Fíkniefnabrot

Fréttamynd

Sverrir Þór dæmdur í sex ára og níu mánaða fangelsi í Brasilíu

Sverrir Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi Tönn hefur verið dæmdur í sex ára og níu mánaða fangelsi í Brasilíu fyrir fíkniefnabrot. Dómur féll í Ríó de Janeiro þann 23. nóvember síðastliðinn en Sverrir Þór var dæmdur fyrir að hafa í vörslu sinni 150 grömm af maríjúana og 3,6 grömm af kókaíni ætluð til sölu og dreifingar. 

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur fyrir smygl á tvö þúsund töflum

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í fimmtán mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla samtals um tvö þúsund töflum af Oxycontin og fleiri lyfseðilsskyldum efnum til landsins með flugi í febrúar síðastliðnum.

Innlent
Fréttamynd

Ó­sannað að Stein­grímur ætti vökvann

Steingrímur Þór Ólafsson hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir fíkniefnabrot sem tengdust umfangsmikilli amfetamínsframleiðslu í sumarbústað í Kjós. Steingrímur Þór var sýknaður af því að hafa geymt fimm lítra af amfetamínbasa. Landsréttur kvað upp dóm sinn á þriðja tímanum.

Innlent
Fréttamynd

Með kókaínið falið í fjórum niður­suðu­dósum

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt rúmlega tvítugan erlendan karlmann í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla rúmum tveimur kílóum af kókaíni til landsins. Maðurinn kom til landsins með flugi frá Brussel í Belgíu og hafði falið efnin í fjórum niðursuðudósum í farangurstösku sinni.

Innlent
Fréttamynd

Milljóna­sekt fyrir lyfja­smygl

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann til að greiða tæplega 1,1 milljón króna í sekt fyrir að hafa staðið að ólöglegu lyfjasmygli með því að flytja á annað hundrað töflur af ávana- og fíknilyfinu Alprazolam Krka til landsins með flugi.

Innlent
Fréttamynd

Timbursalinn kominn í opið úr­ræði

Páll Jónsson, sjötugi timbursalinn úr Stóra kókaínmálinu, er kominn í opið úrræði í fangelsið á Kvíabryggju. Landsréttur dæmdi hann í gær í níu ára fangelsi. Allir fjórir sakborningar úr málinu eru komnir opin úrræði. Verjandi Páls segir ákall hér á landi um lægri dóma vegna fíkniefnbrota. 

Innlent
Fréttamynd

Burðar­dýr dæmt fyrir kókaín­inn­flutning

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt erlenda konu í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa flutt um 900 grömm af kókaíni til landsins með flugi. Konan var ekki eigandi efnanna og hafði samþykkt að flytja þau til landsins gegn greiðslu.

Innlent
Fréttamynd

Tungu­mála­vandi skútu­málsins

Snemma síðastliðinn þriðjudagsmorgun í Héraðsdómi Reykjaness, skömmu áður en þinghald í skútumálinu svokallaða hófst, höfðu lögmenn og verjendur orð á því að búast mætti við því að skýrslutökurnar myndu taka sinn tíma. Ástæðan má finna í tungumálaörðugleikum sem hafa einkennt málið.

Innlent
Fréttamynd

Svona komst lögreglan á snoðir um skútuna

Rannsóknarlögreglumaður, sem stjórnaði rannsókninni á skútumálinu svokallaða, útskýrði fyrir dómi á þriðjudag hvernig lögregla komst á snoðir um skútuna sem í fundust tæplega 160 kíló af hassi. Mennirnir voru handteknir í júní á þessu ári við Garðskagavita á Reykjanesi.

Innlent
Fréttamynd

Skútumálið: Tapaði öllu með því að fara til Íslands

Jonaz Rud Vodder, einn sakborninga í skútumálinu svokallaða, segist sjá eftir því að hafa farið í verkefni til Íslands þar sem hann var beðinn um að kaupa og afhenda vistir til skipverjanna sem voru í skútunni sem var að flytja tæplega 160 kíló af hassi til Grænlands í júní á þessu ári.

Innlent
Fréttamynd

Grunaði sjálfan sig um græsku vegna leyni­hólfs

Einn þriggja danskra sakborninga sem er ákærður fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot með innflutning á hassi með skútu, segist hafa grunað að fíkniefni væru í skútunni, þar sem hann hafi tekið eftir því að búið væri að útbúa leynihólf í hana. Hann hafi þó ekki vitað af þeim.

Innlent