Stangveiði

Fréttamynd

Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út

Nýtt eintak af Sportveiðiblaðinu var að koma út og hefur blaðið sjaldan verið jafn fullt af skemmtilegum greinum og nú. Í blaðinu má annars finna viðtal við Bo Hall, eða Björgvin Halldórsson um veiðidelluna, veiðistaðalýsing í Blöndu, viðtal við feðgana Sólmund Einarsson og Arne Sólmundsson svo að nokkuð sé nefnt.

Veiði
Fréttamynd

Vatnsá og Skógará seinar í gang

"Við höfum verið að bíða eftir pistli frá Ásgeiri Ásmundssyni leigutaka Skógár og umsjónarmanni Vatnsár, en höfðum heyrt utan af okkur að veiðin hefði farið heldur seint í gang miðað við síðustu ár. Nú kom pistillinn og orðrómurinn kom á daginn.

Veiði
Fréttamynd

Lækkað verð á vatnasvæði Lýsu

SVFR hefur í samstarfi við leigutaka Vatnasvæðis Lýsu ákveðið að lækka verð veiðileyfa það sem af er sumri. Nú má vænta þess að sjóbirtingur fari að láta sjá sig á svæðinu.

Veiði
Fréttamynd

Lax ennþá að ganga í Borgarfirði

Lax er enn að ganga í Borgarfirði. Samkvæmt fréttum frá Daða Björnssyni sem fylgist með gangi mála í Straumunum er enn ágæt veiði á svæðinu.

Veiði
Fréttamynd

1100 laxar komnir upp fyrir Árbæjarfoss

Mikill lax er genginn upp fyrir Árbæjarfoss og þó nokkur lax mun vera kominn alla leið upp á Heiði / Bjallalæk, sem er efsta svæðið í Ytri Rangá. Mikill metnaður var settur í seiðasleppingar á efri svæðunum með það að markmiði að fá meira af laxi til að ganga upp á efri svæðin. Til að mynda var bætt við tveimur nýjum sleppitjörnum sleppt á svæðið og var 25.000 seiðum sleppt í hverja tjörn fyrir sig.

Veiði
Fréttamynd

Góð kvöldveiði í Kleifarvatni

Fín veiði hefur verið í Kleifarvatni síðustu daga hjá þeim sem veiða helst á kvöldin og í ljósaskiptunum. Þá hefur urriðinn og bleikjan gengið nær landi tekið vel agn veiðimanna hvort sem um flugu eða beitu er að ræða.

Veiði
Fréttamynd

Vegna virkjunarmála í Þjórsá

Nú þegar það er komið á borðið að það standi til að virkja neðri hluta Þjórsár hafa viðbrögð manna verið blendin. Það er þó eitt sem vekur upp furðu, og það er að Landsvirkjun hefur sagt að allt verði gert til að tryggja eins lítinn skaða hjá laxastofni Þjórsár með því að gera stiga fyrir niðurgöngulax og einhver lausn er víst rædd sem á að forða seiðunum frá túrbínunum.

Veiði
Fréttamynd

Góðar fréttir af sjóbirtingsslóðum

Sjóbirtingurinn er mættur í flest öll vatnsföll sem SVFK hefur uppá að bjóða í nágrenni Kirkjubæjarklausturs. Greinilegt að rigningar sem voru á svæðinu í byrjun ágúst hefur skilað inn fyrstu göngunum.

Veiði
Fréttamynd

Veiðivötn yfir 20.000 fiska múrinn

Á vef veiðivatna má sjá nýjustu upplýsingar um veiði í vötnunum. Þó veiðin sé minni en í fyrra fiskast ennþá vel og er svo komið að 20.000 fiskar hafa veiðst í vötnunum hingað til.

Veiði
Fréttamynd

Gæsaveiðin fer rólega af stað

Við höfum haft spurnir af nokkrum hópum gæsaveiðimanna sem fóru til veiða þann 20. ágúst þegar gæsaveiðin hófst. Flestir þeirra voru á Heiðagæs og voru menn að koma sér fyrir á morgun- og náttflugsstöðum um vestanvert hálendið.

Veiði
Fréttamynd

Gæsaveiðin hófst í dag

Veiðitímabil á grágæs og heiðagæs hefst laugardaginn 20. ágúst. Veiðar á grágæs og heiðagæs hafa verið að aukast hin síðari ár. Þegar um 90% af veiðiskýrslum eru komnar inn fyrir árið 2010 þá er skráð heildarveiði á grágæs um 46.000 fuglar og á heiðagæs um 17.000 fuglar. Til samanburðar má skoða árið 2009 þar sem veiðin var samkvæmt veiðiskýrslum tæpar 60.000 grágæsir og um 20.000 heiðagæsir. Líklegt er að afkomubrestur hafi orðið hjá báðum þessum stofnum þar sem slæmt veður framan af spillti varpi á einhverjum svæðum.

Veiði
Fréttamynd

Tungufljótið að lifna við

Svo virðist sem að líf sé að glæðast í Tungufljóti í Biskupstungum. Í gær komu 8 laxar á land á 4 stangir og skiptist þannig að allir veiðimenn fengu lax.

Veiði
Fréttamynd

Risalax á sveimi í Kjósinni

Sannkallaður ofurlax hefur sést á sveimi í Laxá í Kjós og gaman væri ef að einhver næði að setja í dýrið þannig að línur skýrist með þyngd þess!

Veiði
Fréttamynd

Munið eftir vestunum

Þeir veiðimenn sem huga að ferð í Sogið þennan síðasta mánuð veiðitímans eru hvattir til þess að nota björgunarvestin undantekningalaust.

Veiði
Fréttamynd

Hver er besta haustflugan í laxinn?

