Þórhildur Elín Elínardóttir Efniviður framtíðar Veröldin er gerð úr frumeindum, óteljandi mörgum lífseigum snifsum sem mynda allt efni sem er; jörð og loft, himin og haf, plöntur, dýr og okkur. Efnið er orka sem ekki eyðist heldur umbreytist í annað þegar hún Bakþankar 18.3.2008 17:48 Roskin ráðskona í lífshættu Þrátt fyrir vitnisburðarsýki á háu stigi tókst mér eitt sinn á uppreisnarárum gelgjuskeiðsins að fá einkunnina 1,0 í handavinnu. Með fylgdi sú umsögn kennarans að þennan eina fengi ég aðeins fyrir gæsku hennar og miskunnsemi. Viðkvæmur unglingurinn var þannig metinn einskis virði þegar kom að handlagni með nál og þráð. Bakþankar 11.3.2008 16:44 Húmorslausar trukkalessur Nýlega gengnir héraðsdómar fyrir ofbeldisverk gegn konum verða eftir hálfa öld notaðir í skólabókum um hið rammskakka siðferði aldamótasamfélagsins sem við lifum í. Bakþankar 4.3.2008 17:50 Lítil þúfa Ég hef enga hugmynd um hvaðan ókunna konan var að koma eða hvert hún var að fara. Ætlaði kannski að skreppa aðeins í Húsasmiðjuna án þess að það komi sögunni beint við, eða í bíltúr niður að sjó. Að minnsta kosti ók hún í sólskininu norður Kringlumýrarbrautina, hvorki hratt né hægt, bara svona ósköp hversdagslega. Bakþankar 27.2.2008 10:26 Veistu ekki hver er pabbi þinn? Sá ferill sem það tekur foreldra að velja nafn á ungann sinn getur verið langur og flókinn. Einu sinni var algengt að álfar og framliðnir vitjuðu nafns, sem var ágætt svo lengi sem viðkomandi hét ekki Hrolllaugur eða Skessujurt, en langt er síðan allt slíkt datt úr tísku. Bakþankar 19.2.2008 17:51 Sölumenn óttans Stundum er fullyrt að með hækkandi aldri fylgi ákveðin fríðindi. Þá er ekki verið að vísa í forréttindi ellilífeyrisþega sem fá afslátt í sund og ókeypis rútuferðir í Bónus, heldur sérstaka tegund af sálarró sem kemur ekki sjálfkrafa en eykst samkvæmt kenningunni í réttu hlutfalli við fjölgandi hrukkur. Bakþankar 12.2.2008 19:19 Orðrómur deyr Hvort sem meðfæddri leti er um að kenna eða áunnu metnaðarleysi, þá sofnar í mér heilinn um leið og farið er að tala um peninga af alvöru og þekkingu. Bakþankar 5.2.2008 16:30 Afvegaleidd umræða Tæpast hefðu margir spáð því fyrirfram að íslenska þjóðin gæti haft jafn stórkostlegar áhyggjur af heilsufari hins geðþekka heimilislæknis sem nú er í tímabundnu leyfi frá praktík. Bakþankar 30.1.2008 10:54 Dásamlegu harðindi Stöku foreldri segist aldrei hafa þurft að heyja baráttu við svæfingar. Það væri gróft að væna fólk um lygimál, en að minnsta kosti er það trúlega blessunarlega minnislaust. Ef til vill hefur náttúran þennan háttinn á, að þurrka jafnóðum út af harða diskinum allt bröltið og umstangið sem fylgir foreldrahlutverkinu svo fólk missi nú ekki áhugann á að annast litlu grísina. Bakþankar 22.1.2008 16:27 Hollt og vont Unglingsárin eru gjarnan blómaskeið róttækni (þó margir táningar séu jafnframt heimsmeistarar í spéhræðslu, einkum varðandi allt sem viðkemur foreldrum þeirra) en með stöku undantekningum tölta flestir þaðan í frá veginn breiða í átt til íhaldssama landsins. Bakþankar 15.1.2008 17:17 Lögmál um togstreitu Allir þurfa einhversstaðar að eiga heima. Einkar ánægjuleg og spennandi var frásögnin sem ég las á dögunum af því hvernig frumefnin eignuðust samastað sinn í lotukerfinu, enda stílgáfa höfundarins með eindæmum. Bakþankar 1.1.2008 19:52 Baráttan um biblíusögurnar Tilvalin leið til sjálfsvorkunnar er að rifja upp mistök foreldra sinna. Þrátt fyrir að þau hafi trúlega barist um á hæl og hnakka við að vera bestu uppalendur í heimi er hægt að vera furðu naskur á allskyns óréttlæti sem maður var látinn þola sem barn. Bakþankar 11.12.2007 16:47 Aðventa Í gamla daga lagði íslenskur almúgi sjáanlega mikla áherslu á óheft flæði í rýminu. Að minnsta kosti var oft glettilega mikill samhljómur í moldargólfum, þiljum og torfþaki sem var allt nota bene úr náttúrulegum hráefnum. Þetta var löngu fyrir tíma almennrar vitundarvakningar í innanhússhönnun og því greinilega meðfæddur talent. Bakþankar 4.12.2007 19:07 Tinandi tímasprengjur Sem hvatvísin uppmáluð þjálfa ég takmarkaða þolinmæðina mest gagnvart mjatli og fálmi og óþolandi langdregni. Bakþankar 20.11.2007 19:10 Myrkraverk Eftir því sem myrkur árstíðarinnar magnast, því dapurlegri verður þjóðfélagsumræðan. Bakþankar 13.11.2007 17:33 Krossar að bera Mikið skil ég málaferli amerísku hjónanna gegn blómasalanum sem sá um skreytingarnar í brúðkaupinu þeirra. Kvikindið notaði blóm í vitlausum lit og rukkaði svakalega í þokkabót. Þetta olli parinu vitaskuld miklu hugarangri og sálarkvöl, það er harðneskjulegt að þurfa að lufsast í hjónaband með hjálitan blómvönd. Bakþankar 23.10.2007 12:48 Boðun í skoðun Í fyrradag hlotnaðist mér sá heiður að fá að vera viðstödd setningu Alþingis. Þrátt fyrir að vera almennt frekar léleg í uppskrúfuðu prótókolli varð ég að svala forvitninni og fylgjast með þessari virðulegu athöfn að minnsta kosti einu sinni. Bakþankar 2.10.2007 23:44 Zero tolerance Eins og fyrr hafa öfgar yfirgnæft umræðuna um ástand miðborgarinnar. Ólátum um nætur jafnvel lýst sem neyðarástandi sem er gróflega misnotuð skilgreining. Þá á ég auðvitað ekki við ofbeldi sem víða á sér stað, heldur óspektir og sóðaskap sem lengst af var látið óátalið. Bakþankar 25.9.2007 16:54 Sultur Af eðlislægri forvitni hef ég stundum leiðst út í tilraunir sem eiga að miða að bættri heilsu og betra lífi. Úthaldið hefur nú reyndar verið minna en trúgirnin svo enn sem komið er sitja fáar sérþarfir eftir. Svona tveimur dögum eftir kaup á rándýrri spírúlínu er ég til dæmis búin að steingleyma henni og kemst þar af leiðandi aldrei að því hvort hún virkar eins vel og haldið er fram. Bakþankar 18.9.2007 17:46 Sökudólgar miðbæjarvandans Fáir hrekkir eru fyndnari í fertugsafmælum en að sýna hallærislega myndaseríu af afmælisbarninu frá æskuárum. Á þeim sjást ómótstæðilegar hárgreiðslur og glæsilegir herðapúðar að ógleymdri sífelldri sígarettu á milli fingra. Við vorum ekkert smá töff í menntó og strompreyktum við öll tækifæri. Bakþankar 11.9.2007 16:30 Marktæku krúttin Fyrir allra fyrsta skiptið sem ég hitti bankastjóra var auðmýkt mín