Bergur Ebbi Það hentar heimsmynd minni betur ef þið haldið ykkur í Afríku Þegar ég var lítill og vildi ekki klára matinn af diskinum mínum var mér sagt að ég ætti að gera það fyrir börnin í Afríku. Ég sé þessi börn enn þá fyrir mér, með mjóa útlimi, innfellda brjóstkassa og útþembda maga. Börnin í Afríku höfðu stór og stirðnuð augu sem fönguð voru af linsu myndavélanna. Fastir pennar 22.12.2016 16:47 Castro og kjarninn Fidel Castro er kominn ofan í jörðina. Það lá alltaf fyrir að hann myndi deyja en það segir ekki alla söguna. Hann var brenndur og askan var jörðuð. Lík hans var ekki varðveitt og komið fyrir í grafhýsi eins og líki Leníns. Það er ekki sjálfgefið að svo varð ekki. Fastir pennar 8.12.2016 16:40 Handan sannleikans Oxford-orðabókin hefur valið orð ársins á alþjóðavettvangi. Orðið er "post-truth“. Það hefur mikið verið notað af fjölmiðlum í tengslum við pólitík. Sem dæmi má nefna rakalausar lygar Donalds Trump um að Barack Obama sé fæddur utan Bandaríkjanna eða málflutning Brexit-stuðningsmanna um að vera Bretlands í Evrópusambandinu hafi kostað skattgreiðendur Fastir pennar 24.11.2016 15:01 Dust Pneumonia Blues Mér liggur mikið á hjarta varðandi Ameríku. Fyrst smá formáli. Í Chicago stendur Wrigley-byggingin, tæplega 100 ára gamalt 130 metra háhýsi, sem reist var sem höfuðstöðvar Wrigley tyggjófyrirtækisins. Wrigley-húsið er ævintýralega reisulegt, flúrað í nýgotneskum stíl, klætt gljáðu ljósleitu keramiki og upp úr norðurenda þess skagar glæsilegur kirkjulegur turn með trjónandi spíru. Fastir pennar 10.11.2016 17:27 Morgundagurinn Það eru kosningar á morgun. Spennandi kosningar. Þetta eru ekki eins og kosningarnar sem ég man eftir úr æsku minni. 1995, 1999, 2003, 2007. Fjögurra ára kjörtímabil og landsfaðir með hendur á stýrinu, tíu mínútur í tvö (eða það héldu allavega margir). Bogi Ágústs að lesa upp úrslit, snakk í skálum en samt engin rosaleg spenna. Fastir pennar 27.10.2016 15:51 Sulta. Árgerð 2016 Æi, til hvers er maður að eyða tíma í matargerð? Þukla á ávöxtum í stórmarkaði til að finna réttan þroska. Ekki of lina lárperu. Ekki of harða. Passlega gulnaðan banana. Brauð bakað að morgni dags. Ferskar kryddjurtir. Ekkert þurrkað rusl. Rétti osturinn, rétt meðhöndlaða kjötið, súkkulaði með 65% kakómassa. Fastir pennar 13.10.2016 15:26 Að borða eftir heimsálfum Hver ert þú? Því er auðsvarað. Þú ert það sem þú borðar. Þú ert seríosið sem þú fékkst þér í morgun. Þú ert hafrarnir og mjólkin. Þú ert allur pakkinn. Þú ert vinna grafísku hönnuðanna sem settu skálina á gulan bakgrunninn. Fastir pennar 29.9.2016 16:27 Stjórnarkreppa Ég man eftir því óljóst úr barnæsku minni að það var alltaf eitthvert vesen að stýra landinu. Á 9. áratugnum voru margar ríkisstjórnir myndaðar og mikið um rifrildi og bakstungur. Það var líka óðaverðbólga og samningar milli launþega og vinnuveitanda höfðu ekki mikinn líftíma. Fastir pennar 15.9.2016 15:17 13 gef mér, 18 gef mér, sprunginn Öll kerfi eru þess eðlis að þau hafa takmörk. Flest kerfi eru þó einnig þeim kostum búin að senda frá sér varúðarmerki áður en þau hrynja. Gasblöðrur verða þrútnar og gegnsæjar áður en þær springa. Bílar ryðga áður en þeir hætta að fara í gang. Og svo framvegis. Fastir pennar 1.9.2016 17:01 Hraðar, hærra, sterkar Michael Phelps hefur hlotið 23 gullverðlaun á Ólympíuleikum og 28 verðlaun alls, fleiri en nokkur annar. Fastir pennar 18.8.2016 17:45 Mörk mennskunnar Það er vísindalega sannað að allir eru eins. Sami grauturinn. Litningar í spíral. 