Undir smásjánni Methagnaður hjá Glitni Glitnir hefur aldrei hagnast meira á einum ársfjórðungi en hann gerði fyrstu þrjá mánuði ársins. Hagnaður samstæðunnar nam rúmum níu milljörðum króna eftir skatta og er það þrefalt meira en á sama ársfjórðungi í fyrra. Innlent 2.5.2006 10:34 Vill fresta skattalækkunum og stóriðju Jón Sigurðsson seðlabankastjóri kallar á sameiginlegar aðgerðir bankans og stjórnvalda til að slá á þennslu í íslensku hagkerfi. Hann segist hiklaust vilja líta til upptöku Evru hér á landi - en að það kalli á inngöngu í Evrópusambandið. Innlent 23.4.2006 16:28 Velti nær fjórfalt meira en fyrir ári Hlutabréf seldust fyrir nær fjórum sinnum hærri upphæð í Kauphöll Íslands fyrstu þrjá mánuði þessa árs en á fyrsta fjórðungi síðasta árs. Alls jókst veltan í Kauphöllinni um nær 160 prósent. Innlent 4.4.2006 13:34 Krónan hækkaði mest gagnvart dalnum Íslenska krónan hækkaði næstmest allra gjaldmiðla í heiminum gagnvart bandaríska dollaranum fyrstu vikuna í febrúar. Krónan hækkaði um rúmlega þrjú prósent gagnvart dollarnum og aðeins kanadíski dollarinn hækkaði meira í síðustu viku, eða um rösklega sex prósent. Innlent 14.2.2006 07:28 Högnuðust um 80 milljarða samanlagt Samanlagður hagnaður KB banka og Straums-Burðaráss nam tæpum áttatíu milljörðum króna í fyrra. Til samanburðar má geta þess að það kostar ríkið um sextíu milljarða króna að reka sjúkrahús, heilbrigðisstofnanir og öldrunarheimili landsins á þessu ári. Innlent 26.1.2006 20:07 Högnuðust um 27 milljarða króna Straumur-Burðarás hagnaðist um nær 27 milljarða króna á síðasta ári, þar af er nær helmingur hagnaðarins tilkomin af síðustu þremur mánuðum síðasta árs. Innlent 26.1.2006 15:24 Hörð samkeppni Íslendinga erlendis Allt stefnir í harða samkeppni íslenskra fyrirtækja á fasteignamarkaðnum á meginlandi Evrópu þar sem Baugur og Straumur-Burðarás munu takast á. Innlent 20.1.2006 12:22 Mikil hækkun á Avion við skráningu Verðmæti Avion Group jókst um tæpa tuttugu milljarða króna á fyrstu mínútunum eftir opnun Kauphallar Íslands í morgun. Avion er lang stærsta fyrirtækið sem skráð hefur verið í Kauphöllina en skráning þess hófst þar í morgun. Innlent 20.1.2006 11:56 Næst lægst verðbólga hér Pólland er eina ríkið á Evrópska efnahagssvæðinu þar sem verðbólga er lægri en á Íslandi samkvæmt samræmdri vísitölu neysluverðs. Verðbólgan mælist samkvæmt þessu eitt prósent á Íslandi frá desember 2004 til desember 2005 en 0,8 prósent í Póllandi. Innlent 20.1.2006 09:14 28 milljarða hagnaður Baugs Baugur Group hagnaðist um 28 milljarða króna eftir skatta á síðasta ári. Þar af eru fimmtán milljarðar króna í formi innleysts hagnaðar. Eignir Baugs í árslok voru bókfærðar á 145 milljarða króna og eigið fé var 62,9 milljarðar. Innlent 20.1.2006 07:11 20 prósenta hækkun frá áramótum Hlutabréf í Íslandsbanka og FL Group hafa hækkað um tuttugu prósent á þeim sextán dögum sem eru liðnir frá áramótum. Verðmæti Íslandsbanka eins og sér fer nú nærri að vera sama og áætluð útgjöld ríkissjóðs í ár samkvæmt fjárlögum. Innlent 16.1.2006 13:06 Lokar í fyrsta sinn yfir 6.000 stigum Úrvalsvísitalan stóð í 6.009 stigum þegar Kauphöllin lokaði í dag og er það í fyrsta skipti í sögunni sem hún lokar í yfir 6.000 stigum. Hækkun á verði hlutabréfa í úrvalsvísitölu Kauphallar Íslands fyrstu tólf daga ársins er svo mikil að ef hún héldist yfir allt árið myndi verðmæti hlutabréfa hækka um 1.100 prósent til ársloka. Innlent 