Stj.mál

Fréttamynd

Dagur kjörinn formaður sveitarstjórnarráðs Samfylkingarinnar

Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi hefur verið kjörinn formaður nýrrar stjórnar sveitarstjórnarráðs Samfylkingarinnar, en það var gert á aðalfundi ráðsins á Akureyri í gærkvöldi. Formaður ráðsins var kjörinn í netkosningu meðal sveitarstjórnarmanna og segir í tilkynningu frá Samfylkingunni að þetta muni vera í fyrsta sinn sem sú aðferð er viðhöfð hjá íslenskum stjórnmálaflokki.

Innlent
Fréttamynd

FF fagnar nýjum tillögum um íbúðalánamarkað

Félag fasteignasala fagnar tillögum stýrihóps félagsmálaráðherra um að staðinn sé vörður um stefnu íslenskra stjórnvalda í húsnæðismálum og að Íbúðalánasjóður gegni þar mikilvægu hlutverki.

Innlent
Fréttamynd

Einhver dapurlegasti dagur langrar starfsævi

„Þetta er einhver dapurlegasti dagur sem ég hef lifað á langri starfsævi vegna þess að hér er verið að hefja mestu mögulegu óafturkræfu umhverfissspjöll sem hægt er að fremja á Íslandi og það á kostnað milljóna ófæddra Íslendinga,“ sagði Ómar Ragnarsson fréttamaður í samtali við NFS, en hann er nú staddur við Kárahnjúka þar sem hann hyggst fara á báti niður gljúfrin sem fara nú undir Háslón.

Innlent
Fréttamynd

Segja daginn sorgardag á Íslandi

Félag um verndun hálendis Austulands og Náttúruverndarsamtök Austurlands hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau segja daginn í dag sorgardag á Íslandi, en eins og kunnugt er hófst fylling Hálslóns í morgun. Félögin segir að með því hafi herför valdsins gegn vesturöræfum við Snæfell hafist og að Ísland verði fátækara í kvöld en það var í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Stóraukin áhersla á íslenskt efni á RÚV

Stóraukin áhersla verður lögð á íslenskt efni hjá Ríkisútvarpinu samkvæmt samkomulagi sem menntamálaráðuneytið og Ríkisútvarpið hafa gert um drög að samningi um útvarpsþjónustu í almannaþágu. Samningurinn á að skilgreina nánar tilgang og hlutverk RÚV og þær kröfur sem gerðar eru til Ríkisútvarpsins á grundvelli þess frumvarps sem lagt verður fram á fyrstu dögum þingsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu.

Innlent
Fréttamynd

Fylling Hálslóns hefur gengið vel

Jökla var stífluð við Kárahnjúka á tíunda tímanum í morgun og gekk framkvæmdin vel að sögn talsmanns virkjunarinnar. Hálslón er byrjað að myndast og hefur það hækkað um tíu metra við stífluna frá því að tappinn var settur í. Fyrir neðan stíflu er Jökla að hverfa.

Innlent
Fréttamynd

Forseti litháíska þingsins í opinberri heimsókn

Viktoras Muntianas, forseti litháíska þingsins, er í opinberri heimsókn hér á landi sem hófst í gær og stendur fram á laugardag. Forsetinn mun ásamt sendinefnd funda með Sólveigu Pétursdóttur, forseta Alþingis, og fulltrúum þingflokka.

Innlent
Fréttamynd

Kynna drög að samningu um útvarpsþjónustu í almannaþágu

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Páll Magnússon útvarpsstjóri hafa boða til blaðamannafundar nú klukkan tólf þar sem kynnt verða drög að samningi ráðuneytisins og Ríkisútvarpsins um útvarpsþjónustu í almannaþágu. Greint verður frekar frá fundinum á Vísi síðar í dag.

Innlent
Fréttamynd

Vill óháða rannsóknarnefnd vegna leyniþjónustustarfsemi

Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, vill að skipuð verði óháð rannsóknarnefnd til að kanna umfang leyniþjónustustarfsemi hér á tímum kalda stríðsins. Kemur sú krafa í framhaldi af uppljóstrunum Þórs Whitehead sagnfræðings sem greindi frá í því í grein í ritinu Þjóðmál að slík starfsemi hefði verið á vegum stjórnvalda á tímabilinu.

Innlent
Fréttamynd

Bjóða nýja sérhæfða þjónustu fyrir aldraða

Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra hleypti í dag af stokkunum nýrri sérhæfðri heimaþjónusta fyrir veika aldraða. Um er að ræða samstarfsverkefni milli Landspítala - háskólasjúkrahúss og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Innlent
Fréttamynd

Telja að efla þurfi sveitarstjórnarstigið

Meirihluti sveitarstjórnarmanna telur að efla þurfi sveitarstjórnarstigið á Íslandi samkvæmt könnun sem Rannsóknamiðstöð Háskólans á Bifröst vann að beiðni félagsmálaráðuneytisins.

Innlent
Fréttamynd

Ármann í framboð í Suðvesturkjördæmi

Ármann Kr. Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og fyrrverandi aðstoðarmaður ráðherra, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá honum.

Innlent
Fréttamynd

Gengið á þremur öðrum stöðum en í Reykjavík

Það var ekki aðeins í Reykjavík sem andstæðingar Kárahnjúkavirkjunar efndu til mótmælagöngu í gærkvöld. Þónokkur fjöldi fólks fór um götur Egilsstaða þessara sömu erindagjörða í gær sem út af fyrir sig vekur athygli þar eð efnahagslegur ávinningur virkjanaframkvæmdanna er mestur á Austurlandi.

Innlent
Fréttamynd

Íslendingar eignast sína fyrstu herþotu

Íslendingar hafa eignast sína fyrstu herþotu og það gerist við brotthvarf Varnarliðsins. Þotan er þó ekki af nýjustu gerð, heldur er um að ræða F-4 þotu sem sett hefur verið á stall á Keflavíkurflugvelli sem safngripur. Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta.

Innlent
Fréttamynd

Sigríður stefnir aftur á þing fyrir Samfylkinguna

Sigríður Jóhannesdóttir, kennari og fyrrverandi þingmaður, hefur ákveðið að bjóða sig fram í 2.-3. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. Prófkjörið fer fram þann 4. nóvember.

Innlent
Fréttamynd

Vilja breytingar á tollum, sköttum og vörugjöldum sem allra fyrst

Stjórn Heimdallar, ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, hvetur ríkisstjórnina til að ráðast í breytingar á fyrirkomulagi vörugjalda, virðisaukaskatts, tolla og annarra innflutningshafta á íslenskum matvörumarkaði og tryggja að þær breytingar nái að ganga í gegn sem allra fyrst.

Innlent
Fréttamynd

SBV gagnrýnir niðurstöðu stýrihóps félagsmálaráðherra

Samtök banka og verðbréfafyrirtækja (SBV) harma niðurstöðu stýrihóps félagsmálaráðherra sem skilaði af sér tillögum um aðkomu ríkisins að húsnæðislánamarkaði. Hópurinn leggur til að komið verði á fót heildsölubanaka sem sinni fjármögnun íbúðarlaána sem síðan yrðu veitt í gengum banka og sparisjóði.

Innlent
Fréttamynd

Lagt til að stofnaður verði heildsölubanki

Stýrihópur um framtíðarstefnumótun um hlutverk og aðkomu stjórnvalda að íbúðalánamarkaðnum leggur til að stofnaður verði nýr Íbúðabanki sem sinni fjármögnun íbúðarlána sem síðan yrðu veitt í gengum banka og sparisjóði. Þetta kemur fram í lokaáliti stýrihópsins sem félagsmálaráðherra kynnti á blaðamannafundi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Atli Gíslason fer fram í Suðurkjördæmi

Atli Gíslason, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, hefur ákveðið að taka áskorun kjördæmisráðs VG í Suðurkjördæmi og gefa kost á sér í fyrsta sæti framboðslistans. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hann sendi frá sér fyrir stundu.

Innlent
Fréttamynd

Vill að Akureyrarflugvöllur verði lengdur

Aðalfundur Eyþings, Sambands sveitarfélaga í Eyjafirði og í Þingyejarsýslum, leggur áherslu á að lenging Akureyrarflugvallar verði forgangsmál við næstu endurskoðun samgönguáætlunar. Ályktun þessa efnis var samþykkt á aðalfundi sambandsins um helgina.

Innlent