Júlía Margrét Alexandersdóttir

Fréttamynd

Kletturinn Katrín

Allt í lagi. Ég ætla að viðurkenna nokkuð sem dóttir mín veit ekki einu sinni. Ég held ég hafi ómeðvitað nefnt hana í höfuðið á Katrínu Jakobsdóttur. Þetta var árið 1998 og mig vantaði fyrra nafn á frumburðinn.

Skoðun
Fréttamynd

Organdi blaðabossar

Stök bleyja, svífandi út af fyrir sig á sporbaug um jörðu, þvælist alltaf fyrir vitum mér þegar geimfara ber á góma. Júrí Gagarín sem fór fyrstur út í geiminn, Neil Armstrong, sem steig fyrstur á tunglið og risableyjan sem geimfarinn Lisa Nowak setti á sig fyrir 1.600 kílómetra leið frá Texas til Flórída (til að þurfa ekki að stoppa til að fara á klósettið) drakk í sig hugmynd mína um geimfara. Tilgangur þeirrar ferðar var að ræna keppinaut sínum í ástarmálum og var hún dæmd fyrir tilraun til mannráns. Ég hef aldrei getað horft á geimfara eftir þá uppákomu án þess að spá í því hvort hann sé búinn að gera í bleyjuna sína.

Bakþankar
Fréttamynd

Aftarlega á merinni

Það var undarlegt að uppgötva ljóta tilfinningu, sem kallast öfund, þegar mongólskir reiðmenn þutu um sléttur lands síns á villtum hestum í sjónvarpinu. „Þið eruð að minnsta kosti ekki með bugles,“ hugsaði ég með mér og prófaði að athuga hvort buglesið passaði til að klóra mér í eyranu.

Bakþankar
Fréttamynd

Fegurð skeggsins

Bandarísk skeggkeppni fór fram í síðustu viku í Pensylvaníu en keppnin er árviss viðburður Vestanhafs þar sem karlmenn með mismunandi sortir yfirvara-, höku- og alskeggja keppa sín á milli í nokkrum flokkum.

Bakþankar
Fréttamynd

Engin eftirsjá

Ég er haldin mikilli úthverfabjartsýni í garð lottóvinninga. Sá sem ekki hefur lifað laugardagseftirmiðdag í útnárum borgarinnar veit ekki hvað ég er að tala um. Þessar nokkru hífuðu klukkustundir áður en sölukassar loka á laugardegi, börn send út í búð eftir lottó og camel. Fréttir og Fyrirmyndarfaðir. Svo einfalt. Svo gott.

Bakþankar
Fréttamynd

Dýrtíðartabú

Var ekki einhvern tímann ódýrt að borða fisk? Það er eins og mig rámi í það. Í það minnsta var fiskur mörgum sinnum í viku í matinn hjá flestum sem ég þekki. Jafnvel svo oft að það var sumum til ama. Í dag heitir það fagnaður ef ekki er grísahakk í kvöldmatinn.

Bakþankar
Fréttamynd

Nokkrar misskildar vikur

Árið 1987, í sumarfríi á Spáni, var ofboðslega fallegur stuttermabolur keyptur handa mér á einhverjum götumarkaði. Hann var hvítur með alls kyns skemmtilegum fígúrum í bleikum, gulum og grænum neonlitum sem voru mjög vinsælir á þessum tíma. Ég, 10 ára gömul, var alsæl með bolinn og gekk í honum allan tímann.

Bakþankar
Fréttamynd

Stjörnuhrellir

Því miður var ég að vinna alla þá daga sem Bon Jovi sólaði sig í Reykjavík en hefði ég verið stikkfrí er ég viss um að ég hefði náð að króa hann af á Laugaveginum og þvinga hann í myndatöku. Þegar Clint Eastwood dvaldi á landinu árið 2006 var ég einmitt í sumarfríi og fór eins oft og ég gat á hlaupabrettið í Laugum þar sem spurðist út að hann væri að æfa.