12.1.2006 17:58 Ker vill selja Esso Ker ætlar að selja Olíufélagið hf. Helstu ástæður þessa eru að sögn Ólafs Ólafssonar, stjórnarformanns Olíufélagsins, að efnahagsástandið sé hagstætt og margir hafi getu til að kaupa félagið, en ekki síður að eigendur Kers hafi hug á að auka fjárfestingar sínar erlendis. Innlent 10.1.2006 18:44 Græddi 25 milljónir á sólarhring Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, keypti í gær hlutabréf í bankanum fyrir tæpan milljarð króna. Bjarni keypti bréfin í gær á genginu 18,6 en nú síðdegis var skráð gengi þeirra 19,1. Það þýðir að bara á þessum eina skammti hefur Bjarni hagnast um 25 milljónir króna á einum sólarhring. Innlent 10.1.2006 18:39 Ólíklegt að Íslandsbanki sameinist öðrum Hugmyndir um að Íslandsbanki sameinist öðrum banka hafa verið lagðar á hilluna með sölu á fjórðungshlut Straums-Burðaráss í gær, að mati stjórnarformanns bankans. Hann telur að meiri friður skapist nú um eignarhald í bankanum. Innlent 9.1.2006 20:44 Verð Actavis hækkaði um fimm prósent Hlutabréf í Actavis hafa hækkað um 5,06 prósent í dag en um miðjan dag var tilkynnt um rúmlega hundrað milljarða lántöku fyrirtækisins hjá sex erlendum bönkum. Alls hafa bréf í félaginu hækkað um 12,65 prósent frá áramótum. Innlent 9.1.2006 16:37 Tóku 100 milljarða að láni Actavis hefur tekið lán upp á rúmlega 100 milljarða króna. Sex erlendir bankar veita lánið sem er tekið í bandarískum dollurum og að upphæð 1,27 milljarðar í þeim gjaldmiðli. Innlent 9.1.2006 14:45 Fleiri innherjamál til Fjármálaeftirlitsins Innherjamálum sem Fjármálaeftirlitið fær til skoðunar hefur fjölgað að undanförnu að því er fram kemur í Markaðnum, viðskiptablaði Fréttablaðsins í morgun. Innlent 21.12.2005 06:12 Björgólfur fjárfestir í Póllandi Novator Telecom Poland, félag undir forystu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur gert kauptilboð í þrettán prósenta hlut í pólska símafélaginu Netia. Novator hefur þegar eignast tíu prósenta hlut og stefnir að því að eignast fjórðungshlut í félaginu. Markaðsvirði þess hlutar er um tólf milljarðar króna. Viðskipti innlent 19.12.2005 12:15 Baugur enn í kauphugleiðingum Danska viðskiptablaðið Börsen fullyrðir í dag að Baugur sé að kaupa stærsta einkarekna fasteignafélag Danmerkur fyrir 30 milljarða króna. Innlent 16.12.2005 20:04 Spenna um framtíðarsýn Símans Eitt stærsta viðskiptaleyndarmálið þessa dagana er, í hverju síminn ætlar að fjárfesta eftir að hann eykur hlutafé sitt um 35 milljarða króna, eins og allt stefnir í. Innlent 9.12.2005 12:01 Bjarni Hafþór ráðinn til KEA Bjarni Hafþór Helgason hefur verið ráðinn fjárfestingastjóri KEA og hefur hann störf um áramót. Hann mun annast framkvæmdastjórn fjárfestingafélaganna Hildings og Upphafs en þau eru dótturfélög KEA. Innlent 9.12.2005 10:56 Met í kaupum á erlendum verðbréfum Hrein kaup íslenskra fyrirtækja og lífeyrissjóða á erlendum verðbréfum hafa aldrei verið meiri en í október síðastliðnum. Þá námu kaupin tæpum tuttugu og átta milljörðum króna að því er fram kemur í Morgunkornum Greiningardeildar Íslandsbanka. Innlent 7.12.2005 11:43 Horfur í heimsbúskapnum góðar samkvæmt OECD Horfur í heimsbúskapnum eru almennt góðar samkvæmt skýrslu OECD um alþjóðlega þróun efnahagsmála sem fjallað er um á vef fjármálaráðuneytisins. Þrátt fyrir umtalsverða hækkun olíuverðs á þessu ári hefur hagvöxtur í heiminum haldist stöðugur og gert er ráð fyrir að svo verði áfram á næsta