Borgarstjórn

Fréttamynd

Dagur hefur ekki svarað sím­tölum Hildar

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur ekki svarað símtölum Hildar Björnsdóttur oddvita Sjálfstæðisflokksins. Hún segist hafa rætt við alla oddvitana í borginni eftir kosningar, utan tveggja. 

Innlent
Fréttamynd

Ráðherra birtist óvænt í miðju viðtali og reyndist sammála viðmælandanum

Svo heppilega vildi til þegar Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðingur var til viðtals í Íslandi í dag, að Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra gekk framhjá. Hannes bauð honum að setjast með sér og spyrli. Í ljós kom, ef til vill fáum til undrunar, að hann tók heils hugar undir með Hannesi, að það yrði erfitt fyrir Framsóknarflokkinn að réttlæta myndun nýs meirihluta í Reykjavík með nýföllnum meirihluta.

Innlent
Fréttamynd

Kosningapartý, fjör og gleði

Það var mikið líf og fjör um helgina þar sem kosningapartý voru haldin víðsvegar um Reykjavík á meðan beðið var eftir niðurstöðunum. Ljósmyndari frá Vísi kíkti við í nokkur teiti og fangaði stemninguna þar sem flokkarnir fögnuðu kvöldinu.

Lífið
Fréttamynd

„Við fórum yfir stöðuna og á­kváðum að halda saman“

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar í borgarstjórn segir að oddvitar meirihlutaflokkanna hafi á fundi í gær ákveðið að „halda saman“. Miklar vangaveltur eru uppi um hvaða flokkar muni mynda meirihluta í borgarstjórn en meirihlutinn féll í sveitarstjórnarkosningum á laugardag. 

Innlent
Fréttamynd

Líf úti­lokar þátt­töku í meiri­hluta­sam­starfi

Líf Magneudóttir, oddviti og eini borgarfulltrúi Vinstri grænna í Reykjavík, hefur tjáð samstarfsfélögum sínum í fráfarandi meirihluta að Vinstri græn muni ekki sækjast efir því að taka þátt í viðræðum um meirihlutasamstarf.

Innlent
Fréttamynd

Konurnar sem skráðu sig á spjöld sögunnar í nótt

Tímamót urðu á að minnsta kosti tveimur vígstöðvum eftir að talið var upp úr kjörkössunum í nótt. Yngsti borgarfulltrúi sögunnar náði kjöri í Reykjavík og gamalreyndur bæjarfulltrúi verður fyrst kvenna bæjarstjóri á Ísafirði. Þær eru spenntar fyrir komandi verkefnum.

Innlent
Fréttamynd

Pawel segir Viðreisn vilja í starfhæfan meirihluta

Pawel Bartoszek datt út úr borgarstjórn í nýafloknum sveitarstjórnarkosningum. Hann var annar maður á lista Viðreisnar sem náði einungis einum manni inn. Hann segir að ekki fyrirfinnist sá stjórnmálamaður sem er sáttur við að fá minna fylgi en síðast.

Innlent
Fréttamynd

Afturhvarf til bílisma í Reykjavík yrðu hryllileg tíðindi

Hik í uppbyggingu í samgöngumálum og afturhvarf til bílisma í Reykjavík yrðu hryllileg tíðindi fyrir metnað Íslendinga í loftslagsmálum, að sögn Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar. Ráðherra Sjálfstæðisflokks segir úrslitin í Reykjavík kröfu um breytingar.

Innlent
Fréttamynd

Opin fyrir sam­­starfi með Fram­­sóknar­­flokknum

Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, segist vera opin fyrir því að starfa með Framsókn í borgarstjórn ef núverandi samstarfsflokkar missa meirihluta sinn. Samkvæmt fyrstu tölum er meirihluti Samfylkingarinnar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna fallinn en Píratar bæta þó við sig manni.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er klárlega ekki það sem við stefndum að“

Skúli Helgason og Heiða Björg Hilmisdóttir, frambjóðendur Samfylkingarinnar í Reykjavík, útiloka ekki meirihlutasamstarf með Sósíalistaflokknum eða Framsóknarflokknum. Fyrstu tölur séu ekki það sem stefnt var að en tækifærin eru mörg.

Innlent
Fréttamynd

Hildur hæstánægð með fyrstu tölur í Reykjavík

„Meirihlutinn í Reykjavík er fallinn. Og það sem meira er, Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Reykjavík,“ sagði Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, við mikil fagnaðarlæti eftir að fyrstu tölur voru kynntar í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Útskýrir tafirnar á fyrstu tölum í Reykjavík

Eva B. Helgadóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík, segir ýmsar ástæður fyrir miklum töfum á fyrstu tölum úr Reykjavík en upphaflega var gert ráð fyrir því að þær yrðu tilkynntar um miðnætti.

Innlent
Fréttamynd

Telur tals­verðar líkur á því að meiri­hlutinn falli

Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og forseti Alþingis, telur það vera fimmtíu prósent líkur á að meirihlutinn falli í Reykjavík. Hann skilur ekki töf á fyrstu tölum í kjördæminu þegar talningin virðist ekki vera vandi annars staðar á landinu.

Innlent
Fréttamynd

Sonurinn að­eins spillt fyrir nætur­svefninum

Það er útlit fyrir ánægjulega nótt hjá Framsóknarflokknum í Reykjavík ef marka má kannanir síðustu daga. Einar Þorsteinsson, oddviti flokksins í Reykjavík, segist þó reyna að halda sér á jörðinni þar sem kannanir hafi aldrei komið neinum inn í borgarstjórn. Nú þurfi þau að sjá hvað kemur upp úr kjörkössunum.

Innlent
Fréttamynd

Oddviti Miðflokksins á sterum á kosningakvöldi

Ómar Már Jónsson, oddviti Miðflokksins í Reykjavík, er stoltur af því hvernig hans fólk hefur komið fram í kosningabaráttunni. Hann hefur lent í nokkrum leiðinlegum atvikum í baráttunni og er á sterum í kvöld eftir að hafa misst röddina.

Innlent
Fréttamynd

Reykjavík á réttri leið

Um hvað er kosið? Reykjavík er í örum vexti sem skapar ótal spennandi verkefni og brýn viðfangsefni. Við þurfum að tryggja græna borgarþróun og að samfélagið skapi öllum borgarbúum jöfn tækifæri. Framundan eru brýn verkefni en í mínum huga er það ótvírætt að Reykjavík er á réttri leið.

Skoðun