Kosningar 2007 Ríkisstjórnin heldur naumlega velli samkvæmt könnun Capacent Samfylkingin og Vinstri græn bæta við sig fylgi samkvæmt nýrri könnun Capacent Gallup fyrir Morgunblaðið og Ríkisútvarpið. Fylgi Framsóknarflokksins minnkar hins vegar og sömuleiðis Íslandshreyfingarinnar. Ríkisstjórnin heldur naumlega velli samkvæmt könnuninni. Innlent 10.5.2007 12:39 Kaffibandalagið gæti myndað ríkisstjórn Kaffibandalagið gæti myndað næstu ríkisstjórn ef marka má könnun Stöðvar tvö sem birt var í gær. Samkvæmt henni er ríkisstjórnin fallin. Innlent 10.5.2007 12:00 Allir nema sjálfstæðismenn vilja Norðlingaölduveitu úr sögunni Allir stjórnmálaflokkarnir nema Sjálfstæðisflokkurinn hafa lýst yfir stuðningi við stækkun friðlands Þjórsárvera þannig að Norðlingaölduveita verði þar með úr sögunni. Þetta segja Náttúruverndarsamtök Íslands í tilkynningu fyrir fjölmiðla. Innlent 10.5.2007 11:49 Áherslumál formanna stjórnmálaflokkanna Formenn stjórnmálaflokkanna voru í kosningaþætti Stöðvar tvö í kvöld spurðir hvaða þrjú mál þeir myndu leggja mesta áherslu á strax að loknum kosningum. Svörin voru margvísleg eins og gefur að skilja. Innlent 9.5.2007 22:57 Sjálfstæðisflokkur og Samfylking daðra Formenn allra stjórnmálaflokkana komu saman í kvöld í lokaþætti kosningasjónvarps Stöðvar tvö. Bæði voru hringborðsumræður og síðan voru þeir hver og einn spurðir spjörunum úr í fimm mínútur í senn. Ingibjörg Sólrún sagðist tilbúin til setu í ríkisstjórn án þess að vera forsætisráðherra og álitsgjafar í Íslandi í dag sögðu Sjálfstæðisflokkinn og Samfylkinguna hafa verið að daðra við hvort annað. Innlent 9.5.2007 21:44 Rokkaður framboðsfundur Ungir frambjóðendur brugðu á leik í Stúdentakjallaranum í gærkvöldi ásamt rokkhljómsveitunum Vicky Pollard og Vafasöm síðmótun. Óhætt er að segja að framboðsfundurinn hafi verið fremur óhefðbundinn því hljómsveitirnar voru óhræddar við að þagga niður í frambjóðendum með því að þenja rafmagnsgítarana ef þeir héldu orðinu of lengi. Innlent 9.5.2007 19:39 Vilja banna fjáraustur 90 dögum fyrir kosningar Vinstri grænir boða frumvarp á komandi þingi sem bannar fjáraustur ráðherra og ríkisstjórnar síðustu níutíu dagana fyrir kosningar. Formaður flokksins segir ríkisstjórnina hafa gengið að göflunum undanfarnar vikur. Vinstri grænir vilja snúa við blaðinu í íslenskum stjórnmálum og kynntu tillögur sínar um græna framtíð, samfélag fyrir alla, kvenfrelsi og lýðræði í dag. Innlent 9.5.2007 19:37 Fylgi flokka eftir kjördæmum Hérna má sjá fylgi flokkanna skipt eftir kjördæmum. Í þeim kemur í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn tapar manni í Reykjavík-Suður en stendur í stað eða bætir við sig í öðrum kjördæmum. Samfylkingin tapar manni í Reykjavík-Norður og Suðurkjördæmi en stendur í stað eða bætir við sig í öðrum kjördæmum. Framsókn tapar fylgi í öllum kjördæmum nema Suður og Vinstri grænir bæta við sig í öllum kjördæmum nema Norðausturkjördæmi. Innlent 9.5.2007 19:23 Ríkisstjórnin með 46,7% samkvæmt nýrri skoðanakönnun Sjálfstæðisflokkurinn fær 38,1% fylgi og Samfylkingin 29,1% samkvæmt nýrri könnun sem Fréttastofa Stöðvar tvö hefur látið gera fyrir sig. Þá fær Vinstri hreyfing grænt framboð 16,2 % og Framsókn 8,6% fylgi. Frjálslyndi flokkurinn fær þá 5,2% og Íslandshreyfingin 2,7%. Baráttusamtökin reka síðan lestina með 0,1%. Innlent 9.5.2007 18:57 Ráðherrum