Lögreglumál

Fréttamynd

Dansaði úti á miðri götu og truflaði um­ferð

Lögreglu barst tilkynning um mann sem truflaði umferð í Múlunum með dansi. Manninum var bent á að gangstéttin væri betri dansstaður og færði hann sig þangað. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu yfir verkefni dagsins í dag.

Innlent
Fréttamynd

Hættulegur staður allt árið um kring

Kona á þrítugsaldri lést þegar hún féll á annað hundrað metra við fossinn Glym í Hvalfirði í gær. Aðstæður voru mjög hættulegar á vettvangi, að sögn upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Slysið sýni að bæta þurfi verulega öryggi á ferðamannastöðum landsins.

Innlent
Fréttamynd

Grunaður um tilraun til manndráps í nánu sambandi

Lögreglan á Suðurnesjum hefur haft til rannsóknar ætlað stórfellt brot í nánu sambandi og ætlaða tilraun til manndráps frá 25. febrúar síðastliðnum. Karlmaður á fertugsaldri hefur verið í gæsluvarðhaldi frá því að málið kom upp.

Innlent
Fréttamynd

Ekið á barn á reið­hjóli

Ekið var á barn á reiðhjóli á höfuðborgarsvæðinu um klukkan 18 í gær. Barnið slasaðist ekki en engar frekari upplýsingar um atvikið er að finna í yfirliti lögreglu yfir verkefni gærkvöldsins og næturinnar.

Innlent
Fréttamynd

Nafn mannsins sem lést í Ása­hreppi

Karlmaðurinn sem lést eftir að hafa klemmst við vinnu við dráttarvél á sveitabýli í Ásahreppi hét Guðjón Björnsson. Hann var fæddur árið 1983 og lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. Haldin var bænastund í hreppnum í gær.

Innlent
Fréttamynd

Mönnunum sleppt úr haldi

Mönnunum tveimur sem handteknir voru eftir að karlmaður fannst látinn í húsi í Þingholtunum hefur verið sleppt úr haldi. Er það mat lögreglu að þeir hafi ekki átt þátt í dauða mannsins. 

Innlent
Fréttamynd

Fjögur inn­brot og eigna­spjöll

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og nótt en henni bárust meðal annars fjórar tilkynningar um þjófnað úr verslunum auk tilkynninga um íkveikju og eignaspjöll.

Innlent
Fréttamynd

Reyna að yfir­heyra mennina aftur í fyrra­málið

Lögreglu hefur enn ekki tekist að yfirheyra mennina sem handteknir voru í morgun vegna andláts í Þingholtunum. Ítrekaðar tilraunir hafa verið gerðar til að yfirheyra mennina en það hefur ekki tekist sökum ástands þeirra. Gerð verður tilraun til að yfirheyra mennina aftur í fyrramálið.

Innlent
Fréttamynd

Hafa ekki enn náð að yfir­heyra mennina sökum á­stands

Tilraunir lögreglu til að yfirheyra mennina sem handteknir voru í morgun vegna andláts í Þingholtunum hafa ekki borið árangur sökum ástands þeirra. Takist það ekki seint í kvöld þurfi að skoða aðrar ráðstafanir þar sem lögregla hefur aðeins heimild til að halda einstaklingum í sólarhring. 

Innlent
Fréttamynd

Eldur kviknaði í ís­skáp

Eldur kviknaði í ísskáp á höfuðborgarsvæðinu í dag. Lögreglan fór á vettvang ásamt slökkviliði í kljölfar þess sem tilkynning um eldinn barst. Eldurinn var farinn að dreifa sér um eldhúsið en slökkviliði tókst að slökkva eldinn. Tæknideild lögreglu mætti einnig á vettvang. 

Innlent
Fréttamynd

Telja ó­lík­legt að and­látið hafi borið að með sak­næmum hætti

Ekki var hægt að yfirheyra mennina tvo, sem handteknir voru í morgun í tengslum við andlát í Þingholtunum í Reykjavík, fyrr en síðdegis sökum ástands þeirra. Lögregla segir það ekki talið líklegt að svo stöddu að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti en það mun skýrast betur í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Tveir handteknir í tengslum við andlát í miðbænum

Tveir menn hafa verið handteknir í tengslum við andlát í Þingholtunum í Reykjavíkur í morgun. Tilkynning barst á sjöunda tímanum í morgun um hávaða og háreysti í húsi en þegar lögregluþjóna bar að garði var þar maður meðvitundarlaus.

Innlent
Fréttamynd

Kom að húsnæði í rúst eftir innbrot

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um innbrot í Hafnarfirði. Þegar eigandi húsnæðisins kom heim var búið að brjótast inn og skemma þar mikið af húsgögnum og munum.

Innlent
Fréttamynd

Tveir fluttir slasaðir eftir snjó­flóðið

Snjóflóð féll í fjallshlíð suður af Ólafsfirði á fyrsta tímanum í dag með þeim afleiðingum að tveir úr hópi skíðafólks slösuðust. Björgunarsveitir eru mættar á vettvang ásamt þyrlusveit Landhelgisgæslunnar.

Innlent
Fréttamynd

Reyndi að komast inn í íbúð sem hann bjó ekki í

Lögregluþjónar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu höfðu í nótt afskipti af manni sem var að reyna að komast inn í íbúð í Breiðholti sem hann bjó ekki í. Aðstoðarbeiðni hafði borist til lögreglunnar en maðurinn var það ölvaður að hann get ekki sagt hvar hann byggi.

Innlent
Fréttamynd

Slagsmál, eldur og innbrot

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út vegna slagsmála í Kópavogi í gærkvöldi. Tveir einstaklingar voru handteknir og vistaðir í fangageymslum vegna rannsóknar málsins.

Innlent
Fréttamynd

Staðnir að verki grunaðir um inn­brotin

Þrír voru handteknir í Gerðunum í dag grunaðir um innbrot í geymslur á svæðinu. Einstaklingarnir voru vistaðir í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins. Meintu þýfi hefur verið skilað til eigenda.

Innlent