Átök í Ísrael og Palestínu

Fréttamynd

Á­kall um vopna­hlé og grið

Það eru ekki til nógu sterk orð til að lýsa hörmungunum á Gaza á þann hátt að við getum skilið þjáninguna og sorgina sem fylgir þessum ómannúðlega hernaði í Landinu helga. Staðan er grafalvarleg og ákall um vopnahlé þarf að ná eyrum þeirra sem geta stöðvað ófriðinn, morðin og gjöreyðileggingu samfélagsins sem áður lifði í Gaza.

Skoðun
Fréttamynd

Rapyd reynir að fela sig

Forstjóri Rapyd Europe heldur afram að reyna að fela eignarhald fyrirtækisins í grein á Vísi. Til að byrja með kallar hann fyrirtækið sem hann vinnur hjá Rapyd á Íslandi en samkvæmt opinberum skrám er ekki til neitt fyrirtæki með því nafni.

Skoðun
Fréttamynd

Starfs­menn Rapyd þurfi að sitja undir ómálefnalegum á­róðri

Forstjóri Rapyd á Íslandi segir fyrirtækið víst vera íslenskt þó móðurfélag þess sé ísraelskt. Starfsfólk fyrirtækisins sé jafn vanmáttugt um að stöðva átökin á Gasa og aðrir hér á landi. Krafa um sniðgöngu á fyrirtækinu í nafni mannréttinda sé því ómakleg.

Innlent
Fréttamynd

Enn af Rapyd og röngum full­yrðingum

Í grein minni sem birtist í síðustu viku benti ég á staðreyndir um Rapyd á Íslandi sem svar við ómálefnalegri gagnrýni og rangfærslum fámenns hóps fólks um fyrirtækið og starfsmenn þess. Ég virði það að fólk hafi ólíkar skoðanir og vissi að grein mín kynni að kalla fram viðbrögð enda gengur þessi fámenni hópur langt í að reyna að tengja Rapyd á Íslandi við átök í Mið-Austurlöndum.

Skoðun
Fréttamynd

Ætlar ekki að hætta við inn­rás í Rafah

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir ekki koma til greina að hætta við innrás í borgina Rafah í suðurhluta Gasastrandarinnar. Rúm milljón Palestínumanna hefur flúið þangað undan átökum Ísraela og Hamas-liða sem hafa valdið gífurlegum skaða á svæðinu lokaða.

Erlent
Fréttamynd

Ban­væn þögn

Þótt siðferðisleg hnignun vestrænna ríkisstjórna sé ekki ný af nálinni hafa síðustu mánuðir á Gaza dregið hana óþægilega fram í dagsljósið. Varla hefur sú árás á óbreytta borgara verið gerð, sem hefur verið jafn mikið sjónvarpað og nákvæmlega skrásett af þeim sem fyrir verða þrátt fyrir tilraunir stríðsvélar Ísraels til að þagga málið niður.

Skoðun
Fréttamynd

75 börn

Í 24.kafla Lúkasarguðspjalls er sagt frá tveimur mönnum á göngu til þorpsins Emmaus, Kristur upprisinn slæst í för með þeim en það segir að augu mannanna tveggja hafi verið svo blinduð að þeir þekktu hann ekki. (Lúk.24:17)

Skoðun
Fréttamynd

Rétt og rangt um Rapyd

Ísraelska færslufyrirtækið Rapyd hefur verið mikið til umræðu á Íslandi í kjölfar yfirlýsinga forstjóra og aðaleiganda þess, Arik Shtilman, um að Rapyd standi með ísraelska hernum í árásum hans á Gaza og að mannfall óbreyttra borgara þar skipti engu svo fremi sem herinn nái markmiðum sínum.

Skoðun
Fréttamynd

Gera aðra til­raun með hernaðar­að­stoð

Bandarískir öldungadeildarþingmenn samþykktu í dag frumvarp um 95,3 milljarða dala hernaðaraðstoð til Úkraínu, Ísraels og Taívan auk mannúðaraðstoðar til Palestínumanna. Frumvarpið var samþykkt eftir næturlangt málþóf nokkurra þingmanna Repúblikanaflokksins.

Erlent
Fréttamynd

Stað­reyndir um Ra­pyd

Að undanförnu hefur fámennur hópur fólks haft sig mikið frammi um Rapyd. Rangfærslur í málflutningi þessa hóps hvað varðar Rapyd eru margar. Þeim verður ekki öllum svarað hér.

Skoðun