Innrás Rússa í Úkraínu

Fréttamynd

Biden segir Vesturlönd standa með Úkraínu allt til enda

Bandaríkjaforseti segir af og frá að Úkraínumenn séu að berjast við Rússa fyrir hönd Bandaríkjamanna. Þeir séu að verjast grimmilegri innrás Rússa í sjálfstætt ríki. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir nauðsynlegt að rannsaka stríðsglæpi Rússa en aðalglæpurinn sé stríðið sjálft.

Erlent
Fréttamynd

Velkomin frá Úkraínu

Í kjölfar innrásar í Úkraínu hafa yfir fjórar milljónir manna þurft að yfirgefa landið sitt, að stórum hluta konur og börn. Sjálfsagt er að Ísland, rétt eins og önnur evrópuríki, taki þátt í að veita þessu fólki alþjóðlega vernd og heimili.

Skoðun
Fréttamynd

Vaktin: Tíu slasaðir eftir eldflaugaárás í Kænugarði

Ráðamenn í borginni Kherson, sem Rússar segjast nú hafa á valdi sínu, segja að frá og með 1. maí muni yfirvöld hefja ferlið við að taka upp rússnesku rúbluna. Aðlögunartímabilið verður fjórir mánuðir en eftir það verður rúblan eini gildi gjaldmiðillinn á svæðinu.

Erlent
Fréttamynd

Leiðtogar Evrópu ætla ekki að láta Putin kúga sig með orkugjöfum

Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að Rússum muni ekki takast að kúga Evrópuþjóðir til hlýðni með því að skrúfa fyrir gasflutninga til þeirra. Sambandið vinni að því að gera ríki þess algerlega óháð jarðefnaeldsneyti frá Rússlandi fyrir fullt og allt.

Erlent
Fréttamynd

Söguleg hækkun á aðföngum sé forsendubrestur sem gæti hægt á uppbyggingu

Vísitalan fyrir innflutt byggingarefni hækkaði um 5,5 prósent í mánuðinum og verð á stáli hefur fjórfaldast á skömmum tíma. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir að sögulegar hækkanir á aðföngum séu í mörgum tilvikum forsendubrestur. Ríki og sveitarfélög verði að grípa inn í til að ófremdarástand á húsnæðismarkaði versni ekki enn meira.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rússar vilja semja við Bandaríkjamenn um framtíð Úkraínu

Rússnesk stjórnvöld telja sig ekki vera í stríði við Úkraínu heldur Bandaríkin. Því sé til lítils að ræða frið við Úkraínumenn og krefjast Rússar þess vegna viðræðna við Bandaríkjamenn. Aðal framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna reyndi að miðla málum í Moskvu í dag á þriggja daga ferð sinni til Rússlands og Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

War crimes in Ukraine should be punished - Justice should prevail

Dear Icelandic friends,I would like to comment the recent Facebook statement of the Ambassador of russia to Iceland regarding kind and generous solidarity and practical support of the whole Icelandic society to Ukraine in response to unseen from the WWII bloodshed and atrocities unfolded by russia in Ukraine since February 24, 2022.

Skoðun
Fréttamynd

844 frá Úkraínu sótt um al­þjóð­lega vernd

Alls hafa 844 einstaklingar með tengsl við Úkraínu sótt um alþjóðlega vernd hér á landi frá því að stríðið hófst í landinu þann 24. febrúar. Hópurinn skiptist í 449 konur, 234 börn og 161 karl.

Innlent
Fréttamynd

Ísland leggur til 130 milljónir í efnahagslega neyðaraðstoð við Úkraínu

Sérstakur sjóður Alþjóðabankans um efnahagslega neyðaraðstoð við Úkraínu fær um 130 milljónir króna frá Íslandi, eða því sem nemur einni milljón Bandaríkjadala. Utanríkisráðherra greindi frá viðbótarframlagi Íslands til sjóðsins á ráðherrafundi um stuðning við Úkraínu sem haldinn var í tengslum við vorfundi Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington í síðustu viku.

Heimsmarkmiðin
Fréttamynd

Rússi og Úkraínu­maður brjóta saman páska­egg

Fjöldi úkraínskra flótta­manna kom saman í Nes­kirkju í dag til að fagna páskunum sem eru haldnir há­tíð­legir í Rétt­trúnaðar­kirkjunni í dag. Óttar fékk að fylgjast með og læra inn á al­vöru úkraínskar páska­hefðir.

Erlent
Fréttamynd

Telur að stríðið muni dragast mjög á langinn

„Það sem er svo erfitt við Pútín er að hann lýgur nánast um allt. Við getum bara hugsað um vopnahléssamningana í Mariupol sem endurtekið voru sviknir en svo stundum segir hann okkur líka bara alveg hreint út hvað hann ætlar að gera og hvað hann er að hugsa,“ segir Rósa Magnúsdóttir, prófessor í sagnfræði og sérfræðingur í sögu Rússlands.

Erlent
Fréttamynd

Rússar líti fram hjá nauðgunum á al­mennum borgurum

Breskur lögmaður segir að Rússar virðist „samþykkja nauðganir hljóðalaust.“ Hún segir að rússneskir hermenn njóti ákveðinnar friðhelgi, enda virðast yfirvöld í Rússlandi ekki hafa kippt sér upp við kynferðisofbeldi gegn almennum borgurum í Úkraínu.

Erlent