Hundar

Fréttamynd

Nýjasta stjarna miðbæjarins vill vatn en fúlsar við nammi

Nýjasta stjarna miðbæjarins, hundurinn Klaki, leikur listir sínar fyrir vegfarendur á nánast hverjum degi á horni Laugavegs og Klapparstígs. Það þarf ekki meira til að koma honum af stað en nokkrar sprautur af vatni. Eigandinn skilur ekki af hverju.

Innlent
Fréttamynd

Harpa heldur að hún sé hundur

Það hefur gengið illa hjá gimbrinni Hörpu að átta sig á því að hún er lamb en ekki hundur. Ástæðan er sú að hún hefur alist upp í kringum hunda og elskar að leika við þá. Hörpu finnst líka gaman að fara í útreiðartúr og bílar eru í sérstöku uppáhaldi hjá henni.

Innlent
Fréttamynd

Kraftaverk að skaðbrenndur hvolpur sé á lífi eftir tíu aðgerðir á þremur vikum

Jökull er tíu mánaða hvolpur sem hefur marga fjöruna sopið, væntanlega töluvert meiri en flestir jafnaldrar hans á veraldarvísu. Hann stakk sér út í sjóðandi hver í Útey við Laugarvatn fyrir fimm vikum og var vart hugað líf vegna brunasáranna sem af hlutust. En þökk sé læknisfræðilegum kraftaverkum er hann heill heilsu í dag, og elskar að synda í köldu vatni.

Innlent
Fréttamynd

Setti upp myndavél í sameign vegna úrgangs nágrannahundsins

Íslendingi, sem hefur um nokkra hríð haft eftirlitsmyndavél í sameign fjöleignarhúss síns, hefur verið gert að taka hana niður. Að hundur nágrannans geri þarfir sínar á sameiginlegri lóð þeirra er að mati Persónuverndar ekki fullnægjandi ástæða fyrir þörf á öryggismyndavél.

Innlent
Fréttamynd

Týndi tíu vikna gömlum hvolpi á djamminu

Lýst var eftir tíu vikna gamla hvolpinum Karítas um helgina. Í ljós kom að eigandinn hafði tekið hvolpinn með sér á djammið á föstudagskvöld og óttast var að eigandinn hefði gert honum mein. Eftir langa leitarhelgi er hvolpurinn kominn í öruggar hendur þökk sé Hundasveitinni svokölluðu.

Innlent
Fréttamynd

„Ætla má að helmingur hunda sé óskráður“

Þrátt fyrir mikla aukningu á hundahaldi víða á landinu undanfarin misseri hefur skráning þeirra lítið aukist hjá sveitarfélögum. Deildarstjóri hjá Fjölskyldu-og húsdýragarðinum telur að um helmingur hunda sé óskráður í Reykjavík. Talsvert er um að fólk tilkynni um vanrækslu.

Innlent
Fréttamynd

Bó „í barneignum“ á gamals aldri

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra deildi krúttlegum fréttum af hundi sínum Bó á samfélagsmiðlum. Fjölskyldan hefur átt hundinn um árabil en nú stendur hann í stórræðum. 

Lífið
Fréttamynd

Hundur seldur á uppboði hjá sýslumanni

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu verður í næstu viku með uppboð á Rjúpnabrekku Blakki, enskum setter-hundi, sem er settur á uppboð vegna slita á sameign tveggja aðila.

Innlent
Fréttamynd

Sömdu jólalag um hundinn sinn

Borgarleikhúsið býður landsmönnum öllum upp á veglega jóladagskrá í formi jóladagatals í ár. Á hverjum degi frá 1. til 24. desember verður opnaður gluggi og listamenn leikhússins gleðja með fjölbreyttum atriðum.

Jól