Lögreglumál

Fréttamynd

Sér­sveitin kölluð á Kefla­víkur­flug­völl

Lögreglan á Suðurnesjum og sérsveit ríkislögreglustjóra voru kölluð á Keflavíkurflugvöll í dag eftir að tilkynning barst flugstöðvardeild lögreglunnar um torkennilegan hlut sem fannst í handfarangri farþega við vopnaleit. Munurinn reyndist að endingu hættulaus.

Innlent
Fréttamynd

Þrír réðust á einn og rændu hann

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um rán í miðbænum. Þrír einstaklingar réðust þar á mann, veittu honum áverka og rændu hann. Í dagbók lögreglu segir að málið sé til rannsóknar.

Innlent
Fréttamynd

Ferðamaður fylgdi Google Maps og lenti í ógöngum

Erlendur ferðamaður sem ætlaði á Hótel Ásbrú í Reykjanesbæ þurfti aðstoð lögreglu eftir að hafa lent í ógöngum sem meðal annars má rekja til Google Maps. Maðurinn hafði slegið áfangastað sinn inn í forritið og fengið upp styttri leið að hótelinu.

Innlent
Fréttamynd

Kona skölluð og henni hrint á stigaganginum

Ráðist var á konu á stigagangi við heimili hennar í Laugardalnum skömmu eftir miðnætti í nótt. Henni var hrint og hún skölluð í andlitið svo gleraugu hennar brotnuðu og hún fékk áverka í andlitið.

Innlent
Fréttamynd

Fór inn um ólæstar dyr á heimili í Kópavogi

Um klukkan 2 í nótt barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um mann sem hafði farið inn um ólæstar dyr á heimili í Kópavogi og stolið yfirhöfn og síma. Maðurinn var handtekinn skömmu síðar og munum skilað til eigenda.

Innlent
Fréttamynd

Mál Kristjáns Gunnars fellt niður endanlega

Ríkissaksóknari hefur endanlega fellt niður mál Kristjáns Gunnars Valdimarssonar, lektors við Háskóla Íslands. Kristján var hnepptur í gæsluvarðhald í lok árs 2019 vegna gruns um frelssisviptingu og brot gegn þremur konum.

Innlent
Fréttamynd

Bíll valt á Reykjanesbraut

Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni á Reykjanesbraut við Straumsvík í dag með þeim afleiðingum að bílinn valt.

Innlent
Fréttamynd

Lög­regla kölluð til að höfuð­stöðvum KSÍ

Lögreglan var kölluð til að höfuðstöðvum KSÍ fyrr í dag þegar maður gekk þar inn og hafði í hótunum í starfsfólk. Þetta staðfestir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Útiloka hvorki ásetning né gáleysi

Lögreglan útilokar ekki að ásetningur hafi legið að baki þegar kona, sem lögð hafði verið inn á geðdeild Landspítalans, lést fyrr í mánuðinum. Hjúkrunarfræðingur á geðdeildinni er grunuð um að hafa orðið valdur að dauða konunnar.

Innlent
Fréttamynd

Maðurinn er kominn í leitirnar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af manninum á meðfylgjandi myndum vegna máls sem hún hefur til rannsóknar.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert sem bendir til að verk­lagi lög­reglu hafi ekki verið fylgt

Ekkert bendir á þessu stigi til þess að verklagi lögreglu í atburðunum sem áttu sér stað í Dalseli á Egilsstöðum aðfararnótt föstudagsins hafi ekki verið fylgt. Þetta segir í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi sem hafi rýnt í atburðina innanhúss. Þá segir að lögreglumenn sem að aðgerðinni komu hafi fengið sálræna aðstoð.

Innlent
Fréttamynd

Hjúkrunar­fræðingur á Land­spítala grunaður um mann­dráp

Hjúkrunarfræðingur á geðdeild Landspítalans hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um manndráp. Heimildir fréttastofu herma að hjúkrunarfræðingurinn hafi reynt að þvinga mat ofan í sjúkling með þeim afleiðingum að hann kafnaði. Sjúklingurinn var kona á sextugsaldri en hún lést fyrr í þessum mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Hvetur íbúa til að standa saman eftir skot­á­rásina

Sveitarstjóri Múlaþings hvetur íbúa á Egilsstöðum til þess að standa við bakið hver á öðrum eftir skotárás sem varð í bænum í fyrradag og er þakklátur lögreglu fyrir góð viðbrögð. Nokkrar fjölskyldur hafa leitað sér áfallahjálpar eftir árásina.

Innlent
Fréttamynd

Reyndi að bíta lögreglumenn

Karlmaður sem tilkynnt var um að hefði verið ógnandi í garð ungmenna reyndi að bíta lögreglumenn eftir að hann var handtekinn.

Innlent
Fréttamynd

Líðan skotmannsins stöðug eftir aðgerð

Karlmaður á fimmtugsaldri sem skotinn var af lögreglu á Egilsstöðum í gærkvöldi liggur á gjörgæsludeild Landspítalans. Líðan hans er stöðug en hann gekkst undir aðgerð í nótt eftir að hafa verið skotinn í kviðinn.

Innlent