegur fjöldi er talinn mun meiri. 5. 894 hafa fundist látnir í Tyrklandi og 2.470 í Sýrlandi en þúsundir eru taldar fastar undir húsarústum.

Erlent