Eldgos og jarðhræringar

Fréttamynd

Vís­bendingar um að gosið geti varað lengi

Virkni eldgossins við Sundhnúk er enn stöðug nú þegar hátt í fjórir sólarhringar eru frá því það hófst. Jarðeðlisfræðingur segir vísbendingar um að þetta eldgos gæti orðið svipað þeim sem urðu í Fagradalsfjalli og því varað lengur.

Innlent
Fréttamynd

Land­ris geti leitt til lengra goss

Sérfræðingur hjá Almannavörnum segir núverandi eldgos skera sig úr hinum þremur sem orðið hafa á Reykjanesskaganum síðustu mánuði að því leyti að landris sé hafið að nýju meðan það gýs enn. Það geti leitt til þess að eldgosið, sem er þegar orðið lengra en síðustu þrjú, lengist enn fremur. 

Innlent
Fréttamynd

Segir ástandsskoðanir NTÍ í Grinda­vík fúsk

Grind­víkingurinn Hilmar Freyr Gunnarsson vill að Al­þingi fari yfir fram­kvæmd á­stands­skoðana Náttúru­ham­fara­tryggingu Ís­lands (NTÍ) á húsum í Grinda­vík. Hann segir fram­kvæmdina for­kastan­lega og fúsk. Forstjóri NTÍ segir aðeins um fyrstu matsgerð að ræða og hvetur fólk til að skila inn athugasemdum sé það ósátt. 

Innlent
Fréttamynd

Eld­gosið toppar þrjú síðustu

Eldgosið sem hófst á níunda tímanum á laugardagskvöld hefur nú staðið lengur en síðustu þrjúgos síðan í desember síðastliðnum. Það hefur nú staðið í tvo og hálfan sólarhring. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Opna Grinda­vík aftur

Grindavík hefur verið opnuð aftur og Grindvíkingum og þeim sem starfa í bænum leyft að dvelja þar og vinna. Í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum segir að lítil sem engin hreyfing sé á hraunrennsli, bæði inn í Svartsengi og fyrir ofan Suðurstrandaveg.

Innlent
Fréttamynd

Eld­gosið hagi sér öðru­vísi og gæti varað lengur

Prófessor í jarðeðlisfræði segir eldgosið sem hófst á laugardag hegða sér öðruvísi en hin þrjú sem komið hafa upp á Sundhnúksgígaröðinni. Stöðug virkni í því gæti þýtt að það vari talsvert lengur en síðustu gos.

Innlent
Fréttamynd

Virkni gossins enn stöðug og hætta enn talin mikil

Nýtt hættumat Veðurstofu Íslands tekur gildi í dag og mun gilda næstu tvo daga til 20. mars. Hætta er enn talin mjög mikil í Sundhnúksgígaröðinni og þá er mikil hætta vegna gasmengunar í kringum Svartsengi og vegna hraunflæðis.

Innlent
Fréttamynd

Endur­skoða aðgangstakmarkanir á morgun

Vel hefur gengið á hættusvæðinu við Svartsengi og í Grindavík í dag. Þó hefur verið töluverð mengun á svæðinu og verða aðgangsreglur inn í Grindavík endurskoðaðar á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Engin löndun í bili í Grinda­vík

Ekki verður landað í dag í Grindavík eins og vonir stóðu til um. Hafnarstjóri segir varnargarða þó hafa blásið mönnum byr í brjóst. Fyrirtæki fá að fara inn í bæinn í dag en fyrst stóð til að það yrði ekki leyft. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Svarts­engi rýmt vegna gasmengunar

Forsvarsmenn HS Orku ákváðu að rýma starfsstöðina í Svartsengi í morgun vegna gasmengunar sem leggur yfir svæðið vegna eldgossins í Sundhnúkagígaröðinni.

Innlent
Fréttamynd

Zara tók sjálfur með gosinu

Sænska ofurstjarnan Zara Larsson nýtti sér stund milli stríða vel á laugardagskvöldinu þegar það byrjaði að gjósa. Hún tók nokkrar sjálfur af sér með gosinu af toppi tónlistarhússins Hörpu þar sem hún var með tónleika það kvöldið.

Lífið
Fréttamynd

Sundhnúkareinin gæti verið á leið í mjög langt frí

Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segist telja mögulegt að eldgosið sem hófst um helgina verði síðasta eldgosið á svæðinu í bili, þó eldvirkni á Reykjanesi sé hvergi nærri lokið. Mögulega eigi kerfið eitt eldgos í sér til viðbótar, sem verði þá eftir rúman mánuð.

Innlent
Fréttamynd

Grind­víkingar búi í ó­vissu þrátt fyrir tölfræðileiki

„Þetta hlýtur að vera mjög erfitt. Það er erfitt að setja sig spor þessa fólks að horfa enn og aftur upp á þetta. En þetta er það sem má búast við,“ segir Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, um þá erfiðu stöðu sem Grindvíkingar séu í vegna enn eins eldgossins.

Innlent
Fréttamynd

Ætti að vera í kirkju en skoðar hraunið í staðinn

„Það er sunnudagur. Maður ætti að vera í kirkju, en svo er maður hér,“ segir Olgeir Sigmarsson, jarðvísindamaður hjá jarðvísindastofnun Háskóla Íslands í samtali við fréttastofu þegar hann var staddur við hraunjaðarinn ásamt fleiri vísindamönnum að safna sýnum úr hrauninu sem hefur runnið síðan í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Hraunið færist nær Suðurstrandarvegi

Náttúruvásérfræðingur á von á því að hraun nái út í sjó áður en langt um líður. Hann segir mikilvægt að benda á að engum sé hollt að dvelja nálægt þegar það gerist, þar sem hættulegar gastegundir kunni að myndast. Hraun rennur rennur um tuttugu metra á klukkustund.

Innlent
Fréttamynd

Þurfi að hafa sam­úð með starfs­­fólki Veður­­stofunnar

Jarð­eðlis­fræðingur segir greini­legt að fyrir­varinn á eld­gosum í Sund­hnjúka­gíga­röðinni fari minnkandi og merkin að verða ó­greini­legri. Gos­sprungan milli Haga­fells og Stóra-Skóg­fells opnaðist einungis ör­fáum mínútum eftir að Veður­stofan til­kynnti um aukna jarð­skjálfta­virkni og land­breytingar sem bentu til þess að kviku­hlaup gæti fljót­lega hafist.

Innlent
Fréttamynd

„Nú er allt orðið vel smurt“

Gosstöðvarnar við Grindavík eru orðnar „vel smurðar“ og útskýrir það að miklu leyti hve lítill fyrirvarinn að eldgosinu í gærkvöldi var. Útlit sé fyrir að eldgosið klárist þegar líður að kvöldi en líklega tekur þá aftur við bið eftir næsta eldgosi.

Innlent