Kosningar 2007 Hverjir eru nýju þingmennirnir? Þó nokkrir þingmenn eru að koma nýjir á þing. Flestir þeirra koma frá Vinstri hreyfingunni grænt framboð og Sjálfstæðisflokknum. Einn þeirra kemur þó frá Framsóknarflokknum. Innlent 13.5.2007 03:02 Telur frjálslynda eiga mikið inni Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir stöðuna núna vera vonbrigði fyrir flokkinn. Hann gerir sér hins vegar vonir um að staðan muni breytast þegar líða tekur á nóttina. Innlent 13.5.2007 02:39 Ríkisstjórnin á að sjá sóma sinn í því að segja af sér Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, sagði á kosningavöku Stöðvar 2 í nótt að ríkisstjórnin ætti að sjá sóma sinn í því að segja af sér en hún er fallin samkvæmt nýjustu tölum. Innlent 13.5.2007 02:35 Jónína ekki inni þegar búið er að telja í Reykjavík suður Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra er ekki inni þegar búið er að telja öll atkvæði í hennar kjördæmi, Reykjavíkurkjördæmi suður. Alls voru 43.391 manns á kjörskrá í kjördæminu og kusu 35.284 sem þýðir að kjörsóknin var 81,3 prósent. Ríkisstjórnin er áfram fallin. Innlent 13.5.2007 02:13 Ríkisstjórnin fellur á ný Eftir að lokatölur voru birtar í Reykjavík-suður er ljóst að Jónína Bjartmarz er fallin af þingi. Ríkisstjórnin er ennþá fallin og hefur þingmannafjöldi ekki breyst síðan síðustu tölur komu. Stuttu áður birtust tölur úr Suðvesturkjördæmi og Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Siv Friðleifsdóttir eru enn úti. Innlent 13.5.2007 02:07 Geir talar fyrst við framsókn Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir eðlilegt að Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkurinn ræði fyrst saman fari svo að ríkisstjórnin haldi velli. Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, útilokar ekki áframhaldandi stjórnarsamstarf. Innlent 13.5.2007 02:01 Vona að ríkisstjórnin haldi áfram að falla Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, skákfrömuður sem er í öðru sæti á lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi, segist vona að ríkisstjórnin haldi áfram að falla í nótt en tvísýnt hefur verið um það. Ríkisstjórnin heldur sem stendur velli. Innlent 13.5.2007 01:50 3 atkvæði í að stjórnin falli Samkvæmt nýjustu tölum úr Norðausturkjördæmi er Sjálfstæðisflokkur að bæta við sig einum manni frá síðustu kosningum og Framsókn að tapa einum manni. Enn sem komið er heldur ríkisstjórnin en ef Framsókn bætir við sig þremur atkvæðum í kjördæminu, umfram aðra flokka, þá fellur ríkisstjórnin vegna niðurröðunar jöfnunarþingmanna. Innlent 13.5.2007 01:38 Pétur Blöndal:Vinstri grænir og Sjálfstæðisflokkurinn sigurvegarar Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir Vinstri græna og Sjálfstæðisflokkinn sigurvegara þessara kosninga. Hann bendir á að flokkur hans bæti við sig 2-3 mönnum eftir að hafa setið 16 ár í ríkisstjórn. Innlent 13.5.2007 01:33 Fimmti hver kjósandi strikar út Björn Bjarnason Fimmti hver kjósandi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður hefur orðið við áskorun Jóhannesar Jónssonar, í Bónus, og strikað út Björn Bjarnason af lista flokksins. Innlent 13.5.2007 01:31 Ríkisstjórnin heldur velli Ríkistjórnin heldur velli samkvæmt nýjustu tölum sem birtar voru í Suðvesturkjördæmi. Þar færi Sjálfstæðisflokkurinn 42,6 prósent og sex þingmenn og nær þingmanni af Samfylkingunni. Innlent 13.5.2007 01:11 Ólíklegt að Framsókn verði áfram í ríkisstjórn Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra og oddviti framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmi suður, telur ólíklegt að Framsóknarflokkurinn fari aftur í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum ef stjórnin heldur naumlega velli. Innlent 13.5.2007 00:50 Geir getur valið Einar Mar Þórðarson, stjórnmálafræðingur, sagði í samtali við Vísi að Sjálfstæðisflokkurinn, miðað