Orkumál

Fréttamynd

Sam­þykkti framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórs­á

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í dag umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi Hvammsvirkjunar í Þjórsá með fjórum atkvæðum gegn einu. Þar með hafa bæði hlutaðeigandi sveitarfélög samþykkt framkvæmdaleyfi en sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti leyfið fyrir sitt leyti í síðustu viku, þann 16. október.

Innlent
Fréttamynd

Hug­leiðingar elli­líf­eyris­þega um landsmálin, um­hverfis og orkumálin.

Víst er hún skondin tík þessi pólitík, ég er oft hugsi yfir þingmönnum okkar sem eru líðræði landsins vægt sagt dýrir í rekstri, eru jafnvel stundum til óþurftar. Heildargreiðslur til nokkura hávaðasamra óbreyttra þingmanna eru fyrstu 8 mánuði yfirstandandi árs kr 16.131.504, á mann, að meðaltali, sem gera þá 2.016.438 kr á mánuði (heimildin er vefur Alþingis).

Skoðun
Fréttamynd

Náttúran þarf að fá rödd sína aftur

Eftir að ráðuneyti umhverfis var lagt niður fyrir þremur árum og breytt í orku- og landsöluráðuneyti er staða umhverfisverndar gjörbreytt. Jafnvel fólk sem vill hafa marktæka rödd í umhverfis og loftslagsmálum þorir ekki lengur að nefna náttúruvernd án þess að taka skýrt fram í leiðinni að það sé ekki á móti „grænum“ stórframkvæmdum og skilji þörf á margföldun orkuframleiðslu fyrir heiminn, því Ísland megi ekki sitja hjá.

Skoðun
Fréttamynd

Skerða líka raf­orku fyrir norðan og austan

Landsvirkjun hefur tilkynnt stórnotendum á norður- og austurhluta landsins að grípa verði til skerðinga á afhendingu raforku til þeirra frá 23. nóvember næstkomandi, en á morgun taka við áður boðaðar skerðingar hjá stórnotendum á suðvesturhluta landsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rang­færslur bæjar­stjóra

Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði fór mikinn á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga nú fyrr í október. Í frétt Morgunblaðsins sem endursögð er að hluta á mbl.is segir Rósa kærur náttúruverndarsamtaka hafa kostað Hafnarfjarðarbæ 8 milljarða.

Skoðun
Fréttamynd

Enn raf­magns­laust á Kúbu

Enn er rafmagnslaust á Kúbu eftir að stjórnvöldum mistókst í þriðja sinn að koma á rafmagni rétt fyrir miðnætti í gær, laugardag. Rafmagn fór fyrst af á föstudag þegar bilun varð í einu stærsta orkuveri landsins. Í gær, laugardag, hrundi kerfið svo aftur þegar var verið að reyna að koma aftur á rafmagni.

Erlent
Fréttamynd

Aftur raf­magns­laust á Kúbu

Kúba varð rafmagnslaus í annað sinn á rúmum sólahring í dag. Tilkynnt var um það í gærkvöldi að landið væri allt rafmagnslaust vegna bilunar í einu stærsta orkuveri landsins. Í frétt á Guardian segir að rafmagnskerfið hafi svo hrunið í annað sinn eftir að yfirvöld voru byrjuð að koma rafmagni aftur á.

Erlent
Fréttamynd

„Síðan kemur í ljós að við erum í gjör­ó­líkum störfum“

„Ég heyri það oft þegar ég ræði við til dæmis gamla skólafélaga eða aðra, að það er misskilningur á því í hverju starf verkefnastjóra felst. Ég segi kannski að ég starfi sem verkefnastjóri og þá segir fólk: Já er það? Ég líka! Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum,“ segir Halla Margrét Hinriksdóttir, verkefnastjóri hjá Orku náttúrunnar.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Kosið um græna fram­tíð

Eftir tíðindi helgarinnar af vettvangi stjórnmálanna virðist ljóst að sýn stjórnarflokkanna á orkumál þjóðarinnar og möguleika til grænnar framtíðar hafi haft umtalsverð áhrif á málalyktir.

