Málefni fatlaðs fólks

Fréttamynd

Bifreiðastyrkir til fólks með hreyfi­hömlun hækkaðir í fyrsta sinn í 8 ár

Þau tímamót urðu um áramótin að bifreiðastyrkir til fólks með hreyfihömlun hækkuðu í fyrsta sinn í 8 ár. Þetta gerðist í kjölfar reglugerðar sem ég undirritaði nú í desember. Reglugerðin tryggir einnig að framvegis verða hækkanirnar árlega en ekki á margra ára fresti líkt og verið hefur. Enn fremur er nú tryggt að hreyfihamlaðir einstaklingar geta betur en áður tekið þátt í orkuskiptum í samgöngum.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­bíóin „verði að girða sig í brók“ og fá nýja lyftu

Sigrún María Óskarsdóttir segir að Sambíóin á Akureyri verði að „girða sig í brók“ og koma stigalyftunni í bíóhúsinu í lag. Sigrún María er í hjólastól og fór í bíó með bróður sínum á milli jóla og nýárs en þurfti að láta bera sig upp stigann því lyftan var biluð. Stiginn er um 25 til 30 þrep og í boga.

Innlent
Fréttamynd

Veit loksins hvers virði hann er

Einn þekktasti göngugarpur landsins, Reynir Pétur Ingvarsson, var í dag sæmdur fálkaorðu á Bessastöðum fyrir afrek hans og framgöngu í þágu fatlaðra. Hann segist oft hafa spurt sig í gegnum tíðina hvers virði hann væri, en nú væri hann kominn með svarið.

Innlent
Fréttamynd

Sveitar­fé­lagið hafi brugðist fötluðum syni hans

„Við erum ekki að biðja um stóra hluti, bara að sveitarfélagið gefi sér sjálft tíma til að fara í þær framkvæmdir sem það ætlar sér að fara í áður en við þurfum að flytja barnið okkar milli skóla,“ segir Hjörvar Árni Leósson, íbúi í Skagafirði og faðir fimm ára drengs með flogaveiki, hreyfi- og þroskaskerðingu. 

Innlent
Fréttamynd

Pissar í flösku og fær ekki aukaáklæði á hjóla­stólinn

Karlmaður sem notar hjólastól fær ekki þriðja áklæðið á sessu hjólastólsins greitt af Sjúkratryggingum Íslands. Í kæru mannsins til úrskurðarnefndar velferðarmála segir að ástæðan fyrir aukaáklæði sé út frá hreinlætissjónarmiðum og sýkingarhættu en hann noti flösku til að kasta af sér þvagi en það gerist oft að það leki fram hjá og ofan í áklæðið.

Innlent
Fréttamynd

Sex milljarða hækkun í málum fatlaðra

Ríkið og sveitarfélögin skrifuðu undir samkomulag í dag um breytingu í þjónustu sveitarfélaga við fatlaða. Samkomulagið felur í sér flutning sex milljarða króna frá ríkinu fyrir málaflokkinn.

Innlent
Fréttamynd

Normið og neyðin

Margir hverjir hafa að undanförnu notið þess að fara í jólahlaðborð með vinnufélögum sínum og fengið gjöf frá sínum atvinnurekanda. Þar sem ég er ekki með fulla starfsorku, þarf ég að reiða mig á framfærslu frá hinu opinbera.

Skoðun
Fréttamynd

Bréf til jóla­sveinsins

Kæri Jóli. Ég hef heyrt því fleygt að þú sért góður gæi og til í að aðstoða fólk með hvers konar. Minn jólaóskalisti í ár er langur og mikill að vöxtum sem endranær. Ég hef skrifað alþingismönnum og jafnvel ráðherrum nokkrum sinnum en þeir hljóta að láta það sem um norðanvind um eyru þjóta, já og bara með hvelli, því stundum segjast þeir hafa skilning á aðstæðum mínum og kjörum en ekkert gerist.

Skoðun
Fréttamynd

Hvetur til sniðgöngu því enginn hafi axlað á­byrgð

Einar Örn Jónsson, foreldri stúlku sem beitt var kynferðisofbeldi í sumarbúðunum í Reykjadal, segir það sárt að allur ágóði af sölu Kærleikskúlunnar renni í ár til sumarbúðanna. Hann, og aðrir aðstandendur stúlkunnar, hvetja til sniðgöngu kúlunnar.

