Lífið

Leik­skólinn sem for­eldrar elska og starfs­fólkið vill ekki hætta

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jensína hefur verið starfandi í skólanum síðan á síðustu öld.
Jensína hefur verið starfandi í skólanum síðan á síðustu öld.

Leikskólinn Laufásborg þykir einn vinsælasti leikskólinn á landinu. Sindri Sindrason leit við í skólanum á dögunum og reyndi að komast að því af hverju hann væri svona eftirsóttur hjá foreldrum og einnig leikskólakennurum.

Fjallað var um heimsókn Sindra í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.

„Þú þarft að elska börn og það þarf að vera gjöfin þín að elska börn. Við erum öll í barnastarfi. Hér er engin skrifstofa og þú vinnur bara með það að það þjóni þér að vera hópstýra eða hópstjóri,“ segir Jensína Edda Hermannsdóttir, leikskólastjóri Laufásborgar.

„Börnin skapa skólann sinn. Ég er búin að vera í þessu starfi síðan á síðustu öld, ég fíla að segja það, mér finnst svo gaman að segja það. Það er svo magnað, þetta er svo lifandi efniviður og ekkert skólaár er eins. Það sem þú þarft að hafa er þinn styrkur, þín þekking og þú þarft að hafa sjálfstraust í þetta. Við erum hér að lyfta hvert öðru upp,“ segir Jensína.

Í þættinum voru birtar myndir af foreldrum barna á Laufásborg og mátti þar sjá fjölmörg þekkt andlit. Stundum hefur verið talað um Laufásborg sem leikskóla fræga fólksins, þá aðallega úr listaheiminum. Þá kom fram í þættinum að um fjögur hundruð börn eru á biðlista eftir að komast inn á leikskólann.

Hér að neðan má sjá brot úr síðasta innslagi Íslands í dag en áskrifendur geta kynnst Laufásborg betur með því að horfa á innslagið í heild sinni á Stöð 2+ eða á í frelsiskerfi Stöðvar 2.

Klippa: Leikskólinn sem foreldrar elska og starfsfólkið vill ekki hætta





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.