Frjálsar íþróttir

Fréttamynd

Bætti sautján ára heimsmet Michael Johnson

Suður-Afríkumaðurinn Wayde van Niekerk tryggði sér í nótt sigur í 400 metra hlaupi karla á Ólympíuleikunum í Ríó en hann vann úrslitahlaupið með sannfærandi hætti og á nýju heimsmeti.

Sport
Fréttamynd

Usain Bolt Ólympíumeistari í 100 metra hlaupi í þriðja sinn

Jamaíkamaðurinn Usain Bolt tryggði sér í nótt sigur í 100 metra hlaupi karla á þriðju Ólympíuleikunum í röð. Áhorfendur á Ólympíuleikvanginum í Ríó héldu mikið með Bolt og púuðu á Justin Gatlin. Það var því mikill fögnuður þegar Bolt kom fyrstur í mark.

Sport
Fréttamynd

Barnastjarnan orðin fullorðin

Arna Stefanía Guðmundsdóttir vann fimm gull á 90. Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum og átti tvö bestu afrek mótsins. Eftir tveggja ára lægð bætir Arna sig stöðugt og hana dreymir um Ólympíuleika og Íslandsmet.

Sport
Fréttamynd

Kolbeinn og Arna komu fyrst í mark í 200 metra hlaupinu

FH-ingarnir Kolbeinn Höður Gunnarsson og Arna Stefanía Guðmundsdóttir urðu Íslandsmeistarar í tvö hundruð metra hlaupi á Meistaramótinu í frjálsum íþróttum sem hefur farið fram á Þórsvellinum á Akureyri um helgina.

Sport
Fréttamynd

Þórdís Eva í 5. sæti á EM í Tblisi

FH-ingurinn Þórdís Eva Steinsdóttir kom í mark í 5. sæti í úrslitunum í 400 metra hlaupi á Evrópumeistaramóti 19 ára og yngri í frjálsum íþróttum sem fer fram í Tblisi í Georgíu.

Sport