Skoðun
Fréttamynd

Um 200 til­kynningar um tjón vegna rafmagnsleysis

Hátt í 200 manns hafa tilkynnt tjón til Rarik vegna rafmagnsleysis sem varð á Norður- og Austurlandi þann 2. október. Þá varð truflun á í flutningsneti Landsnets í kjölfar útleysingar hjá Norðuráli með þeim afleiðingum að víða var rafmagnslaust í nokkra klukkutíma.

Innlent
Fréttamynd

Á­form um einka­væðingu á vatns­veitu Sand­gerðis

Í nútímasamfélagi er eitt mikilvægasta verkefni okkar að tryggja jafnan aðgang að grunninnviðum eins og vatni og rafmagni. Nú liggja fyrir áform um einkavæðingu á vatnsveitu Sandgerðis í Suðurnesjabæ, áform sem geta haft víðtækar og ófyrirséðar afleiðingar fyrir íbúa.

Skoðun
Fréttamynd

Áður farið af sporinu sem dragi alltaf dilk á eftir sér

„Ég er auðvitað ósammála þessari nálgun á málið. Ég held að almenningur allur sé sammála um það að það sé kjarnahlutverk Orkuveitunnar að sjá borgarbúum fyrir vatni og orku. Það er í kringum þá starfsemi sem Orkuveitan er stofnuð. Staðreyndin er sú að í sögulegu samhengi þá hefur félagið áður farið út af sporinu og ráðist í verkefni sem eru ekki í þágu borgarbúa með beinum hætti og þessi verkefni hafa alltaf dregið dilk á eftir sér.“

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er allt komið í ein­hvern hræri­graut“

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað frá kæru Skeiða- og Gnúpverjahrepps vegna virkjanaleyfis fyrir vindorkuver við Búrfell. Oddviti sveitarfélagsins á erfitt með að skilja niðurstöðu nefndarinnar. 

Innlent
Fréttamynd

Endursala stórnotenda er engin töfra­lausn

Full ástæða er til að hafa áhyggjur af raforkuöryggi almennings og nauðsynlegt er að auka virkni heildsölumarkaðar. Hvorugt verður þó tryggt með því að heimila stórnotendum að endurselja raforku inn á kerfið, orku sem þeir ella myndu nota í eigin rekstur.

Skoðun
Fréttamynd

Spyr hvort Ís­land vilji vera mið­punktur eða eftir­bátur annarra

Íslendingar þurfa að gera upp við sig hvort þeir vilji taka virkan þátt í þróun gervigreindar eða verða eftirbátar annarra ríkja. Gríðarleg og vaxandi orkuþörf er til staðar vegna gervigreindarvinnslu og í því felast tækifæri fyrir Ísland að sögn sviðsstjóra hjá Samtökum iðnaðarins. Á sama tíma geti orkumálin reynst vera hindrun en áform eru uppi um að skoða möguleika þess að reisa gervigreindargagnaver á Íslandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skyn­sam­leg orkunýting

Umræðan um orkuskort hefur verið hávær að undanförnu, sér í lagi í kjölfar raforkuspár Landsnets sem nýlega kom út.

Skoðun
Fréttamynd

Orku­skipti við hafnir á Norður­landi eystra

Stjórnvöld stefna að fullum orkuskiptum og jarðefnalausu Íslandi fyrir árið 2040. Það er ærið verkefni. Orkuskipti í fólksbílaflota landmanna eru þegar á þokkalegu skriði, en orkuskipti í haftengdri starfsemi eru talsvert skemur á veg komin, þó nokkur gróska sé í þeim efnum víða. Þótt stjórnvöld hafi lagt fram heildarmyndina um samdrátt í losun og þar með olíunotkun, vantar talsvert uppá svæðisbundna umræðu um þessi málefni.

Skoðun
Fréttamynd

Stefna á að opna sund­laugar í Reykja­vík í fyrra­málið

Nesjavallavirkjun er nú aftur komin ì fulla framleiðslu en enn er verið að greina orsök bilunarinnar. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg og Kópavogi búast þau við því að geta opnað allar sundlaugar aftur í fyrramálið. Ekki liggur fyrir hvort önnur sveitarfélög opni líka. 

Innlent