Harmageddon

Fréttamynd

Samstarfið ber ávöxt

Félagarnir Daníel Bjarnason og Ben Frost hafa sent frá sér plötuna Sólaris. Sólaris er tónverk eftir Frost og Daníel, en íslenskur frumflutningur á verkinu var á Listahátíð í Reykjavík í sumar. Unsound-hátíðin í Kraká í Póllandi pantaði verkið í tilefni þess að fimmtíu ár eru liðin frá útgáfu samnefndrar skáldsögu eftir rithöfundinn Stanislaw Lem, en verkið er unnið fyrir Krakársinfóníettuna.

Harmageddon
Fréttamynd

Upp á yfirborðið

Gísli Pálmi er eitt heitasta nafnið í hipphoppinu um þessar mundir. Kappinn sendi frá sér lagið Set mig í gang í sumar. það vakti mikla athygli og hann hefur verið að senda frá sér lög á Youtube síðan. Gísli Pálmi kemur fram á Gauknum á laugardagskvöld.

Harmageddon
Fréttamynd

Forréttindi að búa til tónlist

Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir vann hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar í fyrsta sinn sem hún plokkaði gítarinn og opnaði munninn undir nafninu Lay Low. Síðan eru liðin fimm ár og mikið vatn hefur runnið til sjávar. Lovísa h

Harmageddon
Fréttamynd

Sykur þróar stílinn á nýrri plötu

"Það var margt sem bjátaði á við gerð plötunnar,“ segir Halldór Eldjárn úr hljómsveitinni Sykri. Sykur hefur sent frá sér plötuna Mesópótamía, sem fylgir eftir frumburði sveitarinnar, Frábært eða frábært, sem kom út árið 2009.

Harmageddon
Fréttamynd

Tilraunir á nýrri plötu

"Þetta er langbesta platan,“ segir Guðmundur Kristinn Jónsson, best þekktur sem Kiddi í Hjálmum, um nýja plötu hljómsveitarinnar sem átti að koma út í dag en tafðist í framleiðslu og kemur út 1. nóvember. Platan heitir Órar og er sú fimmta í röðinni, ef frá eru taldar safn- og tónleikaplötur.

Harmageddon
Fréttamynd

Viltu vinna nýju Hjálmaplötuna?

Hjálmar senda frá sér nýja plötu í næstu viku. Ef þú hefur áhuga á að eignast þessa plötu án þess að borga krónu fyrir er heppnin með þér. Það eina sem þú þarft að gera er að fara inn á Facebook og "læka“ síðu Poppsins. Þegar platan kemur út verða nokkrir heppnir vinir Popps dregnir út.

Harmageddon
Fréttamynd

Q-verðlaunin afhent

Breska tónlistartímaritið Q stendur fyrir verðlaunahátíð á hverju ári. Hátíðin fór fram á dögunum og Popp lét sig að sjálfsögðu ekki vanta.

Harmageddon
Fréttamynd

Ný plata frá Diktu

Dikta sló í gegn með plötunni Get it Together fyrir tveim árum. Ný plata er væntanleg frá hljómsveitinni og glæsilegur fálki prýðir umslagið.

Harmageddon
Fréttamynd

Herra Ísland

Mugison er viðkunnanlegasti tónlistarmaður landsins, kann ekki að gefa út lélegar plötur og fyllir tónleikastaði um allt land. Oft. Hann er herra Ísland og gleðst yfir því að eldri konur séu byrjaðar að mæta aftur á tónleikana hans, en þær vildu ekki sjá pungsveitt rokkið af plötunni Mugiboogie. Nýja platan Haglél er ljúfsár og angurvær og er mest selda plata landsins um þessar mundir.

Harmageddon
Fréttamynd

Semja ný lög í sumarbústað

Mammút hefur verið að semja lög á næstu plötu sína í sumarbústað uppi í sveit. „Við leigðum ódýran sumarbústað fyrir utan bæinn, pínkulítinn. Við erum búin að fara þangað tvisvar í sumar og höfum verið í viku, tíu daga í senn,“ segir söngkonan Katrín Mogensen. „Það hefur gengið mjög vel. Það var algjörlega frábær ákvörðun.“ Upptökur á nýju plötunni hefjast í næsta mánuði.

Harmageddon