Bandaríkin Tekur upp mál sem gæti takmarkað rétt kvenna til þungunarofs Andstæðingar þungunarrofs í Bandaríkjunum vonast til þess að mál sem Hæstiréttur Bandaríkjanna samþykkti að taka fyrir í dag geti þrengt að rétti kvenna til þess. Íhaldsmenn skipa nú öruggan meirihluta dómara við réttinn eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseti, skipaði þrjá nýja dómara við réttinn á kjörtímabili sínu. Erlent 17.5.2021 15:08 Gates sagður hafa átt í ástarsambandi við verkfræðing hjá Microsoft Bill Gates sagði sig frá stjórnarstörfum hjá Microsoft árið 2020 í kjölfar þess að stjórnin réði lögmannsstofu til að rannsaka rómantískt samband hans við starfsmann fyrirtækisins. Erlent 17.5.2021 07:33 Grunaður morðingi kaus Trump í nafni týndrar eiginkonu sinnar Maður sem grunaður er um aðild að hvarfi og mögulegu morði eiginkonu sinnar greiddi atkvæði í forsetakosningunum vestanhafs í nóvember í fyrra. Maðurinn, Barry Morphew, sagðist hafa viljað að Trump myndi vinna og hann vissi að eiginkona sín hefði kosið hann. Erlent 16.5.2021 21:54 McConaughey þreifar fyrir sér varðandi framboð Leikarinn Matthew McConaughey hefur opinberlega rætt áhuga sinn á því að bjóða sig fram til embættis ríkisstjóra Texas á næsta ári. Undanfarið hefur McConaughey þó tekið vangaveltur sínar um framboð lengra og hringt í áhrifamikla aðila innan stjórnmálasenunnar í heimaríki sínu og þreifað fyrir sér varðandi mögulegan stuðning. Erlent 16.5.2021 13:51 Biden hringdi í leiðtoga Ísraels og Palestínu Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur hringt bæði í Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas forseta Palestínu til þess að ræða stöðu mála á Gasa-svæðinu. Árásir Ísraelshers á svæðinu héldu áfram í dag, sjötta daginn í röð, og fórust átta börn í loftárás í flóttamannabúðum á svæðinu í nótt. Erlent 15.5.2021 23:35 Vinur Gaetz ætlar að játa og starfa með saksóknurum Joel Greenberg, fyrrverandi embættismaður í Flórída og vinur þingmannsins umdeilda Matt Gaetz, hefur játað að hafa greitt sautján ára stúlku peninga fyrir að stunda kynlíf með öðrum mönnum. Hann ætlar sömuleiðis að vinna með saksóknurum Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Erlent 15.5.2021 10:21 Blinken fundar með íslenskum ráðamönnum Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun funda með forseta Íslands, forsætisráðherra og utanríkisráðherra eftir að hann kemur hingað til lands á mánudagskvöld, samkvæmt tilkynningu bandaríska utanríkisráðuneytisins. Erlent 14.5.2021 19:00 Stefanik tekin við af Cheney Þingmenn Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa kosið að gera þingkonuna Elisu Stefanik, frá New York, að þriðja æðsta meðlimi þingflokksins. Hún bar sigur úr býtum gegn þingmanninum Chip Roy, frá Texas. Atkvæðagreiðslan fór 134-46. Erlent 14.5.2021 15:12 Kveðst hafa glatað 3,2 milljarða vinningsmiða í þvotti Kona í Bandaríkjunum sem fullyrðir að hún hafi keypt lottómiða með röð sem skilaði 26 milljóna dala vinningi, segir að hún hafi glatað miðanum eftir að hafa skilið hann eftir í buxnavasa og sett buxurnar í þvott. Vinningsupphæðin samsvarar um 3,2 milljörðum íslenskra króna. Erlent 14.5.2021 13:11 Fullbólusettir þurfa ekki að bera grímu Samkvæmt nýjum tilmælum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) munu fullbólusettir ekki þurfa að bera grímu þegar tvær vikur eru liðnar frá seinni sprautu nema við mjög sérstakar aðstæður. Grímunotkun utandyra verður ekki skylda eftir bólusetningu og slakað verður á fjarlægðarmörkum. Erlent 13.5.2021 19:54 Vinamótin fá sýningardag Sérstakur þáttur bandarísku gamanþáttanna Friends hefur fengið sýningardag á streymisveitunni HBO Max. Þátturinn hefur fengið heitið Friends: The Reunion og verður sýndur 27. maí næstkomandi. Lífið 13.5.2021 17:40 Vilja að saksóknarar svari fyrir meintan leka Lögmenn þriggja fyrrum lögregluþjóna í Minneapolis, sem hafa verið ákærðir í tengslum við dauða George Floyd, vilja að saksóknarar í málinu svari eiðsvarnir fyrir það hvort þeir beri ábyrgð á upplýsingaleka til fjölmiðla. Erlent 13.5.2021 07:51 Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands funda í fyrsta sinn í Reykjavík Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, og Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, munu hittast á tvíhliða fundi í Reykjavík þann 20. maí næstkomandi. Innlent 12.5.2021 17:34 Ellen segir skilið við skjáinn Spjallþáttastjórnandinn og grínistinn Ellen DeGeneres hyggst segja skilið við skjáinn. Ellen hefur haldið úti einum vinsælasta spjallþætti Bandaríkjanna um áratugaskeið. Nú stendur yfir nítjánda sería þáttanna The Ellen DeGeneres Show og verður hún sú síðasta. Lífið 12.5.2021 14:57 Cheney vikið úr embætti: Ætlar áfram að beita sér gegn Trump Liz Cheney var í dag vikið úr embætti sínu sem þriðji æðsti Repúblikaninn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Haldin var atkvæðagreiðsla hjá þingflokknum en úrslitin voru svo gott sem ljós löngu fyrir það, þar sem aðrir leiðtogar flokksins höfðu snúist gegn henni. Erlent 12.5.2021 14:44 Ein af stjörnum gullaldar Hollywood fallin frá Bandaríski leikarinn Norman Lloyd, ein af stjörnum hins svokallaða gullaldartímabils Hollywood, er látinn, 106 ára að aldri. Lífið 12.5.2021 12:57 Vilja nota gömul brot Arbery í vörn meintra morðingja hans Lögmenn feðganna Travis (35) og Gregory McMichael (65) hafa farið fram á að mega nota sakaskrá Ahmaud Arbery, 25 ára manns sem þeir eru sakaðir um að hafa myrt, í réttarhöldunum gegn þeim. Feðgarnir, auk William Bryan, eru hvítir og sátu fyrir Arbery, sem var svartur, þegar hann var úti að skokka og skutu hann til bana. Erlent 12.5.2021 11:00 Gjaldþrotakröfu NRA hafnað: Tilgangurinn sagður að komast undan málaferlum Beiðni samtaka skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum, National Rifle Association, um gjaldþrot var hafnað af alríkisdómara í gær. Sá sagði beiðnina ekki hafa verið lagða fram í góðri trú, heldur væri markmiðið að komast undan lögsókn ríkissaksóknara New York. Erlent 12.5.2021 10:12 Sjö lífstíðardómar fyrir að myrða sjö skjólstæðinga Fyrrverandi sjúkraliði í Vestur-Virginíuríki í Bandaríkjunum hefur verið dæmdur í sjöfalt lífstíðarfangelsi fyrir að myrða aldraða skjólstæðinga sína á spítala fyrir bandaríska uppgjafarhermenn. Erlent 11.5.2021 23:35 Kona ritstýrir Washington Post í fyrsta skipti Sally Buzbee, varaforseti og aðalritstjóri AP-fréttastofunnar, hefur verið ráðin nýr yfirritstjóri bandaríska dagblaðsins Washington Post. Hún verður fyrsta konan sem ritstýrir blaðinu í hátt í 150 ára sögu þess. Erlent 11.5.2021 16:23 Cheney líklega bolað úr embætti á morgun Þingkonan Liz Cheney, þriðji æðsti Repúblikaninn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, stendur frammi fyrir atkvæðagreiðslu um að víkja henni úr þeirri stöðu hennar. Leiðtogar flokksins eru ósáttir við að hún neiti að dreifa „stóru lyginni“ svokölluðu um að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað Donald Trump, fyrrverandi forseta, sigur í kosningunum í fyrra. Erlent 11.5.2021 15:49 Tom Cruise bætist í hóp gagnrýnenda og NBC segist ekki ætla að sjónvarpa verðlaununum Stjórnendur sjónvarpsstöðvarinnar NBC segjast ekki munu senda frá Golden Globe-verðlaunahátíðinni á næsta ári nema Hollywood Foreign Press Association (HFPA) ráðist í naflaskoðun og verulegar úrbætur. Lífið 11.5.2021 08:13 Söngvarinn Lloyd Price fallinn frá Bandaríski söngvarinn Lloyd Price er látinn, 88 ára að aldri. Price samdi og söng fjölda af fyrstu rokksmellum sögunnar og var valinn inn í Frægðarhöll rokksins árið 1998. Lífið 11.5.2021 08:13 Grunaður morðingi lagði á flótta með tígrisdýr í bílnum Lögregla í Houston í Texas hefur handtekið 26 ára mann sem grunaður er um morð eftir að hann lagðist á flótta með tígrisdýr í bílnum sínum. Tígrisdýrsins er enn leitað. Erlent 11.5.2021 07:33 Heimila bólusetningu á börnum niður í tólf ára aldur Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) hefur veitt leyfi fyrir notkun bóluefnis Pfizer og BioNTech gegn Covid-19 hjá börnum niður í tólf ára aldur. Erlent 10.5.2021 23:56 Minnst tuttugu látin í árásum Ísraelshers á Gasa Ísraelsher hefur gert loftárásir á Gasa-svæðið, þar sem minnst 20 hafa látist. Börn eru á meðal látinna. Erlent 10.5.2021 23:07 50 ára úrgangur Bandaríkjahers verður þrifinn eftir langt stríð landeigenda Allt stefnir í að Íslendingar sjái sjálfir um að þrífa upp meira en hálfrar aldar gamlan úrgang eftir Bandaríkjaher í Heiðarfjalli í Langanesbyggð, sem hefur verið uppspretta deilna áratugum saman. Innlent 10.5.2021 16:48 Tölvuárás gerð á stærstu eldsneytisleiðslu Bandaríkjanna Bandarísk yfirvöld gáfu í gær út neyðarheimild eftir að stærsta eldsneytisleiðsla landsins varð fyrir netárás. Um það bil 2,5 milljónir tunna af eldsneyti flæða um Colonial-leiðsluna daglega en það jafngildir um 45 prósent eldsneytisnotkunar austurstrandarinnar. Erlent 10.5.2021 07:34 Hluta Times Square lokað eftir skotárás Lögregla í New York-borg í Bandaríkjunum hefur lokað hluta Times Square, eins þekktasta kennileitis borgarinnar, eftir að tvær konur og fjögurra ára stúlka voru skotnar þar. Erlent 8.5.2021 23:16 Einn stofnenda Vans látinn Paul Van Doren, einn stofnenda skó- og fatamerkisins Vans, lést í gær. Hann var níræður. Lífið 8.5.2021 20:37 « ‹ 184 185 186 187 188 189 190 191 192 … 334 ›
Tekur upp mál sem gæti takmarkað rétt kvenna til þungunarofs Andstæðingar þungunarrofs í Bandaríkjunum vonast til þess að mál sem Hæstiréttur Bandaríkjanna samþykkti að taka fyrir í dag geti þrengt að rétti kvenna til þess. Íhaldsmenn skipa nú öruggan meirihluta dómara við réttinn eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseti, skipaði þrjá nýja dómara við réttinn á kjörtímabili sínu. Erlent 17.5.2021 15:08
Gates sagður hafa átt í ástarsambandi við verkfræðing hjá Microsoft Bill Gates sagði sig frá stjórnarstörfum hjá Microsoft árið 2020 í kjölfar þess að stjórnin réði lögmannsstofu til að rannsaka rómantískt samband hans við starfsmann fyrirtækisins. Erlent 17.5.2021 07:33
Grunaður morðingi kaus Trump í nafni týndrar eiginkonu sinnar Maður sem grunaður er um aðild að hvarfi og mögulegu morði eiginkonu sinnar greiddi atkvæði í forsetakosningunum vestanhafs í nóvember í fyrra. Maðurinn, Barry Morphew, sagðist hafa viljað að Trump myndi vinna og hann vissi að eiginkona sín hefði kosið hann. Erlent 16.5.2021 21:54
McConaughey þreifar fyrir sér varðandi framboð Leikarinn Matthew McConaughey hefur opinberlega rætt áhuga sinn á því að bjóða sig fram til embættis ríkisstjóra Texas á næsta ári. Undanfarið hefur McConaughey þó tekið vangaveltur sínar um framboð lengra og hringt í áhrifamikla aðila innan stjórnmálasenunnar í heimaríki sínu og þreifað fyrir sér varðandi mögulegan stuðning. Erlent 16.5.2021 13:51
Biden hringdi í leiðtoga Ísraels og Palestínu Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur hringt bæði í Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas forseta Palestínu til þess að ræða stöðu mála á Gasa-svæðinu. Árásir Ísraelshers á svæðinu héldu áfram í dag, sjötta daginn í röð, og fórust átta börn í loftárás í flóttamannabúðum á svæðinu í nótt. Erlent 15.5.2021 23:35
Vinur Gaetz ætlar að játa og starfa með saksóknurum Joel Greenberg, fyrrverandi embættismaður í Flórída og vinur þingmannsins umdeilda Matt Gaetz, hefur játað að hafa greitt sautján ára stúlku peninga fyrir að stunda kynlíf með öðrum mönnum. Hann ætlar sömuleiðis að vinna með saksóknurum Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Erlent 15.5.2021 10:21
Blinken fundar með íslenskum ráðamönnum Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun funda með forseta Íslands, forsætisráðherra og utanríkisráðherra eftir að hann kemur hingað til lands á mánudagskvöld, samkvæmt tilkynningu bandaríska utanríkisráðuneytisins. Erlent 14.5.2021 19:00
Stefanik tekin við af Cheney Þingmenn Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa kosið að gera þingkonuna Elisu Stefanik, frá New York, að þriðja æðsta meðlimi þingflokksins. Hún bar sigur úr býtum gegn þingmanninum Chip Roy, frá Texas. Atkvæðagreiðslan fór 134-46. Erlent 14.5.2021 15:12
Kveðst hafa glatað 3,2 milljarða vinningsmiða í þvotti Kona í Bandaríkjunum sem fullyrðir að hún hafi keypt lottómiða með röð sem skilaði 26 milljóna dala vinningi, segir að hún hafi glatað miðanum eftir að hafa skilið hann eftir í buxnavasa og sett buxurnar í þvott. Vinningsupphæðin samsvarar um 3,2 milljörðum íslenskra króna. Erlent 14.5.2021 13:11
Fullbólusettir þurfa ekki að bera grímu Samkvæmt nýjum tilmælum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) munu fullbólusettir ekki þurfa að bera grímu þegar tvær vikur eru liðnar frá seinni sprautu nema við mjög sérstakar aðstæður. Grímunotkun utandyra verður ekki skylda eftir bólusetningu og slakað verður á fjarlægðarmörkum. Erlent 13.5.2021 19:54
Vinamótin fá sýningardag Sérstakur þáttur bandarísku gamanþáttanna Friends hefur fengið sýningardag á streymisveitunni HBO Max. Þátturinn hefur fengið heitið Friends: The Reunion og verður sýndur 27. maí næstkomandi. Lífið 13.5.2021 17:40
Vilja að saksóknarar svari fyrir meintan leka Lögmenn þriggja fyrrum lögregluþjóna í Minneapolis, sem hafa verið ákærðir í tengslum við dauða George Floyd, vilja að saksóknarar í málinu svari eiðsvarnir fyrir það hvort þeir beri ábyrgð á upplýsingaleka til fjölmiðla. Erlent 13.5.2021 07:51
Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands funda í fyrsta sinn í Reykjavík Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, og Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, munu hittast á tvíhliða fundi í Reykjavík þann 20. maí næstkomandi. Innlent 12.5.2021 17:34
Ellen segir skilið við skjáinn Spjallþáttastjórnandinn og grínistinn Ellen DeGeneres hyggst segja skilið við skjáinn. Ellen hefur haldið úti einum vinsælasta spjallþætti Bandaríkjanna um áratugaskeið. Nú stendur yfir nítjánda sería þáttanna The Ellen DeGeneres Show og verður hún sú síðasta. Lífið 12.5.2021 14:57
Cheney vikið úr embætti: Ætlar áfram að beita sér gegn Trump Liz Cheney var í dag vikið úr embætti sínu sem þriðji æðsti Repúblikaninn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Haldin var atkvæðagreiðsla hjá þingflokknum en úrslitin voru svo gott sem ljós löngu fyrir það, þar sem aðrir leiðtogar flokksins höfðu snúist gegn henni. Erlent 12.5.2021 14:44
Ein af stjörnum gullaldar Hollywood fallin frá Bandaríski leikarinn Norman Lloyd, ein af stjörnum hins svokallaða gullaldartímabils Hollywood, er látinn, 106 ára að aldri. Lífið 12.5.2021 12:57
Vilja nota gömul brot Arbery í vörn meintra morðingja hans Lögmenn feðganna Travis (35) og Gregory McMichael (65) hafa farið fram á að mega nota sakaskrá Ahmaud Arbery, 25 ára manns sem þeir eru sakaðir um að hafa myrt, í réttarhöldunum gegn þeim. Feðgarnir, auk William Bryan, eru hvítir og sátu fyrir Arbery, sem var svartur, þegar hann var úti að skokka og skutu hann til bana. Erlent 12.5.2021 11:00
Gjaldþrotakröfu NRA hafnað: Tilgangurinn sagður að komast undan málaferlum Beiðni samtaka skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum, National Rifle Association, um gjaldþrot var hafnað af alríkisdómara í gær. Sá sagði beiðnina ekki hafa verið lagða fram í góðri trú, heldur væri markmiðið að komast undan lögsókn ríkissaksóknara New York. Erlent 12.5.2021 10:12
Sjö lífstíðardómar fyrir að myrða sjö skjólstæðinga Fyrrverandi sjúkraliði í Vestur-Virginíuríki í Bandaríkjunum hefur verið dæmdur í sjöfalt lífstíðarfangelsi fyrir að myrða aldraða skjólstæðinga sína á spítala fyrir bandaríska uppgjafarhermenn. Erlent 11.5.2021 23:35
Kona ritstýrir Washington Post í fyrsta skipti Sally Buzbee, varaforseti og aðalritstjóri AP-fréttastofunnar, hefur verið ráðin nýr yfirritstjóri bandaríska dagblaðsins Washington Post. Hún verður fyrsta konan sem ritstýrir blaðinu í hátt í 150 ára sögu þess. Erlent 11.5.2021 16:23
Cheney líklega bolað úr embætti á morgun Þingkonan Liz Cheney, þriðji æðsti Repúblikaninn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, stendur frammi fyrir atkvæðagreiðslu um að víkja henni úr þeirri stöðu hennar. Leiðtogar flokksins eru ósáttir við að hún neiti að dreifa „stóru lyginni“ svokölluðu um að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað Donald Trump, fyrrverandi forseta, sigur í kosningunum í fyrra. Erlent 11.5.2021 15:49
Tom Cruise bætist í hóp gagnrýnenda og NBC segist ekki ætla að sjónvarpa verðlaununum Stjórnendur sjónvarpsstöðvarinnar NBC segjast ekki munu senda frá Golden Globe-verðlaunahátíðinni á næsta ári nema Hollywood Foreign Press Association (HFPA) ráðist í naflaskoðun og verulegar úrbætur. Lífið 11.5.2021 08:13
Söngvarinn Lloyd Price fallinn frá Bandaríski söngvarinn Lloyd Price er látinn, 88 ára að aldri. Price samdi og söng fjölda af fyrstu rokksmellum sögunnar og var valinn inn í Frægðarhöll rokksins árið 1998. Lífið 11.5.2021 08:13
Grunaður morðingi lagði á flótta með tígrisdýr í bílnum Lögregla í Houston í Texas hefur handtekið 26 ára mann sem grunaður er um morð eftir að hann lagðist á flótta með tígrisdýr í bílnum sínum. Tígrisdýrsins er enn leitað. Erlent 11.5.2021 07:33
Heimila bólusetningu á börnum niður í tólf ára aldur Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) hefur veitt leyfi fyrir notkun bóluefnis Pfizer og BioNTech gegn Covid-19 hjá börnum niður í tólf ára aldur. Erlent 10.5.2021 23:56
Minnst tuttugu látin í árásum Ísraelshers á Gasa Ísraelsher hefur gert loftárásir á Gasa-svæðið, þar sem minnst 20 hafa látist. Börn eru á meðal látinna. Erlent 10.5.2021 23:07
50 ára úrgangur Bandaríkjahers verður þrifinn eftir langt stríð landeigenda Allt stefnir í að Íslendingar sjái sjálfir um að þrífa upp meira en hálfrar aldar gamlan úrgang eftir Bandaríkjaher í Heiðarfjalli í Langanesbyggð, sem hefur verið uppspretta deilna áratugum saman. Innlent 10.5.2021 16:48
Tölvuárás gerð á stærstu eldsneytisleiðslu Bandaríkjanna Bandarísk yfirvöld gáfu í gær út neyðarheimild eftir að stærsta eldsneytisleiðsla landsins varð fyrir netárás. Um það bil 2,5 milljónir tunna af eldsneyti flæða um Colonial-leiðsluna daglega en það jafngildir um 45 prósent eldsneytisnotkunar austurstrandarinnar. Erlent 10.5.2021 07:34
Hluta Times Square lokað eftir skotárás Lögregla í New York-borg í Bandaríkjunum hefur lokað hluta Times Square, eins þekktasta kennileitis borgarinnar, eftir að tvær konur og fjögurra ára stúlka voru skotnar þar. Erlent 8.5.2021 23:16
Einn stofnenda Vans látinn Paul Van Doren, einn stofnenda skó- og fatamerkisins Vans, lést í gær. Hann var níræður. Lífið 8.5.2021 20:37