Bakþankar
Fréttamynd

Hjálpi þeim hver heilagur

Ég fer að sofa klukkan ellefu á kvöldin. Ég borða hollt og reglulega, vinn sjö tíma á dag og flæki ekki líf mitt að óþörfu. Með þessu móti get ég ágætlega sinnt starfi og foreldrahlutverki. Ef vinnudagarnir vinda aukaklukkustundum upp á sig sést það fljótt. Skrifborðið mitt fer að líkjast kókkæli eftir jarðskjálfta, heilinn, sem þráir hvíld, gerir mér skráveifur og prófarkalesarar reyta hár sitt. Að slíkum vinnuvikum loknum líður mér eins og eftir endajaxlatöku og ég legg ekki í einn auman þvottabala.

Bakþankar
Fréttamynd

Svaka gott siðferði

Það er viss fegurð í rusli úti við veginn og reykjandi ökumanni ökumanni í umferðinni með gluggana uppi árið 2011. Það sem er á skjön fangar augað og hrífur - nú eða stuðar. Sum erum við sérstaklega veik fyrir misfellum og þyrstir hreinlega í þær í einsleitu umhverfi. Fögnum illa hirtum grasbletti í Garðabæ og skoppandi silíkonbrjóstum í Árnagarði. Allt í stíl getur verið óbærilega leiðinlegt. Þess vegna líður mér hvergi betur en á Hlemmi eða í biðröð eftir Lottó.

Bakþankar
Fréttamynd

Varnagli á pung

Ég er því fegin að eldast. Ég geri ekki lítið úr fórnunum; tannskemmd sem ég kom auga á um daginn og hef ekki enn tímt að láta gera við (ég veit þetta hljómar ekki smart), afar sérstakt útlit þegar ég vakna á morgnana og lít í spegil, nokkrar tegundir af lyfjum (sem ég man aldrei hvort ég er búin að taka eða ekki því minnisleysi er líka farið að gera vart við sig).

Bakþankar
Fréttamynd

Blómin sem uxu inni í stofu

Tölvuleikjakynslóðin er líklega með fyrirlitnustu kynslóðum síðari tíma (ef frá er talin klámkynslóðin en böðlar hennar virðast líka enn vera í undirbúningsvinnu hvernig leiða skuli hana á höggstokkinn). Litlu skítugu tölvuleikjabörnin með hrákadall á gólfinu eru hins vegar uppvaxin og orðin að stórum tölvuleikjabörnum því barnið í manni er einmitt það sem aldrei hverfur spili maður tölvuleiki.

Leikjavísir
Fréttamynd

Nýr liðsmaður

Síðasta vika hefur verið þýðingarmikil fyrir geðsjúklinga um allan heim. Velska leikkonan Catherine Zeta-Jones sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis að hún hefði látið leggja sig inn á geðdeild þar sem hún er meðhöndluð við geðhvarfasýki. Geðlækna- og geðhjálparsamtök í Bretlandi hafa fagnað yfirlýsingu leikkonunnar og segja hana tímamótaviðburð sem gagnast muni geðsjúklingum í baráttunni fyrir tilverurétti sínum.

Bakþankar
Fréttamynd

Kærleikur Haralds

Þegar Haraldur, fyrrverandi lögreglumaður til margra ára, var kominn á aldur, var hann ekki alls kostar tilbúinn til að fara að þiggja laun ellinnar.

Bakþankar
Fréttamynd

Kynja-Kiljan

390 orða pláss er of stutt fyrir málefni sem er milljónfalt stærra. Ég tæpi því á örfáu. Tilefnið er grein sem hópur fólks birti í Fréttatímanum í síðustu viku og fjallaði um kynjahlutfall í viðfangsefnum bókmenntaþáttarins Kiljunnar í umsjá Egils Helgasonar. Færslur voru skoðaðar þar sem viðfangsefni, bæði viðmæle

Bakþankar
Fréttamynd

Fjötrar fáráðs

Það er meiriháttar vesen fyrir marga sem ég þekki um fimmtugt að fara yfir eina nótt í bústað. Kæfisvefnsbúnaðurinn einn og sér er eins og að taka með sér hund í ferðalag. Smám saman færist aldurinn yfir og með honum meiri búnaður en áður. Sjálf er ég komin

Bakþankar
Fréttamynd

Elliheimilið á Fáskrúðsfirði

Sumarið 1986 var blöðungi dreift í húsin á Fáskrúðsfirði og við vinkonurnar á Hlíðargötu vorum eflaust þær fyrstu af rúmlega sjö hundruð íbúum til að kippa honum úr lúgunni.