við núverandi tölur, standi með pálmann í höndunum og geti valið sér samstarfsflokk í ríkisstjórn ef Framsókn ætlar sér ekki að starfa áfram í ríkisstjórn. Innlent 13.5.2007 00:44 Árni þakklátur fyrir stuðninginn Árni Johnsen, annar maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, sagðist þakklátur fyrir þann stuðning sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk í kjördæminu, en samkvæmt nýjustu tölum fær hann 37 prósent atkvæða og fjóra þingmenn. Innlent 13.5.2007 00:25 Vantar 294 atkvæði til þess að ríkisstjórnin haldi velli Samkvæmt nýjustu tölum þarf Framsóknarflokkurinn aðeins 294 atkvæði í viðbót til þess að ýta út þingmanni Samfylkingarinnar. Þá væri Framsókn með 8 menn og ríkisstjórnin myndi halda. Ljóst er að mjög mjótt er á mununum og viðbúið að staðan geti breyst um leið og nýjar tölur koma inn. Innlent 13.5.2007 00:20 Versta áfall sem við höfum orðið fyrir Þetta er versta áfall sem við höfum orðið fyrir sagði Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, í myndveri Stöðvar 2 í kvöld. Flokkurinn nýtur nú fylgis 11,5 prósenta landsmanna og fær 7 þingmenn samkvæmt nýjustu tölum. Innlent 12.5.2007 23:59 Sigur Vinstri grænna fellir ríkisstjórnina Það er enginn maður glaðari en ég, sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, skömmu eftir að hann lenti á Reykjavíkurflugvelli í kvöld en hann flaug þangað úr kjördæmi sínu, Norðausturkjördæmi. Steingrímur benti enn fremur á að sigur Vinstri grænna hefði fellt ríkisstjórnina. Innlent 12.5.2007 23:45 Eðlilegt að Ingibjörg Sólrún fái stjórnarmyndunarumboð Valgerðu Sverrisdóttir, utanríkisráðherra og leiðtogi framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi, telur eðlilegt að Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur verði falið stjórnarmyndunarumboð verði úrslitin á þann veg sem útlit er fyrir. Innlent 12.5.2007 23:30 Framsókn í erfiðleikum Framsóknarflokkurinn er að tapa fylgi í flestum kjördæmum. Siv Friðleifsdóttir og Jónína Bjartmarz eru báðar úti samkvæmt þeim tölum sem við höfum núna. Jón Sigurðsson er enn inni í Reykjavík Suður en búast má við því að hann eigi eftir að detta inn og út í alla nótt. Innlent 12.5.2007 23:12 Vísbendingar, ekki niðurstöður „Þetta eru vísbendingar en ekki niðurstöður,“ sagði Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra eftir að aðrar tölur höfðu verið birtar í kjördæmi hennar, Kraganum. Samkvæmt þeim er hún á leið út af þingi fyrir Framsóknarflokkinn. Innlent 12.5.2007 23:11 Eðlilegt að stjórnarandstaðan ræði saman Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir eðlilegt að stjórnarandstaðan ræði saman um mögulega stjórnarmyndun falli ríkisstjórnin í kosningunum. Hún segir fyrstu tölur vera betri en hún hafi þorað að vona. Innlent 12.5.2007 23:08 Stjórnina vantar nokkuð upp á til að halda velli Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að staðan væri enn óljós eftir að fyrstu tölur höfðu verið birtar. Sjálfstæðisflokkurinn væri að bæta við sig frá síðustu kosningum en stjórnina vantaði hins vegar svolítið upp á til þess að halda velli. Innlent 12.5.2007 22:58 Náðum að halda umhverfisumræðunni gangandi Ómar Ragnarsson, formaður Íslandshreyfingarinnar, sagði eftir að fyrstu tölur birtust að flokknum hefði tekist að halda umhverfisumræðunni gangandi í kosningabaráttunni en flokkurinn nær ekki inn manni á þing. Innlent 12.5.2007 22:53 Harla sátt með fyrstu tölur „Við erum bara harla sátt,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri - grænna, eftir að fyrstu tölur voru birtar í kvöld. Katrín benti á að flokkurinn hefði bætt töluvert við sig en þingmönnum hans fjölgar úr fimm í níu og fær hann 13,7 prósenta fylgi. Innlent 12.5.2007 22:40 Þetta er mjög mikið áfall „Þetta er mjög mikið áfall,“ sagði Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, um fyrstu