Hestar Jói Skúla á toppnum eftir forkeppni í tölti Þá er hörku forkeppni í tölti á heimsleikum íslenska hestsins lokið í Hollandi, en hún hefur staðið yfir frá því klukkan 10.00 í morgun. Jóhann Skúlason er lang efstur með einkunnina 8.87 á Hvin frá Holtsmúla og á hæla honum kemur tvöfaldi íslandsmeistarinn Þórarinn Eymundsson Sport 8.8.2007 14:58 Heimsmeistarar frá árinu 1999 Hver varð heimsmeistari í tölti 2001?, eða í fimmgangi 1999?, eða í fjórgangi 2003?. Það er alltaf gaman að skoða og spá og spekúlera og rifja upp hverjir voru heimsmeistarar hverju sinni. Á meðfylgjandi lista eru allir heimsmeistarar frá árinu 1999 í hestaíþróttum og eru nokkrir á honum sem eru með áskrift á heimsmeistaratitlum. Sport 7.8.2007 13:51 Hæfileikadómum hryssna lokið á HM Hæfileikadómum hryssna er lokið á HM í Hollandi og stendur Urður frá Gunnarsholti efst í flokki 7 vetra og eldri með 8.54, en hún er sýnd af Þórði Þorgeirssyni fyrir Ísland. Jolly Schrenk sýndi Broka frá Wiesenhof í flokki 6 vetra og stendur hún efst þar með 8,27, en Jolly keppir fyrir Þýskaland. Sport 7.8.2007 13:49 Byggingadómum kynbótahrossa lokið á HM 07 Byggingadómum allra kynbótahrossa var að ljúka á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Hollandi en dómar hafa staðið yfir í allan dag. Hæfileikadómar kynbótahrossa hefjast á morgun og verður spennandi að fylgjast með hvernig hross og knapar standa sig. Sport 6.8.2007 15:11 Gæðingurinn Dalvar lækkar í byggingadómi á HM 07 Byggingadómum kynbótahrossa íslensku keppendanna var að ljúka á HM í Hollandi nú rétt í þessu, en dómstörfum er ekki endanlega lokið. Dalvar frá Auðholtshjáleigu lækkaði í byggingadómi úr 8,40 í 8,36 en hann lækkaði fyrir bak og lend úr 8,5 í 8,0. Sport 6.8.2007 15:09 HM í hestaíþróttum hafið í Hollandi Heimsmeistaramót íslenska hestsins hófst í morgun í Oirschot í Hollandi. Landsliðseinvaldurinn Sigurður Sæmundsson sagði í samtali við blaðamann hestafrétta nú rétt í þessu að allir íslensku hestarnir hafi farið í læknis- og fótaskoðun í morgun og hafi þeir allir staðist hana. Sport 6.8.2007 09:45 Heimsmeistaramót íslenska hestsins hefst á morgun Heimsmeistaramót Íslenska hestsins byrjar á morgun, mánudag í Hollandi klukkan 8.00 en þá eru fánar dregnir að húni. Klukkan 9.00 hefst svo byggingadómar kynbótahrossa og samkvæmt dagskrá mótsins á mánudagurinn að enda með rólegri kvöldsstund í veislutjaldi. Sport 5.8.2007 09:17 Bikarmót Norðurlands 2007 Bikarmót Norðurlands 2007 í hestaíþróttum verður haldið við Hringsholt í Svarfaðardal föstudaginn 17. og laugardaginn 18. ágúst nk. þar sem etja kappi knapar og hestar af Norður- og Austurlandi. Um er að ræða sveitakeppni, þar sem keppt er í öllum helstu greinum hestaíþrótta. Sport 1.8.2007 13:17 Haukur fékk Riddarabikar Sleipnis Páll Bragi Hólmarsson var efsti Sleipnisfélagi á nýafloknu Gæðingamóti Sleipnis og fékk hann Sleipnisskjöldinn að launum. Haukur (Toyota) Baldvinsson fékk Riddarabikar Sleipnis sem er veittur þeim Sleipnisfélaga sem þykir sína yfirburða íþróttamannslega hegðun. Sport 23.7.2007 11:21 FEIF staðfestir heimsmet Sigga Sig FEIF hefur staðfest tíma Sigurðar Sigurðarsonar á Drífu frá Hafsteinsstöðum sem heimsmet í 100m skeiði en þau fóru á tímanum 7,18 á Skeiðleikum Skeiðfélagsins og Glitnis sem haldnir voru miðvikudaginn 4. Júlí síðastliðin. Sport 23.7.2007 11:18 Þórarinn Eymundsson tvöfaldur íslandsmeistari annað árið í röð Þórarinn Eymundsson og Kraftur frá Bringu stálu senunni eftir að þeir sigruðu bæði tölt og fimmgang meistaraflokks á Íslandsmótinu í hestaíþróttum sem lauk á Dalvík í gær. Þetta er annað árið í röð sem að þeir sýna þessa snilldar takta á vellinum. Sport 15.7.2007 13:14 Sigurður setur heimsmet á Drífu í 150m skeiði Hrossabændurnir Siggi Sig og Sigurbjörn Bárðar eru sigurvegarar á Skeiðleikum Skeiðfélagsins og Glitnis sem fram fóru á Selfossi nú í kvöld. Sigurður gerði sér lítið fyrir og sveif yfir hundrað metrana á 7,18 sekúntum á henni Drífu sinni sem er óstaðfest heimsmet. Sigurbjörn sigraði bæði í 250m og 150m metra skeiðinu. Sport 5.7.2007 09:17 Hestamennskan er lífsstíll og baktería sem maður losnar aldrei við Á fallegum sumardegi á Norðfirði er Steinar Gunnarsson lögregluvarðstjóri í Neskaupsstað og yfirhundaþjálfari Ríkislögreglustjóra að undirbúa hestana sína fyrir fjórðungsmótið á Egilsstöðum sem fer fram dagana 27 til 30 júní. Steinar er mikill hestamaður á á nokkra glæsilega gæðinga sem hann lætur Elísabeti Ýr, 13 ára gamalli dóttur sinni eftir að keppa á. Sport 30.6.2007 09:32 Upptökur frá úrslitum Íslandsmóts í hestaíþróttum Upptökur af heildarúrslitum frá Íslandsmóti yngri flokka í hestaíþróttum eru komnar inn á Vef TV Hestafrétta. Öll úrslitin eru tæplega tvær klukkustundir af stórskemmtilegu efni fyrir hestaáhugafólk. Sport 26.6.2007 12:50 Vel heppnuðu Íslandsmóti yngri flokka í hestaíþróttum lokið Íslandsmóti barna, unglinga og ungmenna lauk í dag á félagssvæði Gusts í Kópavogi. Í dag var keppt í A úrslitum í öllum flokkum. Það má með sanni segja að þegar mót eru haldin í Gusti þá vantar ekkert uppá! framkvæmd mótsins var með besta móti enda ekki neinir amatörar þar á ferðinni. Sport 24.6.2007 20:03 Tilþrif dagsins á Íslandsmóti yngri flokka Tilþrif dagsins í dag átti án efa Linda Rún Pétursdóttir og hestur hennar Gormur frá Brávöllum. Eins og sést á meðfylgjandi myndum prjónaði klárinn nánast yfir sig í verðlaunaafhendingu í B-úrslitum í fjórgangi ungmenna nú í dag. Sport 23.6.2007 21:35 Ljósmyndir og myndskeið á Vef TV Hestafrétta Á Vef TV Hestafrétta eru komnar inn upptökur af gæðingaskeiði unglinga og ungmenna sem haldið var í dag á Íslandsmóti yngri flokka í Glaðheimum í Gusti. Ljósmyndir frá tölti ungmenna, unglinga og barna ásamt gæðingaskeiði unglinga og ungmenna. Sport 23.6.2007 21:33 Ragnar Tómasson og Valdimar Besgstað Íslandsmeistarar Íslandsmeistarar í gæðingaskeiði í unglingaflokk eru þeir Ragnar Tómasson með Móses frá Grenstanga og Valdimar Bergstað í ungmennaflokki með Glaum frá Torfufelli. Forkeppni í tölti í öllum flokkum er lokið og er Fanney Dögg Indriðadóttir á Dögg frá Múla efst í ungmennaflokk, Sport 23.6.2007 21:31 Hákarlar í Töltinu á FM 07 Það eru sannkallaðir hákarlar sem koma til með að berjast um glæsileg peningaverðlaun í opnum flokki í tölti á Fjórðungsmóti Austurlands. Tveir Íslandsmeistarar eru skráðir þar til leiks, Viðar Ingólfsson á Tuma frá Stóra-Hofi og Hans Kjerúlf á hinum 17 vetra höfðingja Laufa frá Kollaleiru. Sport 23.6.2007 21:29 Darri fær heiðursverðlaun Stóðhesturinn Darri 1021 frá Kampholti fékk heiðursverðlauná kynbótasýningu í Hedeland í Danmörku nú fyrir stuttu. Í Damörku er dæmt ennþá eftir gömlu íslensku reglunum sem voru í gildi til ársins 1989, þar sem skilyrðin fyrir því að fá heiðursverðlaun eru meðaleinkunn upp á 8,10 fyrir 12 bestu afkvæmin. Darri fékk meðaleinkunn 8,11 fyrir 12 bestu afkvæmi sín. Sport 21.6.2007 09:32 Folatollar til styrktar landsliðinu Undirbúningurinn fyrir heimsmeistaramótið er nú í fullum gangi. Nú þegar er búið er að velja fimm knapa til fararinnar auk heimsmeistaranna frá því síðast og enn eiga eftir að bætast í hópinn fjórir íþróttaknapar, eitt ungmenni og sex kynbótahestar. Sport 21.6.2007 09:30 Úrtöku fyrir HM 2007 lokið Í dag lauk úrtöku fyrir HM í hestaíþróttum sem haldin var á félagssvæði Fáks. Sigurður Sæmundsson landsliðseinvaldur boðaði til fréttafundar eftir úrtöku til að kynna fyrstu knapa í landsliðið. Upptökur af kynningu Sigurðar, sýningu Þórarinns og skeiðspretts Sigursteins eru komnar á Vef TV Hestafrétta. Sport 17.6.2007 19:23 Færeyjingar koma með hóp á FM´07 Nú eru gestir á FM´07 farnir að gíra sig upp til ferðalaga. Að venju er vitað af gestum víðsvegar af landinu, og erlendis frá einnig. Jóhan á Plógv frá Færeyjum, meðlimur í Ríðingafélaginu Vága, hefur haft samband við mótshaldara og boðað komu hóps frá Færeyjum. Sport 16.6.2007 10:03 Yfirlitssýningu lokið á Sörlastöðum Yfirlitssýningu á Sörlastöðum er lokið. Tveir umtöluðustu hestar sýningarinnar Dalvar frá Auðholtshjáleigu og Álfasteinn frá Selfossi voru sýndir í sama hollinu. Álfasteinn hækkaði úr 8.47 í 8.50 og Dalvar hélt sinni einkunn eða 8.62. Hæst dæmdi stóðhestur sýningarinnar var Atlas frá Hvolsvelli með 8.66 sýndur af Daníel Jónssyni. Meðfylgjandi eru dómar sýningarinnar. Sport 16.6.2007 10:01 Yngsti Kynbótaknapi frá upphafi Ragnar Þorri Vignisson sló heldur betur í gegn á yfirlitssýningu kynbótahrossa í Hafnafirði en hann er aðeins 9 ára og sýndi hryssuna Tönja frá Hvammi 5v flokk. Ragnar er sonur Vignis Siggeirssonar Heimsmeistara og Lovísu Ragnarsdóttir. Sport 14.6.2007 17:46 Þórarinn og Kraftur efstir í tölti meistara Þórarinn Eymundsson er efstur í tölti meistara á klár sínum Krafti