Eldgos og jarðhræringar

Fréttamynd

Gosið virðist færast í aukana

Gosið í Grímsvötnum virðist vera að færast í aukana. Friðrik Þór Halldórsson kvikmyndatökumaður er við barm gígsins fyrir neðan Háubungu þar sem hann horfir austur yfir Grímsvötn og segir hann mikið ganga á. Gífurlegir bólstrar koma úr gígnum og segir Friðrik að miðað við þá rúmu klukkustund sem hann hafi fylgst með gosinu virðist það vera að aukast.

Innlent
Fréttamynd

Búfé á gjöf vegna goss

Öllu fé var smalað og það sett inn á gjöf á Möðrudal á Möðrudalsöræfum í gær, að sögn Önnu Birnu Snæþórsdóttur húsfreyju.

Innlent
Fréttamynd

Gosmökkurinn nær hátt til himins

Fyrstu merki um gosmökk frá eldgosinu í Grímsvötnum sáust á veðurradar Veðurstofunnar klukkan 23:10 í gærkvöld og náði mökkurinn þá upp í um 8 kílómetra hæð. Klukkan rúmlega 1 í nótt náði mökkurinn upp í um 13 kílómetra hæð, en hefur verið nokkuð breytilegur síðan þá. Gosmökkurinn sýnist á radarmyndinni vera frekar sunnarlega miðað við Grímsvötn, en að öllum líkindum er það vegna ónákvæmni í mælingunum, en radarinn er í um 260 km fjarlægð frá gosinu.

Innlent
Fréttamynd

Flugsvæði lokað

Eldgosið í Grímsvötnum hefur valdið því að um 311.000 ferkílómetrasvæði norð-austur af gosstöðvunum er lokað fyrir flugumferð.

Innlent
Fréttamynd

Meira en fyrir sex árum

Vísindamenn sem voru að koma úr flugi yfir gosstöðvarnar segja að eldgosið nú sé meira en síðasta Grímsvatnagos fyrir sex árum. Nú undir kvöld gaf Flugmálastjórn það út að flug væri hvorki heimilað á Akureyri né Egilsstaði.

Innlent
Fréttamynd

Stærsta hlaup síðan 1996

Hlaupið nú er það stærsta sem komið hefur í Skeiðará eftir hamfarahlaupið 1996. Helgi Björnsson jöklafræðingur telur að hlaupinu verði lokið seinnipartinn á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Stöðugur gosórói í Grímsvötnum

Fullvíst má nú telja að eldgos sé hafið í eða við Grímsvötn. Samkvæmt tilkynningu frá samhæfingarstöð almannavarna hófst stöðugur gosórói í Grímsvötnum um kl. 22:10 í kvöld. Í tilkynningunni segir að jarðvísindamenn og starfsfólk í samhæfingarstöð almannavarna fylgist með framvindu mála.

Innlent
Fréttamynd

Eldgos líklega hafið í Grímsvötnum

"Það er margt sem bendir til þess að gos sé hafið í eða við Grímsvötn. Við vitum ekki mikið meira um það í bili, hvort það er enn ofan í vatninu sjálfu eða undir ís, eða hvort það hefur brotið sér leið upp. Þetta er á mjög svipuðum slóðum og eldgosið í Grímsvötnum 1998," sagði Ragnar Stefánsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Ljóst að um gos er að ræða

"Smám saman hefur orðið ljósara að um gos er að ræða í eða við Grímsvötn og það upp úr ísnum," segir í tilkynningu sem Ragnar Stefánsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofunni sendi frá sér rétt í þessu.

Innlent
Fréttamynd

Veginum við Skeiðarársand lokað

Lögreglustjórarnir í Vík í Mýrdal og á Höfn í Hornafirði hafa samkvæmt ráðleggingum jarðvísindamanna og almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra ákveðið að loka veginum um Skeiðarársand á miðnætti. Veginum verður lokað af öryggisástæðum. Lokanirnar verða við Núpsstað að vestan og við afleggjarann að Skaftafelli að austan.

Innlent