57% vatn. Síka-veirunni er alveg sama hvort þú ert bókasafnsfræðingur eða fitness-drottning. Fastir pennar 4.8.2016 20:55 Allir eru unglingar Það skiptir engu hvað skandinavíska velferðin undirbýr mann mikið. Alltaf kemur lífið manni á óvart. Fastir pennar 22.7.2016 11:01 Tröllin, trúin og tómleikinn Fólk sem siglir undir fölsku flaggi á netinu og setur inn komment gagngert til að espa upp aðra er kallað tröll. Hugsunin að baki orðinu er væntanlega sú að rétt eins og tröllin í þjóðsögunum urðu að steini þegar sól skein á þau þá hverfa net-tröllin um leið og leyndar nýtur ekki við. Fastir pennar 7.7.2016 15:47 Fyrr en misst hefur Aldrei hafði Evrópa neina sérstaka merkingu fyrir mér. Nema kannski einu sinni á ári þegar ég fékk paprikusnakk með Vogaídýfu og horfði á Eurovision með fjölskyldunni. Allt frá upphafsstefinu (sem er 300 ára gamalt margradda franskt barokkverk Fastir pennar 23.6.2016 16:40 Minningargrein um núvitund Í kringum aldamótin komst í tísku að tileinka sér það sem nefnt er "núvitund“. Með þessu er ég meðal annars að vísa í Eckhart Tolle, en bók hans "The Power of Now“ sem kom fyrst út 1997 sprengdi alla metsölulista á aldamótaárinu 2000. Fastir pennar 9.6.2016 15:54 Seinfeld-áhrifin Munið þið eftir Seinfeld? Auðvitað muna allir eftir Seinfeld þó að það séu átján ár síðan hann var í sjónvarpinu. Meira að segja krakkar sem voru ekki fæddir þegar síðasti þáttur Seinfeld var sýndur þekkja hann samt. Fastir pennar 27.5.2016 09:44 Springfield Ég man eftir ákveðnu atviki í mótmælunum 2009. Ég var staddur í tiltölulega fámennum en háværum mótmælendahópi. Þetta var á Austurvelli seinni part dags, það voru líklega ekki nema 200-300 manns þarna. Fastir pennar 12.5.2016 17:25 Framleiddar skoðanir Tæknifyrirtækið Microsoft gerði áhugaverða tilraun í síðasta mánuði. Svokallað "chatbot“ eða spjall-vélmenni var látið stofna Twitter-aðgang. Vélmennið fékk nafnið Tay og átti það að hegða sér eins og unglingsstúlka. Fastir pennar 28.4.2016 17:12 Stjórnmál og ofbeldi Þeir sem stjórna landinu eru ekki ofbeldismenn. Á Íslandi láta menn ekki drepa pólitíska andstæðinga sína eða hóta fjölskyldum þeirra lífláti. Mér finnst ég þurfa að taka þetta fram til að sýna að ég er ekki Fastir pennar 14.4.2016 14:58 Flótti og frelsi Ég held að allir sem hlaupi maraþon séu á flótta. Ég er ekki að segja að það sé algengt að fólk fremji glæp við rásmarkið og sé þess vegna hlaupandi næstu fjórar klukkustundirnar (þó að það hafi eflaust gerst einhverntímann). Fastir pennar 31.3.2016 16:05 Að öskra sig í form Ég man þegar Atkins-megrunarkúrinn kom