Bandaríkin

Fréttamynd

Hóta samtökum gegn hatursorðræðu lögsókn

Forsvarsmenn samtaka sem vakta hatursorðræðu á samfélagsmiðlum segja að þeim hafi borist hótunarbréf frá lögmönnum X Corp, áður Twitter. Í bréfinu segja lögmenn X Corp að samtökin The Center for Countering Digital Hate (CCDH) séu að reyna að skaða samfélagsmiðilinn sem nú heitir X og hóta þeir að höfða mál gegn samtökunum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hitinn í methæðum í mánuð

Hitinn í Phoenix í Arizona í Bandaríkjunum hefur farið yfir 43 gráður á selsíus þrjátíu og einn dag í röð. Ekkert lát virðist á sumarhitunum í Bandaríkjunum en júlímánuður verður sennilega heitasti mánuður sem mælingar hafa nokkru sinni sýnt.

Erlent
Fréttamynd

Bað eig­in sjóð um sex­tí­u millj­ón­a end­ur­greiðsl­u

Kosningasjóður Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hefur farið fram á að sextíu milljónir dala sem veittar voru til pólitískrar aðgerðanefndar (PAC) Trumps sem kallast Save Amcerica, verði endurgreiddar. Krafan þykir benda til þess að Trump eigi í fjárhagskröggum.

Erlent
Fréttamynd

Grýtti hljóðnema í aðdáanda

Framkoma rapparans Cardi B á tónleikum í Las Vegas í gær fór ekki sem skyldi. Við flutning á laginu Bodak yellow grýtti hún hljóðnema í konu sem kastaði drykk yfir rapparann á sviðinu. 

Lífið
Fréttamynd

Málsókn Trump gegn CNN vísað frá

Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur vísað frá 475 milljóna dala málsókn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem hann höfðaði gegn fréttamiðlinum CNN fyrir að líkja sér við Adolf Hitler.

Erlent
Fréttamynd

Sveik ní­ræðan mann um hundruð milljóna

Peaches Stergo, 36 ára gömul kona frá Flórída ríki í Bandaríkjunum, hefur verið dæmd í fangelsi í rúm fjögur ár fyrir að hafa ævisparnaðinn af 87 ára gömlum manni sem lifði af helförina. Alls sveik Stergo rúmlega 2,8 milljónir dala af manninum, það samsvarar um 368 milljónum í íslenskum krónum.

Erlent
Fréttamynd

Fékk sjald­gæft sjónar­spil í af­mælis­gjöf

Karlmaður frá New Hampshire í Bandaríkjunum var að fagna afmælinu sínu með þremur dætrum sínum þegar hann náði ótrúlegu atviki á myndband. Þrír hvalir stukku á sama tíma upp úr sjónum og virtist vera sem um væri að ræða þaulæft atriði hjá þeim.

Erlent
Fréttamynd

Færast nær því að ákæra Biden fyrir embættisbrot

Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa færst nær því að hefja rannsókn á því hvort tilefni finnist til að ákæra Joe Biden, forseta, fyrir embættisbrot. Donald Trump, fyrrverandi forseti sem var tvisvar ákærður fyrir embættisbrot, vill ólmur að Biden verði einnig ákærður.

Erlent
Fréttamynd

Ása þreytt á áreiti gulu pressunnar við heimili hennar

Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona meinta Gilgo Beach-raðmorðingjans Rex Heuermann, sást fyrir framan hús þeirra í bænum Massapequa Park í New York fylki í gærmorgun. Þegar fréttamenn gáfu sig á tal við hana við húsið brást hún ósátt við og lyfti löngutöng. 

Erlent
Fréttamynd

Sakaður um að hafa skipað starfs­manni að eyða mynd­bands­upp­tökum

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið sakaður um að hafa skipað starfsmanni sínum að eyða upptökum úr öryggismyndavélum á heimili hans í Flórída. Það er sagt hafa verið gert til þess að hindra rannsókn á meintum brotum hans í tengslum við leyniskjöl sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu.

Erlent
Fréttamynd

Kveikti í sér til að mót­mæla of­ríki kvik­myndarisa

Áhættuleikarinn Mike Massa kveikti í sér á fjöldafundi SAG-AFTRA, verkalýðsfélagi starfsfólks í bandarísku sjónvarpi og útvarpi, til að mótmæla ofríki kvikmyndastúdíóa. Umfangsmestu verkföll í Hollywood í áratugi standa nú yfir.

Erlent
Fréttamynd

Segist við góða heilsu

Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, segist hafa heilsu til að sinna starfi sínu. Það er eftir að hann fraus í miðri setningu á blaðamannafundi í gærkvöldi og starði áfram í um tuttugu sekúndur, áður en hann var leiddur á brott.

Erlent
Fréttamynd

Týnd í fjögur ár en er nú fundin

Stúlka sem týndist þegar hún var fjórtán ára gömul fyrir um fjórum árum síðan er nú fundin. Stúlkan sem um ræðir gekk inn á lögreglustöð og óskaði eftir því að vera fjarlægð af listanum yfir týnt fólk.

Erlent
Fréttamynd

Hagnast mikið og dæla peningum í gervigreind

Bæði Alphabet (móðurfélag Google) og Microsoft birtu í gær góð ársfjórðungsuppgjör sem sýndu aukinn hagnað og aðrar jákvæðar vendingar í rekstri fyrirtækjanna. Fyrirtækin eru í samkeppni um innleiðingu gervigreindar í leitarvélar Google og Bing og annan hugbúnað þeirra.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Enda einangrun með heimsókn frá Rússlandi og Kína

Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa boðið sendinefndum frá Rússlandi og Kína til að taka þátt í hátíðarhöldum vegna þess að á morgun verða sjötíu ár liðin frá því skrifað var undir vopnahlé í Kóreustríðinu. Einræðisríkið hefur verið mjög einangrað á undanförnum árum vegna faraldurs Covid.

Erlent
Fréttamynd

Rússar skemmdu bandarískan dróna með blysum

Rússneskir flugmenn tveggja orrustuþota eru sagðir hafa skemmt bandarískan dróna yfir Sýrlandi með því að varpa blysum á hann. Atvikið átti sér stað þann 6. júlí en flugher Bandaríkjanna birti myndband af því í dag.

Erlent
Fréttamynd

Fang­els­i fyr­ir bar­smíð­ar með fán­a­stöng

Vörubílstjóri sem barði lögregluþjón með fánastöng í árásinni á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021 hefur verið dæmdur til rúmlega fjögurra ára vistar í alríkisfangelsi. Maðurinn játaði að hafa ráðist á lögregluþjón með hættulegu vopni.

Erlent