Bandaríkin Amazon sakað um bellibrögð með Prime-áskriftir Alríkisviðskiptastofnun Bandaríkjanna (FTC) stefndi tæknirisanum Amazon fyrir að blekkja viðskiptavini sína til þess að skrá sig í áskriftarþjónustu og gera þeim erfitt fyrir að segja henni upp. Fyrirtækið hafnar ásökununum alfarið. Viðskipti erlent 22.6.2023 11:34 Zuckerberg til í að slást við Musk Mark Zuckerberg, eigandi samfélagsmiðilsins Facebook, segist vera til í að mæta Elon Musk, eiganda samfélagsmiðilsins Twitter í slagsmálum. Nokkuð ljóst er að um grín er að ræða en Facebook vinnur nú að þróun nýs samfélagsmiðils sem er keimlíkur Twitter. Lífið 22.6.2023 10:24 Reyna að tæla Indverja frá Rússum Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, er nú staddur í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum. Þar hefur honum verið boðið að kaupa háþróuð vopn, dróna og orrustuþotur, eins og Indverjar hafa lengi reynt að kaupa frá Bandaríkjunum. Erlent 22.6.2023 08:07 Vonir um að bjarga fólkinu um borð í Titan dvína Kafbáturinn Titan er enn ófundinn og jafnvel þótt von sé enn ekki úti um að finna hann segja sérfræðingar að afar erfitt yrði að ná honum upp á yfirborðið. Erlent 22.6.2023 06:57 Fyrsti maðurinn sem greindur var með einhverfu er látinn Donald Triplett er látinn, 89 ára. Hann lést af völdum krabbameins. Triplett starfaði sem gjaldkeri í banka og ferðaðist víða um heim en hans er minnst fyrir að vera fyrsti einstaklingurinn sem var greindur með einhverfu. Erlent 22.6.2023 06:28 Tveggja ára drengur skaut ólétta móður sína óvart til bana Tveggja ára drengur í Ohio skaut móður sína, sem var gengin átta mánuði á leið, óvart í bakið þegar hann lék sér með skammbyssu sem hann fann í náttborði foreldra sinna. Móðirin og ófætt barn hennar létust bæði. Erlent 22.6.2023 00:26 Sonur Tinu Turner handtekinn fyrir vörslu fíkniefna Ike Turner Jr., sonur söngkonunnar Tinu Turner, var í síðasta mánuði handtekinn í Texas-ríki í Bandaríkjunum fyrir vörslu fíkniefna. Lífið 22.6.2023 00:12 Bann við kynstaðfestandi meðferð barna fellt úr gildi Alríkisdómari í Bandaríkjunum felldi úr gildi umdeild lög sem lögðu blátt bann við kynstaðfestandi meðferð barna og ungmenna í Arkansas. Lögin voru þau fyrstu sinnar tegundar í Bandaríkjunum en dómarinn taldi þau ekki standast stjórnarskrá. Erlent 21.6.2023 15:30 Datt úr lið við fagnaðarlætin Karlmaður sem vann stóran vinning í bandaríska sjónvarpsþættinum The Price is Right slasaðist í fagnaðarlátunum er hann vann leik í þættinum. Eiginkona hans þurfti að koma upp á svið til hans til að hjálpa honum að klára leikinn. Lífið 21.6.2023 15:11 Leita á meðan vonin lifir Leitin að kafbátnum Titan hefur enn engan árangur borið. Forsvarsmenn leitarinnar segja hana flókna og að áhersla sé lögð á að finna uppruna hljóðs sem heyrðist í gærkvöldi. Erlent 21.6.2023 13:00 Fékk ókeypis far í veiðiferð með íhaldssömum auðjöfri Bandaríski hæstaréttardómarinn Samuel Alito, þáði ferð til Alaska í einkaflugvél hægri sinnaðs auðjöfurs sem hefur síðan þá tengst fjölmörgum málum sem farið hafa fyrir Hæstarétt. Alito hefur þó aldrei sagt sig frá þeim málum, þó siðferðissérfræðingar segja að hann hefði átt að gera það. Erlent 21.6.2023 08:50 New York slær skjaldborg um lækna sem aðstoða við þungunarrof Ríkisþing New York hefur samþykkt lög sem veita læknum sem ávísa og senda þungunarrofslyf til sjúklinga í ríkjum þar sem þungunarrof hefur verið bannað eða aðgengi að því verulega takmarkað vernd. Erlent 21.6.2023 08:29 Kallar Xi „einræðisherra“ á sama tíma og Blinken leitar sátta í Kína Joe Biden Bandaríkjaforseti kallaði Xi Jinping forseta Kína „einræðisherra“ á fjáröflunarfundi í Kalíforníu í gær og sagði hann hafa skammast sín mikið þegar Bandaríkjamenn skutu niður njósnabelginn sem flaug inn í lofthelgi þeirra á síðasta ári. Erlent 21.6.2023 06:59 Hafa numið hljóð neðansjávar í leitinni að Titan Kanadísk flugvél við leit að kafbátnum Titan hefur numið hljóð neðansjávar og uppruna þeirra er nú leitað. Þá vinna sérfræðingar í Bandaríkjunum að því að greina hljóðin. Erlent 21.6.2023 06:45 Minna en fjörutíu tíma birgðir af súrefni eftir Kafbáturinn sem hvarf nálægt flaki Titanic síðastliðinn sunnudagsmorgun hefur ennþá ekki fundist en leitað er að bátnum í kapphlaupi við tímann. Eftir minna en fjörutíu klukkutíma verður súrefnið í kafbátnum á þrotum. Erlent 20.6.2023 23:48 Ölvaður flugmaður handtekinn í Skotlandi Flugmaður sem átti að fljúga vél flugfélagsins Delta frá Edinborg í Skotlandi til bandarísku borgarinnar New York var handtekinn vegna gruns um að vera ölvaður. Fresta þurfti fluginu þar sem flugmaðurinn var handtekinn þegar rúmur hálftími var í flugtak. Erlent 20.6.2023 22:42 Slokknað í ástarlogum rappara og popp-pönkara Samband tónlistarkonunnar Avril Lavigne og rapparans Tyga hefur runnið sitt skeið tæpum fjórum mánuðum eftir það hófst. Lífið 20.6.2023 19:11 Lést við að bjarga dóttur sinni Faðir þrettán ára stelpu lét lífið við að bjarga dóttur sinni eftir að gúmmíbát þeirra hvolfdi í Arkansas ánni í Bandaríkjunum. Faðirinn var í bátnum ásamt fjórum börnum sínum þegar báturinn hvolfdi. Erlent 20.6.2023 18:39 Friends-leikari látinn Breski leikarinn Paxton Whitehead, þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Friends, er látinn, 85 ára að aldri. Lífið 20.6.2023 18:20 Segist hafa sýnt blaðaúrklippu en ekki leyniskjal Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segist ekki hafa sýnt tveimur rithöfundum leynilegt skjal, heldur hafi það verið blaðaúrklippa. Á upptöku segir Trump að skjalið sé leynilegt og er það eitt þeirra sem hann hefur verið ákærður fyrir að taka með sér úr Hvíta húsinu. Erlent 20.6.2023 16:01 Sonur Biden játar sig sekan um skattsvik Hunter Biden, sonur Joes Biden Bandaríkjaforseta, gerði játningarkaup við alríkissaksóknara sem eiga að koma honum undan fangelsisvist. Með samkomulaginu játar Biden minniháttar skattsvik en kemst hjá saksókn vegna ólöglegra skotvopaeignar. Erlent 20.6.2023 15:40 Listrænt ofurpar opnar nýstárlega og skapandi umboðsskrifstofu Listræna parið Sigrún Eva Jónsdóttir og Sonny hefur komið víða að í hinum skapandi heimi. Þau ákváðu snemma árs að sameina krafta sína og er afraksturinn umboðsskrifstofa og skapandi rými undir heitinu Grounded Creative Studios. Skrifstofan opnar í sumar og með verkefninu langar þau að nálgast umboðsheiminn á nýjan hátt. Blaðamaður tók púlsinn á þeim. Lífið 20.6.2023 12:30 Sátu um vísindamann eftir „áskorun“ Rogan og Musk Bandarískur vísindamaður segir að andstæðingar bóluefna hafi setið um heimili sitt eftir að Joe Rogan, þekktur hlaðvarpsstjórnandi, og Elon Musk, eigandi Twitter, skoruðu á hann að rökræða við forsetaframbjóðanda um ágæti bóluefna um helgina. Erlent 20.6.2023 11:38 Apar pyntaðir í ágóðaskyni öðrum til skemmtunar BBC hefur birt umfjöllun um fjölmenna hópa á samfélagsmiðlum þar sem rætt er um, óskað eftir og deilt myndskeiðum þar sem apar eru pyntaðir, stundum til dauða. Um er að ræða pyntinga-hring, þar sem fólk getur greitt fyrir myndskeið þar sem apar eru pyntaðir á umbeðinn máta. Erlent 20.6.2023 08:49 Í kapphlaupi við tímann á miðju Atlantshafi Umfangsmikil leit stendur nú yfir að kafbát sem hvarf nærri flaki Titanic á sunnudag. Talið er að fimm manns hafi verið um borð í skemmtiferð til að skoða flakið skipsins á tæplega fjögur þúsund metra dýpi. Erlent 20.6.2023 07:45 Fékk síma í andlitið á miðjum tónleikum Tónlistarkonan Bebe Rexha þurfti að yfirgefa tónleika sína í New York í gærkvöldi eftir að hafa fengið síma í andlitið. Að sögn Rexha er í lagi með hana en búið er að handtaka mann sem grunaður er um að hafa kastað símanum í hana. Lífið 19.6.2023 23:09 Urðu af milljónum vegna hákarlabits Veiðimenn bátarins Sensation voru sannfærðir um að þeir væru búnir að vinna veiðikeppnina Big Rock Blue Marlin sem haldin er í bænum Morehead City í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum. Fiskurinn sem þeir veiddu vó rúmlega 280 kíló og reyndist hann vera sá stærsti þetta árið. Veiðimennirnir á Sensation stóðu þó ekki uppi sem sigurvegarar keppninnar þetta árið. Erlent 19.6.2023 22:52 Djöfulóð Whoopi vill fá djöfulinn í tölvuna Whoopi Goldberg, leikkona, er brjáluð út í tölvuleikjaframleiðandann Blizzard vegna þess að nýjasti leikur fyrirtækisins, Diablo IV, kom ekki út fyrir Mac-tölvur líkt og fyrri leikir seríunnar. Leikjavísir 19.6.2023 21:28 Sóley lætur drauminn rætast og brýtur niður steríótýpíska veggi „Mér finnst svo frábært að fá þetta tækifæri til að brjóta niður þennan steríótýpíska vegg,“ segir hin sextán ára gamla tónlistarkona og aktívisti Sóley Lóa Smáradóttir, sem stendur fyrir einkatónleikum í Laugarneskirkju á fimmtudagskvöld. Sóley er á leið á námskeið í hljómsveitarstjórn í Bandaríkjunum sem hefur löngum verið draumur hjá henni og eru tónleikarnir hugsaðir sem styrktartónleikar fyrir námskeiðinu. Blaðamaður ræddi við Sóleyju. Tónlist 19.6.2023 20:00 Bandaríkjamenn og Kínverjar reyna að draga úr spennu Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna kom í tveggja daga heimsókn til Kína í gær og fundaði með Qin Gang utanríkisráðherra og Wang Yi sem fer fyrir utanríkismálum í stjórnmálaráði Kínverska kommúnistaflokksins. Erlent 19.6.2023 20:00 « ‹ 61 62 63 64 65 66 67 68 69 … 334 ›
Amazon sakað um bellibrögð með Prime-áskriftir Alríkisviðskiptastofnun Bandaríkjanna (FTC) stefndi tæknirisanum Amazon fyrir að blekkja viðskiptavini sína til þess að skrá sig í áskriftarþjónustu og gera þeim erfitt fyrir að segja henni upp. Fyrirtækið hafnar ásökununum alfarið. Viðskipti erlent 22.6.2023 11:34
Zuckerberg til í að slást við Musk Mark Zuckerberg, eigandi samfélagsmiðilsins Facebook, segist vera til í að mæta Elon Musk, eiganda samfélagsmiðilsins Twitter í slagsmálum. Nokkuð ljóst er að um grín er að ræða en Facebook vinnur nú að þróun nýs samfélagsmiðils sem er keimlíkur Twitter. Lífið 22.6.2023 10:24
Reyna að tæla Indverja frá Rússum Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, er nú staddur í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum. Þar hefur honum verið boðið að kaupa háþróuð vopn, dróna og orrustuþotur, eins og Indverjar hafa lengi reynt að kaupa frá Bandaríkjunum. Erlent 22.6.2023 08:07
Vonir um að bjarga fólkinu um borð í Titan dvína Kafbáturinn Titan er enn ófundinn og jafnvel þótt von sé enn ekki úti um að finna hann segja sérfræðingar að afar erfitt yrði að ná honum upp á yfirborðið. Erlent 22.6.2023 06:57
Fyrsti maðurinn sem greindur var með einhverfu er látinn Donald Triplett er látinn, 89 ára. Hann lést af völdum krabbameins. Triplett starfaði sem gjaldkeri í banka og ferðaðist víða um heim en hans er minnst fyrir að vera fyrsti einstaklingurinn sem var greindur með einhverfu. Erlent 22.6.2023 06:28
Tveggja ára drengur skaut ólétta móður sína óvart til bana Tveggja ára drengur í Ohio skaut móður sína, sem var gengin átta mánuði á leið, óvart í bakið þegar hann lék sér með skammbyssu sem hann fann í náttborði foreldra sinna. Móðirin og ófætt barn hennar létust bæði. Erlent 22.6.2023 00:26
Sonur Tinu Turner handtekinn fyrir vörslu fíkniefna Ike Turner Jr., sonur söngkonunnar Tinu Turner, var í síðasta mánuði handtekinn í Texas-ríki í Bandaríkjunum fyrir vörslu fíkniefna. Lífið 22.6.2023 00:12
Bann við kynstaðfestandi meðferð barna fellt úr gildi Alríkisdómari í Bandaríkjunum felldi úr gildi umdeild lög sem lögðu blátt bann við kynstaðfestandi meðferð barna og ungmenna í Arkansas. Lögin voru þau fyrstu sinnar tegundar í Bandaríkjunum en dómarinn taldi þau ekki standast stjórnarskrá. Erlent 21.6.2023 15:30
Datt úr lið við fagnaðarlætin Karlmaður sem vann stóran vinning í bandaríska sjónvarpsþættinum The Price is Right slasaðist í fagnaðarlátunum er hann vann leik í þættinum. Eiginkona hans þurfti að koma upp á svið til hans til að hjálpa honum að klára leikinn. Lífið 21.6.2023 15:11
Leita á meðan vonin lifir Leitin að kafbátnum Titan hefur enn engan árangur borið. Forsvarsmenn leitarinnar segja hana flókna og að áhersla sé lögð á að finna uppruna hljóðs sem heyrðist í gærkvöldi. Erlent 21.6.2023 13:00
Fékk ókeypis far í veiðiferð með íhaldssömum auðjöfri Bandaríski hæstaréttardómarinn Samuel Alito, þáði ferð til Alaska í einkaflugvél hægri sinnaðs auðjöfurs sem hefur síðan þá tengst fjölmörgum málum sem farið hafa fyrir Hæstarétt. Alito hefur þó aldrei sagt sig frá þeim málum, þó siðferðissérfræðingar segja að hann hefði átt að gera það. Erlent 21.6.2023 08:50
New York slær skjaldborg um lækna sem aðstoða við þungunarrof Ríkisþing New York hefur samþykkt lög sem veita læknum sem ávísa og senda þungunarrofslyf til sjúklinga í ríkjum þar sem þungunarrof hefur verið bannað eða aðgengi að því verulega takmarkað vernd. Erlent 21.6.2023 08:29
Kallar Xi „einræðisherra“ á sama tíma og Blinken leitar sátta í Kína Joe Biden Bandaríkjaforseti kallaði Xi Jinping forseta Kína „einræðisherra“ á fjáröflunarfundi í Kalíforníu í gær og sagði hann hafa skammast sín mikið þegar Bandaríkjamenn skutu niður njósnabelginn sem flaug inn í lofthelgi þeirra á síðasta ári. Erlent 21.6.2023 06:59
Hafa numið hljóð neðansjávar í leitinni að Titan Kanadísk flugvél við leit að kafbátnum Titan hefur numið hljóð neðansjávar og uppruna þeirra er nú leitað. Þá vinna sérfræðingar í Bandaríkjunum að því að greina hljóðin. Erlent 21.6.2023 06:45
Minna en fjörutíu tíma birgðir af súrefni eftir Kafbáturinn sem hvarf nálægt flaki Titanic síðastliðinn sunnudagsmorgun hefur ennþá ekki fundist en leitað er að bátnum í kapphlaupi við tímann. Eftir minna en fjörutíu klukkutíma verður súrefnið í kafbátnum á þrotum. Erlent 20.6.2023 23:48
Ölvaður flugmaður handtekinn í Skotlandi Flugmaður sem átti að fljúga vél flugfélagsins Delta frá Edinborg í Skotlandi til bandarísku borgarinnar New York var handtekinn vegna gruns um að vera ölvaður. Fresta þurfti fluginu þar sem flugmaðurinn var handtekinn þegar rúmur hálftími var í flugtak. Erlent 20.6.2023 22:42
Slokknað í ástarlogum rappara og popp-pönkara Samband tónlistarkonunnar Avril Lavigne og rapparans Tyga hefur runnið sitt skeið tæpum fjórum mánuðum eftir það hófst. Lífið 20.6.2023 19:11
Lést við að bjarga dóttur sinni Faðir þrettán ára stelpu lét lífið við að bjarga dóttur sinni eftir að gúmmíbát þeirra hvolfdi í Arkansas ánni í Bandaríkjunum. Faðirinn var í bátnum ásamt fjórum börnum sínum þegar báturinn hvolfdi. Erlent 20.6.2023 18:39
Friends-leikari látinn Breski leikarinn Paxton Whitehead, þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Friends, er látinn, 85 ára að aldri. Lífið 20.6.2023 18:20
Segist hafa sýnt blaðaúrklippu en ekki leyniskjal Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segist ekki hafa sýnt tveimur rithöfundum leynilegt skjal, heldur hafi það verið blaðaúrklippa. Á upptöku segir Trump að skjalið sé leynilegt og er það eitt þeirra sem hann hefur verið ákærður fyrir að taka með sér úr Hvíta húsinu. Erlent 20.6.2023 16:01
Sonur Biden játar sig sekan um skattsvik Hunter Biden, sonur Joes Biden Bandaríkjaforseta, gerði játningarkaup við alríkissaksóknara sem eiga að koma honum undan fangelsisvist. Með samkomulaginu játar Biden minniháttar skattsvik en kemst hjá saksókn vegna ólöglegra skotvopaeignar. Erlent 20.6.2023 15:40
Listrænt ofurpar opnar nýstárlega og skapandi umboðsskrifstofu Listræna parið Sigrún Eva Jónsdóttir og Sonny hefur komið víða að í hinum skapandi heimi. Þau ákváðu snemma árs að sameina krafta sína og er afraksturinn umboðsskrifstofa og skapandi rými undir heitinu Grounded Creative Studios. Skrifstofan opnar í sumar og með verkefninu langar þau að nálgast umboðsheiminn á nýjan hátt. Blaðamaður tók púlsinn á þeim. Lífið 20.6.2023 12:30
Sátu um vísindamann eftir „áskorun“ Rogan og Musk Bandarískur vísindamaður segir að andstæðingar bóluefna hafi setið um heimili sitt eftir að Joe Rogan, þekktur hlaðvarpsstjórnandi, og Elon Musk, eigandi Twitter, skoruðu á hann að rökræða við forsetaframbjóðanda um ágæti bóluefna um helgina. Erlent 20.6.2023 11:38
Apar pyntaðir í ágóðaskyni öðrum til skemmtunar BBC hefur birt umfjöllun um fjölmenna hópa á samfélagsmiðlum þar sem rætt er um, óskað eftir og deilt myndskeiðum þar sem apar eru pyntaðir, stundum til dauða. Um er að ræða pyntinga-hring, þar sem fólk getur greitt fyrir myndskeið þar sem apar eru pyntaðir á umbeðinn máta. Erlent 20.6.2023 08:49
Í kapphlaupi við tímann á miðju Atlantshafi Umfangsmikil leit stendur nú yfir að kafbát sem hvarf nærri flaki Titanic á sunnudag. Talið er að fimm manns hafi verið um borð í skemmtiferð til að skoða flakið skipsins á tæplega fjögur þúsund metra dýpi. Erlent 20.6.2023 07:45
Fékk síma í andlitið á miðjum tónleikum Tónlistarkonan Bebe Rexha þurfti að yfirgefa tónleika sína í New York í gærkvöldi eftir að hafa fengið síma í andlitið. Að sögn Rexha er í lagi með hana en búið er að handtaka mann sem grunaður er um að hafa kastað símanum í hana. Lífið 19.6.2023 23:09
Urðu af milljónum vegna hákarlabits Veiðimenn bátarins Sensation voru sannfærðir um að þeir væru búnir að vinna veiðikeppnina Big Rock Blue Marlin sem haldin er í bænum Morehead City í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum. Fiskurinn sem þeir veiddu vó rúmlega 280 kíló og reyndist hann vera sá stærsti þetta árið. Veiðimennirnir á Sensation stóðu þó ekki uppi sem sigurvegarar keppninnar þetta árið. Erlent 19.6.2023 22:52
Djöfulóð Whoopi vill fá djöfulinn í tölvuna Whoopi Goldberg, leikkona, er brjáluð út í tölvuleikjaframleiðandann Blizzard vegna þess að nýjasti leikur fyrirtækisins, Diablo IV, kom ekki út fyrir Mac-tölvur líkt og fyrri leikir seríunnar. Leikjavísir 19.6.2023 21:28
Sóley lætur drauminn rætast og brýtur niður steríótýpíska veggi „Mér finnst svo frábært að fá þetta tækifæri til að brjóta niður þennan steríótýpíska vegg,“ segir hin sextán ára gamla tónlistarkona og aktívisti Sóley Lóa Smáradóttir, sem stendur fyrir einkatónleikum í Laugarneskirkju á fimmtudagskvöld. Sóley er á leið á námskeið í hljómsveitarstjórn í Bandaríkjunum sem hefur löngum verið draumur hjá henni og eru tónleikarnir hugsaðir sem styrktartónleikar fyrir námskeiðinu. Blaðamaður ræddi við Sóleyju. Tónlist 19.6.2023 20:00
Bandaríkjamenn og Kínverjar reyna að draga úr spennu Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna kom í tveggja daga heimsókn til Kína í gær og fundaði með Qin Gang utanríkisráðherra og Wang Yi sem fer fyrir utanríkismálum í stjórnmálaráði Kínverska kommúnistaflokksins. Erlent 19.6.2023 20:00