Arion banki

Fréttamynd

Stór banka­fjár­festir segir ó­hóf­legar eigin­fjár­kröfur kosta sam­fé­lagið tugi milljarða

Langsamlega stærsti einkafjárfestirinn í Kviku og Arion gagnrýnir stjórnvöld fyrir að vilja ekki „taka á rót vandans“ í íslensku bankakerfi sem hann segir vera „óhóflegar“ eiginfjárkröfur og kosti heimili og atvinnulífið árlega tugi milljarða vegna meiri vaxtamunar en ella. Forstjóri Stoða hefði viljað sjá vaxtalækkunarferlið hefjast strax á síðasta fundi og brýnir Seðlabankann sem hann telur að sé „oft sinn versti óvinur“ í að ná niður verðbólguvæntingum með svartsýnum spám sínum um verðbólguhorfur.

Innherji
Fréttamynd

Fjár­festarnir sem veðjuðu á Al­vot­ech – og eygja von um að hagnast ævin­týra­lega

Þegar ljóst varð fyrir mánuði að samþykki fyrir markaðsleyfi í Bandaríkjunum fyrir stærstu lyf Alvotech væri nánast í höfn áttu íslenskir lífeyrissjóðir samanlagt vel undir þriggja prósenta hlut í þessu langsamlega verðmætasta fyrirtæki í Kauphöllinni – og höfðu þá engir nýir sjóðir bæst í hluthafahópinn frá því að FDA setti félaginu stólinn fyrir dyrnar tíu mánuðum áður. Risastór veðmál sumra sjóðastýringarfélaga á Alvotech, með því að halda stöðu sinni við krefjandi markaðsaðstæður og jafnvel bæta við hana, hefur skilað sjóðum þeirra nærri hundrað prósenta ávöxtun síðustu mánuði á meðan önnur mátu áhættuna of mikla og losuðu um hlut sinn, eins og greining Innherja á umfangi innlendra fagfjárfesta sem eiga bréf í Alvotech skráð hér heima leiðir í ljós.

Innherji
Fréttamynd

Arion banki lækkar vexti

Arion banki hefur lækkað óverðtryggða fasta þriggja ára íbúðalánavexti um 0,15 prósentustig og þeir eru nú 9,45 prósent. Aðrir útlánavextir haldast óbreyttir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Arion freistar þess að selja um tíu prósenta hlut bankans í Eyri Invest

Arion leitar nú að áhugasömum fjárfestum til að kaupa allan eignarhlut bankans í Eyri Invest en fjárfestingafélagið er langsamlega stærsti hluthafi Marel sem á núna í formlegum viðræðum um samruna við John Bean Technologies. Þrír mánuðir eru síðan Arion leysti til sín samanlagt nálægt tíu prósenta hlut sem var áður í eigu feðganna Árna Odds Þórðarson, þáverandi forstjóra Marel, og Þórðar Magnússonar, fyrrverandi stjórnarformanns Eyris í meira en tvo áratugi, en Árni Oddur leitar nú leiða til að komast að nýju yfir þau bréf í gegnum nýtt fjárfestingafélag sem hann fer fyrir.

Innherji
Fréttamynd

Um hagnað bankanna

Í hönd fer senn uppgjörstímabil skráðra félaga. Jafnan verður það tilefni til umræðu um afkomu banka líkt og annarra fyrirtækja.

Skoðun
Fréttamynd

Steinunn Hlíf samdi um starfs­lok

Steinunn Hlíf Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri upplifunar viðskiptavina hjá Arion banka, hefur komist að samkomulagi við bankann um starfslok eftir að hafa gegnt starfinu og átt sæti í framkvæmdastjórn bankans frá árinu 2021.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gætum þurft að bíða „tölu­vert lengur“ eftir fyrstu vaxta­lækkun Seðla­bankans

Aukin óvissa um niðurstöðu kjarasamninga á almennum vinnumarkaði og hætta á þensluhvetjandi áhrifum vegna aðgerða stjórnvalda til að koma til móts við Grindvíkinga veldur því að talsverð bið gæti verið í að peningastefnunefnd Seðlabankans byrjar að lækka vexti, að mati skuldabréfamiðlara. Málefni Grindavíkur munu að líkindum vera í forgangi hjá ríkisstjórninni fremur en myndarleg aðkoma þeirra að kjarasamningum eins og verkalýðshreyfingin hefur gert kröfu um.

Innherji
Fréttamynd

Vænta ó­breyttrar arð­semi nú þegar vöxtur í vaxta­tekjum banka gefur eftir

Útlit er fyrir að litlar breytingar verði á arðsemi stóru bankanna á markaði þegar þeir birta uppgjör sín fyrir síðasta fjórðung ársins 2023 sem mun litast af því að ekki er lengur fyrir að fara miklum vexti í vaxtatekjum – þær gætu dregist saman hjá Íslandsbanka í fyrsta sinn í þrjú ár – og áframhaldandi niðurfærslur lánasafna hafa áhrif á afkomuna. Tekjur af kjarnarekstri Arion banka ættu samt að aukast lítillega milli ára á meðan viðsnúningur í fjármunatekjum ýtir Íslandsbanka upp fyrir arðsemismarkmið sitt, gangi spár hlutabréfagreinenda eftir.

Innherji
Fréttamynd

Fyrsti á­fangi Blika­staða­lands gerir ráð fyrir byggingu um 1.500 í­búða

Skipulagslýsing að deiluskipulagi fyrir fyrsta áfanga Blikastaðalands, stærsta óbyggða landsvæði höfuðborgarsvæðisins og er í eigu Arion, hefur verið afgreidd en samkvæmt því er fyrirhugað að reisa þar allt að um 1.500 íbúðir. Framkvæmdir við verkefnið færast því núna nær í tíma en greinendur og fjárfestar hafa sagt að verðmæti landsins sé að líkindum verulega undirverðlagt í bókum bankans.

Innherji
Fréttamynd

ChangeGroup leysir Arion banka af hólmi

Alþjóðlega fyrirtækið ChangeGroup átti hagkvæmasta tilboðið í samkeppni um fjármálaþjónustu á Keflavíkurflugvelli og snýr því aftur í flugstöðina í byrjun febrúar 2024. Fyrirtækið verður með tvær gjaldeyrisskiptastöðvar á flugvellinum, eitt rými fyrir endurgreiðslu virðisaukaskatts og gjaldeyrishraðbanka víða um flugstöðina eftir þörfum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Telur norður­slóðir eiga eftir að verða eitt mikil­vægasta efna­hags­svæði veraldar

Vegna landfræðilegrar legu og öflugra innviða er Ísland í kjörstöðu til að nýta sér þau tækifæri sem við blasa í þróun efnahagsuppbyggingar á norðurslóðum, útskýrði Ólafur Ragnar Grímsson á ráðstefnu í London fyrr í þessum mánuði, sem hann telur að sé óðum að verða eitt af mikilvægustu efnahagssvæðum heimsins. Forstjóri Stoða brýndi fyrir erlendum fjárfestum mikilvægi þess að finna „réttan samstarfsaðila“ þegar fjárfest væri á Íslandi og nefndi að vegna sterkrar stöðu íslenska þjóðarbúsins þá ætti gjaldmiðillinn ekki að vera vandamál.

Innherji
Fréttamynd

„Bankarnir eru að pissa í skóinn sinn“

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Grindvíkingur, segist enn ekki búinn að meðtaka fyllilega aðstæðurnar sem upp eru komnar. Hann vill að því verði komið í kring að Grindvíkingar geti keypt nýbyggt húsnæði á höfuðborgarsvæðinu og húsnæðislán þeirra í Grindavík verði fryst að fullu.

Innlent
Fréttamynd

Leysti líka til sín bréf Þórðar og fer með nærri tíu prósenta hlut í Eyri Invest

Arion fer með nálægt tíu prósenta eignarhlut í Eyri Invest eftir að bankinn leysti sömuleiðis til sín hluta af bréfum í fjárfestingafélaginu sem höfðu verið í eigu Þórðar Magnússonar, fyrrverandi stjórnarformanns til meira en tveggja áratuga, í tengslum við veðkall sem var gert á Árna Odd, son Þórðar og þáverandi forstjóra Marels. Feðgarnir fara nú saman með nokkuð minna en þriðjungshlut í Eyri en hluthafar félagsins, einkum bankar og lífeyrissjóðir, skoða nú að koma að stórri hlutafjáraukningu til að létta á þungri skuldastöðu.

Innherji
Fréttamynd

Hvað er greiðslu­stöðvun?

Gríðarlega athygli vakti í gær þegar Árni Oddur Þórðarson, sem lengi hefur verið einn farsælasti viðskiptamaður landsins, tilkynnti að hann hafði fengið heimild til greiðslustöðvunar. Greiðslustöðvun er alls ekki algengt fyrirbæri og því vaknar spurningin: Hvað er greiðslustöðvun?

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Árni Oddur fær sam­þykkta greiðslu­stöðvun

Hlutabréf í Marel hafa fallið um ríflega sextíu prósent á tveimur árum. Arion banki gerði því veðkall í hlutabréf forstjórans sem hætti í kjölfarið. Hann segir bankann ekki hafa farið að lögum því hann hafi lagt fram nægar tryggingar. Fráfarandi forstjóri hefur nú fengið samþykkta greiðslustöðvun.

Viðskipti innlent