Bakþankar
Fréttamynd

Til flokkssystkina

Þessi dálkur er ágætis fótskemill fyrir akkúrat þá manngerð sem flestum leiðist. „Besserwisser", tökuorði úr þýsku (ótrúlegt), hefur stundum verið borað inn í íslenskuna sem „beturvitringur". Beturvitringur er oftast skilgreindur sem ágætlega gefinn einstaklingur sem er óhræddur við að leiða nærstöddum það fyrir sjónir að hann hefur meiri og betri upplýsingar og vitneskju um allt milli himins og jarðar, ef ekki nákvæmari og réttari.

Bakþankar
Fréttamynd

Nokkur gleðiráð

Eftir lestur bókarinnar Brasilíufanginn varð ég að hafa snar handtök og finna gleðilyf sem virkaði beint í æð. Höfundi tekst mætavel að soga lesandann inn í

Bakþankar
Fréttamynd

Flöskujól

Þar sem jólin eru hátíð barnanna er barnið í manni oft ansi nærri á þessum árstíma. Án þess að sú sé endilega ætlunin, rifjast upp glefsur hér og þar - myndskeið ekki endilega bara tengd jólum. Misstórir munnbitar hrökkva upp fyrirvaralaust. Ég mundi til dæmis skyndilega eftir því í fyrradag þegar faðir minn framkvæmdi það stórkostlega töfrabragð að draga lakkrísreimar út úr naflanum á sér.

Bakþankar
Fréttamynd

Flöskujól

Þar sem jólin eru hátíð barnanna er barnið í manni oft ansi nærri á þessum árstíma. Án þess að sú sé endilega ætlunin, rifjast upp glefsur hér og þar – myndskeið ekki endilega bara tengd jólum. Misstórir

Bakþankar
Fréttamynd

Blíðar brjóstaskorur

Emilíana Torrini var stórt nafn á árunum þegar konur eins og ég voru unglingar. Björk Guðmundsdóttir var það líka. Er það auðvitað enn í dag, en á þeim tíma var hún að laufgast sem sólóisti, ég var 16 ára þegar hún gaf út plötuna Debut, og hafði því feiknarleg áhrif á kynslóð mína. Og þá ekki síst kvenkynið. Við gengum í skósíðum pilsum, svo síðum að Buffalo-skórnir tróðu á þeim í takti við Big Time Sensuality og æfðum okkur í að hnoða saman milt meyjarbros Torrini.

Bakþankar
Fréttamynd

Sama draugasagan

Níundi áratugurinn, sumarbústaður á Norðurlandi, fimm manna fjölskylda og undarlegt lesefni í boði stéttarfélagsins. Ein bók þar á meðal sem var legið yfir langt fram eftir nóttu. Edgar Cayce og dálestrar hans um fyrri líf.

Bakþankar
Fréttamynd

Hljóðlátur aumur api

Aumar skemmtanir halda gjarnan fyrir mér vöku. Í þeim gírnum eigra ég til að mynda um Barnaland, les þar hvernig mála megi bolla, skoða myndir af hundi sem fannst í Norðlingaholti, hvernig beygja eigi nafnið Hervör og fer yfir leiðbeiningar um lifrarpylsusuðu. Það finnst mér gaman.