verði óheimilt að skuldbinda ríkissjóð síðustu mánuði fyrir kosningar Vinstrihreyfingin - grænt framboð kynnti dag frumvarp um breytingar á lögum um fjárreiður ríkisins sem ætlunin er að leggja fram þegar þing kemur aftur saman. Samkvæmt því er ráðherrum óheimilt að skuldbinda ríkissjóð með samningum síðustu þrjá mánuðina fyrir kosningar. Innlent 9.5.2007 15:13 Formenn stjórnmálaflokkanna á kosningafundi á Stöð 2 í kvöld Formenn stjórnmálaflokkanna verða á kosningafundi á Stöð 2 í kvöld og við það tækifæri verður birt ný og afar umfangsmikil skoðanakönnun um fylgi flokkanna. Innlent 9.5.2007 12:20 Framsókn í sókn Framsóknarflokkurinn er í stórsókn ef marka má nýja könnun Capacent Gallup sem sagt var frá í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. Flokkurinn nálgast nú kjörfylgi sitt og mælist með tvöfalt meira fylgi en í Gallup könnun í fyrradag. Innlent 9.5.2007 12:34 Fjölgar á kjörskrá um tíu þúsund Kjósendur á kjörskrá vegna alþingiskosninganna á laugardag eru 221.368 og hefur þeim fjölgað um rúmlega tíu þúsund frá kosningunum fyrir fjórum árum. Innlent 8.5.2007 21:49 Framúrstefnuleg myndvinnsla í kosningasjónvarpi Stöðvar tvö Framúrstefnulegri myndvinnsla verður í kosningasjónvarpi Stöðvar tvö en áður hefur sést í íslensku sjónvarpi. Sérfræðingur sem unnið hefur fyrir breska ríkissjónvarpið hefur unnið að undirbúningi kosningasjónvarpsins. Innlent 8.5.2007 20:15 Samið um kaup og þjálfun fimm blindrahunda Skrifað var undir samkomulag milli ríkisins og Blindrafélagsins í morgun um kaup á fimm leiðsöguhundum fyrir blinda og sjónskerta. Það voru Siv Friðleifsdóttir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og Halldór Sævar Guðbergsson, formaður Blindrafélagsins, sem undirrituðu samkomulagið í húsi Blindrafélagsins. Innlent 8.5.2007 14:04 Ríkisstjórnin naumlega fallin samkvæmt könnun Capacent Ríkisstjórnin er naumlega fallin samkvæmt nýrri könnun sem Capacent Gallup hefur gert fyrir Morgunblaðið og Ríkisútvarpið. Eftir því sem fram kemur á vef Morgunblaðsins eykst fylgi Framsóknar og Samfylkingarinnar frá könnun sem birt var í gær en fylgi Sjálfstæðisflokksins, Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs og Frjálslynda flokksins minnkar. Innlent 8.5.2007 13:02 Merki sögð fengin að láni Merki Íslandshreyfingarinnar er fengið að láni að mati prófessors í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands. Merkið er afar líkt vörumerki bandarísks hugbúnaðarfyrirtækis sem hefur verið starfandi síðan 1993. Einn viðskiptavina þess er álrisinn Alcoa. Innlent 7.5.2007 19:23 Tólf milljarða í menntun Náist að auka menntunarstig þjóðarinnar um eitt ár á mann að meðaltali græðir ríkið fjörutíu milljarða á ári. Þetta segir Samfylkingin sem kynnti tólf milljarða króna fjárfestingarátak í menntun í dag. Innlent 7.5.2007 19:03 Nýjungar í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 Kosningasjónvar Stöðvar tvö verður með glæsilegasta móti að þessu sinni. Boðið verður upp á nýjungar í framsetningu talna og annarra upplýsinga sem aldrei hafa sést í íslensku sjónvarpi áður. Innlent 7.5.2007 18:01 Yfir fjögur þúsund hafa kosið í Reykjavík Rúmlega fjögur þúsund manns hafa kosið utan kjörfundar í Reykjavík. Kjósendur sem fréttastofan ræddi við í dag höfðu yfirleitt löngu gert upp hug sinn varðandi þann flokk sem þeir kusu. Innlent 7.5.2007 17:54 Ummæli Sivjar um ríkisstjórn D og S röng Oddviti sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi segir rangt hjá Siv Friðleifsdóttur að hann hafi sagt á fundi að Samfylking og Sjálfstæðisflokkur eigi að mynda ríkisstjórn. Um óformlegt skens hafi verið að ræða. Innlent 7.5.2007 12:03 Samfylkingin aftur næst stærsti stjórnmálaflokkurinn Samfylkingin er aftur orðin næst stærsti stjórnmálaflokkurinn, samkvæmt könnun Gallups fyrir Morgunblaðið, og hefur náð talsverðu forskoti á Vinstri græna. Könnunin er á lands vísu og fær Sjálfstæðisflokkur liðlega 40 prósent, Samfylkingin 23 og hálft prósent, Vinstri grænir rúmlega 17 og hálft, Framsóknarflokkur tíu prósent, Frjálslyndir fimm og hálft og Íslandshreyfingin 3,2 prósent. Samkvæmt könnuninni héldu stjórnarflokkarnir naumum meirihluta. Innlent 4.5.2007 07:16 Framsókn tapar fylgi til VG í Kraganum Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin halda sínu fylgi í Suðvesturkjördæmi en Framsókn tapar miklu fylgi yfir til vinstri grænna samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup fyrir Ríkisútvarpið. Innlent 3.5.2007 17:21 Spyr hvort kosningaloforð standist Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir spá Seðlabankans benda til minnkandi hagvaxtar á þessu ári og því næsta. Það bendi til samdráttar á árinu 2009. Enginn stjórnmálaflokkanna byggi heildstæða stefnumörkun í skattamálum, velferðarmálum eða opinberum fjárfestingum á þeirri sýn. Innlent 3.5.2007 16:14 Ráðuneyti útskýrir skjóta afgreiðslu ríkisborgararéttar Dóms- og kirkjumálaráðuneytið segir ekkert athugavert við skjóta afgreiðslu á umsókn stúlku frá Gvatemala um íslenskan ríkisborgararétt en stúlkan tengist Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra. Innlent 3.5.2007 13:56 Ríkisstjórnin rambar í Mannlífskönnun Úrslit þingkosninganna í maí verða mjög tvísýn ef marka má nýja könnun Mannlífs sem birt er í nýjasta tölublaði tímaritsins sem kemur út á morgun. Könnunin nær til alls landsins og gangi þessi úrslit eftir eru ríkisstjórnarflokkarnir samtals með 31 þingmann og stjórnarandstaðan með 32. Innlent 2.5.2007 20:35 Velferðamálin mikilvægust Fjörutíu prósent kjósenda í Reykjavíkurkjördæmi norður telja velferðamál vera mikilvægasta málefnið sem kosið verður um í komandi kosningum. Þetta kemur fram í könnun sem unnin var af Félagsvísindastofnun fyrir fréttastofu Stöðvar 2. Innlent 2.5.2007 19:02 Forsætisráðherra ber fullt traust til forseta Íslands Geir H Haarde forsætisráðherra segist bera fullt traust til forseta Íslands þurfi forsetinn að koma að því að mynda ríkisstjórn að loknum kosningum. En höfundur Reykjavíkurbréfs hefur áhyggjur af því að forsetinn muni beita sér fyrir myndun vinstristjórnar, komist hann í aðstöðu til þess. Innlent 2.5.2007 18:16 Baráttusamtökin hætt við að bjóða fram Baráttusamtök aldraðra og öryrkja eru hætt við að bjóða fram í komandi alþingiskosningum. María Óskarsdóttir, efsti maður á lista framboðsins í Norðausturkjördæmi, staðfesti þetta fyrir nokkrum mínútum. Innlent 2.5.2007 14:05 Áhyggjur af hlutdrægni spyrla RUV Margrét Sverrisdóttir frambjóðandi Íslandshreyfingarinnar til Alþingis hefur áhyggjur af því sem hún kallar einsleitan hóp spyrla á Ríkissjónvarpinu. Hún segir þá flesta eiga sér fortíð í samtökum hægrimanna sem tengjast Sjálfstæðisflokknum. Innlent 2.5.2007 12:20 « ‹ 2 3 4 5 6 7 8 9 … 9 ›