eins og stormsveipur inn í umræðu um lýðheilsumál. Það var eitthvað svo galið við hugmyndina. Hún gengur í stuttu máli út á að besta leiðin til að grennast sé að borða fitu og kjöt Fastir pennar 17.3.2016 16:59 Sykurfjallið Viðbættur sykur. Hvað er það? Er ekki kók alltaf tekið sem dæmi? 10,6 grömm í hverjum hundrað millilítrum sem þýðir 106 grömm í hverjum lítra. En við skiljum ekki alltaf svoleiðis tölur þannig að Lýðheilsustöð hefur einfaldað þetta fyrir okkur Fastir pennar 3.3.2016 16:32 Besserwissmi Besserwisser. Hvað er það? Sá sem veit alltaf betur en næsti maður og leiðist ekki að koma því á framfæri. Slíkt fólk er til og þetta er orðið sem er notað til að lýsa því. En þetta orð, besserwisser, er óþolandi - ekki ólíkt manngerðinni sem Fastir pennar 18.2.2016 17:04 Erfðaskrá Þó að farsímar séu nú búnir að vera til í áratugi þá eru margir með áskrift að heimasíma. Við getum ekki bara keyrt með hann út í skóg og skilið hann eftir eins og labrador með liðagigt þó að við höfum ekki sömu not fyrir hann og áður. Fastir pennar 4.2.2016 17:21 Spámenn, popp og tækni David Bowie er dáinn. Hann er kominn til rokk-himna og dvelur þar með Elvis (sem átti sama afmælisdag og hann), Lennon, Jim Morrison og fleirum. Ég held reyndar að Bowie dvelji í þeim salarkynnum rokkhimna sem tilheyra poppi. Fastir pennar 21.1.2016 16:50 Hneykslun er val Ég fékk áhuga á hafnabolta á síðasta ári. Á nokkrum mánuðum sökkti ég mér ofan í íþróttina. Það sem ég gerði hefði ekki verið hægt fyrir tíma internetsins. Fyrir utan það að horfa á leiki í beinni útsendingu þá drakk ég í mig fróðleik og alls konar tölfræði. Fastir pennar 7.1.2016 15:18 Pólitík er leiðinleg Ég fékk áhuga á pólitík þegar ég var sjö ára. Ég man vel eftir bandarísku forsetakosningunum 1988. Dukakis á móti Bush. Ég var skeptískur út í Bush. Ég skildi ekki hvers vegna Reagan gat ekki verið áfram. "Hann er orðinn gamall,“ var mér sagt en það var reyndar akkúrat ástæðan fyrir því að mér líkaði við hann. Fastir pennar 10.12.2015 15:50 Larsen-áhrifin Í heimi hljóðfræða er til fyrirbæri sem lýsa má þannig að hljóðgjafi sendir frá sér hljóð sem berst aftur til uppruna síns og sendist þaðan aftur sömu leið í sífelldan hring. Vísindin nefna þetta Larsen-áhrif eftir Dananum Søren Absalon Larsen sem setti saman eðlisfræðikenningu um fyrirbærið. Fastir pennar 26.11.2015 18:47 Að vera kominn heim Það er varla til neitt íslenskara en handprjónuð lopapeysa með sínu hringskorna mynstraða axlarstykki. Samt er ólíklegt að peysur af því tagi hafi byrjað að sjást á Íslandi fyrr en um miðja síðustu öld. Mynstrið er byggt á erlendum stefnum og er sænska Bohus-hefðin Fastir pennar 12.11.2015 16:11 Ógnarjafnvægi nýrrar kynslóðar Eitt af því sem skilgreindi kynslóðina sem ólst upp á tímum kalda stríðsins var kjarnorkuváin. Stórveldin stóðu í gagnkvæmum ögrunum og bæði bjuggu þau yfir kjarnorkuvopnum. Heimsbyggðin gat fylgst með enda voru nýir miðlar eins og sjónvarp notaðir sem áróðurstæki til að koma skilaboðum til fólks. Fastir pennar 29.10.2015 15:50 « ‹ 1 2 3 4 … 4 ›
Það hentar heimsmynd minni betur ef þið haldið ykkur í Afríku Þegar ég var lítill og vildi ekki klára matinn af diskinum mínum var mér sagt að ég ætti að gera það fyrir börnin í Afríku. Ég sé þessi börn enn þá fyrir mér, með mjóa útlimi, innfellda brjóstkassa og útþembda maga. Börnin í Afríku höfðu stór og stirðnuð augu sem fönguð voru af linsu myndavélanna. Fastir pennar 22.12.2016 16:47
Castro og kjarninn Fidel Castro er kominn ofan í jörðina. Það lá alltaf fyrir að hann myndi deyja en það segir ekki alla söguna. Hann var brenndur og askan var jörðuð. Lík hans var ekki varðveitt og komið fyrir í grafhýsi eins og líki Leníns. Það er ekki sjálfgefið að svo varð ekki. Fastir pennar 8.12.2016 16:40
Handan sannleikans Oxford-orðabókin hefur valið orð ársins á alþjóðavettvangi. Orðið er "post-truth“. Það hefur mikið verið notað af fjölmiðlum í tengslum við pólitík. Sem dæmi má nefna rakalausar lygar Donalds Trump um að Barack Obama sé fæddur utan Bandaríkjanna eða málflutning Brexit-stuðningsmanna um að vera Bretlands í Evrópusambandinu hafi kostað skattgreiðendur Fastir pennar 24.11.2016 15:01
Dust Pneumonia Blues Mér liggur mikið á hjarta varðandi Ameríku. Fyrst smá formáli. Í Chicago stendur Wrigley-byggingin, tæplega 100 ára gamalt 130 metra háhýsi, sem reist var sem höfuðstöðvar Wrigley tyggjófyrirtækisins. Wrigley-húsið er ævintýralega reisulegt, flúrað í nýgotneskum stíl, klætt gljáðu ljósleitu keramiki og upp úr norðurenda þess skagar glæsilegur kirkjulegur turn með trjónandi spíru. Fastir pennar 10.11.2016 17:27
Morgundagurinn Það eru kosningar á morgun. Spennandi kosningar. Þetta eru ekki eins og kosningarnar sem ég man eftir úr æsku minni. 1995, 1999, 2003, 2007. Fjögurra ára kjörtímabil og landsfaðir með hendur á stýrinu, tíu mínútur í tvö (eða það héldu allavega margir). Bogi Ágústs að lesa upp úrslit, snakk í skálum en samt engin rosaleg spenna. Fastir pennar 27.10.2016 15:51
Sulta. Árgerð 2016 Æi, til hvers er maður að eyða tíma í matargerð? Þukla á ávöxtum í stórmarkaði til að finna réttan þroska. Ekki of lina lárperu. Ekki of harða. Passlega gulnaðan banana. Brauð bakað að morgni dags. Ferskar kryddjurtir. Ekkert þurrkað rusl. Rétti osturinn, rétt meðhöndlaða kjötið, súkkulaði með 65% kakómassa. Fastir pennar 13.10.2016 15:26
Að borða eftir heimsálfum Hver ert þú? Því er auðsvarað. Þú ert það sem þú borðar. Þú ert seríosið sem þú fékkst þér í morgun. Þú ert hafrarnir og mjólkin. Þú ert allur pakkinn. Þú ert vinna grafísku hönnuðanna sem settu skálina á gulan bakgrunninn. Fastir pennar 29.9.2016 16:27
Stjórnarkreppa Ég man eftir því óljóst úr barnæsku minni að það var alltaf eitthvert vesen að stýra landinu. Á 9. áratugnum voru margar ríkisstjórnir myndaðar og mikið um rifrildi og bakstungur. Það var líka óðaverðbólga og samningar milli launþega og vinnuveitanda höfðu ekki mikinn líftíma. Fastir pennar 15.9.2016 15:17
