Háskólar

Fréttamynd

Bóta­skylda FS vegna E.coli veikinda viður­kennd

Foreldrum barna á Mánagarði hefur verið tilkynnt af Félagsstofnun stúdenta, FS, að þau geti tilkynnt mál sín og veikindi barna þeirra vegna E. coli sýkingar á leikskólanum til Sjóva. FS hefur fundað með Sjóvá og var niðurstaðan af þeim fundi að bótaskyldan væri viðurkennd. Þetta kemur fram í pósti frá FS til foreldra.

Innlent
Fréttamynd

Leik­skólinn Mána­garður opinn á ný

Búið er að opna leikskólann Mánagarð þar sem kom upp E. coli sýking í síðasta mánuði. Það staðfestir Guðrún Björnsdóttir framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta sem rekur leikskólann. Enn eru tíu börn inniliggjandi á Landspítalanum, þar af eitt á gjörgæslu.

Innlent
Fréttamynd

Sjálf­stæðis­menn vilja taka upp sam­ræmd próf

Meðal aðgerða í menntamálum sem Sjálfstæðisflokkurinn kynnti í dag er að taka upp samræmd próf í grunnskólum á ný. Markmiðið með aðgerðunum er einfalt, að allir nemendur eigi að geta lesið og skilið texta við hæfi eftir yngsta stig grunnskólans í stað þess að stór hluti ráði ekki við það.

Innlent
Fréttamynd

Fjár­mögnum há­skólana til jafns við hin Norður­löndin

Öflugt háskólanám og kraftmiklar rannsóknir eru undirstaða velsældar hvers samfélags. Þetta er ekki bara einhver frasi, heldur staðreynd. Þess vegna skiptir miklu máli að háskólarnir okkar séu samkeppnishæfir þannig að þeir laði til sín besta fólkið, hvort sem við eigum við kennara, nemendur eða annað starfsfólk.

Skoðun
Fréttamynd

Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru

Magnús Karl Magnússon, læknir og prófessor við Háskóla Íslands, hefur lýst yfir framboði sínu til embættis rektors Háskóla Íslands. Núverandi rektor hyggst ekki fara fram á ný þegar skipunartíma hans líkur en Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild skólans, hefur lýst yfir áformum um framboð.

Innlent
Fréttamynd

Á­kall um kjark

Staðan í kjaraviðræðum og lítill skilningur á stöðu háskólamenntaðra á vinnumarkaði veldur áhyggjum. Ekki einungis gagnvart einstaklingum sem hafa þurft að þola umtalsverða kjararýrnun heldur er framtíð og menntunarstig þjóðarinnar í húfi. – Það er kjarni málsins.

Skoðun
Fréttamynd

Fín­malað mó­berg til að lækka kolefnisspor sements á Ís­landi og í Evrópu.

Við erum nú í þeirri einstöku stöðu að geta þróað og innleitt nýjar tegundir sements sem byggjast á hagnýtum rannsóknum sem upprunalega voru gerðar af íslenskum vísindamönnum á sjöunda áratugnum. Þessi nýja tegund sements, sem byggir að hluta til á náttúrulegu íslensku móbergi, mun hafa veruleg áhrif á kolefnisspor sem tengjast byggingariðnaði á Íslandi og víðar. 

Skoðun
Fréttamynd

Kaupa til­búinn mat á meðan E.coli sýkingin er til rann­sóknar

Leikskólinn Mánagarður í Vesturbæ Reykjavíkur er enn lokaður eftir að upp kom E.coli sýking á leikskólanum í síðustu  viku. Leikskólastjóri segir það koma í ljós síðar í dag hvort hægt sé að opna í vikunni. Hún ætlar að kaupa tilbúinn mat á meðan málið er til rannsóknar. 

Innlent
Fréttamynd

97 braut­skráðust frá HR

97 nemendur útskrifuðust frá Háskólanum í Reykjavík í Norðurljósum í Hörpu á laugardag. Fimm nemendur luku doktorsprófi frá HR að þessu sinni, allir frá tölvunarfræðideild.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Akademískt frelsi er í hættu – Tími til að­gerða

Þegar Norðurlandaráð kemur saman á Íslandi nú í lok október verður þess farið á leit við þá sem sitja fund ráðsins að tekist sé á við það brýna verkefni að standa vörð um akademískt frelsi á Norðurlöndunum. Um áratugaskeið hafa Norðurlöndin verið í fararbroddi á alþjóðavísu um hvernig hægt er að verja rannsóknar- og menntastofnanir gegn pólitískum, viðskiptatengdum og hugmyndafræðilegum þrýstingi.

Skoðun
Fréttamynd

Opið bréf til Ás­laugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskólamálaráðherra

Mig langar að benda þér á nokkuð, sem hlýtur að vera yfirsjón, og þú vilt örugglega leiðrétta fyrir kjördag. En fyrst vil ég hrósa þér fyrir það sem vel er gert. Nýsköpun og tækniþróun á Íslandi hafa blómstrað undanfarin ár. Þú hefur ræktað þessar greinar með auknu fjármagni og breyttu styrkjaumhverfi. Vandinn er hins vegar sá að þessi nýsköpun og tækniþróun munu stöðvast nema þú leiðréttir fjármögnun til háskólastigsins. Lof mér að útskýra.

Skoðun
Fréttamynd

Nú 27 börn veik vegna e.coli sýkingarinnar

Alls eru nú 27 börn á leikskólanum Mánagarði veik vegna e. coli sýkingar sem kom upp á leikskólanum. Af þeim eru fjögur inniliggjandi. Tvö þeirra sem eru inniliggjandi eru á gjörgæslu og þurfa bæði að öllum líkindum að fara í nýrnaskilun. Þetta staðfestir Andri Ólafsson samskiptastjóri Landspítalans.

Innlent
Fréttamynd

Myndir þú sætta þig við tólf ára kaupmáttarstöðnun?

Nýlega vísaði Félag prófessora við ríkisháskóla kjaradeilu sinni til Ríkissáttasemjara. Ástæðan er einföld - kaupmáttur launa hjá prófessorum hefur staðið í stað í 8 ár. Laun prófessora hafa, með öðrum orðum, ekkert hækkað umfram verðbólguna frá 2016.

Skoðun
Fréttamynd

„Síðan kemur í ljós að við erum í gjör­ó­líkum störfum“

„Ég heyri það oft þegar ég ræði við til dæmis gamla skólafélaga eða aðra, að það er misskilningur á því í hverju starf verkefnastjóra felst. Ég segi kannski að ég starfi sem verkefnastjóri og þá segir fólk: Já er það? Ég líka! Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum,“ segir Halla Margrét Hinriksdóttir, verkefnastjóri hjá Orku náttúrunnar.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Stefnir á að sækjast eftir em­bætti rektors

Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, gerir ráð fyrir að sækjast eftir embætti rektors Háskóla Íslands. Rektor er skipaður til fimm ára í senn en Jón Atli Benediktsson, núverandi rektor, var fyrst kjörinn í embættið árið 2015 og tók við starfi 1. júlí sama ár. Hann var endurskipaður rektor árið 2020 og hefur því bráðum gegnt embættinu í tíu ár. Jón Atli hyggst ekki sækjast áfram eftir embættinu þegar skipunartíma hans lýkur næsta sumar.

Innlent
Fréttamynd

Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024

Asifa Majid, sálfræðingur, málfræðingur og prófessor í hugrænum vísindum við Oxford-háskóla, er handhafi Vigdísarverðlaunanna 2024. Rektor Háskóla Íslands og fulltrúi menningar- og viðskiptaráðherra munu afhenda Majid verðlaunin við hátíðlega athöfn í Háskóla Íslands 22. október næstkomandi og mun Majid flytja erindi af því tilefni.

Menning
Fréttamynd

Hæst­á­nægð með Höllu

Hópur Íslendinga sem stunda nám við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn (CBS) er hæstánægður með heimsókn Höllu Tómasdóttur forseta í skólann í dag. Sérstök nefnd íslenskra nemenda tók á móti forsetanum í aðalbyggingu skólans í Frederiksberghverfi Kaupmannahafnar en þar er hún stödd ásamt eiginmanni sínum og stórri sendinefnd frá Íslandi í hennar fyrstu opinberu heimsókn.

Innlent
Fréttamynd

Reyna að ná til ný­búa til að Ís­land verði fyrsta reyk­lausa þjóðin

Prófessorar og sérfræðingar í krabbameini og reykleysi segja brýnt að ná til innflytjenda hérlendis þar sem reykingar eru mun algengari en almennt gerist í landinu. Markmiðið að gera Ísland að reyklausri þjóð sé innan seilingar. Fyrirtæki eru hvött til að nálgast myndskreitta bæklinga á þremur tungumálum og kynna fyrir starfsfólki.

Innlent
Fréttamynd

Ný­sköpun án fram­tíðar?

Undanfarin misseri hafa stjórnvöld lagt mikla áherslu á nýsköpun á Íslandi. Samkeppnissjóður nýsköpunar Tækniþróunarsjóður hefur verið efldur, endurgreiðslur rannsókna- og þróunarkostnaður fyrirtækja hafa stóraukist, og skattaívilnanir fyrir sérhæft erlent starfsfólk verið komið á.

Skoðun
Fréttamynd

Jafnlaunavottun átti aldrei að vera skylda

Lögum um jafnlaunavottun var ætlað að stuðla að jafnrétti á vinnumarkaði. Samtök atvinnulífsins komu að mótun jafnlaunastaðalsins á sínum tíma en voru hins vegar ekki fylgjandi lögfestingu hans. Samtökin gerðu margvíslegar athugasemdir við lagafrumvarpið á sínum tíma og hafa varnaðarorðin raungerst.

Skoðun
Fréttamynd

„Það er önnur hver gella með í vörunum“

„Ég held að þetta sé orðið svo algengt í dag. Ólíkegasta fólk er að fara í svona. Ég held líka að Íslendingar séu áberandi mikil hjarðdýr. Ef einhver fær sér þá fá sér allir, því við erum svo fá,“ segir 26 ára gömul íslensk kona sem fer reglulega í varafyllingar og bótox.

Lífið
Fréttamynd

Telur rektor Há­skóla Ís­lands úr­skurði al­þjóða­dóm­stóla og á­lyktanir Sam­einuðu þjóðanna vera pólitískt á­lita­mál?

Það tók íslenska háskóla aðeins sex daga að sammælast um að lýsa yfir stuðningi við Úkraínu opinberlega, og aðeins tvær vikur fyrir Háskóla Íslands að setja upp sérstaka síðu þar sem árás Rússlands var fordæmd og „samstöðu með nemendum og starfsfólki úkraínskra háskóla sem og öllum íbúum landsins“ lýst yfir.

Skoðun
Fréttamynd

Ey­vindur settur landsréttardómari

Dómsmálaráðherra hefur sett Eyvind G. Gunnarsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, í embætti dómara við Landsrétt frá og með 1. október 2024 til og með 28. febrúar 2029.

Innlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Sátt um betra mennta­kerfi

Verkfræðingafélag Íslands stendur fyrir ráðstefnu í dag þar sem reynt verður að greina stöðuna í menntakerfinu og hvaða leiðir eru færar til úrbóta. Fundurinn stendur milli klukkan 13 og 16 og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi. 

Innlent