Ríkisstjórnin heldur naumlega velli samkvæmt könnun Capacent Samfylkingin og Vinstri græn bæta við sig fylgi samkvæmt nýrri könnun Capacent Gallup fyrir Morgunblaðið og Ríkisútvarpið. Fylgi Framsóknarflokksins minnkar hins vegar og sömuleiðis Íslandshreyfingarinnar. Ríkisstjórnin heldur naumlega velli samkvæmt könnuninni. Innlent 10.5.2007 12:39
Kaffibandalagið gæti myndað ríkisstjórn Kaffibandalagið gæti myndað næstu ríkisstjórn ef marka má könnun Stöðvar tvö sem birt var í gær. Samkvæmt henni er ríkisstjórnin fallin. Innlent 10.5.2007 12:00
Allir nema sjálfstæðismenn vilja Norðlingaölduveitu úr sögunni Allir stjórnmálaflokkarnir nema Sjálfstæðisflokkurinn hafa lýst yfir stuðningi við stækkun friðlands Þjórsárvera þannig að Norðlingaölduveita verði þar með úr sögunni. Þetta segja Náttúruverndarsamtök Íslands í tilkynningu fyrir fjölmiðla. Innlent 10.5.2007 11:49
Áherslumál formanna stjórnmálaflokkanna Formenn stjórnmálaflokkanna voru í kosningaþætti Stöðvar tvö í kvöld spurðir hvaða þrjú mál þeir myndu leggja mesta áherslu á strax að loknum kosningum. Svörin voru margvísleg eins og gefur að skilja. Innlent 9.5.2007 22:57
Sjálfstæðisflokkur og Samfylking daðra Formenn allra stjórnmálaflokkana komu saman í kvöld í lokaþætti kosningasjónvarps Stöðvar tvö. Bæði voru hringborðsumræður og síðan voru þeir hver og einn spurðir spjörunum úr í fimm mínútur í senn. Ingibjörg Sólrún sagðist tilbúin til setu í ríkisstjórn án þess að vera forsætisráðherra og álitsgjafar í Íslandi í dag sögðu Sjálfstæðisflokkinn og Samfylkinguna hafa verið að daðra við hvort annað. Innlent 9.5.2007 21:44
Rokkaður framboðsfundur Ungir frambjóðendur brugðu á leik í Stúdentakjallaranum í gærkvöldi ásamt rokkhljómsveitunum Vicky Pollard og Vafasöm síðmótun. Óhætt er að segja að framboðsfundurinn hafi verið fremur óhefðbundinn því hljómsveitirnar voru óhræddar við að þagga niður í frambjóðendum með því að þenja rafmagnsgítarana ef þeir héldu orðinu of lengi. Innlent 9.5.2007 19:39
Vilja banna fjáraustur 90 dögum fyrir kosningar Vinstri grænir boða frumvarp á komandi þingi sem bannar fjáraustur ráðherra og ríkisstjórnar síðustu níutíu dagana fyrir kosningar. Formaður flokksins segir ríkisstjórnina hafa gengið að göflunum undanfarnar vikur. Vinstri grænir vilja snúa við blaðinu í íslenskum stjórnmálum og kynntu tillögur sínar um græna framtíð, samfélag fyrir alla, kvenfrelsi og lýðræði í dag. Innlent 9.5.2007 19:37
Fylgi flokka eftir kjördæmum Hérna má sjá fylgi flokkanna skipt eftir kjördæmum. Í þeim kemur í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn tapar manni í Reykjavík-Suður en stendur í stað eða bætir við sig í öðrum kjördæmum. Samfylkingin tapar manni í Reykjavík-Norður og Suðurkjördæmi en stendur í stað eða bætir við sig í öðrum kjördæmum. Framsókn tapar fylgi í öllum kjördæmum nema Suður og Vinstri grænir bæta við sig í öllum kjördæmum nema Norðausturkjördæmi. Innlent 9.5.2007 19:23
Ríkisstjórnin með 46,7% samkvæmt nýrri skoðanakönnun Sjálfstæðisflokkurinn fær 38,1% fylgi og Samfylkingin 29,1% samkvæmt nýrri könnun sem Fréttastofa Stöðvar tvö hefur látið gera fyrir sig. Þá fær Vinstri hreyfing grænt framboð 16,2 % og Framsókn 8,6% fylgi. Frjálslyndi flokkurinn fær þá 5,2% og Íslandshreyfingin 2,7%. Baráttusamtökin reka síðan lestina með 0,1%. Innlent 9.5.2007 18:57