13 gef mér, 18 gef mér, sprunginn Öll kerfi eru þess eðlis að þau hafa takmörk. Flest kerfi eru þó einnig þeim kostum búin að senda frá sér varúðarmerki áður en þau hrynja. Gasblöðrur verða þrútnar og gegnsæjar áður en þær springa. Bílar ryðga áður en þeir hætta að fara í gang. Og svo framvegis. Fastir pennar 1.9.2016 17:01
Hraðar, hærra, sterkar Michael Phelps hefur hlotið 23 gullverðlaun á Ólympíuleikum og 28 verðlaun alls, fleiri en nokkur annar. Fastir pennar 18.8.2016 17:45
Mörk mennskunnar Það er vísindalega sannað að allir eru eins. Sami grauturinn. Litningar í spíral. 57% vatn. Síka-veirunni er alveg sama hvort þú ert bókasafnsfræðingur eða fitness-drottning. Fastir pennar 4.8.2016 20:55
Allir eru unglingar Það skiptir engu hvað skandinavíska velferðin undirbýr mann mikið. Alltaf kemur lífið manni á óvart. Fastir pennar 22.7.2016 11:01
Tröllin, trúin og tómleikinn Fólk sem siglir undir fölsku flaggi á netinu og setur inn komment gagngert til að espa upp aðra er kallað tröll. Hugsunin að baki orðinu er væntanlega sú að rétt eins og tröllin í þjóðsögunum urðu að steini þegar sól skein á þau þá hverfa net-tröllin um leið og leyndar nýtur ekki við. Fastir pennar 7.7.2016 15:47
Fyrr en misst hefur Aldrei hafði Evrópa neina sérstaka merkingu fyrir mér. Nema kannski einu sinni á ári þegar ég fékk paprikusnakk með Vogaídýfu og horfði á Eurovision með fjölskyldunni. Allt frá upphafsstefinu (sem er 300 ára gamalt margradda franskt barokkverk Fastir pennar 23.6.2016 16:40
Minningargrein um núvitund Í kringum aldamótin komst í tísku að tileinka sér það sem nefnt er "núvitund“. Með þessu er ég meðal annars að vísa í Eckhart Tolle, en bók hans "The Power of Now“ sem kom fyrst út 1997 sprengdi alla metsölulista á aldamótaárinu 2000. Fastir pennar 9.6.2016 15:54
Seinfeld-áhrifin Munið þið eftir Seinfeld? Auðvitað muna allir eftir Seinfeld þó að það séu átján ár síðan hann var í sjónvarpinu. Meira að segja krakkar sem voru ekki fæddir þegar síðasti þáttur Seinfeld var sýndur þekkja hann samt. Fastir pennar 27.5.2016 09:44
Springfield Ég man eftir ákveðnu atviki í mótmælunum 2009. Ég var staddur í tiltölulega fámennum en háværum mótmælendahópi. Þetta var á Austurvelli seinni part dags, það voru líklega ekki nema 200-300 manns þarna. Fastir pennar 12.5.2016 17:25
Framleiddar skoðanir Tæknifyrirtækið Microsoft gerði áhugaverða tilraun í síðasta mánuði. Svokallað "chatbot“ eða spjall-vélmenni var látið stofna Twitter-aðgang. Vélmennið fékk nafnið Tay og átti það að hegða sér eins og unglingsstúlka. Fastir pennar 28.4.2016 17:12
Stjórnmál og ofbeldi Þeir sem stjórna landinu eru ekki ofbeldismenn. Á Íslandi láta menn ekki drepa pólitíska andstæðinga sína eða hóta fjölskyldum þeirra lífláti. Mér finnst ég þurfa að taka þetta fram til að sýna að ég er ekki Fastir pennar 14.4.2016 14:58
Flótti og frelsi Ég held að allir sem hlaupi maraþon séu á flótta. Ég er ekki að segja að það sé algengt að fólk fremji glæp við rásmarkið og sé þess vegna hlaupandi næstu fjórar klukkustundirnar (þó að það hafi eflaust gerst einhverntímann). Fastir pennar 31.3.2016 16:05
