Landslið karla í fótbolta

Fréttamynd

Bjarki Steinn ekki með lands­liðinu

Bjarki Steinn Bjarkason, leikmaður Venezia á Ítalíu, verður ekki með íslenska karlalandsliðinu í komandi leikjum í Þjóðadeildinni. Bjarki er á leið í aðgerð vegna kviðslita.

Fótbolti
Fréttamynd

Orri fær mikið lof eftir frá­bæra byrjun

Orri Steinn Óskars­son, fram­herji FC Kaupmannahafnar, fær mikið lof frá sér­fræðingum um dönsku úr­vals­deildina eftir mjög svo góða byrjun á tíma­bilinu í gær­kvöldi. Orri skoraði eitt mark í 2-0 sigri FC Kaup­manna­hafnar á Lyng­by í fyrstu um­ferð deildarinnar. Mörkin hefðu hæglega geta verið fleiri en frammi­staðan sýnir það og sannar af hverju stór fé­lög í Evrópu hafa verið á höttunum á eftir Ís­lendingnum.

Fótbolti
Fréttamynd

Sótti inn­blástur til sonarins

Einbeitingarskortur Þjóðverja í aðdraganda leiks liðsins gegn Íslandi gaf stelpunum okkar byr undir báða vængi samkvæmt landsliðsþjálfurunum. Sigurmark sonar landsliðsþjálfarans verkaði sem innblástur.

Fótbolti
Fréttamynd

Gylfi Þór snið­genginn

Á vef í­þrótta­miðilsins Give Me Sport á dögunum birtist at­hyglis­verður listi yfir tíu bestu fót­bolta­menn Ís­lands frá upp­hafi. En fjar­vera eins leik­manns á listanum vekur þó mikla at­hygli. Nafn Gylfa Þórs Sigurðs­sonar er hvergi að finna á umræddum lista.

Fótbolti
Fréttamynd

Hareide hylltur í Munchen: Nafn hans sungið há­stöfum

Óhætt er að segja að Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hafi fengið góðar mótttökur hjá stuðningsmönnum danska landsliðsins í Munchen í Þýskalandi í dag þar sem að Danmörk mun mæta Serbíu á EM í fótbolta. 

Fótbolti
Fréttamynd

Mörk Hollands gegn Ís­landi

Holland lagði Ísland 4-0 þegar liðin mættust í vináttulandsleik karla í knattspyrnu. Um var að ræða síðasta leik Hollands áður en liðið heldur á Evrópumótið sem fram fer í Þýskalandi. 

Fótbolti
Fréttamynd

„Má ekki van­meta gæðin sem við búum yfir“

„Mér líður vel, þetta var góð frammistaða hjá okkur,“ sagði Memphis Depay, leikmaður Hollands, eftir 4-0 sigur á Íslandi á mánudagskvöld. Um var að ræða síðasta leik Hollands áður en liðið fer til Þýskalands þar sem Evrópumót karla í knattspyrnu hefst á föstudaginn kemur.

Fótbolti