Borgarstjórn

Fréttamynd

Tillaga um mislæg gatnamót

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Frjálslynda flokksins flytja sameiginlega tillögu um mislæg gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar á fundi borgarstjórnar sem nú er nýhafinn. Í síðustu viku fluttu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins tillögu í samgöngunefnd um hönnun mislægra gatnamóta og var sú tillaga felld af R-listanum.

Innlent
Fréttamynd

Ráðherra þrýsti á borgaryfirvöld

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins skorar á Sturlu Böðvarsson samgönguráðherra að þrýsta á borgaryfirvöld að fara í framkvæmd mislægra gatnamóta við Miklubraut og Kringlumýrarbraut á undan Sundabraut.

Innlent
Fréttamynd

Sorphirðugjöld hækka um þriðjung

Sorphirðugjöld eiga samkvæmt landsáætlun að endurspegla raunkostnað við sorphirðuna. Nefnd borgarinnar leggur til hækkun og um leið afslátt til fólks sem sættir sig við stopulli sorphirðu.

Innlent
Fréttamynd

Samstaða um sölu borgarfyrirtækja

Lagt er til að Þórólfur Árnason, borgarstjóri Reykjavíkur, feli þriggja manna verkefnisstjórn að móta tillögu að sölu hlutar Reykjavíkurborgar í Vélamiðstöð ehf. og Malbikunarstöðinni Höfða hf. og leggja fyrir borgarráð fyrir árslok.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfbær þróun í samgöngum

Áherslur í samgöngumálum borgarinnar byggja á hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar. Þetta sagði Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar, við setningu Evrópskrar samgönguviku í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær.

Innlent
Fréttamynd

Atlantsolía fær lóð

Borgarráð staðfesti í gær breytingu á borgarskipulaginu sem gerir ráð fyrir að reist verði sjálfsafgreiðslustöð fyrir bensín og olíu við Bústaðaveg. Atlantsolía hefur þegar fengið fyrirheit um lóðina, sem stendur norðan við veitingastaðinn Sprengisand og austan hesthúsa Fáks á svæðinu.

Innlent