Fótbolti á Norðurlöndum

Fréttamynd

Annar sigur AZ í röð

Hollenska liðið AZ Alkmaar virðist hafa rétt úr kútnum eftir erfiða byrjun í hollensku úrvalsdeildinni en Íslendingar voru víða í eldlínunni í evrópsku knattspyrnunni í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

Hannes breytti öllu fyrir Sundsvall í kvöld

Hannes Þ. Sigurðsson kom inn á sem varamaður og tryggði GIF Sundsvall 3-3 jafntefli á móti Heiðari Geir Júlíussyni og félögum í Ängelholms FF í sænsku b-deildinni í fótbolta. Hannes skoraði jöfnunarmarkið sjö mínútum fyrir leikslok en aðeins mínútu áður hafði hann lagt upp mark fyrir félaga sinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Follo sló Rosenborg út úr norska bikarnum

Norska b-deildarliðið Follo er komið alla leið í úrslitaleik norsku bikarkeppninnar eftir að hafa unnið topplið norsku úrvalsdeildarinnar, Rosenborg, í framlengdum undanúrslitaleik í dag. Follo vann leikinn 3-2 eftir að staðan var 2-2 eftir 90 mínútur.

Fótbolti
Fréttamynd

Sölvi Geir handleggsbrotinn

Sölvi Geir Ottsen er handleggsbrotinn og verður frá næstu fjórar til sex vikurnar. Hann missir af landsleik Íslands og Portúgals af þeim sökum.

Fótbolti
Fréttamynd

Garðar til Strömsgodset í Noregi

Sóknarmaðurinn Garðar Jóhannsson mun í dag skrifa undir samning við norska liðið Strömsgodset sem gildir út tímabilið. Eftir það verður framhaldið skoðað.

Fótbolti
Fréttamynd

Sölvi og Elmar á skotskónum

Sölvi Geir Ottesen er heitur þessa dagana en hann skoraði í sínum öðrum leik i röð í kvöld er FCK lagði Horsens á útivelli, 1-2.

Fótbolti
Fréttamynd

Gunnar Heiðar til Noregs

Danska úrvalsdeildarfélagið Esbjerg hefur lánað framherjann Gunnar Heiðar Þorvaldsson til norska liðsins Fredrikstad út leiktíðina.

Fótbolti
Fréttamynd

Edda og Ólína í bikarúrslit

Það verður Íslendingaslagur í úrslitum sænsku bikarkeppninnar í ár en Örebro, lið Eddu Garðarsdóttur og Ólínu Guðbjargar Viðarsdóttur, tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleiknum með 2-1 sigri á Linköping eftir framlengingu.

Fótbolti
Fréttamynd

Leikmaður sendur á bólakaf í miðjum leik - Myndband

Það þekkist í knattspyrnu að menn eru sendir snemma í sturtu eftir að hafa fengið að líta rauða spjaldið en óvenjulegt atvik átti sér stað í leik Al Shabab og Al Hilal er liðin áttust við í æfingarmóti sem fram fór í Sádi-Arabíu.

Fótbolti