Ráðherrum verði óheimilt að skuldbinda ríkissjóð síðustu mánuði fyrir kosningar Vinstrihreyfingin - grænt framboð kynnti dag frumvarp um breytingar á lögum um fjárreiður ríkisins sem ætlunin er að leggja fram þegar þing kemur aftur saman. Samkvæmt því er ráðherrum óheimilt að skuldbinda ríkissjóð með samningum síðustu þrjá mánuðina fyrir kosningar. Innlent 9.5.2007 15:13
Formenn stjórnmálaflokkanna á kosningafundi á Stöð 2 í kvöld Formenn stjórnmálaflokkanna verða á kosningafundi á Stöð 2 í kvöld og við það tækifæri verður birt ný og afar umfangsmikil skoðanakönnun um fylgi flokkanna. Innlent 9.5.2007 12:20
Framsókn í sókn Framsóknarflokkurinn er í stórsókn ef marka má nýja könnun Capacent Gallup sem sagt var frá í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. Flokkurinn nálgast nú kjörfylgi sitt og mælist með tvöfalt meira fylgi en í Gallup könnun í fyrradag. Innlent 9.5.2007 12:34
Fjölgar á kjörskrá um tíu þúsund Kjósendur á kjörskrá vegna alþingiskosninganna á laugardag eru 221.368 og hefur þeim fjölgað um rúmlega tíu þúsund frá kosningunum fyrir fjórum árum. Innlent 8.5.2007 21:49
Framúrstefnuleg myndvinnsla í kosningasjónvarpi Stöðvar tvö Framúrstefnulegri myndvinnsla verður í kosningasjónvarpi Stöðvar tvö en áður hefur sést í íslensku sjónvarpi. Sérfræðingur sem unnið hefur fyrir breska ríkissjónvarpið hefur unnið að undirbúningi kosningasjónvarpsins. Innlent 8.5.2007 20:15
Samið um kaup og þjálfun fimm blindrahunda Skrifað var undir samkomulag milli ríkisins og Blindrafélagsins í morgun um kaup á fimm leiðsöguhundum fyrir blinda og sjónskerta. Það voru Siv Friðleifsdóttir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og Halldór Sævar Guðbergsson, formaður Blindrafélagsins, sem undirrituðu samkomulagið í húsi Blindrafélagsins. Innlent 8.5.2007 14:04
Ríkisstjórnin naumlega fallin samkvæmt könnun Capacent Ríkisstjórnin er naumlega fallin samkvæmt nýrri könnun sem Capacent Gallup hefur gert fyrir Morgunblaðið og Ríkisútvarpið. Eftir því sem fram kemur á vef Morgunblaðsins eykst fylgi Framsóknar og Samfylkingarinnar frá könnun sem birt var í gær en fylgi Sjálfstæðisflokksins, Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs og Frjálslynda flokksins minnkar. Innlent 8.5.2007 13:02
Merki sögð fengin að láni Merki Íslandshreyfingarinnar er fengið að láni að mati prófessors í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands. Merkið er afar líkt vörumerki bandarísks hugbúnaðarfyrirtækis sem hefur verið starfandi síðan 1993. Einn viðskiptavina þess er álrisinn Alcoa. Innlent 7.5.2007 19:23
Tólf milljarða í menntun Náist að auka menntunarstig þjóðarinnar um eitt ár á mann að meðaltali græðir ríkið fjörutíu milljarða á ári. Þetta segir Samfylkingin sem kynnti tólf milljarða króna fjárfestingarátak í menntun í dag. Innlent 7.5.2007 19:03
Nýjungar í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 Kosningasjónvar Stöðvar tvö verður með glæsilegasta móti að þessu sinni. Boðið verður upp á nýjungar í framsetningu talna og annarra upplýsinga sem aldrei hafa sést í íslensku sjónvarpi áður. Innlent 7.5.2007 18:01
Yfir fjögur þúsund hafa kosið í Reykjavík Rúmlega fjögur þúsund manns hafa kosið utan kjörfundar í Reykjavík. Kjósendur sem fréttastofan ræddi við í dag höfðu yfirleitt löngu gert upp hug sinn varðandi þann flokk sem þeir kusu. Innlent 7.5.2007 17:54
