Marinó G. Njálsson

Fréttamynd

Ein­stakur at­burður og við­búnaður

Enn einn „einstakur“ atburður átti sér stað og viðbúnað skorti. Málið er að ekkert er ófyrirséð annað en tímasetning atburðarins. Hver verður næsti einstaki, óvænti atburðurinn sem setur allt á hliðina? Hefur verið lagt í vinnu við að greina mögulega atburði og koma í veg fyrir að þeir valdi tjóni fyrir íbúa viðkomandi svæða? Fyrir utan, að þetta var ekki einstakur atburður. Það er bara svo langt síðan þetta gerðist síðast. Þá er ég ekki að tala um rafmagnsleysið, heldur höggið á kerfið

Skoðun
Fréttamynd

Ó­mark­tæk skoðana­könnun

Með fullri virðingu fyrir Gallup, þá er ekkert hægt að lesa út úr svörum við spurningunni „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aukinni grænni orkuframleiðslu á Íslandi?“

Skoðun
Fréttamynd

Þetta reddast eða hvað?

Frasinn í yfirskrift greinarinnar er ákaflega mikið notaður, meðvitað og ómeðvitað, í íslensku þjóðfélagi og hafa nokkrar greinar birst með sömu eða svipaðri yfirskrift síðustu vikur og mánuði. Ekki er hlustað á varnaðarorð eða ábendingar, vegna þess að þetta kemur ekki frá réttum aðila, telst vera óþarf kvabb, fyrir hendi er skortur á framsýni og víðsýni eða að einhver annar á að borga.

Skoðun
Fréttamynd

Nýtt ör­orku­kerfi – verra þeirra rétt­læti

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG (og vissulega ráðherra félagsmála), slær sér á brjósti yfir hinum frábæru breytingum sem hann ætlar að gera á örorkulífeyriskerfinu. “95% örorkulífeyrisþega munu fá hærri greiðslur”.

Skoðun
Fréttamynd

At­hugunar­efni vegna upp­töku leiguígildis

Samhliða birtingu vísitölu neysluverðs fyrir janúar, greindi Hagstofan frá því, að um skeið hafi staðið yfir endurskoðun á mati á reiknaðri húsaleigu í VNV. Í yfirlýsingu stofnunarinnar segir að betri gögn um húsaleigu skapi forendur til fara úr núverandi aðferð í aðferð leiguígildis á vormánuðum.

Skoðun
Fréttamynd

Heil­brigt raf­orku­kerfi og orku­skortur

Vel er þekkt, að stjórnmálamenn og hagsmunaaðilar nota vanþekkingu fólks til að búa til sviðmyndir sem ekki standast. Í þeim sporum er umræðan um raforkumál þjóðarinnar. Hugsanlega eru einhverjir stjórnmálamenn að gera út á popúlisma, sem er grafalvarlegur hlutur í jafn flóknu máli og hér á við.

Skoðun