gagnvart valdhafanum slík að ég undirbjó fundinn af kostgæfni. Andlega fyrst og fremst, því erindið var að sækja náðarsamlegast um dálítið lán. Því ákvað ég nákvæmlega hvað ég ætlaði að segja og rökin fyrir frekjunni. Jafnframt taldi ég rétt að vanda útlitið, fór í huggulegt pils, háa hæla og eyddi umtalsverðri stund í snyrtingu. Bakþankar 28.8.2007 17:16 Raup dagsins Menningarnóttin með Glitnishlaupinu innanborðs nálgaðist óþægilega hratt þetta sumarið. Vegna heitstrenginga frá í fyrra hefur það verið undirlagt af hlaupatilraunum þeirrar sem áður var þekktari af værukærri heimasetu og þrátt fyrir ríflegan undirbúningstíma hefðu reyndar tvær, þrjár vikur í viðbót verið vel þegnar. Bakþankar 20.8.2007 17:32 Undrafjölskyldan í Ameríku Að ala upp heila nýja manneskju er ekki smátt verkefni heldur krefst bæði hæfileika og úthalds. Þannig geta hinir dæmigerðu foreldrar sem sumir afgreiða jafnvel þrjú eða fjögur börn talist sannkallaðar hvunndagshetjur. Bakþankar 14.8.2007 14:59 Konurnar sex Í þessari viku þegar komandi verslunarmannahelgi bindur endahnútinn á sumarið, er útsvarið sígilt umræðuefni í fjölmiðlum. Annars vegar hversu mikið ríkustu menn hafa greitt eða ekki greitt í skatta og hins vegar hversu illa Samband ungra sjálfstæðismanna kann við að opinber gjöld séu opinber. Bakþankar 31.7.2007 22:21 Strengir Einmitt þegar hver réttlát sál hugsar vart um annað en þorskkvóta og kolefnisjöfnun get ég varla vikið Glitni úr huga mér. Daglega og oft á dag verður mér hugsað til þeirrar ágætu stofnunar. Bakþankar 17.7.2007 18:43 Grill Þótt ég rembist alla daga ársins við að vera besta mamma í heimi man ég bara stundum eftir því að setja á börnin mín sólarvörn. Það er að segja hér á Íslandi því um leið og komið er út fyrir landsteinana er ég meðvitaðasta konan veraldar um skaðsemi útfjólublárra geisla. Bakþankar 3.7.2007 18:42 Daníel og Rut Lúmskasta röksemdin í umræðum um misrétti kynjanna er sú að það fyrirfinnist ekki. Því til stuðnings er gjarnan vísað til frelsis einstaklingsins, allt sé undir honum sjálfum komið alveg óháð kyni. Bakþankar 19.6.2007 17:15 Sértæk fræði Frá því einu sérfræðingarnir voru latínuþyljandi prestar og feitir sýslumenn eru nú bara stöku strá sem ekki flokkast undir sérfræðinga á einhverju sviði. Bakþankar 5.6.2007 18:16 Á ég að gæta systur minnar? Systir mín hefur staðið í ströngu í samskiptum sínum við Tryggingastofnun undanfarin misseri. Fyrir aldarfjórðungi þurfti að fjarlægja skjaldkirtil hennar en fyrir mistök voru kalkkirtlarnir teknir líka. Eftir það er ekki nóg að drekka tvö mjólkurglös á dag. Bakþankar 22.5.2007 18:18 Jöfn og frjáls Fyrir sekúndubroti af jarðlífssögunni höfðu konur ekki kosningarétt og stuttu áður aðeins fáeinir framámenn. Lýðræðið er þannig ekki náttúrulögmál, heldur viðkvæm áunnin réttindi, seinleg í framkvæmd, kostnaðarsöm og oft ósanngjörn fyrir marga. Allskyns gallar skjóta upp kollinum, til dæmis þegar ponsulítill flokkur kemst sífellt í oddaaðstöðu og fær völd langt umfram umboð. Bakþankar 8.5.2007 17:22 « ‹ 1 2 3 4 ›
Efniviður framtíðar Veröldin er gerð úr frumeindum, óteljandi mörgum lífseigum snifsum sem mynda allt efni sem er; jörð og loft, himin og haf, plöntur, dýr og okkur. Efnið er orka sem ekki eyðist heldur umbreytist í annað þegar hún Bakþankar 18.3.2008 17:48
Roskin ráðskona í lífshættu Þrátt fyrir vitnisburðarsýki á háu stigi tókst mér eitt sinn á uppreisnarárum gelgjuskeiðsins að fá einkunnina 1,0 í handavinnu. Með fylgdi sú umsögn kennarans að þennan eina fengi ég aðeins fyrir gæsku hennar og miskunnsemi. Viðkvæmur unglingurinn var þannig metinn einskis virði þegar kom að handlagni með nál og þráð. Bakþankar 11.3.2008 16:44
Húmorslausar trukkalessur Nýlega gengnir héraðsdómar fyrir ofbeldisverk gegn konum verða eftir hálfa öld notaðir í skólabókum um hið rammskakka siðferði aldamótasamfélagsins sem við lifum í. Bakþankar 4.3.2008 17:50
Lítil þúfa Ég hef enga hugmynd um hvaðan ókunna konan var að koma eða hvert hún var að fara. Ætlaði kannski að skreppa aðeins í Húsasmiðjuna án þess að það komi sögunni beint við, eða í bíltúr niður að sjó. Að minnsta kosti ók hún í sólskininu norður Kringlumýrarbrautina, hvorki hratt né hægt, bara svona ósköp hversdagslega. Bakþankar 27.2.2008 10:26
Veistu ekki hver er pabbi þinn? Sá ferill sem það tekur foreldra að velja nafn á ungann sinn getur verið langur og flókinn. Einu sinni var algengt að álfar og framliðnir vitjuðu nafns, sem var ágætt svo lengi sem viðkomandi hét ekki Hrolllaugur eða Skessujurt, en langt er síðan allt slíkt datt úr tísku. Bakþankar 19.2.2008 17:51
Sölumenn óttans Stundum er fullyrt að með hækkandi aldri fylgi ákveðin fríðindi. Þá er ekki verið að vísa í forréttindi ellilífeyrisþega sem fá afslátt í sund og ókeypis rútuferðir í Bónus, heldur sérstaka tegund af sálarró sem kemur ekki sjálfkrafa en eykst samkvæmt kenningunni í réttu hlutfalli við fjölgandi hrukkur. Bakþankar 12.2.2008 19:19
Orðrómur deyr Hvort sem meðfæddri leti er um að kenna eða áunnu metnaðarleysi, þá sofnar í mér heilinn um leið og farið er að tala um peninga af alvöru og þekkingu. Bakþankar 5.2.2008 16:30
Afvegaleidd umræða Tæpast hefðu margir spáð því fyrirfram að íslenska þjóðin gæti haft jafn stórkostlegar áhyggjur af heilsufari hins geðþekka heimilislæknis sem nú er í tímabundnu leyfi frá praktík. Bakþankar 30.1.2008 10:54
Dásamlegu harðindi Stöku foreldri segist aldrei hafa þurft að heyja baráttu við svæfingar. Það væri gróft að væna fólk um lygimál, en að minnsta kosti er það trúlega blessunarlega minnislaust. Ef til vill hefur náttúran þennan háttinn á, að þurrka jafnóðum út af harða diskinum allt bröltið og umstangið sem fylgir foreldrahlutverkinu svo fólk missi nú ekki áhugann á að annast litlu grísina. Bakþankar 22.1.2008 16:27
Hollt og vont Unglingsárin eru gjarnan blómaskeið róttækni (þó margir táningar séu jafnframt heimsmeistarar í spéhræðslu, einkum varðandi allt sem viðkemur foreldrum þeirra) en með stöku undantekningum tölta flestir þaðan í frá veginn breiða í átt til íhaldssama landsins. Bakþankar 15.1.2008 17:17