Þegar líður á haustið breytist valið á flugum sem er kastað fyrir lax. Það eru margir sem vilja meina að lax sjá liti vel, og við erum ekki að rengja það, aðrir sem vilja meina að stærð og framsetning flugunnar fyrir laxinn sé það sem skipti mestu máli.

Veiði
Fréttamynd

Topp 10 listinn yfir aflahæstu árnar

Nú liggja fyrir tölur frá Landsambandi Veiðifélaga á vefnum www.angling.is og staðan er að breytast hratt á þessum vikum þar sem Rangárnar eru að koma sterkar inn. Það veiddust yfir 1200 laxar í þeim í þar síðustu viku og staðan núna er mjög svipuð.

Veiði
Fréttamynd

Ytri Rangá í góðum gír

Ytri Rangá heldur áfram að gefa vel. Morgunvaktin í gær gaf 48 laxa en aflatölur dagsins enduðu í 72 lönduðum. Svæði eitt, fjögur, sex og sjö eru öll að gefa vel en annars er að veiðast á öllum svæðum þó þessi séu að gefa mest. Sem fyrr eru Sunray shadow, Collie dog, Bizmo og Snældur að gefa vel en það er nú oft þannig að menn nota það sem stendur fyrir í veiðibókinni. Mikið af laxinum var ný gengin því en lax að ganga í Ytri Rangá.

Veiði
Fréttamynd

Góður dagur í Elliðaánum í gær en rólegt í morgun

Mjög góður ágústdagur var í gær í Elliðaánum, þann 17. þm. Alls komu 19 laxar upp úr ánni og sá stærsti 78 cm. langur - hængur úr Teljarastreng. Nær allir laxarnir veiddust á flugu og flestir á efri svæðum árinnar. 9 laxar komu á morgunvaktinni en 10 seinni partinn.

Veiði
Fréttamynd

Fréttir úr Djúpinu

Langadalsá er kominn uppí 184 laxa. Við heyrðum í Sigga veiðiverði og voru veiðimenn sem kláruðu í morgun að setja í lúsuga laxa og var mikið af nýjum laxi undir neðstu brúnni. Af nágranna hennar Laugardalsá er það að frétta að hún er kominn uppí 165 laxa það sem af er sumri.

Veiði
Fréttamynd

Laxá í Dölum að hrökkva í gang

Í gær veiddust 22 laxar í Dölunum en gott vatn er í ánni og lax tekinn að ganga. Þetta er með seinna móti, en kemur þó Dalamönnum ekki á óvart.

Veiði
Fréttamynd

Búið að fella færri hreindýr en á sama tíma í fyrra

Þann 11. águst var búið að fella 164 dýr eða um 16% af kvótanum en á sama mánaðardegi á seinasta tímabili var búið að fella 250 dýr eða 20% af kvótanum. Menn verða að herða sóknina ef ekki eiga að skapast vandamál vegna margra veiðmanna á veiðislóði á seinni hluta tímabilsins.

Veiði
Fréttamynd

Loksins fréttir úr Setbergsá

Við fengum loks fréttir af gangi mála í Setbergsá. Fram til þessa hafa veiðst 35 laxar í ánni þrátt fyrir að vatnsleysi hafi plagað veiðimenn.

Veiði
Fréttamynd

97 sm hængur úr Svalbarðsá

Ein af þeim ám sem er að slá rækilega í gegn á þessu ári er Svalbarðsá. Hollin hafa verið að gera feykilega góða veiði það sem komið er af tímabilinu og meðalþyngdin verið alveg frábær.

Veiði
Fréttamynd

Gljúfurá í Borgarfirði komin yfir 200 laxa

Það hefur verið jöfn veiði í Gljúfurá í Borgarfirði í sumar og áin að skríða yfir 200 laxa. Hún hefur verið í ágætis vatni og töluvert af laxi verið á nokkrum stöðum. Hólmabreiða, Rennur og Eyrarhylur eru gjöfulir að vanda en lax hefur dreifst vel um ánna og eru eiginlega allir staðir inni.

Veiði
Fréttamynd

Varnarorð til veiðimanna við Fnjóská

Varað er við hruni úr björgum á neðasta veiðisvæði Fnjóskár. Í gær hrundi stórt stykki úr berginu neðan Bjarghorns, og eru veiðimenn beðnir að fara varlega.

Veiði
Fréttamynd

Laus veiðileyfi á næstunni

Þeir sem eru ekki búnir að veiða nóg í sumar og eru að skoða í kringum sig eftir veiðileyfum ættu ekki að örvænta strax því það eru dagar lausir á stangli hér og þar og víða má ennþá gera frábæra veiði fyrir sanngjarnt verð á leyfum.

Veiði
Fréttamynd

Þrír ættliðir í veiði taka þrjá laxa á sama klukkutímanum

Hér er smá veiðisaga sem við fengum senda ásamt mynd af þremur ættliðum í veiði. Við erum búnir að fá mikið af skemmtilegum myndum og viljum endilega hvetja ykkur til að deila með okkur ykkar skemmtilegustu veiðistundum í sumar. Við fögnum líka myndum þar sem verið er að planka við bakkann. Erum að skoða möguleikann að vera með "plank" myndakeppni, meira um það síðar.

Veiði
Fréttamynd

Góður morgun í Víðidalnum í gær

Eftir rólegt sumar á norðvesturlandinu kom gott skot í morgun í Víðidalsá en 16 laxar veiddust vaktinni og voru veiðimenn einnig að missa eitthvað af laxi. Mest hefur veiðst á neðstu svæðunum og þá helsta á gárutúbur og smáar flugur. Það hefur vantað rigningu á svæðinu en það rigndi í gærkvöldi og má það þakka góðri veiði í morgun.

Veiði