Heilbrigðisstofnun Vesturlands

Fréttamynd

Gagn­rýnir álag á heil­brigðis­­starfs­­fólki: Vakinn vegna hægða­tregðu og rifrildis

Oddur Þórir Þórarinsson læknir gagnrýnir harðlega álag á heilbrigðisstarfsfólki, þá sérstaklega því sem sinni héraðslækningum. Hann segir það standa í verkefnum alla daga sem það eigi ekki að sinna og nái á meðan ekki að sinna fólki sem sé raunverulega veikt. Oddur telur að sífellt fleiri muni gefast upp ef starfsumhverfið breytist ekki.

Innlent
Fréttamynd

Símatímar falla niður vegna manneklu

Símatímar heilsugæslulækna Heilbrigðisstofnun Vesturlands falla niður í dag vegna manneklu. Í símsvara Heilbrigðisstofnunarinnar er beðist velvirðingar á því að símatímarnir falli niður.

Innlent
Fréttamynd

Við­bragð­­steymi myndað vegna stöðu bráða­þjónustu

Að frumkvæði heilbrigðisráðuneytisins og í samræmi við ráðleggingar landlæknis hefur verið myndað viðbragðsteymi um bráðaþjónustu í landinu. Fagráð Landspítalans sendi frá sér ályktun í dag þar sem lýst var yfir þungum áhyggjum af mönnun fagfólks á Landspítala

Innlent
Fréttamynd

Þetta verður snúnara næstu vikur

Heilbrigðisráðherra ætlar að fara gætilega í afléttingu samkomutamarkana en hann undirbýr nú afléttingaráætlun sem kynnt verður á morgun. Metfjöldi starfsmanna Landspítalans er í einangrun sem kemur í veg fyrir að hægt sé að færa spítalann af neyðarstigi.

Innlent
Fréttamynd

Lyf­lækninga­deild lokað: Omíkron ein­angrað við Akra­nes

Lyf­lækninga­deild Sjúkra­hússins á Akra­nesi hefur verið lokað tíma­bundið og eru sjúk­lingar hennar og starfs­fólk í sótt­kví. Beðið er eftir niður­stöðu skimana en sá sem greindist fyrst með omíkron-af­brigði kórónu­veirunnar á landinu var sjúk­lingur á deildinni.

Innlent
Fréttamynd

Styrkari heil­brigðis­þjónusta á Vestur­landi

Í heilbrigðisumdæmi Vesturlands bjuggu árið 2020 18.750 manns og Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) sinnir almennri og sérhæfðri heilbrigðisþjónustu í umdæminu. Fjármagn til HVE hefur á kjörtímabilinu, þ.e. árunum 2017-2021, aukist um 12,5% skv. fjárlögum, án launa- og verðlagshækkana, þ.e. á föstu verðlagi.

Skoðun
Fréttamynd

Opna sér­stakt lið­skipta­setur á Akra­nesi

Til stendur að opna sérstakt liðskiptasetur, skurðstofu þar sem eingöngu er sinnt liðskiptaaðgerðum, við Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi. Er reiknað að með opnuninni muni liðskiptaaðgerðum hér landi fjölga umtalsvert.

Innlent
Fréttamynd

Heilsu­gæslu­stöðvum sem bjóða upp á PCR-próf fækkar

Frá og með næstkomandi föstudegi, 16. júlí, verða svokölluð PCR-próf hvergi í boði nema í Reykjavík, Akureyri og Keflavík. Flestir sem ætla til útlanda þurfa að hafa farið í slíkt próf, til að sýna fram á að þeir séu ekki smitaðir af Covid-19, áður en haldið er til útlanda.

Innlent
Fréttamynd

Konur sendar að fæða á Skagann vegna plássleysis

Mikið álag hefur verið á fæðingardeild Landspítalans síðustu vikur en gert er ráð fyrir metfjölda í fæðingum í sumar. Vegna plássleysis hafa konur verið beðnar um að fæða á Akranesi að sögn yfirlæknis.

Innlent