Sanngjarnt lífeyriskerfi: Það er dýrara að vera fatlaður Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar 22. maí 2024 07:45 Á Alþingi Íslendinga er nú til meðferðar frumvarp sem myndi fela í sér einhverjar mestu breytingar á örorkulífeyriskerfinu á Íslandi fyrr og síðar verði það samþykkt. ÖBÍ réttindasamtök hafa komið á framfæri fjölda athugasemda og tillagna um breytingar á frumvarpinu. Meðal þess sem ÖBÍ leggur til er að innleiddur verið nýr óskattskyldur og ótekjutengdur greiðsluflokkur sem hefði þann tilgang að mæta ótilgreindum kostnaði vegna fötlunar. Hvað efni frumvarpsins varðar hefur ÖBÍ bent á að þrátt fyrir yfirlýsingar flutningsmanna þess um almennar kjarabætur muni margir einstaklingar verða á nánast sama stað í nýju kerfi og þeir myndu vera í núverandi kerfi og að aðrir munu koma verr út í nýju kerfi. Fatlað fólk sem reiðir sig á örorkulífeyri sem sínar einu tekjur til framfærslu fær greiddan óskertan örorkulífeyri. Ef frumvarpið verður óbreytt að lögum mun óskertur örorkulífeyrir til þeirra sem fá greidda heimilisuppbót (eru einhleypir og búa einir) aðeins hækka á bilinu 803 kr. til 6.803 kr. á mánuði. Hækkanir til þeirra sem fá ekki greidda heimilisuppbót og eru meðóskertan örorkulífeyri til framfærslu eru lítið hærri eða á bilinu 30 til 36 þúsund kr. á mánuði. Af þessum fjárhæðum á eftir að draga skatt og því ljóst að um mjög lágar fjárhæðir til hækkunar er að ræða. Það er því ekki að sjá að meðfrumvarpinu sé komið sómasamlega til móts viðþann hóp sem hefur lægstu tekjurnar og hefur enga möguleika til að bæta kjör sín með tekjum annars staðar frá. Innleiðing nýs greiðsluflokks gæti þannig bætt stöðu þessa hóps sem og nýst öðrum fötluðum einstaklingum. Til að ná markmiði sínu þyrfti greiðsluflokkurinn að vera í upphafi a.mk. 20.000 kr. á mánuði. ÖBÍ bendir á mikilvægi þess að hinn nýi greiðsluflokkur yrði óskattskyldur. Bæði í þeim tilgangi að fjárhæðin skili sér til fatlaðs fólks og ekki síður til að koma í veg fyrir möguleg áhrif til lækkunar annars stuðnings s.s. húsnæðisstuðnings og barnabóta. Greiðsluflokkurinn hefur annan mjög mikilvægan ávinning en með honum mætti ná fram markmiðum samningsins Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem kveður m.a. á um nauðsyn þess að ríki veiti aðstoð við greiðslu kostnaðar tengdan fötlun. Fyrir íslenskt samfélag myndi slík innleiðing þýða mikilvægt skref í átt að jöfnum tækifærum og bættum lífsgæðum fyrir fatlað fólk. Innleiðing slíks greiðsluflokks væri enn fremur í samræmi við nýlega samþykkta þingsályktun um framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2024–2027 en þar segir að koma eigi í auknum mæli til móts við ótilgreindan fylgikostnað fötlunar. ÖBÍ hvetur Alþingi til þess að verða við þessum nýja greiðsluflokki og sýna í verki að því stendur ekki á sama. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Ýr Ingólfsdóttir Lífeyrissjóðir Eldri borgarar Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Skoðun Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Á Alþingi Íslendinga er nú til meðferðar frumvarp sem myndi fela í sér einhverjar mestu breytingar á örorkulífeyriskerfinu á Íslandi fyrr og síðar verði það samþykkt. ÖBÍ réttindasamtök hafa komið á framfæri fjölda athugasemda og tillagna um breytingar á frumvarpinu. Meðal þess sem ÖBÍ leggur til er að innleiddur verið nýr óskattskyldur og ótekjutengdur greiðsluflokkur sem hefði þann tilgang að mæta ótilgreindum kostnaði vegna fötlunar. Hvað efni frumvarpsins varðar hefur ÖBÍ bent á að þrátt fyrir yfirlýsingar flutningsmanna þess um almennar kjarabætur muni margir einstaklingar verða á nánast sama stað í nýju kerfi og þeir myndu vera í núverandi kerfi og að aðrir munu koma verr út í nýju kerfi. Fatlað fólk sem reiðir sig á örorkulífeyri sem sínar einu tekjur til framfærslu fær greiddan óskertan örorkulífeyri. Ef frumvarpið verður óbreytt að lögum mun óskertur örorkulífeyrir til þeirra sem fá greidda heimilisuppbót (eru einhleypir og búa einir) aðeins hækka á bilinu 803 kr. til 6.803 kr. á mánuði. Hækkanir til þeirra sem fá ekki greidda heimilisuppbót og eru meðóskertan örorkulífeyri til framfærslu eru lítið hærri eða á bilinu 30 til 36 þúsund kr. á mánuði. Af þessum fjárhæðum á eftir að draga skatt og því ljóst að um mjög lágar fjárhæðir til hækkunar er að ræða. Það er því ekki að sjá að meðfrumvarpinu sé komið sómasamlega til móts viðþann hóp sem hefur lægstu tekjurnar og hefur enga möguleika til að bæta kjör sín með tekjum annars staðar frá. Innleiðing nýs greiðsluflokks gæti þannig bætt stöðu þessa hóps sem og nýst öðrum fötluðum einstaklingum. Til að ná markmiði sínu þyrfti greiðsluflokkurinn að vera í upphafi a.mk. 20.000 kr. á mánuði. ÖBÍ bendir á mikilvægi þess að hinn nýi greiðsluflokkur yrði óskattskyldur. Bæði í þeim tilgangi að fjárhæðin skili sér til fatlaðs fólks og ekki síður til að koma í veg fyrir möguleg áhrif til lækkunar annars stuðnings s.s. húsnæðisstuðnings og barnabóta. Greiðsluflokkurinn hefur annan mjög mikilvægan ávinning en með honum mætti ná fram markmiðum samningsins Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem kveður m.a. á um nauðsyn þess að ríki veiti aðstoð við greiðslu kostnaðar tengdan fötlun. Fyrir íslenskt samfélag myndi slík innleiðing þýða mikilvægt skref í átt að jöfnum tækifærum og bættum lífsgæðum fyrir fatlað fólk. Innleiðing slíks greiðsluflokks væri enn fremur í samræmi við nýlega samþykkta þingsályktun um framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2024–2027 en þar segir að koma eigi í auknum mæli til móts við ótilgreindan fylgikostnað fötlunar. ÖBÍ hvetur Alþingi til þess að verða við þessum nýja greiðsluflokki og sýna í verki að því stendur ekki á sama. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun