Leikskólar

Fréttamynd

„Eiga börnin bara að fá pláss einhvers staðar hjá einhverjum?“

Hópur leikskólakennara í Reykjavík birti í dag grein á Vísi sem vakið hefur mikla athygli. Þar gagnrýna kennarar og starfsfólk leikskóla borgaryfirvöld harðlega fyrir aðgerðarleysi í málaflokknum. Leysa verði vandann inni á leikskólunum áður en leikskólavandinn sjálfur verður leystur. Kennararnir segja umræðu um leikskóla einungis fara fram á forsendum atvinnulífs og foreldra.

Innlent
Fréttamynd

Leikskólavandinn?

Það þarf að leysa vanda leikskólanna áður en leikskólavandi borgarinnar, eins og hann er kallaður, verður leystur. Fulltrúar borgarinnar í fjölmiðlum eru að reyna að svara mótmælum frá foreldrum og atvinnulífi en gleyma að líta inn á leikskólana sjálfa og sjá raunverulega vandann sem er jú þeirra að leysa.

Skoðun
Fréttamynd

Sama um hönnunar­verð­laun á meðan börnin sitja heima

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, fagnar því að Brákarborg, nýr leikskóli í Laugardalnum, hafi hlotið hönnunarverðlaunin Grænu skófluna. Leikskólinn var tekinn í notkun síðasta haust nokkru áður en hann var tilbúinn. Foreldrar þeirra barna sem enn hafa ekki fengið pláss á leikskóla segjast sama um hönnunarverðlaun á meðan framtíð þeirra sé óviss vegna plássleysisins.

Innlent
Fréttamynd

Kemur til greina að lengja enn frekar fæðingarorlof

Barnamálaráðherra boðar endurskoðun leikskólalaga og til greina komi að lengja fæðingarorlof. Foreldrar og börn mættu enn á ný í Ráðhús Reykjavíkur í dag til að pressa á borgarstjórn að leysa úr leikskólavandanum.

Innlent
Fréttamynd

Gjald­felling leik­skóla­stigsins er ekki lausnin

Það er ótrúlega dapurt að heyra enn eina umræðuna um vöntun leikskólaplássa í Reykjavík í fjölmiðlum. Í Kastljós mættu Árelía Eydís Guðmundsdóttir og Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir og ræddu þessi mál. Mér sem leikskólastjóra fannst gott að hlusta á Árelíu sem virðist að einhverju leyti skilja vandann sem þessi mál eru í.

Skoðun
Fréttamynd

Leik­skóla­kennari í inn­vistar­vanda

Hvað felst í titlinum? Kennari sem á í innri vanda eða er það húsnæðið sem kennarinn vinnur í sem er í vanda? Þó að seinni fullyrðingin sé skilgreiningin (innvistarvandi = rakaskemmdir/mygla í húsnæði á vegum borgarinnar) þá er í raun ekki hægt að aðgreina þessar tvær skilgreiningar. 

Skoðun
Fréttamynd

„Því miður er ekkert sér­stak­lega bjart yfir mér“

Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segist vonsvikin yfir því að staðan í leikskólamálum sé jafnslæm og raun beri vitni. Hún vill fjölga leikskólaplássum og lagði fram tillögu í borgarráði í dag um daggæslu fyrir börn starfsmanna á stærri vinnustöðum.

Innlent
Fréttamynd

Brúar dóms­mála­ráð­herra bilið?

Meðalaldur barna við innritun á leikskóla Reykjavíkurborgar er nú 21 mánuðir og þrátt fyrir fögur fyrirheit hefur meirihlutanum í borginni ekki tekist að lækka innritunaraldurinn svo neinu nemi; það er staðan.

Skoðun
Fréttamynd

Lítið áunnist þrátt fyrir „fagurgala og falleg fyrirheit“ borgarinnar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir stöðuna í leikskólamálum í Reykjavík óásættanlega þar sem staðan heldur áfram að versna. Fagurgalar og falleg fyrirheit komi frá stjórnsýslunni sem leggur ekki í vinnuna sem til þurfi. Foreldrar hafa lýst yfir þungum áhyggjum vegna stöðunnar og hefur verið óskað eftir því að leikskólamálin verði sett á dagskrá borgarráðs á morgun. 

Innlent
Fréttamynd

Börnin á Laufásborg geta það sem fæstir fullorðnir hafa tök á

Fréttastofa leit við í Iðnó þar sem verið var að setja á stofn með formlegum hætti Kvæðabarnafjelag Laufásborgar. Athöfnin fólst í sannfærandi flutningi leikskólabarna á sígildum íslenskum rímnakveðskap, en sú mæta listgrein hefur eins og þekkt er áratugum saman legið nokkuð óbætt hjá garði. Hér gengur hún í löngu tímabæra endurnýjun lífdaga. 

Innlent
Fréttamynd

Takk!

Í haust lýkur yngsta dóttir mín leikskólagöngu sinni og ákveðnum kafla í bók fjölskyldunnar lokið. Því fylgja blendnar tilfinningar, enda hefur margt gerst á þessum árum; margt sem maður myndi vilja endurtaka og annað ekki. En ég finn hjá mér djúpa þörf fyrir að segja takk.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað lærðum við af fjölda­tak­mörkunum í leik­skóla­starfi?