Bakþankar
Fréttamynd

Í fullkominni sambúð

Miðað við hvað trúarbrögð eiga stóran hlut í sögu og menningararfi heimsins er þekking á næringarinnihaldi í matvælum meiri í dag en helstu atriðum trúar­bragða. Sjálf get ég slumpað nokkurn veginn rétt á kolvetnismagnið í „Minna mál" bitum Ágústu Johnson og veit að fituinnihald í Kotasælu er 4,5 grömm (í 100 g). Hins vegar vissi ég ekki fyrr en árið 2001 að ég mætti ekki kalla múslima „múhameðs­trúarmenn". Að Múhameð væri í þeirra trúarheimi svipaður og Abraham í mínum. Allah var maðurinn. Þetta lærði ég fyrir slysni af sjónvarpinu en ekki á skólabekk.

Bakþankar
Fréttamynd

Ekki trufla

Það er alkunna að spjót auglýsingaherferða beinast að því að sýna fólki hvernig líf þess gæti hugsanlega verið. Síðustu árin hefur hamingjan gjarnan verið kynnt til sögunnar sem sjálfhverf „þín stund, þinn staður". Þær stundir eru hljóðeingraðar, stílhreinar, börnin komin í pössun og ekki einn aukasokkur á eldhúsborðinu. Engin háreysti, engin gæludýr, engir nágrannar. Þú átt einlæga stund með sjálfum þér, ávexti eða bolla af góðu kaffi. Og slakar á.

Bakþankar
Fréttamynd

Sönn íslensk furðusaga

Fyrir um þremur árum vaknaði ég einn morguninn upp við þá undarlegu tilfinningu að talfæri mín væru andsetin. Málstöðvarnar höfðu fundið drekasvæði blótsyrða í heilabúinu.

Bakþankar
Fréttamynd

Nauðsynlegur orðhengilsháttur

Fordómar, eða hvernig alið er á þeim, er sjaldnast þægilegt umræðuefni. Flest viljum við vinna bug á okkar fordómum. Fæst viljum við vera þátttakendur í að ala á þeim. Og að ala á þeim er oftast ekki með einbeittum vilja gert. Það er eðli gamalla ranghugmynda um ákveðna hópa að læða sér inn í tungumálið. Hver kannast ekki við að hafa gripið til orða sem hamra á úr sér gengnum hugmyndum um minnihlutahópa?

Skoðun
Fréttamynd

Hjólandi Gúffi

Í þessum mánuði verður heimilisbílnum skipt fyrir tvö fjallahjól, tengivagn fyrir tveggja ára, strætómiða, vindklæðnað og hjálm. Það verður æ erfiðara að ná endum saman. Það er örugglega meira þreytandi að borða pasta með tómatsósu fimm daga í viku en að hjóla eða labba í vinnuna. Ég fórna bílnum fyrir fisk og kjöt.

Bakþankar
Fréttamynd

Réttlæting letiblóðs

Faðir minn, sextugur upp á dag, er staddur í eftirlætislandinu sínu að borða eftirlætismatinn sinn. Hann, hálfur Þjóðverji, er sérlegur aðdáandi Bæjaralands og það var aldrei spurning hvar hann myndi eyða þessum degi. Í Ölpunum, við stórt stöðuvatn, horfandi á seglbáta. Það er reyndar daglegt brauð, og gæti allt eins gerst þótt hann væri 59 eða 61. Sjálf get ég ekki ímyndað mér hvar ég verð stödd árið 2037, sextug. Ég hef ekki enn þá þróað með mér smekk á neinu eftirlætislandi og markmið mín í lífinu eru yfirleitt svo einföld og lítilfjörleg að flestir myndu kalla það metnaðarleysi á einfaldri íslensku. Þegar ég er sérstaklega löt í markmiðum og áætlunum í lífi mínu les ég stundum endurholdgunarfræði og gleðst innra með mér yfir því að „gömlu sálirnar" - þær sem eru búnar að lifa flest líf á jörðinni - eru samkvæmt þeim fræðum jafnframt sagðar þær lötustu þegar kemur að metnaði fyrir eigin hönd. „Til hvers? Hlaupa hvert? Gera hvað? Við erum öll á leið á sama stað hvort sem er," segja þær og halda áfram að leika sér í Farmville.

Bakþankar
  • «
  • 1
  • 2