tölur í þingkosningunum en samkvæmt þeim hefur flokkurinn tapað fimm þingmönnum og mælist með 11,14 prósents fylgi. Fær hann sjö þingmenn og er Jón inni. Innlent 12.5.2007 22:20 Ríkisstjórnin fallin samkvæmt fyrstu tölum Ríkisstjórnin er fallin samkvæmt fyrstu tölum úr fimm kjördæmum en búið er að telja 82.589 atkvæði. Framsóknarflokkurinn mælist með 10 prósenta fylgi og fær sex þingmenn en Sjálfstæðisflokkurinn 24 þingmenn og mælist með 36 prósenta fylgi. Innlent 12.5.2007 22:12 Móðurhjartað slær alltaf á réttum stað Edda Guðmundsdóttir, eiginkona Steingríms Hermannssonar og móðir Guðmundar Steingrímssonar, sagði í viðtali í kosningasjónvarpi Stöðvar tvö að móðurhjartað slægi alltaf á réttum stað þegar hún var spurð að því hvorn hún hefði nú kosið. Innlent 12.5.2007 21:25 Nokkuð minni kjörsókn í Reykjavík norður en suður Kjörsókn í Reykjavíkurkjördæmi norður klukkan 21 var 64,94 prósent sem er tæplega níu prósentustigum minna en á sama tíma fyrir fjórum árum. Alls höfðu 28.425 kosningabærra manna í kjördæminu neytt atkvæðisréttar síns í kjördæminu klukkan 21. Innlent 12.5.2007 21:16 Óánægja með vinnubrögð yfirkjörstjórnar á Suðurlandi Fyrr í dag kærðu vinstri grænir, samfylkingar- og framsóknarmenn Sjálfstæðismenn á Suðurlandi fyrir að miðla upplýsingum um kjörsókn út úr kjördeildum. Sigurður Vilhelmsson, umboðsmaður Framsóknarflokksins í Vestmannaeyjum er afar ósáttur með vinnubrögðin í málinu og átelur yfirkjörstjórn fyrir að taka ekki efnislega á kærunni. Innlent 12.5.2007 20:48 Kjörsókn nokkuð dræmari á höfuðborgarsvæðinu Kjörsókn í þeim þremur kjördæmum sem ná yfir höfuðborgarsvæðið er nokkru minni en fyrir fjórum árum. Þannig höfðu 27.487 kosið í Reykjavíkurkjördæmi norður klukkan 20 sem er 62,79 prósenta kjörsókn en á sama tíma árið 2003 höfðu 70,71 prósent kjósenda nýtt atkvæðisrétt sinn. Innlent 12.5.2007 20:39 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 … 9 ›
Hverjir eru nýju þingmennirnir? Þó nokkrir þingmenn eru að koma nýjir á þing. Flestir þeirra koma frá Vinstri hreyfingunni grænt framboð og Sjálfstæðisflokknum. Einn þeirra kemur þó frá Framsóknarflokknum. Innlent 13.5.2007 03:02
Telur frjálslynda eiga mikið inni Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir stöðuna núna vera vonbrigði fyrir flokkinn. Hann gerir sér hins vegar vonir um að staðan muni breytast þegar líða tekur á nóttina. Innlent 13.5.2007 02:39
Ríkisstjórnin á að sjá sóma sinn í því að segja af sér Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, sagði á kosningavöku Stöðvar 2 í nótt að ríkisstjórnin ætti að sjá sóma sinn í því að segja af sér en hún er fallin samkvæmt nýjustu tölum. Innlent 13.5.2007 02:35
Jónína ekki inni þegar búið er að telja í Reykjavík suður Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra er ekki inni þegar búið er að telja öll atkvæði í hennar kjördæmi, Reykjavíkurkjördæmi suður. Alls voru 43.391 manns á kjörskrá í kjördæminu og kusu 35.284 sem þýðir að kjörsóknin var 81,3 prósent. Ríkisstjórnin er áfram fallin. Innlent 13.5.2007 02:13
Ríkisstjórnin fellur á ný Eftir að lokatölur voru birtar í Reykjavík-suður er ljóst að Jónína Bjartmarz er fallin af þingi. Ríkisstjórnin er ennþá fallin og hefur þingmannafjöldi ekki breyst síðan síðustu tölur komu. Stuttu áður birtust tölur úr Suðvesturkjördæmi og Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Siv Friðleifsdóttir eru enn úti. Innlent 13.5.2007 02:07
Geir talar fyrst við framsókn Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir eðlilegt að Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkurinn ræði fyrst saman fari svo að ríkisstjórnin haldi velli. Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, útilokar ekki áframhaldandi stjórnarsamstarf. Innlent 13.5.2007 02:01
Vona að ríkisstjórnin haldi áfram að falla Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, skákfrömuður sem er í öðru sæti á lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi, segist vona að ríkisstjórnin haldi áfram að falla í nótt en tvísýnt hefur verið um það. Ríkisstjórnin heldur sem stendur velli. Innlent 13.5.2007 01:50
3 atkvæði í að stjórnin falli Samkvæmt nýjustu tölum úr Norðausturkjördæmi er Sjálfstæðisflokkur að bæta við sig einum manni frá síðustu kosningum og Framsókn að tapa einum manni. Enn sem komið er heldur ríkisstjórnin en ef Framsókn bætir við sig þremur atkvæðum í kjördæminu, umfram aðra flokka, þá fellur ríkisstjórnin vegna niðurröðunar jöfnunarþingmanna. Innlent 13.5.2007 01:38
Pétur Blöndal:Vinstri grænir og Sjálfstæðisflokkurinn sigurvegarar Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir Vinstri græna og Sjálfstæðisflokkinn sigurvegara þessara kosninga. Hann bendir á að flokkur hans bæti við sig 2-3 mönnum eftir að hafa setið 16 ár í ríkisstjórn. Innlent 13.5.2007 01:33
Fimmti hver kjósandi strikar út Björn Bjarnason Fimmti hver kjósandi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður hefur orðið við áskorun Jóhannesar Jónssonar, í Bónus, og strikað út Björn Bjarnason af lista flokksins. Innlent 13.5.2007 01:31
Ríkisstjórnin heldur velli Ríkistjórnin heldur velli samkvæmt nýjustu tölum sem birtar voru í Suðvesturkjördæmi. Þar færi Sjálfstæðisflokkurinn 42,6 prósent og sex þingmenn og nær þingmanni af Samfylkingunni. Innlent 13.5.2007 01:11
Ólíklegt að Framsókn verði áfram í ríkisstjórn Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra og oddviti framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmi suður, telur ólíklegt að Framsóknarflokkurinn fari aftur í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum ef stjórnin heldur naumlega velli. Innlent 13.5.2007 00:50
Geir getur valið Einar Mar Þórðarson, stjórnmálafræðingur, sagði í samtali við Vísi að Sjálfstæðisflokkurinn, miðað við núverandi tölur, standi með pálmann í höndunum og geti valið sér samstarfsflokk í ríkisstjórn ef Framsókn ætlar sér ekki að starfa áfram í ríkisstjórn. Innlent 13.5.2007 00:44
Árni þakklátur fyrir stuðninginn Árni Johnsen, annar maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, sagðist þakklátur fyrir þann stuðning sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk í kjördæminu, en samkvæmt nýjustu tölum fær hann 37 prósent atkvæða og fjóra þingmenn. Innlent 13.5.2007 00:25
Vantar 294 atkvæði til þess að ríkisstjórnin haldi velli Samkvæmt nýjustu tölum þarf Framsóknarflokkurinn aðeins 294 atkvæði í viðbót til þess að ýta út þingmanni Samfylkingarinnar. Þá væri Framsókn með 8 menn og ríkisstjórnin myndi halda. Ljóst er að mjög mjótt er á mununum og viðbúið að staðan geti breyst um leið og nýjar tölur koma inn. Innlent 13.5.2007 00:20
Versta áfall sem við höfum orðið fyrir Þetta er versta áfall sem við höfum orðið fyrir sagði Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, í myndveri Stöðvar 2 í kvöld. Flokkurinn nýtur nú fylgis 11,5 prósenta landsmanna og fær 7 þingmenn samkvæmt nýjustu tölum. Innlent 12.5.2007 23:59
Sigur Vinstri grænna fellir ríkisstjórnina Það er enginn maður glaðari en ég, sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, skömmu eftir að hann lenti á Reykjavíkurflugvelli í kvöld en hann flaug þangað úr kjördæmi sínu, Norðausturkjördæmi. Steingrímur benti enn fremur á að sigur Vinstri grænna hefði fellt ríkisstjórnina. Innlent 12.5.2007 23:45
Eðlilegt að Ingibjörg Sólrún fái stjórnarmyndunarumboð Valgerðu Sverrisdóttir, utanríkisráðherra og leiðtogi framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi, telur eðlilegt að Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur verði falið stjórnarmyndunarumboð verði úrslitin á þann veg sem útlit er fyrir. Innlent 12.5.2007 23:30
