Kynbundið ofbeldi

Fréttamynd

Vildi birta upp­tökur af of­beldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“

Kona sem varð fyrir grófu ofbeldi í nánu sambandi er sár og reið út í dómskerfið þar sem gerandi hennar gengur laus vegna skilorðsbundins dóms. Í fréttinni munum við birta myndefni úr öryggismyndavél sem fangaði ofbeldið og vörum um leið við því. Konan vill stíga fram og sýna umheiminum hvernig heimilisofbeldi getur litið út, það sé lífshættulegt.

Innlent
Fréttamynd

Blöskrar að fyrr­verandi sam­býlis­maður gangi laus

Kona sem varð fyrir grófu ofbeldi í nánu sambandi furðar sig á því að fyrrverandi sambýlismaður hennar gangi laus, þrátt fyrir að hafa nánast myrt hana. Maðurinn var dæmdur í tveggja ára fangelsi en refsing hans var alfarið skilorðsbundin, meðal annars með vísan til játningar hans og að hann hefði farið í meðferð eftir brot sín.

Innlent
Fréttamynd

„Það vill enginn vera með þessar hugsanir eða langanir“

Sálfræðingur hjá Taktu skrefið segir skömm sameiginlega hjá öllum sem leiti til þeirra. Stóra markmið meðferðarinnar sé að koma í veg fyrir frekara ofbeldi. Rannsóknir sýni að meðferð geti komið í veg fyrir að menn brjóti aftur af sér. Stór hluti sem leitar til þeirra er þó einnig fólk sem ekki hefur brotið á öðrum en er með hugsanir eða langanir sem það hefur áhyggjur af.

Innlent
Fréttamynd

Réðst á konu í Róm og við Ögur

Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur til sextíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir tvær líkamsárásir gegn konu. Aðra árásina framdi maðurinn í Róm á Ítalíu en hina í nágrenni við bæinn Ögur í Súðavíkurhreppi.

Innlent
Fréttamynd

Ný trygginga­vernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband

Málum þar sem fjárhagslegu ofbeldi er beitt í nánum samböndum fer fjölgandi. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir það geta verið ótrúlega flókið að komast úr slíkum samböndum. Hún vonar að nýjar bætur muni hjálpa til í baráttunni gegn ofbeldi.

Innlent
Fréttamynd

Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merki­legar konur

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, og Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, eru báðar á nýjum lista Harvard yfir 100 merkilegar konur heims. Listinn var birtur í gær á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Á heimasíðu listans segir að á listanum sé að finna merkilegar konur sem breyti heiminum á hverjum degi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lang­flest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir með­ferð

Meirihluti þeirra barna sem vísað er í meðferð vegna óviðeigandi eða skaðlegrar kynhegðunar hjá Barna- og fjölskyldustofu brýtur ekki á öðrum börnum eftir meðferð. Flest börnin upplifi mikla skömm þegar málin koma upp. Hátt hlutfall barnanna er með greiningar og í meðferðinni samhliða annarri meðferð. 

Innlent
Fréttamynd

Stíga­mót í 35 ár

Stígamót eru afsprengi kvennabaráttunnar sem reis hátt á áttunda og níunda áratug síðustu aldar, en í þessari viku fagna Stígamót 35 ára afmæli. Það er reyndar undarlegt að tala um að fagna einhverju sem ætti ekki að þurfa að vera til í okkar samfélagi. Engu að síður ber að fagna því að brotaþolar hafi getað leitað skjóls og aðstoðar og að barátta Stígamóta fyrir betra samfélagi hafi skilað nokkrum árangri.

Skoðun
Fréttamynd

Við lifum í skjóli hvers annars

Með þessum skrifum stíg ég í umræðuna um hið hræðilega hnífstungumál sem gerðist á Menningarnótt 2024 og varð til þess að Bryndís Klara Birgisdóttir missti lífið. Ég votta aðstandendum hennar mína allra dýpstu samúð. Á þessum tímapunkti kýs ég núna að svara kalli og gerast riddari kærleikans eins og faðir hinnar látnu gerði ákall um. Ég er amma gerandans.

Skoðun
Fréttamynd

Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lög­reglu í fyrra

Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs vísaði í fyrra níu málum sem komu á þeirra borð til lögreglunnar. Þá tilkynntu þau 27 börn í fimmtán málum til barnaverndar. Kristín Skjaldardóttir, samskiptaráðgjafi, segir málin sem rata á þeirra borð enn of mörg. Árlega sé til þeirra tilkynnt um allt að 100 mál, eða um tvö á viku. Málin eru ekki bundin við ákveðnar íþróttir.

Innlent
Fréttamynd

Fjór­tán ára barn hafði mikla peninga af níðingi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar þó nokkur mál er varða tálbeituhópa ungmenna. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir listana sem þessir hópar hafa safnað saman af mögulegum ofbeldismönnum líka til rannsóknar. Lögregla vinni nú að því að sannreyna upplýsingarnar. Dæmi séu um að ungmenni hafi haft fjármuni af meintum níðingum en einnig komið sér í mikla hættu.

Innlent
Fréttamynd

Jafningja­fræðsla um staf­rænt of­beldi

„Sexan“ er stuttmyndasamkeppni fyrir nemendur í 7. bekk sem ætlað er að skapa umræður og fræða ungt fólk um mörk og samþykki með áherslu á tilurð, birtingarmyndir og afleiðingar stafræns ofbeldis.

Skoðun
Fréttamynd

Þöggun of­beldis

Það hefur alltaf verið mér mikil ráðgáta afhverju nánast allir sem standa upp og berjast gegn ofbeldi og ofbeldismenningu þurfa í kjölfarið að sæta ofbeldi, andlegu, ljótum hótunum eða jafnvel útskúfun og aðal áherslan er frekar þá sá aðili sem vekur athygli á ofbeldinu frekar en umræðan um alvarleika ofbeldisins.

Skoðun
Fréttamynd

Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi

Hundruðum kvenfanga var nauðgað og þær brenndar lifandi í borginni Goma í Austur-Kongó, eftir að hún féll í hendur uppreisnarmanna M23 og hers Rúanda í síðustu viku. Þegar fangelsi borgarinnar féll sluppu þaðan þúsundir manna en ráðist var á þann væng fangelsisins þar sem konunum var haldið.

Erlent
Fréttamynd

Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn

Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra ofbeldis- og kynheilbrigðismála hjá Barnaheillum, telur ofbeldi gegn börnum miklu stærra vandamál en fólk geri sér grein fyrir. Hún segir ekki eðlilegt að á Íslandi séu mörg hundruð manns tilbúin til að klæmast við börn og hitta þau í kynferðislegum tilgangi. Það þurfi fleiri úrræði fyrir gerendur og meiri fræðslu fyrir samfélagið allt.

Innlent
Fréttamynd

Baráttukonur minnast Ólafar Töru

Fjöldi fólks hefur minnst baráttukonunnar Ólafar Töru Harðardóttur sem lést langt fyrir aldur fram í fyrradag. Hún stofnaði samtökin Öfga og Vitund og lét mikið að sér kveða í baráttu gegn kynbundnu ofbeldi. Forseti Íslands, samstarfsfólk og baráttukonur minnast hennar með hlýhug.

Innlent
Fréttamynd

Aktivistahópurinn Öfgar er hættur

Aktivistahópurinn Öfgar er hættur. Það tilkynna stjórnendur hópsins á Instagram. Hópurinn samanstendur af ýmsum konum en þær sem hafa komið fram fyrir hann eru til dæmis Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, Hulda Hrund Guðrúnar Sigmundsdóttir, Helga Benediktsdóttir, Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir, Ólöf Tara Harðardóttir og Ninna Karla Katrínardóttir.

Innlent