Bandaríkin

Fréttamynd

Bein útsending: Ná Repúblikanar tökum á Bandaríkjaþingi?

Bandaríkjamenn hafa nýtt daginn í dag til að greiða atkvæði í þingkosningum, ríkisstjórakosningum sem og fjölmörgum kosningum um smærri embætti víðs vegar um landið. Talið er líklegt að Repúblikanar muni ná völdum í báðum deildum Bandaríkjaþings.

Erlent
Fréttamynd

Vann stærsta lottó­vinning sögunnar

Stálheppinn Kaliforníu-búi í Bandaríkjunum vann stærsta lottóvinning sögunnar í dag í hinu svokallaða Powerball-lottói þar í landi. Viðkomandi hefur ekki gefið sig fram en vann tvo milljarða dollara.

Erlent
Fréttamynd

Vill að heimurinn þvingi Pútín til raunverulegra viðræðna

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, tók í gærkvöldi harða afstöðu varðandi mögulegar viðræður við Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Hann sagði að viðræður myndu ekki eiga sér stað nema Rússar létu af tilkalli til landsvæðis Úkraínu og hét hann því að Úkraínumenn myndu ekki hætta að berjast gegn innrás Rússa ef bakhjarlar ríkisins létu af stuðningi þeirra.

Erlent
Fréttamynd

„Forsetakosningarnar byrja í raun og veru á morgun“

Repúblikanar ná líklega meirihluta í bæði fulltrúa- og öldungadeild Bandaríkjaþings í kosningunum sem haldnar eru í dag, samkvæmt síðustu könnunum. Mikil andstaða við störf Bidens er því í kortunum næstu árin, að sögn prófessors í stjórnmálafræði. Niðurstöðurnar gefi tóninn fyrir forsetakosningarnar eftir tvö ár - og sú kosningabarátta hefjist á morgun

Erlent
Fréttamynd

Þetta er kyn­þokka­fyllsti maður í heimi

Leikarinn Chris Evans er kynþokkafyllsti núlifandi karlmaður heims, samkvæmt bandaríska tímaritinu People. Tímaritið veitir þennan áhugaverða titil á hverju ári og tekur Evans við keflinu af leikaranum Paul Rudd.

Lífið
Fréttamynd

Tvö erfið ár í vændum fyrir Biden

Repúblikanar eru líklegir til að ná tökum á báðum deildum Bandaríkjaþings eftir kosningarnar sem hefjast í dag, sé mið tekið af könnunum vestanhafs. Það myndi hafa mjög slæm áhrif á næstu tvö árs Joe Biden í Hvíta húsinu og mögulega gera út af við þær vonir sem Biden ber til annars kjörtímabils.

Erlent
Fréttamynd

Kosningar hefjast í Bandaríkjunum

Milljónir Bandaríkjamanna ganga að kjörborðinu í dag. Kosið er um alla fulltrúadeild þingins, um þriðjung af öldungardeildarsætum og þá eru ríkisstjórakosningar víða, svo nokkuð sé nefnt.

Erlent
Fréttamynd

Ekkert hangikjöt til Bandaríkjanna í ár?

Flutningsfyrirtækið DHL tilkynnti forsvarsmönnum nammi.is á dögunum að ekkert yrði af flutningi hangikjöts til Bandaríkjanna fyrir þessi jól, vegna hertra reglna um innflutning á kjöti.

Innlent
Fréttamynd

Lög­sóknir á báða bóga í að­draganda þing­kosninganna

Baráttan um þingmeirihluta á bandaríska þinginu í aðdraganda þingkosninganna þar í landi fer ekki bara fara fram á kosningafundum og í kappræðum. Fulltrúar beggja flokka í Bandaríkjunum hafa að undanförnu tekist harkalega á í dómsölum víða um Bandaríkin í málum sem snerta það hvernig og hvaða atkvæði verða talin.

Erlent
Fréttamynd

Repúblikanar hagnast mjög á breyttum kjördæmum

Gengið verður til kosninga í Bandaríkjunum á morgun en kosið verður um sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þriðjung sæta í öldungadeildinni og ríkisstjóraembætti víða um Bandaríkin, svo eitthvað sé nefnt. Miðað við kannanir vestanhafs er útlit fyrir að Repúblikanar nái stjórn á báðum deildum þingsins.

Erlent
Fréttamynd

Kokkur Pútíns viðurkenndi afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum

Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin viðurkenndi í morgun að hafa afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum og sagðist ætla að halda því áfram. Þetta er í fyrsta sinn sem auðjöfurinn viðurkennir þetta opinberlega en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir afskipti sín og er eftirlýstur þar.

Erlent
Fréttamynd

Biðja fólk um að hætta að sleikja körtur

Landverðir í Bandaríkjunum biðja almenning um að hætta að sleikja körtur. Fólk hefur í auknum mæli sleikt tiltekna tegund froskdýra til að komast í vímu en yfirvöld segja athæfið hættulegt.

Erlent
Fréttamynd

Aaron Car­ter látinn 34 ára

Söngvarinn Aaron Carter er látinn 34 aðeins ára gamall. Fjölmiðlar ytra greina frá því að hann hafi látist í baðkarinu heima hjá sér. Ekki er grunur um saknæma háttsemi.

Tónlist
Fréttamynd

Þúsundum starfs­manna sagt upp

Elon Musk hefur sagt upp rúmlega helmingi starfsmanna samfélagsmiðilsins Twitter. Musk er sagður hafa lagt niður heilu deildirnar, þar á meðal deild sem á að sporna gegn dreifingu falsfrétta og röngum eða villandi upplýsingum á miðlinum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Kvartar undan tekjutapi Twitter

Auðjöfurinn Elon Musk, nýr eigandi Twitter, segir fyrirtækið hafa orðið fyrir miklu tekjutapi því auglýsendur hafi hætt að auglýsa á samfélagsmiðlinum. Til stendur að segja upp stórum hópi starfsmanna fyrirtækisins, viku eftir að Musk eignaðist Twitter og tók fyrirtækið af hlutabréfamarkaði.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Dómari segir að vakta eigi fyrirtæki Trumps

Óháður aðili verður fenginn til að vakta fyrirtæki Donalds Trumps, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Dómari í New York-ríki komst að þeirri niðurstöðu í dag í tengslum við lögsókn ríkissaksóknara New York gegn fyrirtækinu.

Erlent