Lögmál um togstreitu Allir þurfa einhversstaðar að eiga heima. Einkar ánægjuleg og spennandi var frásögnin sem ég las á dögunum af því hvernig frumefnin eignuðust samastað sinn í lotukerfinu, enda stílgáfa höfundarins með eindæmum. Bakþankar 1.1.2008 19:52
Baráttan um biblíusögurnar Tilvalin leið til sjálfsvorkunnar er að rifja upp mistök foreldra sinna. Þrátt fyrir að þau hafi trúlega barist um á hæl og hnakka við að vera bestu uppalendur í heimi er hægt að vera furðu naskur á allskyns óréttlæti sem maður var látinn þola sem barn. Bakþankar 11.12.2007 16:47
Aðventa Í gamla daga lagði íslenskur almúgi sjáanlega mikla áherslu á óheft flæði í rýminu. Að minnsta kosti var oft glettilega mikill samhljómur í moldargólfum, þiljum og torfþaki sem var allt nota bene úr náttúrulegum hráefnum. Þetta var löngu fyrir tíma almennrar vitundarvakningar í innanhússhönnun og því greinilega meðfæddur talent. Bakþankar 4.12.2007 19:07
Tinandi tímasprengjur Sem hvatvísin uppmáluð þjálfa ég takmarkaða þolinmæðina mest gagnvart mjatli og fálmi og óþolandi langdregni. Bakþankar 20.11.2007 19:10
Myrkraverk Eftir því sem myrkur árstíðarinnar magnast, því dapurlegri verður þjóðfélagsumræðan. Bakþankar 13.11.2007 17:33
Krossar að bera Mikið skil ég málaferli amerísku hjónanna gegn blómasalanum sem sá um skreytingarnar í brúðkaupinu þeirra. Kvikindið notaði blóm í vitlausum lit og rukkaði svakalega í þokkabót. Þetta olli parinu vitaskuld miklu hugarangri og sálarkvöl, það er harðneskjulegt að þurfa að lufsast í hjónaband með hjálitan blómvönd. Bakþankar 23.10.2007 12:48
Boðun í skoðun Í fyrradag hlotnaðist mér sá heiður að fá að vera viðstödd setningu Alþingis. Þrátt fyrir að vera almennt frekar léleg í uppskrúfuðu prótókolli varð ég að svala forvitninni og fylgjast með þessari virðulegu athöfn að minnsta kosti einu sinni. Bakþankar 2.10.2007 23:44
Zero tolerance Eins og fyrr hafa öfgar yfirgnæft umræðuna um ástand miðborgarinnar. Ólátum um nætur jafnvel lýst sem neyðarástandi sem er gróflega misnotuð skilgreining. Þá á ég auðvitað ekki við ofbeldi sem víða á sér stað, heldur óspektir og sóðaskap sem lengst af var látið óátalið. Bakþankar 25.9.2007 16:54
Sultur Af eðlislægri forvitni hef ég stundum leiðst út í tilraunir sem eiga að miða að bættri heilsu og betra lífi. Úthaldið hefur nú reyndar verið minna en trúgirnin svo enn sem komið er sitja fáar sérþarfir eftir. Svona tveimur dögum eftir kaup á rándýrri spírúlínu er ég til dæmis búin að steingleyma henni og kemst þar af leiðandi aldrei að því hvort hún virkar eins vel og haldið er fram. Bakþankar 18.9.2007 17:46
Sökudólgar miðbæjarvandans Fáir hrekkir eru fyndnari í fertugsafmælum en að sýna hallærislega myndaseríu af afmælisbarninu frá æskuárum. Á þeim sjást ómótstæðilegar hárgreiðslur og glæsilegir herðapúðar að ógleymdri sífelldri sígarettu á milli fingra. Við vorum ekkert smá töff í menntó og strompreyktum við öll tækifæri. Bakþankar 11.9.2007 16:30
