Hollt og vont Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar 16. janúar 2008 06:00 Unglingsárin eru gjarnan blómaskeið róttækni (þó margir táningar séu jafnframt heimsmeistarar í spéhræðslu, einkum varðandi allt sem viðkemur foreldrum þeirra) en með stöku undantekningum tölta flestir þaðan í frá veginn breiða í átt til íhaldssama landsins. Þeir sem áður kunnu best að meta ævintýraferðir með bakpoka á óþekktan áfangastað finnst nú notalegast að heimsækja Kanarí eins og í fyrra þar sem stutt er á Klörubar og svona. Þróun frá ævintýramennsku að öryggisþörf er vitaskuld persónubundin en ég hef lúmskan grun um að vanafestan drepi árlega fullt af fólki úr leiðindum. Ofdekur á hefðum og rútínu hefur tilhneigingu til að bólgna út og stökkbreytast í skort á nýjungagirni sem getur í engu reikningsdæmi skapað gjöfula og innihaldsríka tilveru. Undursamlegt trix til að brýna heilastarfsemina og hrista upp í lífinu er að gera reglulega eitthvað nýtt og óþægilegt í þeim tilgangi einum að gera eitthvað nýtt og óþægilegt. Sumum gæti fundist fullkominn óþarfi að bæta óþægindum við tilveruna sem hefur sterka tilhneigingu til að færa okkur allskyns vesen hjálparlaust. Meðvituð útfærsla á lífsreynslu getur hinsvegar opnað nýjan útsýnisglugga á lífið og þarf hvorki að kosta fjármuni eða vandræði fyrir aðra. Við getum semsagt valið okkur óþægindi innan þægilegra marka. Fyrir einhverja væri til dæmis óþægilegt skref að borða kvöldverð á fínum veitingastað eingöngu í eigin félagsskap. Eða brydda upp á samræðum við ókunnugt fólk, skilja símann eftir heima eða biðja um aðstoð. Fara í strætó, gera kínverskar teygjuæfingar á almannafæri, lesa bók eftir Barböru Cartland og viðurkenna mistök. Fara á samkomu í Krossinum eða með næstu rútu þangað sem hún er að fara. Taka á sig annars sök eða hætta að kenna sjálfum sér um allt og ekkert. Henda draslinu úr geymslunni og fyrirgefa gamlar misgjörðir. Sem boðberi ferðalaga út úr þægindahringnum ætti ég í kvöld að taka nokkra hressa slagara á gítarinn fyrir vegfarendur í Austurstrætinu. Hinsvegar er líka mikilvægt að taka tillit til táningsstúlkunnar á heimilinu áður en ég svipti móður hennar ærunni. Best að hugsa aðeins málið yfir Greys Anatomy, ha? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun
Unglingsárin eru gjarnan blómaskeið róttækni (þó margir táningar séu jafnframt heimsmeistarar í spéhræðslu, einkum varðandi allt sem viðkemur foreldrum þeirra) en með stöku undantekningum tölta flestir þaðan í frá veginn breiða í átt til íhaldssama landsins. Þeir sem áður kunnu best að meta ævintýraferðir með bakpoka á óþekktan áfangastað finnst nú notalegast að heimsækja Kanarí eins og í fyrra þar sem stutt er á Klörubar og svona. Þróun frá ævintýramennsku að öryggisþörf er vitaskuld persónubundin en ég hef lúmskan grun um að vanafestan drepi árlega fullt af fólki úr leiðindum. Ofdekur á hefðum og rútínu hefur tilhneigingu til að bólgna út og stökkbreytast í skort á nýjungagirni sem getur í engu reikningsdæmi skapað gjöfula og innihaldsríka tilveru. Undursamlegt trix til að brýna heilastarfsemina og hrista upp í lífinu er að gera reglulega eitthvað nýtt og óþægilegt í þeim tilgangi einum að gera eitthvað nýtt og óþægilegt. Sumum gæti fundist fullkominn óþarfi að bæta óþægindum við tilveruna sem hefur sterka tilhneigingu til að færa okkur allskyns vesen hjálparlaust. Meðvituð útfærsla á lífsreynslu getur hinsvegar opnað nýjan útsýnisglugga á lífið og þarf hvorki að kosta fjármuni eða vandræði fyrir aðra. Við getum semsagt valið okkur óþægindi innan þægilegra marka. Fyrir einhverja væri til dæmis óþægilegt skref að borða kvöldverð á fínum veitingastað eingöngu í eigin félagsskap. Eða brydda upp á samræðum við ókunnugt fólk, skilja símann eftir heima eða biðja um aðstoð. Fara í strætó, gera kínverskar teygjuæfingar á almannafæri, lesa bók eftir Barböru Cartland og viðurkenna mistök. Fara á samkomu í Krossinum eða með næstu rútu þangað sem hún er að fara. Taka á sig annars sök eða hætta að kenna sjálfum sér um allt og ekkert. Henda draslinu úr geymslunni og fyrirgefa gamlar misgjörðir. Sem boðberi ferðalaga út úr þægindahringnum ætti ég í kvöld að taka nokkra hressa slagara á gítarinn fyrir vegfarendur í Austurstrætinu. Hinsvegar er líka mikilvægt að taka tillit til táningsstúlkunnar á heimilinu áður en ég svipti móður hennar ærunni. Best að hugsa aðeins málið yfir Greys Anatomy, ha?
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun