Sá Dune tvö hundruð sinnum og er búinn að fara nítján sinnum á Dune 2 í bíó Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. mars 2024 08:00 Timothee Chalamet og Zendaya eru í aðalhlutverkum í Dune: Part Two. Mac J. hefur horft á þau nítján sinnum í IMAX. Warner Bros. Geimóperan Dune 2 er á allra vörum þessa dagana. Einn kvikmyndaunnandi hefur séð hana nítján sinnum í bíó en á samt enn langt í land með að sjá hana jafnoft og hann sá fyrri myndina. Fyrri myndina hefur hann horft á rúmlega 200 sinnum. Eftir þurrkatíð í Covid er fólk farið að flykkjast í bíóhús að nýju. Fólk virðist þyrsta í langar epískar myndir sem mótsvar við hraðanum og óreiðunni sem einkennir samfélagsmiðla. Síðasta sumar var Barbenheimer ráðandi í allri menningarumræðu enda einn stærsti kvikmyndaviðburður síðustu ára. Fyrr í þessum mánuði kom út stórmyndin Dune: Part Two. Myndin hefur notið mikilla vinsælda hjá bíóhúsagestum, hefur rakað inn hálfum milljarði dala (sem er meira en fyrri myndin gerði) og hlotið mikið lof gagnrýnanda. Þar að auki hefur verið rætt og ritað mikið um myndina og hún mímuð í döðlur. Einn tiltekinn kvikmyndaunnandi hefur gert Dune-myndirnar að sérstöku áhugamáli sínu. Me talking about Dune 2 all weekend pic.twitter.com/jKfOhXLeRn— RICKY (@Rickyismsss) March 1, 2024 Fékk Dune á heilann Sá heitir Mac J. og hefur ekki viljað láta eftirnafns síns getið í fjölmiðlum. Hann vakti athygli nýverið á Twitter þegar hann deildi því í hvert skipti sem hann fór að sjá Dune: Part Two í bíó. Þegar þessi grein er skrifuð hefur hann séð hana nítján sinnum, sirka einu sinni á dag. round 18 imax pic.twitter.com/SivR7aOEJL— mac (@batsdune) March 16, 2024 Í samtali við fréttamiðilinn Inverse segist Mac hafa lesið bókina Dune fyrst árið 2018 og hafi þá strax fengið söguna á heilann. Þegar Dune: Part One kom út árið 2021 var Mac í menntaskóla og sá hann myndina þá tuttugu sinnum í bíó og rúmlega 200 sinnum á streymisveitum. Það hafi orðið að áhugamáli að horfa á Dune aftur og aftur. Hann segir Dune hafa orðið að eins konar hljóðrás lífs hans. „Ég átti ekkert mjög virkt félagslíf í menntaskóla og eyddi mestum frítíma mínum í að lesa eða læra,“ segir hann. Value Alert: if you don't have a cat cone the lid to the Dune Popcorn Bucket is a great substitute pic.twitter.com/8gN7yDoHxe— gaz (@gazpachomachine) March 2, 2024 „Oft kveikti ég á henni og var bara með hana í bakgrunninum,“ segir hann um myndina. Á endanum þurfti hann ekki einu sinni skjá til að upplifa myndina, hún var orðin samgróin honum. „Ég kann handritið utan að og var vanur að skrifa það upp eftir minni ef mér leiddist,“ segir hann. Hér má sjá Letterboxd-aðgang Mac þar sem hann hefur skráð áhorf sitt á myndinni, heil nítján skipti. Myndin fær fimm stjörnur af fimm mögulegum í hans bókum. Stundum tvisvar á dag Eftir þriggja ára bið er framhaldið loksins komið í bíó og þó Mac sé í háskólanámi þá hefur það ekki stoppað hann frá því að fara ítrekað í bíó að sjá myndina. „Það verður að horfa á hana í IMAX,“ segir hann og bætir við að upplifunin sé ekki sú sama á venjulegum skjá. Hann geti ekki ímyndað sér að horfa á hana á streymisveitum og ætlar í sérstakt ferðalag til að ná einni af 70mm IMAX-sýningunum. Það er ekki ódýrt að fara í bíó en Mac hefur samt fjórum sinnum farið að sjá hana tvisvar á einum degi. Í staðinn sleppir hann því að kaupa sér popp og gos og laumar rúsínum og granólastykkjum inn í salinn í staðinn. Aðspurður hvers vegna hann sé búinn að horfa svona oft á Dune-myndirnar segir hann að myndir Denis Villeneuve séu svo fullar af smáatriðum að maður rekist alltaf á eitthvað nýtt í hvert skipti. Það er spurning hvaða smáatriði hann rakst á í 200. áhorfi. Bíó og sjónvarp Bandaríkin Hollywood Kvikmyndahús Tengdar fréttir Dauðvona maður horfði á Dune 2 í fartölvu leikstjórans Kvikmyndin Dune Part 2 eftir Denis Villeneuve hefur vakið mikla lukku í kvikmyndahúsum um heiminn allan eftir að hún var frumsýnd á dögunum. Tveir menn fengu að horfa á myndina í fartölvu leikstjórans á sjúkrahúsi í Quebec í Kanada, sex vikum á undan öðrum. 6. mars 2024 10:08 Fresta frumsýningu Dune vegna verkfalls Forsvarsmenn Warner Bros hafa ákveðið að fresta frumsýningu kvikmyndarinnar Dune: Part Two um rúma fjóra mánuði vegna verkfalls leikara. Timothée Chalamet, Zendaya og aðrir leikarar geta annars ekki tekið þátt í að kynna myndina vegna verkfalls leikara. 24. ágúst 2023 23:22 Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Eftir þurrkatíð í Covid er fólk farið að flykkjast í bíóhús að nýju. Fólk virðist þyrsta í langar epískar myndir sem mótsvar við hraðanum og óreiðunni sem einkennir samfélagsmiðla. Síðasta sumar var Barbenheimer ráðandi í allri menningarumræðu enda einn stærsti kvikmyndaviðburður síðustu ára. Fyrr í þessum mánuði kom út stórmyndin Dune: Part Two. Myndin hefur notið mikilla vinsælda hjá bíóhúsagestum, hefur rakað inn hálfum milljarði dala (sem er meira en fyrri myndin gerði) og hlotið mikið lof gagnrýnanda. Þar að auki hefur verið rætt og ritað mikið um myndina og hún mímuð í döðlur. Einn tiltekinn kvikmyndaunnandi hefur gert Dune-myndirnar að sérstöku áhugamáli sínu. Me talking about Dune 2 all weekend pic.twitter.com/jKfOhXLeRn— RICKY (@Rickyismsss) March 1, 2024 Fékk Dune á heilann Sá heitir Mac J. og hefur ekki viljað láta eftirnafns síns getið í fjölmiðlum. Hann vakti athygli nýverið á Twitter þegar hann deildi því í hvert skipti sem hann fór að sjá Dune: Part Two í bíó. Þegar þessi grein er skrifuð hefur hann séð hana nítján sinnum, sirka einu sinni á dag. round 18 imax pic.twitter.com/SivR7aOEJL— mac (@batsdune) March 16, 2024 Í samtali við fréttamiðilinn Inverse segist Mac hafa lesið bókina Dune fyrst árið 2018 og hafi þá strax fengið söguna á heilann. Þegar Dune: Part One kom út árið 2021 var Mac í menntaskóla og sá hann myndina þá tuttugu sinnum í bíó og rúmlega 200 sinnum á streymisveitum. Það hafi orðið að áhugamáli að horfa á Dune aftur og aftur. Hann segir Dune hafa orðið að eins konar hljóðrás lífs hans. „Ég átti ekkert mjög virkt félagslíf í menntaskóla og eyddi mestum frítíma mínum í að lesa eða læra,“ segir hann. Value Alert: if you don't have a cat cone the lid to the Dune Popcorn Bucket is a great substitute pic.twitter.com/8gN7yDoHxe— gaz (@gazpachomachine) March 2, 2024 „Oft kveikti ég á henni og var bara með hana í bakgrunninum,“ segir hann um myndina. Á endanum þurfti hann ekki einu sinni skjá til að upplifa myndina, hún var orðin samgróin honum. „Ég kann handritið utan að og var vanur að skrifa það upp eftir minni ef mér leiddist,“ segir hann. Hér má sjá Letterboxd-aðgang Mac þar sem hann hefur skráð áhorf sitt á myndinni, heil nítján skipti. Myndin fær fimm stjörnur af fimm mögulegum í hans bókum. Stundum tvisvar á dag Eftir þriggja ára bið er framhaldið loksins komið í bíó og þó Mac sé í háskólanámi þá hefur það ekki stoppað hann frá því að fara ítrekað í bíó að sjá myndina. „Það verður að horfa á hana í IMAX,“ segir hann og bætir við að upplifunin sé ekki sú sama á venjulegum skjá. Hann geti ekki ímyndað sér að horfa á hana á streymisveitum og ætlar í sérstakt ferðalag til að ná einni af 70mm IMAX-sýningunum. Það er ekki ódýrt að fara í bíó en Mac hefur samt fjórum sinnum farið að sjá hana tvisvar á einum degi. Í staðinn sleppir hann því að kaupa sér popp og gos og laumar rúsínum og granólastykkjum inn í salinn í staðinn. Aðspurður hvers vegna hann sé búinn að horfa svona oft á Dune-myndirnar segir hann að myndir Denis Villeneuve séu svo fullar af smáatriðum að maður rekist alltaf á eitthvað nýtt í hvert skipti. Það er spurning hvaða smáatriði hann rakst á í 200. áhorfi.
Bíó og sjónvarp Bandaríkin Hollywood Kvikmyndahús Tengdar fréttir Dauðvona maður horfði á Dune 2 í fartölvu leikstjórans Kvikmyndin Dune Part 2 eftir Denis Villeneuve hefur vakið mikla lukku í kvikmyndahúsum um heiminn allan eftir að hún var frumsýnd á dögunum. Tveir menn fengu að horfa á myndina í fartölvu leikstjórans á sjúkrahúsi í Quebec í Kanada, sex vikum á undan öðrum. 6. mars 2024 10:08 Fresta frumsýningu Dune vegna verkfalls Forsvarsmenn Warner Bros hafa ákveðið að fresta frumsýningu kvikmyndarinnar Dune: Part Two um rúma fjóra mánuði vegna verkfalls leikara. Timothée Chalamet, Zendaya og aðrir leikarar geta annars ekki tekið þátt í að kynna myndina vegna verkfalls leikara. 24. ágúst 2023 23:22 Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Dauðvona maður horfði á Dune 2 í fartölvu leikstjórans Kvikmyndin Dune Part 2 eftir Denis Villeneuve hefur vakið mikla lukku í kvikmyndahúsum um heiminn allan eftir að hún var frumsýnd á dögunum. Tveir menn fengu að horfa á myndina í fartölvu leikstjórans á sjúkrahúsi í Quebec í Kanada, sex vikum á undan öðrum. 6. mars 2024 10:08
Fresta frumsýningu Dune vegna verkfalls Forsvarsmenn Warner Bros hafa ákveðið að fresta frumsýningu kvikmyndarinnar Dune: Part Two um rúma fjóra mánuði vegna verkfalls leikara. Timothée Chalamet, Zendaya og aðrir leikarar geta annars ekki tekið þátt í að kynna myndina vegna verkfalls leikara. 24. ágúst 2023 23:22