Bólusetningar

Fréttamynd

Öllum börnum nú boðin HPV-bólusetning óháð kyni

Börnum í sjöunda bekk er nú öllum boðin bólusetning gegn HPV veirunni, óháð kyni. Samhliða hefur verið tekið í notkun nýtt og breiðvirkara bóluefni en áður sem veitir víðtækari vörn gegn krabbameinum af völdum veirunnar.

Innlent
Fréttamynd

Hjartabólga og COVID-19 bólusetningar

Kári Stefánsson náði enn einu sinni að fanga athygli fjölmiðla með því að lýsa því yfir í viðtali að í baksýnisspeglinum hefði etv ekki átt að bólusetja einstaklinga undir fimmtugu m.a. vegna hættu á hjartabólgu.

Skoðun
Fréttamynd

Segist alls ekki hafa skipt um skoðun á bólusetningum

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist alls ekki hafa skipt um skoðun á bólusetningum. Hann segir stjórnvöld hafa brugðist hárrétt við í heimsfaraldri Covid-19 miðað við forsendur á sínum tíma. Andstæðingar bóluefna eigi rétt á því að hafa rangt fyrir sér.

Innlent
Fréttamynd

Sátu um vísinda­mann eftir „á­skorun“ Rogan og Musk

Bandarískur vísindamaður segir að andstæðingar bóluefna hafi setið um heimili sitt eftir að Joe Rogan, þekktur hlaðvarpsstjórnandi, og Elon Musk, eigandi Twitter, skoruðu á hann að rökræða við forsetaframbjóðanda um ágæti bóluefna um helgina.

Erlent
Fréttamynd

Nýtt bólu­efni gegn meningó­kokkum vekur miklar vonir

Nýtt bóluefni gegn meningókokkum hefur vakið vonir um að hægt verði að koma í veg fyrir nær öll tilfelli heilahimnubólgu af völdum bakteríusýkinganna, sem eru taldar valda 250 þúsund dauðsföllum í heiminum á ári hverju.

Erlent
Fréttamynd

„Þetta er afturför um heilan áratug“

Mikið bakslag hefur orðið í bólusetningum barna víða um heim en 67 milljónir barna hafa misst af einni eða fleiri bólusetningum á síðustu þremur árum. Tortryggni í garð bólusetninga eftir heimsfaraldur spilar þar stórt hlutverk. Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir þetta afturför um heilan áratug en sé ekkert gert gæti tíðni barnadauða aukist.

Erlent
Fréttamynd

Hvert beinist þín andúð?

Ef marka má nýlega könnun Fjölmiðlanefndar eru góðar líkur á því að þér, lesanda góðum, líki illa við andstæðinga bólusetninga. Í nýlegri skýrslu nefndarinnar kom fram að 58,2% svarenda á Íslandi mislíkar sá hópur mjög.

Skoðun
Fréttamynd

Controlant í „stöðugum“ við­ræðum við fjár­festa um mögu­leg kaup á stórum hlut

Viðræður standa stöðugt yfir við sum af stærstu sjóðastýringarfyrirtækjum heims um möguleg kaup á ráðandi hlut í Controlant en íslenska hátæknifyrirtækið hefur engu að síður gefið út að það hyggist sækja sér aukið fé á komandi vikum til að brúa fjárþörf þess til skamms tíma. Í hópi stærri hluthafa Controlant gætir nokkurra efasemda um það verði gert með hlutafjárútboði en félagið, sem er í dag metið á nærri 100 milljarða, segist ekki vera búið að ákveða hvort það verði niðurstaðan eða sótt fjármagn með annars konar hætti.

Innherji
Fréttamynd

Leikskólabörn að greinast með flensuna

Leikskólabörn og ungt fólk er meirihluti þeirra sem greinst hafa með flensuna undanfarið en hún er óvenju snemma á ferðinni í ár. Sóttvarnalæknir segir að í fyrsta sinn sé ungum börnum boðið upp á bólusetningu gegn flensunni þar sem hún lagðist illa á þann hóp þegar hún gekk yfir í Ástralíu.

Innlent