Marktæku krúttin Fyrir allra fyrsta skiptið sem ég hitti bankastjóra var auðmýkt mín gagnvart valdhafanum slík að ég undirbjó fundinn af kostgæfni. Andlega fyrst og fremst, því erindið var að sækja náðarsamlegast um dálítið lán. Því ákvað ég nákvæmlega hvað ég ætlaði að segja og rökin fyrir frekjunni. Jafnframt taldi ég rétt að vanda útlitið, fór í huggulegt pils, háa hæla og eyddi umtalsverðri stund í snyrtingu. Bakþankar 28.8.2007 17:16
Raup dagsins Menningarnóttin með Glitnishlaupinu innanborðs nálgaðist óþægilega hratt þetta sumarið. Vegna heitstrenginga frá í fyrra hefur það verið undirlagt af hlaupatilraunum þeirrar sem áður var þekktari af værukærri heimasetu og þrátt fyrir ríflegan undirbúningstíma hefðu reyndar tvær, þrjár vikur í viðbót verið vel þegnar. Bakþankar 20.8.2007 17:32
Undrafjölskyldan í Ameríku Að ala upp heila nýja manneskju er ekki smátt verkefni heldur krefst bæði hæfileika og úthalds. Þannig geta hinir dæmigerðu foreldrar sem sumir afgreiða jafnvel þrjú eða fjögur börn talist sannkallaðar hvunndagshetjur. Bakþankar 14.8.2007 14:59
Konurnar sex Í þessari viku þegar komandi verslunarmannahelgi bindur endahnútinn á sumarið, er útsvarið sígilt umræðuefni í fjölmiðlum. Annars vegar hversu mikið ríkustu menn hafa greitt eða ekki greitt í skatta og hins vegar hversu illa Samband ungra sjálfstæðismanna kann við að opinber gjöld séu opinber. Bakþankar 31.7.2007 22:21
Strengir Einmitt þegar hver réttlát sál hugsar vart um annað en þorskkvóta og kolefnisjöfnun get ég varla vikið Glitni úr huga mér. Daglega og oft á dag verður mér hugsað til þeirrar ágætu stofnunar. Bakþankar 17.7.2007 18:43
Grill Þótt ég rembist alla daga ársins við að vera besta mamma í heimi man ég bara stundum eftir því að setja á börnin mín sólarvörn. Það er að segja hér á Íslandi því um leið og komið er út fyrir landsteinana er ég meðvitaðasta konan veraldar um skaðsemi útfjólublárra geisla. Bakþankar 3.7.2007 18:42
Daníel og Rut Lúmskasta röksemdin í umræðum um misrétti kynjanna er sú að það fyrirfinnist ekki. Því til stuðnings er gjarnan vísað til frelsis einstaklingsins, allt sé undir honum sjálfum komið alveg óháð kyni. Bakþankar 19.6.2007 17:15
Sértæk fræði Frá því einu sérfræðingarnir voru latínuþyljandi prestar og feitir sýslumenn eru nú bara stöku strá sem ekki flokkast undir sérfræðinga á einhverju sviði. Bakþankar 5.6.2007 18:16
Á ég að gæta systur minnar? Systir mín hefur staðið í ströngu í samskiptum sínum við Tryggingastofnun undanfarin misseri. Fyrir aldarfjórðungi þurfti að fjarlægja skjaldkirtil hennar en fyrir mistök voru kalkkirtlarnir teknir líka. Eftir það er ekki nóg að drekka tvö mjólkurglös á dag. Bakþankar 22.5.2007 18:18
Jöfn og frjáls Fyrir sekúndubroti af jarðlífssögunni höfðu konur ekki kosningarétt og stuttu áður aðeins fáeinir framámenn. Lýðræðið er þannig ekki náttúrulögmál, heldur viðkvæm áunnin réttindi, seinleg í framkvæmd, kostnaðarsöm og oft ósanngjörn fyrir marga. Allskyns gallar skjóta upp kollinum, til dæmis þegar ponsulítill flokkur kemst sífellt í oddaaðstöðu og fær völd langt umfram umboð. Bakþankar 8.5.2007 17:22
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent