Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Það má ekki brjóta lög við lagasetningu á Alþingi. Þetta er nokkuð sem flestir skilja. Skoðun 19.11.2024 07:46 Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Fjárlagafrumvarps ársins 2025 var í dag samþykkt sem lög frá Alþingi. Í fjárlögum er gert ráð fyrir 59 milljarða króna halla á afkomu ríkissjóðs, sem er 18 milljörðum meira en Sigurður Ingi Jóhannesson fjármálaráðherra lagði upp með við framlagningu frumvarpsins í september. Það er vegna hárra stýrivaxta sem hafa leitt til kólnunar hagkerfisins. Innlent 18.11.2024 22:43 Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Ein stærsta fréttin frá lokadegi Alþingis í dag er að smíði nýrrar Ölfusárbrúar var tryggð, verkefni sem áætlað er að kosti 17,9 milljarða króna. Skrifað verður undir verksamning á miðvikudag og drifið í að taka fyrstu skóflustungu, þótt enn eigi eftir að hanna brúna og langt sé í upphaf jarðsvegsvinnu. Innlent 18.11.2024 21:43 Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Formaður Neytendasamtakanna segir það þingmönnum til ævarandi skammar að hafa samþykkt búvörulög, sem héraðsdómur dæmdi ólögmæt í morgun. Formaður atvinnuvegandefndar segist ósammála niðurstöðunni og væntir þess að málið fari fyrir öll þrjú dómsstig. Innlent 18.11.2024 21:26 Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Fjárlög næsta árs voru í dag afgreidd með ríflega 58 milljarða halla á síðasta þingfundi fyrir kosningar. Forsætisráðherra sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið eftir síðustu kosningar en segir lýðræðislegt að boða til kosninga þegar samstarfið hafi ekki gengið lengur upp. Innlent 18.11.2024 19:20 Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Þórarinn Ingi Pétursson þingmaður Framsóknar og formaður atvinnuveganefndar segir að markmið með búvörulögum hafi ekki breyst við meðferð nefndarinnar. Hann var sakaður um sérhagsmunagæslu þegar málið stóð sem hæst á þingi. Innlent 18.11.2024 19:08 Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Stjórnsýslufræðingur, sem varað hefur við vinnubrögðum Alþingis, segir dóm héraðsdóms um breytingu á búvörulögum, réttan og kallar eftir skýrari efnisreglum hjá Alþingi um framkvæmd reglunnar um þrjár umræður. Innlent 18.11.2024 17:07 „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Dómari við héraðsdóm Reykjavíkur hefur slegið því föstu að breytingarnar sem gerðar voru á búvörulögum í mars síðastliðnum hafi strítt gegn stjórnarskrá landsins og að breytingin hafi því ekkert gildi að lögum. Afurðastöðvar voru með breytingunum undanþegnar samkeppnislögum. Innlent 18.11.2024 15:41 Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Svanhildur Hólm Valsdóttir hlaut „lofsamlegar umsagnir“ við mat á hæfi hennar til að gegna stöðu sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Þá voru allir fulltrúar í hæfnisnefnd vegna skipunar hennar í embætti sendiherra sammála um að Svanhildur væri hæf til að gegna embættinu. Mat á hæfni hennar fól meðal annars í sér viðtöl við hana sjálfa auk þess sem kallað var eftir umsögnum þriggja umsagnaraðila. Innlent 18.11.2024 15:32 Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur hefur slegið því föstu að gríðarlega umdeild breyting á búvörulögum hafi strítt gegn stjórnarskrá og breytingin hafi því ekkert gildi að lögum. Innlent 18.11.2024 12:31 Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Fjárlagafrumvarp ársins 2025 var samþykkt á Alþingi í dag með 26 atkvæðum þingmanna Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Þingflokkur Vinstri grænna sat hjá við atkvæðagreiðsluna líkt og aðrir flokkar stjórnarandstöðunnar. Þannig sátu 24 þingmenn hjá við atkvæðagreiðsluna en tólf þingmenn voru fjarverandi. Innlent 18.11.2024 12:04 „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ „Hvers konar hrokasvar er þetta? Ég er að tala um að fólk vill eignast börn og þín stjórnvöld hafa verið að gera það sífellt flóknara og erfiðara,“ sagði Snorri Másson, frambjóðandi Miðflokksins, við Ásmund Einar Daðason barnamálaráðherra eftir að Ásmundur spurði hvort innflytjendur væru ekki svarið við lækkandi fæðingartíðni Íslendinga. Innlent 17.11.2024 16:46 Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Bruninn á Stuðlum, þar sem barn lést, hefur skilið þjóðina eftir í áfalli. Þetta er harmleikur sem hefði aldrei átt að eiga sér stað. Kerfi sem á að vernda okkar viðkvæmustu börn hefur brugðist – og það með líf þeirra að veði. Skoðun 17.11.2024 08:33 „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Dómsmálaráðherra hafnar alfarið gagnrýni þingmanns Pírata á blaðamannafund sem hún hélt með Ríkislögreglustjóra í gær. Hún segir starfsstjórnir geta markað stefnu, og það sem kynnt var á fundinum sé ekki hennar stefna, heldur ráðuneytis hennar. Innlent 16.11.2024 13:33 Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Sjúkratryggingar Íslands, heilbrigðisráðuneytið og Heilbrigðisstofnun Austurlands undirrituðu í gær samning um augnlækningar á Austurlandi. Innlent 16.11.2024 11:33 Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Stjórnarandstöðuþingmaður segir blaðamannafund ráðherra og lögreglustjóra bera vott um spillingu. Ný stefna og áætlun í landamæramálum voru kynntar á fundinum, þar á meðal áform um að koma á fót miðstöð við Keflavíkurflugvöll, þar sem hælisleitendur geti dvalið í allt að viku. Innlent 16.11.2024 10:00 Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Ný bygging fyrir geðþjónustu Landspítala verður staðsett utan Hringbrautarlóðar en þó í innan við fimm kílómetra fjarlægð frá Hringbraut. Undirbúningur að lóðarvali er hafinn í samráði við Reykjavíkurborg og eru áætluð verklok 2030. Innlent 16.11.2024 09:38 Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Sanna Magadela Mörtudóttir oddviti Sósíalistaflokksins fyrir komandi alþingiskosningar segir milljónir manna innan Evrópska efnahagssvæðisins og Schengen ekki hafa komið til Íslands þótt þær gætu það með fullum rétti. Í Samtalinu með Heimi Má á fimmtudag sagði hún Sjálfstæðisflokkinn hafa farið með dómsmálaráðuneytið meira og minna allt frá því þessi samningar voru gerðir og nú kvartaði flokkurinn yfir því að innviðir landsins þyldu ekki þær þúsundir manna sem hingað hafi komið til að vinna á undanförnum árum. Innlent 16.11.2024 08:02 Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Diljá Mist Einarsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, fagnar því að samþykkt hafi verið á þingfundi í dag að áfram verði heimilt að nýta séreignarsparnað til að greiða inn á höfuðstól lána. Hún segir það heillaspor fyrir heimili landsins. Innlent 15.11.2024 19:47 Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hóf á fundi sínum fyrr í dag frumkvæðisathugun á hlerunarmáli Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, situr í nefndinni og segir að málið ætti að vera rannsakað sem mögulegt brot á lögum er varða mútur. Innlent 15.11.2024 18:51 Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Íslensk stjórnvöld hafa markað nýja stefnu í landamæramálum sem ætlað er að efla landamæraeftirlit, auka viðbrögð við skipulagðri brotastarfsemi og tryggja mannúðlega móttöku og brottflutning hælisleitenda. Innlent 15.11.2024 11:28 Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að 650 milljónir króna verði lagðar í að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Landspítalans svo að sjúklingar þurfi ekki að dvelja á göngum hennar á næsta ári. Þá verði 2,5 milljarðar krónar teknir af framkvæmdafé nýs Landspítala á næsta ári sem ekki er þörf á. Innlent 15.11.2024 10:57 „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Sonur Jóns Gunnarssonar sagði föður sinn ætla að afgreiða hvalveiðileyfi fyrir kosningar en að ekki mætti tala um að hann gerði það fyrir Kristján Loftsson, vin hans, á leynilegum upptökum sem voru gerðar af honum. Jón hefði tekið sæti á lista Sjálfstæðisflokksins gegn því að fá stöðu. Viðskipti innlent 15.11.2024 09:06 Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Guðrún Hafsteindóttir dómsmálaráðherra og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hafa boðað til upplýsingafundar um stefnu stjórnvalda í málefnum landamæra og landsáætlun um samþætta landamærastjórnun. Innlent 15.11.2024 07:39 Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis segir í nefndaráliti að tvö verkefni á Vestfjörðum, á Dynjandisheiði og í Gufudalssveit, verði meðal veigamestu verkefna í vegagerð á næsta ári. Engin fyrirheit eru gefin um að hægt verði að fara á fullt í önnur ný stór verkefni árið 2025 en sagt að meira svigrúm skapist á árinu 2026. Innlent 14.11.2024 22:33 Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Stefnt er að því að auka umtalsvert á fjárveitingar ríkisins til afreksíþrótta hérlendis. Mennta- og barnamálaráðherra greindi frá þessu á fjármálaráðstefnu ÍSÍ í dag. Sport 14.11.2024 17:05 Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Sanna Magdalena Mörtudóttir oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavík segir aukna skattheimtu af fjármagnstekjum og á þá efnamestu eiga að standa undir gjaldfrjálsum framhalds- og háskólum, gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu og upptöku styrkja í stað námslána. Innlent 14.11.2024 15:23 Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Í þættinum Þetta helst þriðjudaginn 12. nóvember innti þáttarstjórnandi hæstvirtan dómsmálaráðherra, Guðrúnu Hafsteinsdóttur, eftir svörum um mengandi starfsemi Bálstofunnar í bakgarði leikskóla sem rataði í alla helstu fjölmiðla landsins í síðustu viku. Skoðun 14.11.2024 14:30 Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Verkalýðsleiðtogi af Akranesi segir ekkert fréttnæmt í leynilegum upptökum af syni Jóns Gunnarssonar þar sem hann ræddi um baktjaldamakk um hvalveiðar. Þá segist hann eiga erfitt með að sjá að Alþingi gæti bannað hvalveiðar þótt meirihluti væri fyrir því þar. Viðskipti innlent 14.11.2024 09:15 Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar leggur til að heimild til skattfrjálsrar ráðstöfunar á viðbótargjaldi til séreignarsparnaðar inn á höfuðstól lána verði framlengd út árið 2025. Í stað kílómetragjalds sem ekki verði komið á um áramótin verði önnur gjöld hækkuð um 2,5 prósent. Innlent 14.11.2024 08:56 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 9 … 40 ›
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Það má ekki brjóta lög við lagasetningu á Alþingi. Þetta er nokkuð sem flestir skilja. Skoðun 19.11.2024 07:46
Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Fjárlagafrumvarps ársins 2025 var í dag samþykkt sem lög frá Alþingi. Í fjárlögum er gert ráð fyrir 59 milljarða króna halla á afkomu ríkissjóðs, sem er 18 milljörðum meira en Sigurður Ingi Jóhannesson fjármálaráðherra lagði upp með við framlagningu frumvarpsins í september. Það er vegna hárra stýrivaxta sem hafa leitt til kólnunar hagkerfisins. Innlent 18.11.2024 22:43
Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Ein stærsta fréttin frá lokadegi Alþingis í dag er að smíði nýrrar Ölfusárbrúar var tryggð, verkefni sem áætlað er að kosti 17,9 milljarða króna. Skrifað verður undir verksamning á miðvikudag og drifið í að taka fyrstu skóflustungu, þótt enn eigi eftir að hanna brúna og langt sé í upphaf jarðsvegsvinnu. Innlent 18.11.2024 21:43
Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Formaður Neytendasamtakanna segir það þingmönnum til ævarandi skammar að hafa samþykkt búvörulög, sem héraðsdómur dæmdi ólögmæt í morgun. Formaður atvinnuvegandefndar segist ósammála niðurstöðunni og væntir þess að málið fari fyrir öll þrjú dómsstig. Innlent 18.11.2024 21:26
Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Fjárlög næsta árs voru í dag afgreidd með ríflega 58 milljarða halla á síðasta þingfundi fyrir kosningar. Forsætisráðherra sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið eftir síðustu kosningar en segir lýðræðislegt að boða til kosninga þegar samstarfið hafi ekki gengið lengur upp. Innlent 18.11.2024 19:20
Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Þórarinn Ingi Pétursson þingmaður Framsóknar og formaður atvinnuveganefndar segir að markmið með búvörulögum hafi ekki breyst við meðferð nefndarinnar. Hann var sakaður um sérhagsmunagæslu þegar málið stóð sem hæst á þingi. Innlent 18.11.2024 19:08
Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Stjórnsýslufræðingur, sem varað hefur við vinnubrögðum Alþingis, segir dóm héraðsdóms um breytingu á búvörulögum, réttan og kallar eftir skýrari efnisreglum hjá Alþingi um framkvæmd reglunnar um þrjár umræður. Innlent 18.11.2024 17:07
„Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Dómari við héraðsdóm Reykjavíkur hefur slegið því föstu að breytingarnar sem gerðar voru á búvörulögum í mars síðastliðnum hafi strítt gegn stjórnarskrá landsins og að breytingin hafi því ekkert gildi að lögum. Afurðastöðvar voru með breytingunum undanþegnar samkeppnislögum. Innlent 18.11.2024 15:41
Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Svanhildur Hólm Valsdóttir hlaut „lofsamlegar umsagnir“ við mat á hæfi hennar til að gegna stöðu sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Þá voru allir fulltrúar í hæfnisnefnd vegna skipunar hennar í embætti sendiherra sammála um að Svanhildur væri hæf til að gegna embættinu. Mat á hæfni hennar fól meðal annars í sér viðtöl við hana sjálfa auk þess sem kallað var eftir umsögnum þriggja umsagnaraðila. Innlent 18.11.2024 15:32
Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur hefur slegið því föstu að gríðarlega umdeild breyting á búvörulögum hafi strítt gegn stjórnarskrá og breytingin hafi því ekkert gildi að lögum. Innlent 18.11.2024 12:31
Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Fjárlagafrumvarp ársins 2025 var samþykkt á Alþingi í dag með 26 atkvæðum þingmanna Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Þingflokkur Vinstri grænna sat hjá við atkvæðagreiðsluna líkt og aðrir flokkar stjórnarandstöðunnar. Þannig sátu 24 þingmenn hjá við atkvæðagreiðsluna en tólf þingmenn voru fjarverandi. Innlent 18.11.2024 12:04
„Hvers konar hrokasvar er þetta?“ „Hvers konar hrokasvar er þetta? Ég er að tala um að fólk vill eignast börn og þín stjórnvöld hafa verið að gera það sífellt flóknara og erfiðara,“ sagði Snorri Másson, frambjóðandi Miðflokksins, við Ásmund Einar Daðason barnamálaráðherra eftir að Ásmundur spurði hvort innflytjendur væru ekki svarið við lækkandi fæðingartíðni Íslendinga. Innlent 17.11.2024 16:46
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Bruninn á Stuðlum, þar sem barn lést, hefur skilið þjóðina eftir í áfalli. Þetta er harmleikur sem hefði aldrei átt að eiga sér stað. Kerfi sem á að vernda okkar viðkvæmustu börn hefur brugðist – og það með líf þeirra að veði. Skoðun 17.11.2024 08:33
„Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Dómsmálaráðherra hafnar alfarið gagnrýni þingmanns Pírata á blaðamannafund sem hún hélt með Ríkislögreglustjóra í gær. Hún segir starfsstjórnir geta markað stefnu, og það sem kynnt var á fundinum sé ekki hennar stefna, heldur ráðuneytis hennar. Innlent 16.11.2024 13:33
Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Sjúkratryggingar Íslands, heilbrigðisráðuneytið og Heilbrigðisstofnun Austurlands undirrituðu í gær samning um augnlækningar á Austurlandi. Innlent 16.11.2024 11:33
Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Stjórnarandstöðuþingmaður segir blaðamannafund ráðherra og lögreglustjóra bera vott um spillingu. Ný stefna og áætlun í landamæramálum voru kynntar á fundinum, þar á meðal áform um að koma á fót miðstöð við Keflavíkurflugvöll, þar sem hælisleitendur geti dvalið í allt að viku. Innlent 16.11.2024 10:00
Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Ný bygging fyrir geðþjónustu Landspítala verður staðsett utan Hringbrautarlóðar en þó í innan við fimm kílómetra fjarlægð frá Hringbraut. Undirbúningur að lóðarvali er hafinn í samráði við Reykjavíkurborg og eru áætluð verklok 2030. Innlent 16.11.2024 09:38
Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Sanna Magadela Mörtudóttir oddviti Sósíalistaflokksins fyrir komandi alþingiskosningar segir milljónir manna innan Evrópska efnahagssvæðisins og Schengen ekki hafa komið til Íslands þótt þær gætu það með fullum rétti. Í Samtalinu með Heimi Má á fimmtudag sagði hún Sjálfstæðisflokkinn hafa farið með dómsmálaráðuneytið meira og minna allt frá því þessi samningar voru gerðir og nú kvartaði flokkurinn yfir því að innviðir landsins þyldu ekki þær þúsundir manna sem hingað hafi komið til að vinna á undanförnum árum. Innlent 16.11.2024 08:02
Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Diljá Mist Einarsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, fagnar því að samþykkt hafi verið á þingfundi í dag að áfram verði heimilt að nýta séreignarsparnað til að greiða inn á höfuðstól lána. Hún segir það heillaspor fyrir heimili landsins. Innlent 15.11.2024 19:47
Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hóf á fundi sínum fyrr í dag frumkvæðisathugun á hlerunarmáli Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, situr í nefndinni og segir að málið ætti að vera rannsakað sem mögulegt brot á lögum er varða mútur. Innlent 15.11.2024 18:51
Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Íslensk stjórnvöld hafa markað nýja stefnu í landamæramálum sem ætlað er að efla landamæraeftirlit, auka viðbrögð við skipulagðri brotastarfsemi og tryggja mannúðlega móttöku og brottflutning hælisleitenda. Innlent 15.11.2024 11:28
Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að 650 milljónir króna verði lagðar í að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Landspítalans svo að sjúklingar þurfi ekki að dvelja á göngum hennar á næsta ári. Þá verði 2,5 milljarðar krónar teknir af framkvæmdafé nýs Landspítala á næsta ári sem ekki er þörf á. Innlent 15.11.2024 10:57
„En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Sonur Jóns Gunnarssonar sagði föður sinn ætla að afgreiða hvalveiðileyfi fyrir kosningar en að ekki mætti tala um að hann gerði það fyrir Kristján Loftsson, vin hans, á leynilegum upptökum sem voru gerðar af honum. Jón hefði tekið sæti á lista Sjálfstæðisflokksins gegn því að fá stöðu. Viðskipti innlent 15.11.2024 09:06
Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Guðrún Hafsteindóttir dómsmálaráðherra og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hafa boðað til upplýsingafundar um stefnu stjórnvalda í málefnum landamæra og landsáætlun um samþætta landamærastjórnun. Innlent 15.11.2024 07:39
Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis segir í nefndaráliti að tvö verkefni á Vestfjörðum, á Dynjandisheiði og í Gufudalssveit, verði meðal veigamestu verkefna í vegagerð á næsta ári. Engin fyrirheit eru gefin um að hægt verði að fara á fullt í önnur ný stór verkefni árið 2025 en sagt að meira svigrúm skapist á árinu 2026. Innlent 14.11.2024 22:33
Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Stefnt er að því að auka umtalsvert á fjárveitingar ríkisins til afreksíþrótta hérlendis. Mennta- og barnamálaráðherra greindi frá þessu á fjármálaráðstefnu ÍSÍ í dag. Sport 14.11.2024 17:05
Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Sanna Magdalena Mörtudóttir oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavík segir aukna skattheimtu af fjármagnstekjum og á þá efnamestu eiga að standa undir gjaldfrjálsum framhalds- og háskólum, gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu og upptöku styrkja í stað námslána. Innlent 14.11.2024 15:23
Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Í þættinum Þetta helst þriðjudaginn 12. nóvember innti þáttarstjórnandi hæstvirtan dómsmálaráðherra, Guðrúnu Hafsteinsdóttur, eftir svörum um mengandi starfsemi Bálstofunnar í bakgarði leikskóla sem rataði í alla helstu fjölmiðla landsins í síðustu viku. Skoðun 14.11.2024 14:30
Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Verkalýðsleiðtogi af Akranesi segir ekkert fréttnæmt í leynilegum upptökum af syni Jóns Gunnarssonar þar sem hann ræddi um baktjaldamakk um hvalveiðar. Þá segist hann eiga erfitt með að sjá að Alþingi gæti bannað hvalveiðar þótt meirihluti væri fyrir því þar. Viðskipti innlent 14.11.2024 09:15
Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar leggur til að heimild til skattfrjálsrar ráðstöfunar á viðbótargjaldi til séreignarsparnaðar inn á höfuðstól lána verði framlengd út árið 2025. Í stað kílómetragjalds sem ekki verði komið á um áramótin verði önnur gjöld hækkuð um 2,5 prósent. Innlent 14.11.2024 08:56