Tennis

Fréttamynd

Roger Federer verður ekki með á Ólympíuleikunum

Einn besti tenniskappi heims, Roger Federer, gaf það út fyrr í dag að hann yrði ekki með á Ólympíuleikunum í Tókýó sem hefjast eftir tíu daga. Federer er meiddur á hné og getur því ekki tekið þátt.

Sport
Fréttamynd

Fagnaði sigri á Wimbledon í fyrsta sinn

Hin ástralska Ashleigh Barty fagnaði sigri á Wimbledon-mótinu í tennis í dag eftir sigur á hinni tékknesku Karolinu Pliskova í úrslitum. Barty vann þar með sinn annan risatitil á ferlinum og fyrsta Wimbledon-titil.

Sport
Fréttamynd

Svanasöngur Federer á Wimbledon?

Tenniskappinn Roger Federer veit ekki hvort að tapleikur hans í átta manna úrslitunum á Wimbledon-mótinu í gær hafi verið hans síðasti á Wimbledon.

Sport
Fréttamynd

Vann sitt fyrsta risa­mót í París

Hin tékkneska Barbora Krejcikova gerði sér lítið fyrir og vann Opna franska meistaramótið í tennis í dag. Fyrir mót var Krejcikova ein af lægst skrifuðu keppendum þess en hún lét það ekki á sig fá og fagnaði á endanm sigri.

Sport
Fréttamynd

Fékk eiginhandaráritun á óléttubumbuna

Novak Djokovic fékk nokkuð óvenjulega beiðni þegar hann hitti fjölmiðla og aðdáendur á Brighton-ströndinni í Melbourne eftir sigurinn á Opna ástralska mótinu í tennis.

Sport
Fréttamynd

Djokovic vann átjánda titilinn kvalinn af meiðslum

„Ég sætti mig bara við það að ég yrði að spila þrátt fyrir sársaukann,“ sagði Novak Djokovic. Serbinn viðurkenndi eftir átjánda risamótssigur sinn í tennis að hann hefði spilað meiddur í síðustu leikjunum á mótinu sem lauk í Ástralíu um helgina.

Sport