ári. Viðskipti innlent 6.12.2005 07:48 Íbúðalánakerfið nánast úrelt á augabragði Húsnæðislánakerfi hins opinbera varð nánast úrelt á augabragði þegar bankarnir hófu að veita íbúðalán af miklum krafti á síðasta ári. Því er óeðlilegt að Íbúðalánasjóður keppi við bankana án þess að þurfa að hlíta sömu reglum og þeim segir Davíð Oddsson Seðlabankastjóri. Innlent 5.12.2005 14:04 Vaxtahækkunin er ekki of lág 25 punkta vaxtahækkun í framhaldi af 75 punkta hækkun er ekki lítil hækkun sagði Davíð Oddsson Seðlabankastjóri þegar hann svaraði gagnrýni greiningardeilda á vaxtahækkun bankans fyrir helgi. Forstöðumenn greiningardeildanna greinir á um hvort vaxtahækkunin hafi verið nægjanleg. Innlent 5.12.2005 12:01 Bitnar á verði hinna bankanna Verðgildi á bréfum í Íslandsbanka og Landsbankanum hafa lækkað í verði á erlendum mörkuðum vegna neikvæðrar umræðu um KB banka ytra. Gagnrýni á KB banka er látin ganga yfir allt íslenska efnahagskerfið. Innlent 24.11.2005 12:05 Úrvalsvísitalan á hraðri uppleið Úrvalsvísitalan er á hraðri uppleið í Kauphöllinni og vísitalan hefur hækkað um hátt í fimmtíu prósent í ár, meira en nokkru sinni fyrr. Hún hefur aldrei verið jafn há og engin lækkun er fyrirsjáanleg, að sögn forstjóra Kauphallarinnar. Innlent 18.11.2005 11:41 Opna söluskrifstofu í Kanada Landsbankinn hyggst opna söluskrifstofu í Halifax í Kanada. Bankinn hyggst bjóða reynslu sína í tengslum við sjávarútveg til að þjónusta viðskiptavinum á austurströnd Kanada. Innlent 18.11.2005 00:25 Baugur kaupir skartgripaverslanir Baugur Group er að ganga frá kaupum á breskri verslunarkeðju sem rekur á fjórða tug skartgripaverslana undir nafninu Mappin & Webb og Watches of Switzerland. Innlent 13.11.2005 12:24 « ‹ 5 6 7 8 9 ›
Methagnaður hjá Glitni Glitnir hefur aldrei hagnast meira á einum ársfjórðungi en hann gerði fyrstu þrjá mánuði ársins. Hagnaður samstæðunnar nam rúmum níu milljörðum króna eftir skatta og er það þrefalt meira en á sama ársfjórðungi í fyrra. Innlent 2.5.2006 10:34
Vill fresta skattalækkunum og stóriðju Jón Sigurðsson seðlabankastjóri kallar á sameiginlegar aðgerðir bankans og stjórnvalda til að slá á þennslu í íslensku hagkerfi. Hann segist hiklaust vilja líta til upptöku Evru hér á landi - en að það kalli á inngöngu í Evrópusambandið. Innlent 23.4.2006 16:28
Velti nær fjórfalt meira en fyrir ári Hlutabréf seldust fyrir nær fjórum sinnum hærri upphæð í Kauphöll Íslands fyrstu þrjá mánuði þessa árs en á fyrsta fjórðungi síðasta árs. Alls jókst veltan í Kauphöllinni um nær 160 prósent. Innlent 4.4.2006 13:34
Krónan hækkaði mest gagnvart dalnum Íslenska krónan hækkaði næstmest allra gjaldmiðla í heiminum gagnvart bandaríska dollaranum fyrstu vikuna í febrúar. Krónan hækkaði um rúmlega þrjú prósent gagnvart dollarnum og aðeins kanadíski dollarinn hækkaði meira í síðustu viku, eða um rösklega sex prósent. Innlent 14.2.2006 07:28
Högnuðust um 80 milljarða samanlagt Samanlagður hagnaður KB banka og Straums-Burðaráss nam tæpum áttatíu milljörðum króna í fyrra. Til samanburðar má geta þess að það kostar ríkið um sextíu milljarða króna að reka sjúkrahús, heilbrigðisstofnanir og öldrunarheimili landsins á þessu ári. Innlent 26.1.2006 20:07
Högnuðust um 27 milljarða króna Straumur-Burðarás hagnaðist um nær 27 milljarða króna á síðasta ári, þar af er nær helmingur hagnaðarins tilkomin af síðustu þremur mánuðum síðasta árs. Innlent 26.1.2006 15:24
Hörð samkeppni Íslendinga erlendis Allt stefnir í harða samkeppni íslenskra fyrirtækja á fasteignamarkaðnum á meginlandi Evrópu þar sem Baugur og Straumur-Burðarás munu takast á. Innlent 20.1.2006 12:22
Mikil hækkun á Avion við skráningu Verðmæti Avion Group jókst um tæpa tuttugu milljarða króna á fyrstu mínútunum eftir opnun Kauphallar Íslands í morgun. Avion er lang stærsta fyrirtækið sem skráð hefur verið í Kauphöllina en skráning þess hófst þar í morgun. Innlent 20.1.2006 11:56
Næst lægst verðbólga hér Pólland er eina ríkið á Evrópska efnahagssvæðinu þar sem verðbólga er lægri en á Íslandi samkvæmt samræmdri vísitölu neysluverðs. Verðbólgan mælist samkvæmt þessu eitt prósent á Íslandi frá desember 2004 til desember 2005 en 0,8 prósent í Póllandi. Innlent 20.1.2006 09:14
28 milljarða hagnaður Baugs Baugur Group hagnaðist um 28 milljarða króna eftir skatta á síðasta ári. Þar af eru fimmtán milljarðar króna í formi innleysts hagnaðar. Eignir Baugs í árslok voru bókfærðar á 145 milljarða króna og eigið fé var 62,9 milljarðar. Innlent 20.1.2006 07:11
20 prósenta hækkun frá áramótum Hlutabréf í Íslandsbanka og FL Group hafa hækkað um tuttugu prósent á þeim sextán dögum sem eru liðnir frá áramótum. Verðmæti Íslandsbanka eins og sér fer nú nærri að vera sama og áætluð útgjöld ríkissjóðs í ár samkvæmt fjárlögum. Innlent 16.1.2006 13:06
Lokar í fyrsta sinn yfir 6.000 stigum Úrvalsvísitalan stóð í 6.009 stigum þegar Kauphöllin lokaði í dag og er það í fyrsta skipti í sögunni sem hún lokar í yfir 6.000 stigum. Hækkun á verði hlutabréfa í úrvalsvísitölu Kauphallar Íslands fyrstu tólf daga ársins er svo mikil að ef hún héldist yfir allt árið myndi verðmæti hlutabréfa hækka um 1.100 prósent til ársloka. Innlent 12.1.2006 17:58
Ker vill selja Esso Ker ætlar að selja Olíufélagið hf. Helstu ástæður þessa eru að sögn Ólafs Ólafssonar, stjórnarformanns Olíufélagsins, að efnahagsástandið sé hagstætt og margir hafi getu til að kaupa félagið, en ekki síður að eigendur Kers hafi hug á að auka fjárfestingar sínar erlendis. Innlent 10.1.2006 18:44
Græddi 25 milljónir á sólarhring Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, keypti í gær hlutabréf í bankanum fyrir tæpan milljarð króna. Bjarni keypti bréfin í gær á genginu 18,6 en nú síðdegis var skráð gengi þeirra 19,1. Það þýðir að bara á þessum eina skammti hefur Bjarni hagnast um 25 milljónir króna á einum sólarhring. Innlent 10.1.2006 18:39
Ólíklegt að Íslandsbanki sameinist öðrum Hugmyndir um að Íslandsbanki sameinist öðrum banka hafa verið lagðar á hilluna með sölu á fjórðungshlut Straums-Burðaráss í gær, að mati stjórnarformanns bankans. Hann telur að meiri friður skapist nú um eignarhald í bankanum. Innlent 9.1.2006 20:44
Verð Actavis hækkaði um fimm prósent Hlutabréf í Actavis hafa hækkað um 5,06 prósent í dag en um miðjan dag var tilkynnt um rúmlega hundrað milljarða lántöku fyrirtækisins hjá sex erlendum bönkum. Alls hafa bréf í félaginu hækkað um 12,65 prósent frá áramótum. Innlent 9.1.2006 16:37
Tóku 100 milljarða að láni Actavis hefur tekið lán upp á rúmlega 100 milljarða króna. Sex erlendir bankar veita lánið sem er tekið í bandarískum dollurum og að upphæð 1,27 milljarðar í þeim gjaldmiðli. Innlent 9.1.2006 14:45
Fleiri innherjamál til Fjármálaeftirlitsins Innherjamálum sem Fjármálaeftirlitið fær til skoðunar hefur fjölgað að undanförnu að því er fram kemur í Markaðnum, viðskiptablaði Fréttablaðsins í morgun. Innlent 21.12.2005 06:12
Björgólfur fjárfestir í Póllandi Novator Telecom Poland, félag undir forystu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur gert kauptilboð í þrettán prósenta hlut í pólska símafélaginu Netia. Novator hefur þegar eignast tíu prósenta hlut og stefnir að því að eignast fjórðungshlut í félaginu. Markaðsvirði þess hlutar er um tólf milljarðar króna. Viðskipti innlent 19.12.2005 12:15
Baugur enn í kauphugleiðingum Danska viðskiptablaðið Börsen fullyrðir í dag að Baugur sé að kaupa stærsta einkarekna fasteignafélag Danmerkur fyrir 30 milljarða króna. Innlent 16.12.2005 20:04
Spenna um framtíðarsýn Símans Eitt stærsta viðskiptaleyndarmálið þessa dagana er, í hverju síminn ætlar að fjárfesta eftir að hann eykur hlutafé sitt um 35 milljarða króna, eins og allt stefnir í. Innlent 9.12.2005 12:01
Bjarni Hafþór ráðinn til KEA Bjarni Hafþór Helgason hefur verið ráðinn fjárfestingastjóri KEA og hefur hann störf um áramót. Hann mun annast framkvæmdastjórn fjárfestingafélaganna Hildings og Upphafs en þau eru dótturfélög KEA. Innlent 9.12.2005 10:56
Met í kaupum á erlendum verðbréfum Hrein kaup íslenskra fyrirtækja og lífeyrissjóða á erlendum verðbréfum hafa aldrei verið meiri en í október síðastliðnum. Þá námu kaupin tæpum tuttugu og átta milljörðum króna að því er fram kemur í Morgunkornum Greiningardeildar Íslandsbanka. Innlent 7.12.2005 11:43
Horfur í heimsbúskapnum góðar samkvæmt OECD Horfur í heimsbúskapnum eru almennt góðar samkvæmt skýrslu OECD um alþjóðlega þróun efnahagsmála sem fjallað er um á vef fjármálaráðuneytisins. Þrátt fyrir umtalsverða hækkun olíuverðs á þessu ári hefur hagvöxtur í heiminum haldist stöðugur og gert er ráð fyrir að svo verði áfram á næsta ári. Viðskipti innlent 6.12.2005 07:48
Íbúðalánakerfið nánast úrelt á augabragði Húsnæðislánakerfi hins opinbera varð nánast úrelt á augabragði þegar bankarnir hófu að veita íbúðalán af miklum krafti á síðasta ári. Því er óeðlilegt að Íbúðalánasjóður keppi við bankana án þess að þurfa að hlíta sömu reglum og þeim segir Davíð Oddsson Seðlabankastjóri. Innlent 5.12.2005 14:04
Vaxtahækkunin er ekki of lág 25 punkta vaxtahækkun í framhaldi af 75 punkta hækkun er ekki lítil hækkun sagði Davíð Oddsson Seðlabankastjóri þegar hann svaraði gagnrýni greiningardeilda á vaxtahækkun bankans fyrir helgi. Forstöðumenn greiningardeildanna greinir á um hvort vaxtahækkunin hafi verið nægjanleg. Innlent 5.12.2005 12:01
Bitnar á verði hinna bankanna Verðgildi á bréfum í Íslandsbanka og Landsbankanum hafa lækkað í verði á erlendum mörkuðum vegna neikvæðrar umræðu um KB banka ytra. Gagnrýni á KB banka er látin ganga yfir allt íslenska efnahagskerfið. Innlent 24.11.2005 12:05
Úrvalsvísitalan á hraðri uppleið Úrvalsvísitalan er á hraðri uppleið í Kauphöllinni og vísitalan hefur hækkað um hátt í fimmtíu prósent í ár, meira en nokkru sinni fyrr. Hún hefur aldrei verið jafn há og engin lækkun er fyrirsjáanleg, að sögn forstjóra Kauphallarinnar. Innlent 18.11.2005 11:41
Opna söluskrifstofu í Kanada Landsbankinn hyggst opna söluskrifstofu í Halifax í Kanada. Bankinn hyggst bjóða reynslu sína í tengslum við sjávarútveg til að þjónusta viðskiptavinum á austurströnd Kanada. Innlent 18.11.2005 00:25
Baugur kaupir skartgripaverslanir Baugur Group er að ganga frá kaupum á breskri verslunarkeðju sem rekur á fjórða tug skartgripaverslana undir nafninu Mappin & Webb og Watches of Switzerland. Innlent 13.11.2005 12:24