frá Bringu með 8.13. Keppni í tölti er lokið og eru meðfylgjandi öll úrslit töltgreina á úrtöku fyrir Heimsmeistaramótið. Sport 14.6.2007 17:44 Sigur á Fjórðungsmóti Hans Friðrik Kjerúlf á Reyðarfirði hefur keypt stóðhestinn Sigur frá Hólabaki. Hann mun því keppa í flokki 4 vetra stóðhesta á FM07. Sigur vakti mikla athygli á héraðssýningu kynbótahrossa í Skagafirði á dögunum fyrir fegurð og útgeislun. Einkum þykir hann fallegur á litinn, dökk sótrauður með ljósara fax og tagl. Sport 14.6.2007 09:56 Álfasteinn lækkaði undir Þórði Þorgeirs Ja nú er það spurning hvort hrossabóndinn í Akurgerði þurfi í tíma hjá FT formanninum en Álfasteinn lækkaði í forsýningu á Sörlastöðum nú í kvöld í 8.47 en hann fékk 8.54 á Hellu. Sport 14.6.2007 00:01 Hérðassýning kynbótahrossa við Hringsholt Héraðssýning kynbótahrossa hefur staðið undanfarna daga við Hringsholt og mættu um 100 hross til dóms. Dómum lauk í gærkveldi, en í dag, fimmtudaginn 14. júní fer fram yfirlitssýning en hún hófst kl. 10:00. Byrjað var á yngstu hryssunum og endað á elstu stóðhestunum. Sport 13.6.2007 20:13 Úrtaka fyrir HM í hestaíþróttum Í dag hófst úrtaka fyrir Heimsmeistaramótið í hestaíþróttum á félagssvæði Fáks í Víðidal. Það var hart barist í þremur af þeim fjórum greinum sem voru í dag, en aðeins keppandi var í 100m skeiði. Meðfylgjandi eru úrslit dagsins. Dagskrá hefst aftur á morgun klukkan 13.00 slaktaumatölti T2 . Sport 13.6.2007 20:09 « ‹ 16 17 18 19 20 21 22 23 24 … 26 ›
Jói Skúla á toppnum eftir forkeppni í tölti Þá er hörku forkeppni í tölti á heimsleikum íslenska hestsins lokið í Hollandi, en hún hefur staðið yfir frá því klukkan 10.00 í morgun. Jóhann Skúlason er lang efstur með einkunnina 8.87 á Hvin frá Holtsmúla og á hæla honum kemur tvöfaldi íslandsmeistarinn Þórarinn Eymundsson Sport 8.8.2007 14:58
Heimsmeistarar frá árinu 1999 Hver varð heimsmeistari í tölti 2001?, eða í fimmgangi 1999?, eða í fjórgangi 2003?. Það er alltaf gaman að skoða og spá og spekúlera og rifja upp hverjir voru heimsmeistarar hverju sinni. Á meðfylgjandi lista eru allir heimsmeistarar frá árinu 1999 í hestaíþróttum og eru nokkrir á honum sem eru með áskrift á heimsmeistaratitlum. Sport 7.8.2007 13:51
Hæfileikadómum hryssna lokið á HM Hæfileikadómum hryssna er lokið á HM í Hollandi og stendur Urður frá Gunnarsholti efst í flokki 7 vetra og eldri með 8.54, en hún er sýnd af Þórði Þorgeirssyni fyrir Ísland. Jolly Schrenk sýndi Broka frá Wiesenhof í flokki 6 vetra og stendur hún efst þar með 8,27, en Jolly keppir fyrir Þýskaland. Sport 7.8.2007 13:49
Byggingadómum kynbótahrossa lokið á HM 07 Byggingadómum allra kynbótahrossa var að ljúka á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Hollandi en dómar hafa staðið yfir í allan dag. Hæfileikadómar kynbótahrossa hefjast á morgun og verður spennandi að fylgjast með hvernig hross og knapar standa sig. Sport 6.8.2007 15:11
Gæðingurinn Dalvar lækkar í byggingadómi á HM 07 Byggingadómum kynbótahrossa íslensku keppendanna var að ljúka á HM í Hollandi nú rétt í þessu, en dómstörfum er ekki endanlega lokið. Dalvar frá Auðholtshjáleigu lækkaði í byggingadómi úr 8,40 í 8,36 en hann lækkaði fyrir bak og lend úr 8,5 í 8,0. Sport 6.8.2007 15:09
HM í hestaíþróttum hafið í Hollandi Heimsmeistaramót íslenska hestsins hófst í morgun í Oirschot í Hollandi. Landsliðseinvaldurinn Sigurður Sæmundsson sagði í samtali við blaðamann hestafrétta nú rétt í þessu að allir íslensku hestarnir hafi farið í læknis- og fótaskoðun í morgun og hafi þeir allir staðist hana. Sport 6.8.2007 09:45
Heimsmeistaramót íslenska hestsins hefst á morgun Heimsmeistaramót Íslenska hestsins byrjar á morgun, mánudag í Hollandi klukkan 8.00 en þá eru fánar dregnir að húni. Klukkan 9.00 hefst svo byggingadómar kynbótahrossa og samkvæmt dagskrá mótsins á mánudagurinn að enda með rólegri kvöldsstund í veislutjaldi. Sport 5.8.2007 09:17
Bikarmót Norðurlands 2007 Bikarmót Norðurlands 2007 í hestaíþróttum verður haldið við Hringsholt í Svarfaðardal föstudaginn 17. og laugardaginn 18. ágúst nk. þar sem etja kappi knapar og hestar af Norður- og Austurlandi. Um er að ræða sveitakeppni, þar sem keppt er í öllum helstu greinum hestaíþrótta. Sport 1.8.2007 13:17
Haukur fékk Riddarabikar Sleipnis Páll Bragi Hólmarsson var efsti Sleipnisfélagi á nýafloknu Gæðingamóti Sleipnis og fékk hann Sleipnisskjöldinn að launum. Haukur (Toyota) Baldvinsson fékk Riddarabikar Sleipnis sem er veittur þeim Sleipnisfélaga sem þykir sína yfirburða íþróttamannslega hegðun. Sport 23.7.2007 11:21
FEIF staðfestir heimsmet Sigga Sig FEIF hefur staðfest tíma Sigurðar Sigurðarsonar á Drífu frá Hafsteinsstöðum sem heimsmet í 100m skeiði en þau fóru á tímanum 7,18 á Skeiðleikum Skeiðfélagsins og Glitnis sem haldnir voru miðvikudaginn 4. Júlí síðastliðin. Sport 23.7.2007 11:18
Þórarinn Eymundsson tvöfaldur íslandsmeistari annað árið í röð Þórarinn Eymundsson og Kraftur frá Bringu stálu senunni eftir að þeir sigruðu bæði tölt og fimmgang meistaraflokks á Íslandsmótinu í hestaíþróttum sem lauk á Dalvík í gær. Þetta er annað árið í röð sem að þeir sýna þessa snilldar takta á vellinum. Sport 15.7.2007 13:14
Sigurður setur heimsmet á Drífu í 150m skeiði Hrossabændurnir Siggi Sig og Sigurbjörn Bárðar eru sigurvegarar á Skeiðleikum Skeiðfélagsins og Glitnis sem fram fóru á Selfossi nú í kvöld. Sigurður gerði sér lítið fyrir og sveif yfir hundrað metrana á 7,18 sekúntum á henni Drífu sinni sem er óstaðfest heimsmet. Sigurbjörn sigraði bæði í 250m og 150m metra skeiðinu. Sport 5.7.2007 09:17
Hestamennskan er lífsstíll og baktería sem maður losnar aldrei við Á fallegum sumardegi á Norðfirði er Steinar Gunnarsson lögregluvarðstjóri í Neskaupsstað og yfirhundaþjálfari Ríkislögreglustjóra að undirbúa hestana sína fyrir fjórðungsmótið á Egilsstöðum sem fer fram dagana 27 til 30 júní. Steinar er mikill hestamaður á á nokkra glæsilega gæðinga sem hann lætur Elísabeti Ýr, 13 ára gamalli dóttur sinni eftir að keppa á. Sport 30.6.2007 09:32
Upptökur frá úrslitum Íslandsmóts í hestaíþróttum Upptökur af heildarúrslitum frá Íslandsmóti yngri flokka í hestaíþróttum eru komnar inn á Vef TV Hestafrétta. Öll úrslitin eru tæplega tvær klukkustundir af stórskemmtilegu efni fyrir hestaáhugafólk. Sport 26.6.2007 12:50
Vel heppnuðu Íslandsmóti yngri flokka í hestaíþróttum lokið Íslandsmóti barna, unglinga og ungmenna lauk í dag á félagssvæði Gusts í Kópavogi. Í dag var keppt í A úrslitum í öllum flokkum. Það má með sanni segja að þegar mót eru haldin í Gusti þá vantar ekkert uppá! framkvæmd mótsins var með besta móti enda ekki neinir amatörar þar á ferðinni. Sport 24.6.2007 20:03
Tilþrif dagsins á Íslandsmóti yngri flokka Tilþrif dagsins í dag átti án efa Linda Rún Pétursdóttir og hestur hennar Gormur frá Brávöllum. Eins og sést á meðfylgjandi myndum prjónaði klárinn nánast yfir sig í verðlaunaafhendingu í B-úrslitum í fjórgangi ungmenna nú í dag. Sport 23.6.2007 21:35
Ljósmyndir og myndskeið á Vef TV Hestafrétta Á Vef TV Hestafrétta eru komnar inn upptökur af gæðingaskeiði unglinga og ungmenna sem haldið var í dag á Íslandsmóti yngri flokka í Glaðheimum í Gusti. Ljósmyndir frá tölti ungmenna, unglinga og barna ásamt gæðingaskeiði unglinga og ungmenna. Sport 23.6.2007 21:33
Ragnar Tómasson og Valdimar Besgstað Íslandsmeistarar Íslandsmeistarar í gæðingaskeiði í unglingaflokk eru þeir Ragnar Tómasson með Móses frá Grenstanga og Valdimar Bergstað í ungmennaflokki með Glaum frá Torfufelli. Forkeppni í tölti í öllum flokkum er lokið og er Fanney Dögg Indriðadóttir á Dögg frá Múla efst í ungmennaflokk, Sport 23.6.2007 21:31
Hákarlar í Töltinu á FM 07 Það eru sannkallaðir hákarlar sem koma til með að berjast um glæsileg peningaverðlaun í opnum flokki í tölti á Fjórðungsmóti Austurlands. Tveir Íslandsmeistarar eru skráðir þar til leiks, Viðar Ingólfsson á Tuma frá Stóra-Hofi og Hans Kjerúlf á hinum 17 vetra höfðingja Laufa frá Kollaleiru. Sport 23.6.2007 21:29
Darri fær heiðursverðlaun Stóðhesturinn Darri 1021 frá Kampholti fékk heiðursverðlauná kynbótasýningu í Hedeland í Danmörku nú fyrir stuttu. Í Damörku er dæmt ennþá eftir gömlu íslensku reglunum sem voru í gildi til ársins 1989, þar sem skilyrðin fyrir því að fá heiðursverðlaun eru meðaleinkunn upp á 8,10 fyrir 12 bestu afkvæmin. Darri fékk meðaleinkunn 8,11 fyrir 12 bestu afkvæmi sín. Sport 21.6.2007 09:32
Folatollar til styrktar landsliðinu Undirbúningurinn fyrir heimsmeistaramótið er nú í fullum gangi. Nú þegar er búið er að velja fimm knapa til fararinnar auk heimsmeistaranna frá því síðast og enn eiga eftir að bætast í hópinn fjórir íþróttaknapar, eitt ungmenni og sex kynbótahestar. Sport 21.6.2007 09:30
Úrtöku fyrir HM 2007 lokið Í dag lauk úrtöku fyrir HM í hestaíþróttum sem haldin var á félagssvæði Fáks. Sigurður Sæmundsson landsliðseinvaldur boðaði til fréttafundar eftir úrtöku til að kynna fyrstu knapa í landsliðið. Upptökur af kynningu Sigurðar, sýningu Þórarinns og skeiðspretts Sigursteins eru komnar á Vef TV Hestafrétta. Sport 17.6.2007 19:23
Færeyjingar koma með hóp á FM´07 Nú eru gestir á FM´07 farnir að gíra sig upp til ferðalaga. Að venju er vitað af gestum víðsvegar af landinu, og erlendis frá einnig. Jóhan á Plógv frá Færeyjum, meðlimur í Ríðingafélaginu Vága, hefur haft samband við mótshaldara og boðað komu hóps frá Færeyjum. Sport 16.6.2007 10:03
Yfirlitssýningu lokið á Sörlastöðum Yfirlitssýningu á Sörlastöðum er lokið. Tveir umtöluðustu hestar sýningarinnar Dalvar frá Auðholtshjáleigu og Álfasteinn frá Selfossi voru sýndir í sama hollinu. Álfasteinn hækkaði úr 8.47 í 8.50 og Dalvar hélt sinni einkunn eða 8.62. Hæst dæmdi stóðhestur sýningarinnar var Atlas frá Hvolsvelli með 8.66 sýndur af Daníel Jónssyni. Meðfylgjandi eru dómar sýningarinnar. Sport 16.6.2007 10:01
Yngsti Kynbótaknapi frá upphafi Ragnar Þorri Vignisson sló heldur betur í gegn á yfirlitssýningu kynbótahrossa í Hafnafirði en hann er aðeins 9 ára og sýndi hryssuna Tönja frá Hvammi 5v flokk. Ragnar er sonur Vignis Siggeirssonar Heimsmeistara og Lovísu Ragnarsdóttir. Sport 14.6.2007 17:46
Þórarinn og Kraftur efstir í tölti meistara Þórarinn Eymundsson er efstur í tölti meistara á klár sínum Krafti frá Bringu með 8.13. Keppni í tölti er lokið og eru meðfylgjandi öll úrslit töltgreina á úrtöku fyrir Heimsmeistaramótið. Sport 14.6.2007 17:44
Sigur á Fjórðungsmóti Hans Friðrik Kjerúlf á Reyðarfirði hefur keypt stóðhestinn Sigur frá Hólabaki. Hann mun því keppa í flokki 4 vetra stóðhesta á FM07. Sigur vakti mikla athygli á héraðssýningu kynbótahrossa í Skagafirði á dögunum fyrir fegurð og útgeislun. Einkum þykir hann fallegur á litinn, dökk sótrauður með ljósara fax og tagl. Sport 14.6.2007 09:56
Álfasteinn lækkaði undir Þórði Þorgeirs Ja nú er það spurning hvort hrossabóndinn í Akurgerði þurfi í tíma hjá FT formanninum en Álfasteinn lækkaði í forsýningu á Sörlastöðum nú í kvöld í 8.47 en hann fékk 8.54 á Hellu. Sport 14.6.2007 00:01
Hérðassýning kynbótahrossa við Hringsholt Héraðssýning kynbótahrossa hefur staðið undanfarna daga við Hringsholt og mættu um 100 hross til dóms. Dómum lauk í gærkveldi, en í dag, fimmtudaginn 14. júní fer fram yfirlitssýning en hún hófst kl. 10:00. Byrjað var á yngstu hryssunum og endað á elstu stóðhestunum. Sport 13.6.2007 20:13
Úrtaka fyrir HM í hestaíþróttum Í dag hófst úrtaka fyrir Heimsmeistaramótið í hestaíþróttum á félagssvæði Fáks í Víðidal. Það var hart barist í þremur af þeim fjórum greinum sem voru í dag, en aðeins keppandi var í 100m skeiði. Meðfylgjandi eru úrslit dagsins. Dagskrá hefst aftur á morgun klukkan 13.00 slaktaumatölti T2 . Sport 13.6.2007 20:09