Skotvopn

Fréttamynd

Skotvopnið var eftirlíking af MP5 vélbyssu

Skotvopnið sem lögregla lagði hald á við Síðumúla í dag reyndist vera eftirlíking af vélbyssu. Maðurinn sem var handtekinn vegna málsins er hins vegar ekki grunaður um refsivert athæfi og er laus úr haldi.

Innlent
Fréttamynd

Málið strandi á skriffinsku, ekki vilja

Borgaryfirvöld vinna að því hörðum höndum að starfsemi Skotfélags Reykjavíkur geti haldið áfram í Álfsnesi. Starfsleyfið var óvænt fellt úr gildi í síðustu viku.

Innlent
Fréttamynd

Brugðið eftir alvarlegar hótanir

Varaborgarfulltrúi Miðflokksins sætti alvarlegum hótunum af hálfu sama manns og er grunaður um að hafa skotið á bíl borgarstjóra fyrr á árinu á þriðjudag. Sérsveit ríkislögreglustjóra vaktaði Ráðhús Reykjavíkur meðan borgarstjórnarfundur stóð yfir vegna hótananna. 

Innlent
Fréttamynd

Undraverður bati þrátt fyrir gríðarlegan blóðmissi og lífshættulega áverka

Bati mannsins sem var skotinn af lögreglu á Egilsstöðum í síðasta mánuði hefur verið undraverður, að sögn Tómasar Guðbjartssonar hjartaskurðlæknis á Landspítalanum. Hann segir fæsta lifa svo alvarlega áverka af enda hafi hann misst því sem jafngildi nær öllu blóði mannslíkamans. Skotið fór í hægra lunga mannsins, í gegnum brjóstholið og hafnaði á vegg fyrir aftan hann.

Innlent
Fréttamynd

Nokkrir látnir eftir skotárás í Plymouth

Nokkrir eru látnir í Plymouth eftir alvarlega skotárás. Lögregluyfirvöld segjast ekki gera ráð fyrir að um hryðjuverk hafi verið að ræða og segjast komin með stjórn á aðstæðum á svæðinu.

Erlent
Fréttamynd

Hefur á­hyggjur af stolnum byssum

Vil­hjálmi Árna­syni, þing­manni Sjálf­stæðis­flokksins, var brugðið þegar hann heyrði fréttir af gríðar­legri aukningu í inn­flutningi á sjálf­virkum skot­vopnum til landsins. Hann telur þó ekki að lands­menn þurfi að hafa á­hyggjur af mönnum sem vilja safna þessum vopnum en telur hins vegar virki­legt á­hyggju­efni að þessi vopn geti komist í rangar hendur.

Innlent
Fréttamynd

Sjö byssum stolið á síðasta ári

Flestar byssur sem notaðar eru í glæpum hér á landi eru þýfi. Sjö byssum var stolið á síðasta ári og segir lögreglufulltrúi að þær finnist yfirleitt hjá góðkunningjum lögreglunnar.

Innlent
Fréttamynd

Af­vopnaður á ríkis­stjórnar­fundinum á Egils­stöðum

Sigurði Aðalsteinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins á Austurlandi og einum þekktasta hreindýraleiðsögumanni landsins, brá heldur betur í brún í gær þegar hann var stöðvaður á leið sinni inn á ríkisstjórnarfund á Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum. Ástæðan var sú að Sigurður var vopnaður.

Lífið
Fréttamynd

Lego-byssa veldur mikilli reiði vestanhafs

Bandarískt fyrirtæki sem framleiðir byssur hefur valdið mikilli reiði vestanhafs og víðar með því að framleiða byssu sem lítur út fyrir að vera gerð úr Lego-kubbum.

Erlent
Fréttamynd

Vilja létta aftur á byssulöggjöfinni

Öldungadeild Bandaríkjaþings, undir forystu Repúblikanaflokksins, hefur kosið að fella úr gildi lög Barack Obama sem komu í veg fyrir að fólk sem er á örorku vegna geðrænna vandamála og þarf annan aðila til að sjá um fjármál sín gætu keypt byssur.

Erlent
Fréttamynd

Kennarar ættu að bera skotvopn í kennslustofum

Rick Perry, ríkisstjóri í Texas, varar við því að yfirvöld í Bandaríkjunum grípi til róttækra breytinga á vopnalöggjöf landsins í kjölfar fjöldamorðsins í Newtown síðastliðinn föstudag.

Erlent