Kaup og sala fyrirtækja

Fréttamynd

Fyrirtæki Davíðs kaupir fyrirtæki Peters Jackson

Hugbúnaðarfyrirtækið Unity Technologies ætlar að kaupa hluta tæknibrellufyrirtækisins WETA Digital. Leikstjórinn Peter Jackson stofnaði Weta á árum áður og fyrirtækið er hvað þekktast fyrir að hafa komið að tæknibrellunum í Lord of the Rings kvikmyndunum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Heimila samruna Marels og Völku

Samkeppniseftirlitið gerir ekki athugasemdir við samruna Marels og Völku. Á annan tug athugasemda bárust eftirlitinu vegna málsins og töldu keppinautar fyrirtækjanna að sameinað fyrirtæki myndi ná mjög sterkri stöðu í Evrópu og einokunarstöðu á vissum mörkuðum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

TT3 kaupir Ormsson og SRX

TT3 ehf. hefur keypt allt hlutafé í raftækjaheildversluninni SRX ehf. og Ormsson ehf. Með kaupunum munu fyrirtækin SRX ehf. og Ormsson ehf. verða sameinuð sem mun gefa mikla möguleika á kostnaðarhagræðingu og aukinni hagkvæmni vegna stærðar og breiddar, segir í tilkynningu. Kaupin hafa verið samþykkt af Samkeppniseftirlitinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Grænt ljós komið á norska yfirtöku Nóa Síríus

Samkeppniseftirlitið telur ekki tilefni til íhlutunar vegna kaupa Orkla ASA á 80% eignarhlut í sælgætisframleiðandanum Nóa Síríusi hf. Greint var frá því í byrjun mánaðar að norski matvælarisinn hafi komist að samkomulagi um kaup á öllu hlutafé félagsins en fyrir átti Orkla 20% hlut í sælgætisframleiðandanum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ísmar festir kaup á Fálkanum

Gengið hefur verið frá kaupum sölu- og þjónustufyrirtækisins Ísmars á Fálkanum. Alls starfa 32 starfsmenn hjá félögunum en ekki er gert ráð fyrir að starfsfólki fækki í tengslum við kaupin.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hið sænska Nordtech Group festir kaup á InfoMentor

Sænska fjárfestingafyrirtækið Nordtech Group AB fest kaup á öllu hlutafé í íslenska náms- og upplýsingatæknifyrirtækinu InfoMentor. Framkvæmdastjóri InfoMentor segir að kaupunum fylgi engar sérstakar breytingar á rekstrinum hér á landi eða í umhverfi starfsfólks fyrirtækisins.

Viðskipti innlent