Að öskra sig í form Ég man þegar Atkins-megrunarkúrinn kom eins og stormsveipur inn í umræðu um lýðheilsumál. Það var eitthvað svo galið við hugmyndina. Hún gengur í stuttu máli út á að besta leiðin til að grennast sé að borða fitu og kjöt Fastir pennar 17.3.2016 16:59
Sykurfjallið Viðbættur sykur. Hvað er það? Er ekki kók alltaf tekið sem dæmi? 10,6 grömm í hverjum hundrað millilítrum sem þýðir 106 grömm í hverjum lítra. En við skiljum ekki alltaf svoleiðis tölur þannig að Lýðheilsustöð hefur einfaldað þetta fyrir okkur Fastir pennar 3.3.2016 16:32
Besserwissmi Besserwisser. Hvað er það? Sá sem veit alltaf betur en næsti maður og leiðist ekki að koma því á framfæri. Slíkt fólk er til og þetta er orðið sem er notað til að lýsa því. En þetta orð, besserwisser, er óþolandi - ekki ólíkt manngerðinni sem Fastir pennar 18.2.2016 17:04
Erfðaskrá Þó að farsímar séu nú búnir að vera til í áratugi þá eru margir með áskrift að heimasíma. Við getum ekki bara keyrt með hann út í skóg og skilið hann eftir eins og labrador með liðagigt þó að við höfum ekki sömu not fyrir hann og áður. Fastir pennar 4.2.2016 17:21
Spámenn, popp og tækni David Bowie er dáinn. Hann er kominn til rokk-himna og dvelur þar með Elvis (sem átti sama afmælisdag og hann), Lennon, Jim Morrison og fleirum. Ég held reyndar að Bowie dvelji í þeim salarkynnum rokkhimna sem tilheyra poppi. Fastir pennar 21.1.2016 16:50
Hneykslun er val Ég fékk áhuga á hafnabolta á síðasta ári. Á nokkrum mánuðum sökkti ég mér ofan í íþróttina. Það sem ég gerði hefði ekki verið hægt fyrir tíma internetsins. Fyrir utan það að horfa á leiki í beinni útsendingu þá drakk ég í mig fróðleik og alls konar tölfræði. Fastir pennar 7.1.2016 15:18
Pólitík er leiðinleg Ég fékk áhuga á pólitík þegar ég var sjö ára. Ég man vel eftir bandarísku forsetakosningunum 1988. Dukakis á móti Bush. Ég var skeptískur út í Bush. Ég skildi ekki hvers vegna Reagan gat ekki verið áfram. "Hann er orðinn gamall,“ var mér sagt en það var reyndar akkúrat ástæðan fyrir því að mér líkaði við hann. Fastir pennar 10.12.2015 15:50
Larsen-áhrifin Í heimi hljóðfræða er til fyrirbæri sem lýsa má þannig að hljóðgjafi sendir frá sér hljóð sem berst aftur til uppruna síns og sendist þaðan aftur sömu leið í sífelldan hring. Vísindin nefna þetta Larsen-áhrif eftir Dananum Søren Absalon Larsen sem setti saman eðlisfræðikenningu um fyrirbærið. Fastir pennar 26.11.2015 18:47
Að vera kominn heim Það er varla til neitt íslenskara en handprjónuð lopapeysa með sínu hringskorna mynstraða axlarstykki. Samt er ólíklegt að peysur af því tagi hafi byrjað að sjást á Íslandi fyrr en um miðja síðustu öld. Mynstrið er byggt á erlendum stefnum og er sænska Bohus-hefðin Fastir pennar 12.11.2015 16:11
Ógnarjafnvægi nýrrar kynslóðar Eitt af því sem skilgreindi kynslóðina sem ólst upp á tímum kalda stríðsins var kjarnorkuváin. Stórveldin stóðu í gagnkvæmum ögrunum og bæði bjuggu þau yfir kjarnorkuvopnum. Heimsbyggðin gat fylgst með enda voru nýir miðlar eins og sjónvarp notaðir sem áróðurstæki til að koma skilaboðum til fólks. Fastir pennar 29.10.2015 15:50