Þann 28. febrúar árið 2020 var fyrsta tilfelli COVID-19 greint á Íslandi, fyrsta tilfellið var staðfest, nýr veruleiki blasti við okkur sem þjóð. Það leið ekki á löngu áður en að þessi nýi veruleiki rataði inn í skólastofnanir, starfsfólk í skólum og stjórnendur upplifðu síkvikan veruleika, dagsskipulag riðlaðist og að morgni hvers dags þurfti að „reisa skóla frá grunni“.

Skoðun
Fréttamynd

Stöðugur ó­stöðug­leiki í leik­skóla­málum

Vaxandi óstöðugleiki hefur plagað leikskólakerfið í það minnsta síðustu tuttugu árin að mati sérfræðinga eins og t.d. Haraldar F. Gíslasonar formanns félags leikskólakennara, Harðar Svavarssonar leikskólastjóra Aðalþings og Dr. Guðrúnar Öldu Harðardóttur doktors í menntavísindum.

Skoðun
Fréttamynd

Sér­­­stöku land­­steymi ætlað að bregðast við erfiðari málum strax

Á fimmta hundruð manns tóku þátt í svokölluðum þjóðfundi um framtíð skólaþjónustu í Hörpu í dag, þar sem ný heildarlöggjöf í málaflokknum er væntanleg. Mennta- og barnamálaráðherra segir þau hafa skort löggjöf og stofnun til að aðstoða kerfið við að bregðast við áskorunum en við því sé verið að bregðast. Hann mun koma á fót landsteymi á næstu dögum sem er ætlað er að taka á erfiðum málum.

Innlent
Fréttamynd

„Hér er maður miklu meira partur af samfélagi“

Sæunn Gísladóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri og nýr íbúi á Siglufirði, er alsæl með ákvörðunina um að flytja norður á land. Sæunn ber bænum góða söguna og hvetur fólk til að taka stökkið og flytja út á land.

Lífið
Fréttamynd

Á­hyggjur leik­skóla­kennara

Í töluverðan tíma hef ég haft gríðarlegar áhyggjur af máltöku ungra barna í leikskólum. Eftir 37 ára starf með börnum veit ég hversu mikilvæg máltakan er..hversu mikið vægi hún hefur í daglega lífi lítilla barna og hversu mikill grunnur hún er að framtíð þeirra.

Skoðun
Fréttamynd

Sendu sprengjuhótun meðal annars á leikskóla

Tölvupóstur með sprengjuhótun var sendur á nokkrar stofnanir og vinnustaði í Reykjanesbæ í morgun, þar á meðal nokkra leikskóla. Ráðhúsið í Reykjanesbæ var rýmt vegna hótunarinnar. Lögregla segir ekkert að óttast en en málið sé litið alvarlegum augum.

Innlent
Fréttamynd

Eru heim­greiðslur kvenna­gildra?

Tölum aðeins um svokallaðar heimgreiðslur. Í stuttu máli eru heimgreiðslur ákveðin upphæð sem foreldrum stendur til boða til þess að vera heima með börnum sínum, oftast áður en leikskólavist hefst. Áhrifafólk hefur talað fyrir málinu, nokkur sveitarfélög, stór og smá, hafa tekið upp úrræðið og tillögur lagðar fram í öðrum sveitarfélögum, t.d. í Reykjavík.

Skoðun
Fréttamynd

Heimgreiðslur auðveldi „átta mánaða púsluspil“

Foreldrar í Garðabæ eru þakklátir fyrir að heimgreiðslur séu í boði í sínu sveitarfélagi því úrræðið auðveldi þeim að skipuleggja það átta mánaða púsluspil sem fram undan er. Foreldrar hátt í hundrað hafnfirskra barna nýta sér heimgreiðslur til að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla.

Innlent
Fréttamynd

Réttur barna og heima­greiðslur

Kæru vinkonur og vinir í sveitarstjórnum landsins. Nú bið ég ykkur í einlægni að standa þétt með börnum og barnafjölskyldum og láta ekki íhaldssama flokkapólitík rugla ykkur í ríminu. Heimagreiðslur eru hárétt skref núna - það er réttur barna að fjölskyldur eigi valkosti um uppeldisaðstæður þeirra eftir að fæðingarorlofi lýkur.

Skoðun
Fréttamynd

Skiptar skoðanir á 200 þúsund króna styrk til foreldra

Borgarstjórn samþykkti síðastliðinn þriðjudag að vísa tillögum um svokallaðan foreldrastyrk til meðferðar borgarráðs. Sjálfstæðisflokkurinn leggur til að greiða 200 þúsund krónur mánaðarlega til þeirra foreldra sem þurfa eða kjósa að vera með börnin sín heima að fæðingarorlofi loknu.

Innlent
Fréttamynd

Kepp­endur Söngva­­keppninnar trylla leik­­skóla landsins

Það má ætla að hljómsveitin Celebs, sem tekur þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins í ár, hafi eignast marga unga aðdáendur á síðustu dögum. Sveitin hefur verið á svokölluðum leikskólatúr á höfuðborgarsvæðinu en í dag eru þau stödd á Vestfjörðum þar sem þau hafa verið bókuð af átta leikskólum.

Lífið