Innlent
Fréttamynd

NEI, NEI og aftur NEI

Sem þingmaður Flokks fólksins hef ég unnið að fjölda þingmála sem snerta hagsmuni aldraðra og öryrkja. Öll eru málin sjálfsögð sanngirnis og réttlætismál. Af öllum málum sem snerta þessa hópa þá er brýnast að bæta kjör þeirra sem lifa undir lágmarksframfærsluviðmiði félagsmálaráðuneytisins, eins og sjá má í sótsvartri skýrslu ÖBÍ sem var birt á dögunum.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki viss um hvort hægt væri að út­rýma fá­tækt

Félagsmálaráðherra segist ekki viss um hvort hægt væri að útrýma fátækt en það ætti hins vegar að vera markmiðið. Þingmenn vitnuðu í nýlegar skýrslur á Alþingi í dag sem sýndu að tugir þúsunda ættu erfitt með að ná endum saman og fjöldi byggi við sárafátækt.

Innlent
Fréttamynd

Myndaveisla: Há­tíð­leg at­höfn við af­hendingu Kærleikskúlunnar

Tuttugasta og fyrsta Kærleikskúlan sem Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra gefur út var afhjúpuð við hátíðlega athöfn í Listasafni Reykjavíkur í gær. Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull og athafnamaður, hlaut kúluna fyrir árangur sinn með verkefninu, Römpum upp Ísland, sem hefur að markmiði að bæta aðgengi fatlaðs fólks í samfélaginu.

Lífið
Fréttamynd

„Ég óttast um börnin, að þau endi á sama stað“

Formaður ÖBÍ réttindasamtaka segir að börn séu helstu fórnarlömbin í sárri fátækt og nauðsynlegt að stjórnvöld grípi til ráðstafana svo fjölskyldur þeirra komist út úr henni. Umsjónaraðili Hjálparstarfs kirkjunnar tekur í sama streng og segir þann hóp sem leiti til sín fara stækkandi. Alþýðusamband Íslands vekur athygli á að staða einhleypra foreldra með fötlun sé sérstaklega alvarleg. 

Innlent
Fréttamynd

Jóla­há­tíðin okkar snýr aftur

Jólahátíðin okkar, jólahátíð fyrir fatlaða, snýr aftur í kvöld. Hátíðin hefur verið haldin árlega í rúma fjóra áratugi en pása var gerð á henni undanfarin ár vegna faraldurs Covid.

Tónlist
Fréttamynd

„Ég fyrir­lít þessi stjórn­völd!“

Inga Sæland var ómyrk í máli þegar hún ræddi nýja skýrslu um stöðu fatlaðra á Íslandi á Alþingi í dag. „Þetta eru ógeðsleg stjórnvöld. Ég fyrirlít þessi stjórnvöld. Þau kunna ekki að skammast sín,“ hrópaði hún úr pontu Alþingis.

Innlent
Fréttamynd

Fá­tækari með hverju árinu!

Í dag sat ég kynningu á könnun Vörðu rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins sem unnin var fyrir ÖBÍ réttindasamtök um hagi fatlaðs fólks á Íslandi.

Skoðun
Fréttamynd

Sót­svartur veru­leiki fatlaðs fólks á Ís­landi

Ég hef lengi vitað og séð að staða fatlaðs fólks á Íslandi er slæm, en eftir að hafa séð niðurstöður úr könnun Vörðu, rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins, um stöðuna í dag er ég gjörsamlega niðurbrotin og get með engu móti sagt að hér sé til nokkuð sem heitir velferðarkerfi.

Skoðun
Fréttamynd

Rann­sak­endur trúðu varla eigin augum

Stór hluti fatlaðs fólks á Íslandi býr við sárafátækt og almennt eru lífsskilyrði þess miklu verri en launafólks samkvæmt nýrri vinnumarkaðsrannsókn. Rannsakendur segja niðurstöðurnar sláandi. Það hafi komið á óvart hversu slæm staða hópsins er. Formaður BSRB segir velferðakerfið hafa brugðist.

Innlent
Fréttamynd

Sigur­lín mátti sín lítils í bar­áttunni við RÚV

Ríkisútvarpið hefur verið sýknað af kröfu Sigurlínar Margrétar Sigurðardóttur sem flutti táknmálsfréttir í sjónvarpinu í 36 ár. Hún vildi fá staðfest að vinnusamband hennar við RÚV hefði verið launþegasamband en ekki verktakavinna. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær og var afdráttarlaus.

Innlent
Fréttamynd

Haraldur hlaut Kærleikskúluna

Tuttugasta og fyrsta Kærleikskúlan sem Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra gefur út var afhjúpuð við hátíðlega athöfn í Listasafni Reykjavíkur í dag, miðvikudaginn 6. desember.

Menning