Framsókn í erfiðleikum Framsóknarflokkurinn er að tapa fylgi í flestum kjördæmum. Siv Friðleifsdóttir og Jónína Bjartmarz eru báðar úti samkvæmt þeim tölum sem við höfum núna. Jón Sigurðsson er enn inni í Reykjavík Suður en búast má við því að hann eigi eftir að detta inn og út í alla nótt. Innlent 12.5.2007 23:12
Vísbendingar, ekki niðurstöður „Þetta eru vísbendingar en ekki niðurstöður,“ sagði Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra eftir að aðrar tölur höfðu verið birtar í kjördæmi hennar, Kraganum. Samkvæmt þeim er hún á leið út af þingi fyrir Framsóknarflokkinn. Innlent 12.5.2007 23:11
Eðlilegt að stjórnarandstaðan ræði saman Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir eðlilegt að stjórnarandstaðan ræði saman um mögulega stjórnarmyndun falli ríkisstjórnin í kosningunum. Hún segir fyrstu tölur vera betri en hún hafi þorað að vona. Innlent 12.5.2007 23:08
Stjórnina vantar nokkuð upp á til að halda velli Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að staðan væri enn óljós eftir að fyrstu tölur höfðu verið birtar. Sjálfstæðisflokkurinn væri að bæta við sig frá síðustu kosningum en stjórnina vantaði hins vegar svolítið upp á til þess að halda velli. Innlent 12.5.2007 22:58
Náðum að halda umhverfisumræðunni gangandi Ómar Ragnarsson, formaður Íslandshreyfingarinnar, sagði eftir að fyrstu tölur birtust að flokknum hefði tekist að halda umhverfisumræðunni gangandi í kosningabaráttunni en flokkurinn nær ekki inn manni á þing. Innlent 12.5.2007 22:53
Harla sátt með fyrstu tölur „Við erum bara harla sátt,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri - grænna, eftir að fyrstu tölur voru birtar í kvöld. Katrín benti á að flokkurinn hefði bætt töluvert við sig en þingmönnum hans fjölgar úr fimm í níu og fær hann 13,7 prósenta fylgi. Innlent 12.5.2007 22:40
Þetta er mjög mikið áfall „Þetta er mjög mikið áfall,“ sagði Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, um fyrstu tölur í þingkosningunum en samkvæmt þeim hefur flokkurinn tapað fimm þingmönnum og mælist með 11,14 prósents fylgi. Fær hann sjö þingmenn og er Jón inni. Innlent 12.5.2007 22:20
Ríkisstjórnin fallin samkvæmt fyrstu tölum Ríkisstjórnin er fallin samkvæmt fyrstu tölum úr fimm kjördæmum en búið er að telja 82.589 atkvæði. Framsóknarflokkurinn mælist með 10 prósenta fylgi og fær sex þingmenn en Sjálfstæðisflokkurinn 24 þingmenn og mælist með 36 prósenta fylgi. Innlent 12.5.2007 22:12
Móðurhjartað slær alltaf á réttum stað Edda Guðmundsdóttir, eiginkona Steingríms Hermannssonar og móðir Guðmundar Steingrímssonar, sagði í viðtali í kosningasjónvarpi Stöðvar tvö að móðurhjartað slægi alltaf á réttum stað þegar hún var spurð að því hvorn hún hefði nú kosið. Innlent 12.5.2007 21:25
Nokkuð minni kjörsókn í Reykjavík norður en suður Kjörsókn í Reykjavíkurkjördæmi norður klukkan 21 var 64,94 prósent sem er tæplega níu prósentustigum minna en á sama tíma fyrir fjórum árum. Alls höfðu 28.425 kosningabærra manna í kjördæminu neytt atkvæðisréttar síns í kjördæminu klukkan 21. Innlent 12.5.2007 21:16
Óánægja með vinnubrögð yfirkjörstjórnar á Suðurlandi Fyrr í dag kærðu vinstri grænir, samfylkingar- og framsóknarmenn Sjálfstæðismenn á Suðurlandi fyrir að miðla upplýsingum um kjörsókn út úr kjördeildum. Sigurður Vilhelmsson, umboðsmaður Framsóknarflokksins í Vestmannaeyjum er afar ósáttur með vinnubrögðin í málinu og átelur yfirkjörstjórn fyrir að taka ekki efnislega á kærunni. Innlent 12.5.2007 20:48
Kjörsókn nokkuð dræmari á höfuðborgarsvæðinu Kjörsókn í þeim þremur kjördæmum sem ná yfir höfuðborgarsvæðið er nokkru minni en fyrir fjórum árum. Þannig höfðu 27.487 kosið í Reykjavíkurkjördæmi norður klukkan 20 sem er 62,79 prósenta kjörsókn en á sama tíma árið 2003 höfðu 70,71 prósent kjósenda nýtt atkvæðisrétt sinn. Innlent 12.5.2007 20:39
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent