Lífið

Kántr­í­söngvarinn Toby Keith látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Toby Keith á tónlistarhátíð í New York árið 2015.
Toby Keith á tónlistarhátíð í New York árið 2015. AP

Bandaríski kántrísöngvarinn Toby Keith er látinn, 62 ára að aldri.

Í tilkynningu á vefsíðu söngvarans segir að hann hafi andast í gærkvöldi, en hann hafði áður sagt frá því að hann hefði greinst með magakrabbamein.

Í yfirlýsingu segir að hann hafi glímt við meinið með „sæmd og hugrekki“.

Á löngum tónlistarferli sínum gaf Keith út fjölda vinsælla laga á borð við Who's Your Daddy og Made in America en alls náði hann 32 lögum á topp Billboard-kántrílistans.

Keith tók við heiðursverðlaunum á People's Choice Country Awards í Nashville í september síðastliðnum og kom síðasta plata hans, 100% songwriter, út í nóvember.

Hann lætur eftir sig eiginkonuna til fjörutíu ára, Tricia Lucus, og fjögur börn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.