Hamar

Fréttamynd

Hamar upp í Subway deildina

Hamar tryggði sér í kvöld sæti í Subway deild karla á næstu leiktíð með sigri á Skallagrími í oddaleik. Lokatölur í Hveragerði 93-81 og Hamar komið aftur upp í deild þeirra bestu.

Körfubolti
Fréttamynd

Allt undir í Hvera­gerði

Hamar og Skallagrímur mætast í oddaleik um sæti í Subway deild karla í körfubolta á næstu leiktíð. Spennan er gríðarleg fyrir leik kvöldsins en rimma liðanna hefur verið hreint út sagt mögnuð.

Körfubolti
Fréttamynd

Van­virðing stuðnings­manna hafi á­hrif á ó­hörðnuð börn

Stuðningsmenn Skallagríms tóku upp dagblöð og þóttust ekki vera að fylgjast með þegar leikmenn Hamars gengu inn á völlinn fyrir leik liðsins við Skallagrím í úrslitakeppni fyrstu deildar í körfubolta. Áhorfandi á leiknum vakti athygli á gjörningnum í Facebook-færslu sem hefur þegar verið deilt 345 sinnum.

Körfubolti
Fréttamynd

Öll tilboð í nýja Hamarshöll talin of há

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti á dögunum að hafna öllum tilboðum sem bárust í byggingu nýrrar Hamarshallar. Ástæðan er sögð sú að öll tilboð sem bárust hafi verið of há, að teknu tilliti til fjárhagsáætlunar bæjarins.

Innlent
Fréttamynd

Hamarshöllin – áfram gakk

Síðustu mánuði hefur farið gríðarlega mikill tími í undirbúningsvinnu fyrir uppbyggingu Hamarshallarinnar. Ófáir fundir, símtöl, grúsk í gögnum, rökræða, útreikningar, samtöl við marga sérfræðinga og svona gæti ég áfram talið fram á morgun.

Skoðun
Fréttamynd

Hættum að bregðast við!

Hveragerði hefur alltaf verið mikill íþrótta- og útivistarbær. Við erum með eitt fallegasta útisvæði landsins undir Hamrinum, gríðarleg tækifæri til uppbyggingar á Grýluvallarsvæðinu og einstaka sundlaug í Laugarskarði. En betur má ef duga skal.

Skoðun
Fréttamynd

Framtíð Hamarshallarinnar

Hvergerðingar urðu fyrir miklu eignatjóni í einu fárviðra vetrarins þegar Hamarshöllin féll. Þetta var mikið áfall fyrir íþróttalífið það þurfti að gera ráðstafanir og fá hjálp úr öðrum sveitarfélögum svo sem minnst rof yrði á æfingum barnanna.

Skoðun
Fréttamynd

Mikill missir ef Höllin rís ekki á ný

Þórhallur Einisson, formaður íþróttafélagsins Hamars, segir skilaboðin sem hann fékk í morgun þegar hann kveikti á símanum hafa verið einföld. Hamarshöllin væri farin. Bæjarstjóri segir áfallið mikið fyrir bæjarfélagið.

Innlent
Fréttamynd

Hamarshöllin í Hveragerði fokin

Hamarshöllin, risa blöðru íþróttahús er fokin og stendur grunnur hússins aðeins eftir. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði staðfesti að höllin hafi fokið snemma í morgun í ofsaveðri í Hveragerði.

Innlent