Stóra kókaínmálið 2022

Fréttamynd

Kókaínið brennt fljót­lega eftir hald­lagningu í Hollandi

Tollvörður, efnafræðingur og rannsóknaraðilar í Hollandi báru vitni fyrir dómi í aðalmeðferð stóra kókaínmálsins í dag. Vitnin komu öll að haldlagningu eða rannsóknum á hundrað kílóum af kókaíni sem fjórir íslenskir menn hugðust að flytja til landsins. Samkvæmt hollenskum verkferlum voru efnin brennd mjög fljótlega eftir að þau voru haldlögð.

Innlent
Fréttamynd

Segjast allir lítið peð í risastóru kókaínskákinni

Mennirnir fjórir sem ákærðir eru fyrir aðild að stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar játa allir þátttöku sína í málinu en segja sína þætti veigalitla. Allir höfðu þeir afmörkuð hlutverk og rannsakendur segja alþekkt að sú aðferð sé notuð við innflutning fíkniefna. Mörgum spurningum er ósvarað. Ein sú stærsta er hver einstaklingurinn sé sem kallar sig ýmist „Nonni“ eða „Harry“?

Innlent
Fréttamynd

Stóra kókaín­málið sem fjöl­miðlar mega alls ekki fjalla um strax

Dómþing skal háð í heyranda hljóði. Það er meginreglan í íslensku réttarfari eins og fram kemur skýrt í stjórnarskránni. Tæplega fjórar vikur eru liðnar síðan sakborningar í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar gáfu skýrslu. Ekkert hefur verið fjallað um sjónarmið þeirra. Hvers vegna?

Innlent
Fréttamynd

Hundrað kíló af kókaíni eða tíu?

Aðalmeðferð í einu stærsta fíkniefnamáli Íslandssögunnar heldur áfram í dag þegar lögreglumenn  sem komu að rannsókn málsins og hollenskir tollverðir gefa skýrslu. Verjendur munu leggja áherslu á að ekki sé hægt að færa sönnur á að lagt hafi verið hald á hundrað kíló af kókaíni.

Innlent
Fréttamynd

Gæslu­varð­hald timbursalans stað­fest

Landsréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Páli Jónssyni, timburinnflytjanda á sextugsaldri, í tengslum við stóra kókaínmálið svokallaða.

Innlent
Fréttamynd

Hafa allir svarað fyrir sig í stóra kókaínmálinu

Fjórir karlmenn sem sæta ákæru í stóra kókaínmálinu svokallaða gáfu skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Óhætt er að segja að framburður ákærðu hafi verið um margt athyglisverður. Héraðsdómari tók skýrt fram við upphaf aðalmeðferðar í morgun að fjölmiðlar mættu ekki grein frá því sem fram kæmi fyrr en að lokinni aðalmeðferð.

Innlent
Fréttamynd

Aðal­með­ferð í stærsta kókaín­máli Ís­lands­sögunnar fer fram í dag

Aðalmeðferð í stóra kókaínmálinu svokallaða fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Um er að ræða langstærsta kókaínmál sem komið hefur upp hér á landi. Fjórum sakborningum í málinu er gefið að sök að hafa flutt inn um hundrað kíló af kókaíni, sem falin voru í sjö trjádrumbum. Reikna má með þungum dómum verði mennirnir fundnir sekir.

Innlent
Fréttamynd

Sagðist í fyrstu skýrslutöku hafa átt að fá greiddar 30 milljónir

Karlmaður á sjötugsaldri sem sætir ákæru í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar viðurkenndi í fyrstu skýrslutöku hjá lögreglu að hann hefði átt að fá þrjátíu milljónir króna fyrir sinn hlut í innflutningnum. Í næstu yfirheyrslum dró hann úr framburði sínum og sagði óljóst hve há greiðslan hefði átt að vera.

Innlent
Fréttamynd

Sakborningar í stóra kókaínmálinu spjölluðu allir við dómara á Skype

Sakborningarnir fjórir í stóra kókaínmálinu tóku allir afstöðu til ákærunnar í gegnum fjarfundabúnaðinn Skype þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þeir sæta ákæru fyrir innflutning á tæplega hundrað kílóum af kókaíni hingað til lands. Þeir voru handteknir í ágúst síðastliðnum.

Innlent
Fréttamynd

Stóra kókaínmálið komið til saksóknara

Lögreglan hefur lokið rannsókn á stærsta kókaínmáli Íslands og er málið nú á borði héraðssaksóknara. Fjórir menn hafa setið í gæsluvarðhaldi frá því sumar og eru grunaðir um að reyna að smygla tæpum hundrað kílóum af kókaíni til landsins. 

Innlent
Fréttamynd

Lögðu hald á hundrað kíló af kókaíni

Þrír þeirra sem handteknir voru í aðgerðum lögreglu fyrir tæpum tveimur vikum voru í dag úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna stórtæks fíkniefnainnflutnings. Mennirnir eru taldir hafa flutt inn tæplega hundrað kíló af kókaíni.

Innlent
Fréttamynd

Lögðu hald á tugi kílóa af fíkni­efnum

Lögreglan lagði hald á tugi kílóa af fíkniefnum í aðgerðum sínum sem greint var frá á föstudaginn í síðustu viku. Fjórir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins.

Innlent