Ummæli Sivjar um ríkisstjórn D og S röng Oddviti sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi segir rangt hjá Siv Friðleifsdóttur að hann hafi sagt á fundi að Samfylking og Sjálfstæðisflokkur eigi að mynda ríkisstjórn. Um óformlegt skens hafi verið að ræða. Innlent 7.5.2007 12:03
Samfylkingin aftur næst stærsti stjórnmálaflokkurinn Samfylkingin er aftur orðin næst stærsti stjórnmálaflokkurinn, samkvæmt könnun Gallups fyrir Morgunblaðið, og hefur náð talsverðu forskoti á Vinstri græna. Könnunin er á lands vísu og fær Sjálfstæðisflokkur liðlega 40 prósent, Samfylkingin 23 og hálft prósent, Vinstri grænir rúmlega 17 og hálft, Framsóknarflokkur tíu prósent, Frjálslyndir fimm og hálft og Íslandshreyfingin 3,2 prósent. Samkvæmt könnuninni héldu stjórnarflokkarnir naumum meirihluta. Innlent 4.5.2007 07:16
Framsókn tapar fylgi til VG í Kraganum Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin halda sínu fylgi í Suðvesturkjördæmi en Framsókn tapar miklu fylgi yfir til vinstri grænna samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup fyrir Ríkisútvarpið. Innlent 3.5.2007 17:21
Spyr hvort kosningaloforð standist Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir spá Seðlabankans benda til minnkandi hagvaxtar á þessu ári og því næsta. Það bendi til samdráttar á árinu 2009. Enginn stjórnmálaflokkanna byggi heildstæða stefnumörkun í skattamálum, velferðarmálum eða opinberum fjárfestingum á þeirri sýn. Innlent 3.5.2007 16:14
Ráðuneyti útskýrir skjóta afgreiðslu ríkisborgararéttar Dóms- og kirkjumálaráðuneytið segir ekkert athugavert við skjóta afgreiðslu á umsókn stúlku frá Gvatemala um íslenskan ríkisborgararétt en stúlkan tengist Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra. Innlent 3.5.2007 13:56
Ríkisstjórnin rambar í Mannlífskönnun Úrslit þingkosninganna í maí verða mjög tvísýn ef marka má nýja könnun Mannlífs sem birt er í nýjasta tölublaði tímaritsins sem kemur út á morgun. Könnunin nær til alls landsins og gangi þessi úrslit eftir eru ríkisstjórnarflokkarnir samtals með 31 þingmann og stjórnarandstaðan með 32. Innlent 2.5.2007 20:35
Velferðamálin mikilvægust Fjörutíu prósent kjósenda í Reykjavíkurkjördæmi norður telja velferðamál vera mikilvægasta málefnið sem kosið verður um í komandi kosningum. Þetta kemur fram í könnun sem unnin var af Félagsvísindastofnun fyrir fréttastofu Stöðvar 2. Innlent 2.5.2007 19:02
Forsætisráðherra ber fullt traust til forseta Íslands Geir H Haarde forsætisráðherra segist bera fullt traust til forseta Íslands þurfi forsetinn að koma að því að mynda ríkisstjórn að loknum kosningum. En höfundur Reykjavíkurbréfs hefur áhyggjur af því að forsetinn muni beita sér fyrir myndun vinstristjórnar, komist hann í aðstöðu til þess. Innlent 2.5.2007 18:16
Baráttusamtökin hætt við að bjóða fram Baráttusamtök aldraðra og öryrkja eru hætt við að bjóða fram í komandi alþingiskosningum. María Óskarsdóttir, efsti maður á lista framboðsins í Norðausturkjördæmi, staðfesti þetta fyrir nokkrum mínútum. Innlent 2.5.2007 14:05
Áhyggjur af hlutdrægni spyrla RUV Margrét Sverrisdóttir frambjóðandi Íslandshreyfingarinnar til Alþingis hefur áhyggjur af því sem hún kallar einsleitan hóp spyrla á Ríkissjónvarpinu. Hún segir þá flesta eiga sér fortíð í samtökum hægrimanna sem tengjast Sjálfstæðisflokknum. Innlent 2.5.2007 12:20
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent