Bólusetningar

Fréttamynd

121 þúsund manns hafa mætt í örvunar­bólu­setningu

Örvunarskammtur af bóluefni Pfizer þykir veita góða vernd gegn ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Þetta sýna nýjar rannsóknir fyrirtækisins. Sóttvarnalæknir segir ávinning af örvunarskammti ótvíræðan en skiptar skoðanir eru meðal almennings um hvort sérreglur eigi að gilda fyrir bólusetta.

Innlent
Fréttamynd

Mót­mæltu bólu­setningum á Austur­velli

Tugir manna voru samankomin á Austurvelli á sjöunda tímanum í kvöld til að mótmæla bólusetningarstefnu stjórnvalda. Beindust mótmælin einna helst gegn bólusetningum barna við Covid-19.

Innlent
Fréttamynd

Veiran varð nær 30-falt útbreiddari hjá börnum

Heilbrigðisráðherra vonast til að geta slakað til í samkomutakmörkunum á næstu tveimur vikum en breytir engu að sinni. Bólusetning barna fimm til ellefu ára gæti slegið á útbreiðslu faraldursins í heild, að sögn barnalæknis.

Innlent
Fréttamynd

44 prósent boðaðra í desember hafa þegar þegið örvunarskammt

85 prósent þeirra sem áttu kost á því að mæta í örvunarbólusetningu fyrir nóvember hafa þegið þriðja skammtinn og 73 prósent þeirra sem gátu mætt í nóvember. Þá hafa þegar 44 prósent þeirra sem eiga kost á að mæta í desember þegar þegið örvunarskammt.

Innlent
Fréttamynd

Að efla hreysti þjóðar

Fleiri heimsfaraldrar eru á leiðinni segja þeir og jafnvel miklu alvarlegri en þessir sem hafa komið áður. Ekki getum við sprautað fólk endalaust í handleggina, við verðum að hugsa dæmið upp á nýtt!

Skoðun
Fréttamynd

Fékk kær­komna stað­­festingu á að í sér renni blóð

Örvunar­bólu­setning heil­brigðis­ráð­herra gekk ekki alveg slysa­laust fyrir sig þó stór­slys hafi sannar­lega ekki átt sér stað. Það blæddi ör­lítið úr hand­legg hans eftir sprautuna og varð því að fá plástur í boði ríkisins, eins og hjúkrunar­fræðingurinn sem bólu­setti hann komst að orði.

Innlent
Fréttamynd

Omíkron setur okkur í biðstöðu með samkomutakmarkanir

Sóttvarnalæknir telur ekki mikið svigrúm til tilslakana þegar núgildandi samkomutakmarkanir renna úr gildi á miðvikudag vegna óvissu um omíkron afbriðið. Niðurstöður rannsókna um virkni bóluefna gagnvart því eigi að liggja fyrir á næstunni. 101 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær.

Innlent
Fréttamynd

Omíkron hefur greinst í 16 ríkjum Bandaríkjanna

Omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hefur nú fundist í 16 ríkjum Bandaríkjanna en um er að ræða nokkra tugi tilfella. Margir smituðu eru fullbólusettir og með væg einkenni. Delta-afbrigðið er enn það sem greinist í 99,9 prósent tilvika.

Erlent
Fréttamynd

27 milljarðar á tveimur árum

Heims­far­aldurinn hefur kostað heil­brigðis­kerfið um 27 milljarða á síðustu tveimur árum. Heil­brigðis­stofnanir hafa fengið þau skila­boð úr heil­brigðis­ráðu­neytinu að spara ekki í bar­áttu sinni gegn veirunni - öllum kostnaði verði mætt.

Innlent
Fréttamynd

Æðsti vísindamaður WHO segir óðagot vegna omíkron ótímabært

Æðsti vísindamaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) hvetur fólk til að örvænta ekki né fara í óðagot vegna omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar og of snemmt væri að segja til um hvert gera þyrfti breytingar á þeim bóluefnum sem hafa verið gerð gegn Covid-19.

Erlent
Fréttamynd

Mætti með gervihönd til að komast hjá bólusetningu

Ítalskur maður stendur frammi fyrir ákæru fyrir svik eftir að hann reyndi á frumlegan hátt að verða sér út um bólusetningarpassa án þess þó að láta bólusetja sig. Maðurinn mætti í bólusetningu með gervihönd fasta við sig.

Erlent
Fréttamynd

Munum aldrei snúa aftur til tímans fyrir faraldur

Þær fregnir berast frá Suður-Afríku að einstaklingar sem hafi sýkst af omíkron-afbrigði kórónuveirunnar séu mestmegnis með mild og flensulík einkenni. Magnús Gottfreðsson, prófessor og yfirlæknir á Landspítala, segir þó of snemmt að segja til um hvort nýja afbrigðið sé vægara en þau fyrri.

Innlent
Fréttamynd

Bólusett fram að jólum og milli jóla og nýárs

Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur gefið út dagskrá bólusetninga fram að áramótum. Áfram verður boðað í örvunarbólusetningu en allir þeir sem fengu seinni skammt fyrir 5 mánuðum eða fyrr geta mætt og gefið upp kennitölu.

Innlent